Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 29
w FMMTUDAGUR 23. MAI 2002 29 :dv Sport* i i i -i i i Grindavík-Stjarnan 0-3 0-1 Lilja Kjalarsdóttir .......5. Skot utan teigs ... Guðrím Halla Finnnsd. 0-2 Freydls Bjarnadóttir -----16. Skot úr markteig .. Guðrún Halla Finnnsd. 0-3 LUja Kjalarsdóttir ......27. Skot úr teig .......náði boltanum Skot (á mark): 6 (4) - 26 (16) Borm 2-5 Aukaspyrnur: 8-6 Rangstðður: 0-0 Varin skot: Sara 10 - María Björg 2. fimé v\ Best á vellinum: Lilja Kjalarsdóttir, Stjörnunni Andrea Rowe, Grindavík, Lilja Kjal- arsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni. @ Sara Ómarsdóttir, Margrét Krist- ín Pétursdóttir, Klara Steingrímsdótt- ir, Amanda Pietilia, Grindavík. Auö- ur Skúladóttir, Elfa Björk Erlings- dóttir, Freydís Bjarnadóttir, Guðrún Halla Finnsdóttir, Stjörnunni. Andr- ea Rowe, Grindavík. Andrea Rowe hjá Grindavík fékk að lita rauða spjaldið í seinni hálfleik sem var mjög strangur dómur hjá Ólafi Kjartanssyni, dómara leiksins í Grindavík í gær. Lilja með tvö í Grindavík Stjarnan vann öruggan sigur á Grindvíkingum, 0-3, i fyrstu um- ferð úrvalsdeildar kvenna í knatt- spyrnu í Grindavík í gærkvöldi. Srjarnan hóf leikinn af miklum krafti og uppskar mark snemma leiks sem setti heimastúlkur út af laginu og þær komust aldrei al- mennilega í takt við leikinn í fyrri hálfleik. Þetta nýttu gestirnir sér vel og bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til leikhlés. í seinni hálfleik var Srjarnan áfram áberandi sterkari aðilinn og stelpurnar voru ansi hreint óheppn- ar að skora ekki nokkur mörk í hálfleiknum því þær áttu fjölmörg góð skot og að minnsta kosti fimm fóru í stöng. Grindvíkingar áttu fáar almenni- legar sóknarlotur í leiknum og ef eitthvað er að marka þennan leik þá er getumunur þessara liða talsverð- ur en Grindavíkurliðið er mjög ungt að árum en það býr ýmislegt í því. Stjörnuliðið er einnig ungt en það hefur nokkra reynslubolta sem vega þungt. -SMS Breiðablik-IBV 3-2 1-0 Margrét Ólafsdóttir.....14. Skot utan teigs .. Eyrún Oddsdóttir 2-0 Eyrún Oddsdóttir.......35. Skot úr markteig .. Margrét Ólafsd. 2-1 Michelle Barr..........40. Skalli úr markteig . Margrét L. Víðarsd. 2-2 Margrét Lára Viðarsdóttir 61. Vítaspyrna ___Margrét L. Viðarsdóttir 3-2 Margrét Ólafsdóttir .....80. Aukaspyrna........26 metra færi Skot (á mark): /^•rjfek 15 (10) - 13 (8) 1 /^ ^k 1 Borm / ^U 4-2 • ! Aukaspyrnur: ff <•¦ -»- - 13-15 1 j Rangstðður: ¦ mÁ 4-1 r flfl Varin skot: ¦ ¦ 1 Elsa Hlín 6 - Ginzhul7 ^__-^ Best á vellinum: Margrét Olafsdóttir, Breiðabliki ®@ Margrét Ólafsdóttir, Breiðabl., Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV. @ Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Eyrún Oddsdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Hjördís Þor- steinsdóttir, Breiðabliki, Rachel Hamill, Michelle Barr, Bryndís Jóhannesdóttir, Laufey Ólafsdóttir, ÍBV. Valsstúlkur of sterkar fyrir FH - Ásgerður geröi sitt 84. mark fyrir Val og er orðin markahæst Valur byrjar tímabilið í 1. deild kvenna með ágætum en í gærkvöldi vann liðið FH 3-1 að Hlíðarenda. Valur þurfti að hafa fyrir sigrinum þrátt fyrir að hafa nokkra yfirburði í leiknum en leikmenn FH börðust vel en getumunurinn var of mikill. FH skoraði fyrsta markið í leiknum eftir herfileg varnarmistök hjá Val en Valsstúlkur jöfnuðu fyrir hlé og gerðu síðan út um leikinn á mínútu- kafla með tveimur mörkum. Valur tók strax völdin á vellinum í upphafi leiks og fékk fyrsta dauða- færið á 12. mínútu. Málfríður Sig- uröardóttir átti skot af 35 m færi sem hafnaði í þverslánni og boltinn datt fyrir framan fætur Kristbjargar Ingadóttur en hún hitti ekki markið í upplögðu færi. FH skoraði síðan þvert gegn gangi leiksins eftir mistök í vörn Vals og var það Olga Steinunn Stef- ánsdóttir sem þar var að verki eftir að Bryndís Sighvatsdóttir lagði bolt- ann til hliðar á hana. Ásgerður oröin markahæsti leikmaöur Vals frá upphafi Valur náði að jafha fyrir hlé þeg- ar Soffía sendi háan bolta inn í teig FH og barst boltinn til Ásgerðar