Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 Sport DV Golfpunktar Keppni í Toyotamótaröðinni í golfi hefst um næstu helgi í Vestmannaeyj- um. Siöan rekur hvert mótið annað á mótaröðinni. Ostamótiö hjá Leyni 8. -9. júní, íslandsmótið í holukeppni hjá Keili 28.-29. júni, Búnaðarbanka- mótið á Akureyri 27.-28. júlí, á Hellu 8.-11. ágúst og mót Opinna kerfa 14.-15. september á Suðurnesjum. Búnaóarbanki íslands er aðalstyrkt- araðili Golfsambands Islands 2002. Aðrir stórir styrktaraðilar sambands- ins eru Toyota, Opin kerfi, Sjóvá-Al- mcnnar, Europay Island og Osta- og smjörsalan. Á þessu ári verða félagar í gollklúbb- um á íslandi 10 þúsund. Af öllum þessum fjölda eru konur i miklum minnihluta eða aðeins um 1000. í sumar kemur kunnur kvengolfkenn- ari til landsins. Hún heitir Denise Hastings og mun verða með sérstök námskeið hér á landi dagana 20. tU 28. júní í sumar. Heimsókn Hastings er liður í átaki í kynningu á golfi fyr- ir konur í samstarfi GSl og Búnaðar- bankans. Örn Ævar fjarri góöu gamni örn Ævar Hjartarson,’ GS, veröur íjarri góðu gamni í mestallt sumar en hann dvelur í Bandaríkjunum þar sem hann einbeitir sér aö golfinu. Öm Ævar kemur til landsins í byrjun ágúst. Hann missir af fjórum fyrstu stigamótum sumarsjns en verður væntanlega meö á íslandsmótinu í höggleik 8.-9. ágúst. Örn Ævar hefur verið að leika mjög gott golf í Bandaríkjunum en hann varð íslandsmeistari karla í fyrra og var kosinn kylfingur ársins að auki 2001. -SK Frá fundinum í gær. Frá vinstri: Júlíus Rafnsson, forseti GSÍ, Höröur Porsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, og Ragnar Ólafsson, liðsstjóri landsliðs karla. DV-mynd GVA Spennandi golfvertíð fram undan hjá íslenskum kylfingum: Fjölsótt Evrópumót pilta hápunkturinn - Islandsmótið á Hellu og fyrsta stigamótið um næstu helgi í Eyjum Stærsti viðburður sumarsins í golfinu verður án efa Evrópumót pilta sem fram fer í Grafar- holti. Við hjá GSÍ erum mjög stoltir af því hve mótið verður fjölmennt en þátttökuþjóðir verða 22 að íslandi meðtöldu," sagði Júlíus Rafnsson, for- k seti Golfsambands Islands, k í gær. GSÍ hélt þá fund x með blaðamönnum þar sem stærstu mál kom- i andi golfvertíðar voru , kynnt. k „Af fleiri stórum málum má nefna íslandsmótið sem fram fer á Hellu þetta árið en Golfklúbburinn þar verður 50 ára á árinu. Fjöl- margt annað verður um að vera í golfinu i sumar,“ sagði Júlíus. Toyotamótarööin „Við munum gera Toyotamóta- röðinni óvenjuhátt undir höfði í tilefni þess að GSÍ er 60 ára á ár- inu,“ sagði Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ. „Þá verð- ur mikið lagt í Vaxtalínumótaröð- ina, en þar eru keppendur 12-18 ára. Loks má nefna að á afmælis- árinu munum við leggja mikla áherslu á að kynna golf á íslandi í sambandi við Edduhótelin. Það eru 56 golfvellir hringinn í kring- um landið og við viljum nýta þá betur en gert er í dag. Þá má nefna sérstakt átak sambandsins í kvennagolfi og af því tilefni kemur þekktur erlendur kennari til landsins. Konur eru í miklum minnihluta þegar virkir kylfingar eru annars vegar og við vUjum gera aUt sem í okkar valdi stendur til að auka hlut kvenna í golfinu," sagði Hörður. Toppurinn í Malasíu „Gamli refurinn" Ragnar Ólafs- son er liðsstjóri landsliðs karla í golfi og hann er bjartsýnn á gott sumar tU handa kylfingum: „Toppurinn á golfsumrinu hjá