Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 27 DV Sport * Stórgóður leikur íslenska liðsins - íslendingar gerðu jafntefli við Norðmenn, 1-1, í Bodö - Jóhannes Karl skoraði markið af 45 metra færi Verðum að gera betur í Evrópukeppninni - sagði Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn Fyrirliði Norðmanna, Henning Berg, var allt annað en ánægður með dómara leiksins. „íslendingar eru mjög líkamlega sterkir og nýttu sér það enda fengu þeir að gera allt sem þeir vildu í friði fyrir lélegum dómara frá Wa- les. Annars var mark íslending- anna einstaklega fallegt. Engu að síður áttum við að nýta yfirþurði okkar úti á vellinum til sigurs." sagði Henning Berg eftir leikinn. Ole Gunnar Solskjær var léttari án þess þó að vera ánægður. „Við lékum ekki nógu vel eftir að við fengum á okkur markið en náðum samt að skora og ég er ánægður með það. Við verðum samt að gera betur í Evrópukeppn- inni ef við ætlum okkur áfram þar,“ sagði Ole Gunnar Nils Johan Semb, þjálfari Norð- manna, hreifst að baráttuvilja ís- lendinga.________________________ „íslendingamir gerðu ekkert nema að reyna að verja forskot sitt eftir að þeir skoruðu mark sitt. Það er alltaf erfitt að leika gegn svona stríðsmönnum eins og ís- lendingum. En við getum sjálfum okkur um kennt. Þrátt fyrir fallegt mark íslendinganna þá skoruðu þeir það eftir hroðaleg vamarmis- tök okkar,“ sagði Semb landsliðsþjálfari. ______________________________-GÞÖ Ole Gunnar Solskjær gerði jöfnun- armark Norðmanna gegn íslend- ingum í Bodö í gærkvöld. Bland i poka Ónafngreindir menn sem þekkja vel til innan Alþjóða knattspymusambandsins telja öraggt að hinn gerspillti forseti sambandsins, Sepp Blatter, eigi auðvelt endurkjör í vændum þegar þing sambandsins veröur haldið í lok þessa mánaðar í tengslum við HM i Japan og Kóreu. Blatter, sem á sér marga óvildarmenn innan FIFA og knattspyrnuhreyfíngarinnar al- mennt í heiminum, er sagður hinn öryggi sigurvegari í kjör- inu gegn Issa Hayatou frá Kamerún. Fróðir menn telja aö Issa Hayatou muni ekki fá nema í mesta lagi 50 atkvæði af þeim 204 sem í boði verða á þinginu. Margir af bestu tennisleikur- um heims verða ekki með á opna franska stórmótinu sem hefst í næstu viku. Þar má nefna Wimbledon-meistarann Goran Ivanisevic, Lindsay Davenport og Martinu Hingis. Einnig eru þau Roland Garros, Venus Williams og Anna Kournikova á mjög gráu svæði og berjast við að ná heilsu fyrir mótið. Alvarlegust eru meiöslin hjá Goran Ivanisevic og Martinu Hingis. Víst er talið að meiösli á öxl haldi Ivanisevic frá keppni í hálft ár og óttast er að meiösli á ökkla hafi þegar bundið enda á ferilinn hjá Hingis. Hún fór í uppskurð í gær vegna meiðsl- anna og á næstu vikum og mán- uðum kemur í ljós hvort ferill hennar er á enda runninn. Það kemur væntanlega í ljós á sunnudaginn hvort Thierry Henry, leikmaður Arsenal, getur leikið með franska landsliðinu á HM í knattspyrnu. Henry er meiddur á hné og gat ekki leikið með franska liðinu gegn japönsku félagsliði í gær í leik sem Frakkar unnu, 5-1. Fleiri leikmenn franska liðsins eiga við meiðsli að stríða. Góöu fréttirnar fyrir Frakka í gær vom þær að miðvallarleik- maðurinn snjalli, Zinedine Zida- ne, sneri aftur til Japans í gær eftir að hafa fylgst með fæöingu síns þriðja barns í Frakklandi. Leeds United hefur sett sókn- armanninn Lee Bowyer á sölu- lista vegna þess að hann neitaði að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Viöræður á milli Lee Bowyer og Leeds hafa staðið síðan í desember á síðasta ári og engan árangur borið. Bowyer tilkynnti Leeds í gær að hann heföi tekið þá ákvörðun að semja ekki á ný við Leeds en hann á ár eftir af samningi sin- um við félagið. Danny Murphy, miðvallar- leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, meiddist í gær á æf- ingu enska liðsins og er óvíst hvort hann getur tekið þátt í æf- ingum fram að keppninni. Danny Murphy er fimmti mið- vallarleikmaður enska landsliðs- ins sem meiðist nú skömmu fyr- ir HM. Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistari í kappakstri, hef- ur staðið upp og gagnrýnt Mich- ael Schumacher harðlega fyrir framgöngu hans í síðustu Formúlu 1 keppni. „Látum vera þó Schumacher hafi tekið við skipunum frá liðsstjóminni. Það sem fór verst í mig var að hann skyldi ekki hafa manndóm í sér til að standa á efsta þrepi verð- launapallsins eftir keppnina og afhenda öðmm keppanda sigur- launin. Schumacher átti auðvit- aö að haga sér eins og maður en ekki láta skömmina yfirbuga sig svo algjörlega sem raunin varð á,“ sagði Jacques Villeneuve í gær. -SK íslenska landsliðið i knattspymu knúði fram hagstæð úrslit gegn Norðmönnum í vináttulandsleik þjóðanna í knattspymu í Bodö í Norður-Noregi í gærkvöld. íslenska liðið sýndi oft og tíðum stórgóða knattspymu, vömin var traust og á stundum gerði íslenska liðið harða hríð að marki Norðmanna. Oft brá fyrir góðum samleik og var þetta tvímælaust góður undirbúningur fyrir átökin hjá liðinu á hausti komanda. Jóhannes Karl Guðjónsson kom íslendingum yfir á 5. mínútu með marki sem lengi verður í minnum haft. Hann tók aukaspymu af um 45 metra færi og boltinn lá í netinu. Markið skrifast á markvörð Norðmanna sem var búinn að hætta sér of framarlega út úr markinu. Norsku áhorfendumir sem og leikmenn norska liðsins stóðu á öndinni á meðan íslenska liðið fagn- aði innilega frábæru marki. Norska liðið sótti meira eftir markið en hafði ekki erindi sem erfiði og Ámi Gautur Arason markvörður var ör- yggið uppmálaö þegar á þurfti að taka. • Hörkuskot í þverslána Jóhannes Karl var nærri búinn að bæta við öðm marki þegar skot hans beint úr aukaspymu hafnaði í þverslánni. Norðmenn komust næst því að skora í fýrri hálfleik þegar Öyvind Leonhardsen komst í gott færi en Ámi Gautur varði mjög vel. Það var alveg ljóst að Norðmenn myndu blása enn frekar til sóknar í síðari hálfleik og það kom á daginn. Þegar um 15 mínútur vom liðnar af síðari hálfleik náðu Norðmenn að jafna. Sigurd Rushfeldt átti þá send- ingu á Ole Gunnar Solskjær sem skoraði með fóstu skoti rétt fyrir ut- an vítateig. Skotið var óverjandi fyrir Áma Gaut sem gerði þó heið- arlega tilraun til að verja. Nokkrum mínútum síðar gerðist Solskjær aðgangsharður upp við mark íslenska liðsins en hann fór illa með upplagt tækifæri en þama gat hann hæglega komið Norðmönnum yfir. Eftir jöfnunarmark Norðmanna var fátt um fma drætti en Sævar Þór Gíslason, sem hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður, komst í gott færi en brást bogalistin. Lið Noregs: Thomas Myhre - Andre Bergdolmo, Henning Berg, Ronny Johnsen, John Ame Riise - Jo Tessem, Martin Andresen, Trond Andersen, öyvind Leonhardsen - Ole Gunnar Solskjær, Steffen Iver- sen. Lið íslands: Ámi Gautur Arason - Gylfi Einarsson, Bjami Þorsteins- son, ívar Ingimarsson, Amar Þór Viöarsson - Jóhannes Karl Guðjóns- son, Ólafur Stígsson, Rúnar Krist- insson (Jóhann B. Guðmundsson 75.), Indriði Sigurðsson (Tryggvi Guðmundsson 80.) - Heiðar Helgu- son (Ólafur Öm Bjamason 60.), Marel Baldvinsson (Sævar Þór Gíslason 83.). -JKS/GÞÖ Það var ekkert gefið eftir í landsleik Noregs og íslands í Bodö í gærkvöld. Hér kljást þeir John Arne Riise, sem leikur með Liverpool, og Jóhannes Karl Guðjónsson, sem er á mála hjá Real Betis á Spáni. Jóhannes Karl geröi mark íslands sem veröur lengi í minnum haft. DV-mynd Tom Melby/Bodö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.