karlalandsliðinu verður heims- meistaramótið í Malasíu. Þetta mót er tvímælalaust hápunktur- inn á golfvertíðinni þetta árið. Við ætluðum að senda kvennaliðið tU Rússlands en því miður gekk það ekki eftir af ýmsum ástæðum. Nefna má að GSl mun í sumar styrkja einstaklinga tU ferða á mót erlendis en stefna okkar er að dreifa þeim peningum sem við höf- um handa á mUli á sem flesta staði þannig að þeir komi sem flestum að notum,“ sagði Ragnar. Val landsliðsins fer þannig fram að tekið er tillit tU úrslita á stiga- mótum sumarsins en endanlegt val verður í höndum einvaldsins Staffans Johannsonar frá Svíþjóð. Ljóst er að mikið er fram undan hjá íslenskum kylfingum í sumar og útlitið er gott. Golfvellir lcuids- ins koma víða vel undan vetri og vertíðin, sem reyndar er þegar hafin, ætti að geta verið áhuga- verð og skemmtUeg. -SK -i Gljúfurá í Húnavatnssýslu: Leigð á 1,5 milljónir Stangaveiðifélagi Austur-Húna- vatnssýslu var leigð Gljúfurá í Húna- vatnssýslu fyrr nokkrum dögum en veitt er á tvær stangir í henni. Björn Magnússon, formaður veiði- félags Gljúfurár, og Jón Aðalsteinn Sæbjömsson, formaður Stangaveiðifé- lagsins, undirrituðu þriggja ára samning um leigu árinnar. Samning- urinn tekur gUdi sumarið 2003 en bændur hafa selt veiðUeyfi í ána síð- ustu 10 árin. í samningnum eru ákvæði um seiðasleppingar, klakveiði, einungis fluguveiði frá 1. tU 15. september og fleira er snýr að þeim þætti að vernda og stækka laxastofninn. Leigan á ári er ein og hálf mUljón og veitt á tvær stangir en í fyrra veiddust 40 laxar og eitthvað af bleikju í henni. Spennandiferö „Hver viU ekki kynnast leyndar- málum áa í Borgarfirði hjá okkar fær- ustu veiðimönnum?" sagði Ari Þórð- arson í fræðslunefnd Stangaveiðifé- lags Reykjavikur, í samtali við DV- Sport í gærdag en fyrsti lax sumarsins hefur sést í Norðurá og fleiri eiga eft- ir að sjást næstu daga. Laugardaginn 25. mai nk. (kosn- ingadaginn) verður farin spennandi göngu- og kynnisferð með bökkum Norðurár og Gljúfurár í Borgarfirði undir leiðsögn þekktra og þaul- reyndra veiðimanna. I boði er stór- skemmtUeg kynning á helstu veiði- perlu landsins, Norðurá, sem aUir vUja veiða í auk annarrar minni í ná- grenninu, Gljúfurá, sem búin er tölu- verðri veiði og frábæru veiðUiúsi. Farið verður frá skrifstofu SVFR kl. 9.00 sem leið liggur upp í Borgarfjörð og byrjað á viðkomu í Gljúfurá þar sem Stefán Hallur Jónsson ámefndar- maður mun segja frá ánni, sýna nokkra góða veiðistaði og veiðihúsið. „Frá Gljúfurá verður farið upp í veiðihúsið á Rjúpnahæð við Norðurá þar sem boðið verður upp á léttar veit- ingar. Að þeim loknum verður geng- ið með ánni í einum eða fleiri hópum undir leiðsögn m.a. Jóns G. Baidvins- sonar, Sigurðar Héðins og fleiri sem þekkja vel tU mála. Gönguferðin mun taka 1-2 klst. Gert er ráð fyrir að koma tU Reykjavíkur um kl. 17.00 að skrifstofu SVFR. Allt er innifalið; rúta, veiting- ar, leiðsögn og skemmtun fyrir aðeins 1.500 kr. fyrir félagsmenn í SVFR en 2.500 fyrir aðra. AUir veiðiáhugamenn velkomnir. Skránmg þátttakenda fer fram á skrifstofu SVFR í síma 568-6050 fram tU kl. 12.00 fóstudaginn 24. maí nk.,“ sagði Ari Þórðarson. -G. Bender Björn Magnússon, formaöur Veiöifélags Gljúfurár, og Jón Aöalsteinn Snæbjörnsson takast í hendur eftir undirritun samningsins. DV-mynd JÖA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.