Ingibergsdóttur sem skoraði í horn- ið fjær, algjörlega óverjandi fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur i marki FH. Þetta var 84. mark Ásgerðar fyr- ir Val og þar með er hún orðin markahæsti leikmaður Vals frá upphafi en Bryndís Valsdóttir skor- aði 83 mörk fyrir félagið á sínum tíma. Valur hélt áfram að sækja en átti erfitt með að brjóta þéttan og fjöl- mennan varnarmúr FH. Liðinu tókst loksins að brjóta ísinn á 72. mínútu þegar íris Andrésdóttir átti skot að marki FH og hafnaði boltinn i Kristbjörgu og breytti um stefnu og hafnaði í netinu. Fram að þessu var Guðbjörg búin að verja vel í marki FH og einu sinni stórglæsi- lega. Aðeins mínútu seinna skoraði varamaöurinn Erna Erlendsdóttir eftir að hafa fengið góða sendingu frá Ásgerði inn fyrir vörn FH og Ernu brást ekki bogalistin. Þar með voru úrslitin ráðin. Þrátt fyrir nokkuð öruggan sigur á Valsliðið nóg inni og er liðið firna- sterkt og til alls líklegt í sumar. Málfríður lék mjög vel fyrir Val en Guðbjörg var langbest hjá FH og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því i fyrrasumar. -Ben Margrét Ólafsdóttir og Eyrún Oddsdóttir fagna marki þeirrar fyrrnefndu í gær en þær skoruöu mörk íslandsmeistara Breiöabliks í 3-2 sigri á IBV á Kópavogsvellinum í gær. DV-mynd E.ÓI. Margrét mætt - skoraði tvö glæsimörk í 3-2 sigri Breiðabliks á ÍBV Margrét Ólafsdóttir skoraði tvö glæsimörk fyrir Breiðablik 13-2 sigri á ÍBV í úrvalsdeild kvenna í gær og þar á meðal var sigurmarkið beint úr aukaspyrnu 9 mínútum fyrir leikslok. Það tók Margréti aðeins rúmar 13 mínútur að skora fyrsta markið með glæsilegu langskoti og Margrét lagði einnig upp mark Eyrúnar Oddsdóttur 20 mínútum síðar. Margréti leið greinilega vel yfir því að vera mætt á ný í Breiðabliksbúninginn eftir árs- veru í bandarísku atvinnumanna- deildinni. „Þetta var skemmtileg endurkoma og það er alltaf gaman að skora. Við eigum eftir að shpa margt, þetta er ungt lið og mikið breytt frá því í fyrra og það er mikil vinna eftir í okkar liði en við stefnum á toppinn og ætlum að reyna að stríða KR," sagði Margrét sem átti mjög góðan leik. Það er gam- an að sjá hvernig hún hefur finpússað sinn leik og veran í Bandaríkjunum hefur gert henni mjög gott. Breiðabliksliðið lék mjög vel fram- an af leik en dalaði er á leið og Mar- grét bjargaði stigunum með frábæru marki í lokin. Helga Ósk Hannesdótt- ir lék með á ný í Breiðabliksliðinu og gegndi stöðu aftasta varnarmanns og leysti það vel. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari ÍBV, var ekki eins ánægð með leikinn. „Ég er hundsvekkt með það að fá þetta sigurmark þeirra í lokin en ég er sátt með það að liðið kom til baka og vann upp tveggja marka forskot því við áttum alveg skelfilegan fyrri hálfieik. Við unnum vel á í leiknum og kláruðum hann vel og það var gott að liðið hélt áfram og var ekki að svekkja sig yfir því að vera komið undir. Við unnum hins vegar ekki okkar vinnu og þurfum að lita vel í eigin barm til að bæta okkur," sagði Elísabet Gunnarsdóttir í leikslok. Það var gaman að fylgjast með frammistöðu hinnar 16 ára gömlu Margrétar Láru Viðarsdóttur sem átti allan heiðurinn að baki mörkum Eyjaliðsins sem og flestöllum hættu- legustu upphlauðum liðsins. Laufey Ólafsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir áttu einnig ágæta spretti en eru þó enn að komast í form eftir meiðsli en þegar þessar þrjár eru heilar verður gaman að sjá til Eyjasóknarinnar. í vörninni unnu Skotarnir á í seinni hálfleik og verða sterkar. -ÓÓJ Valur-FH 3-1 0-1 Olga S. Stefánsdóttir ___23. Skot úr teig . Bryndís Sighvatsdóttir 1-1 Ásgerður Ingibergsdóttir . 40. Skot úr teig ... Soffia Ámundadóttir 2-1 Kristbjörg Ingadóttir-----72. Skot úr vítateig . . Iris Andrésdóttir 3-1 Erna Erlendsdóttir......73. Skot úr teig .. Ásgerður Ingibergsd. Skot (á mark): 26 (18) - 3 (1) Borm 5-2 Aukaspyrnur: 4-3 Rangstöður: 3 -2 Varin skot: ÞóraO- Guðbjörg 15. V „, f&? Best á vellinum: Málfrí&ur Siguröaidóttir, Val @® Málfríður Sigurðardóttir, Val, Guðbjórg Gunnarsdóttir, FH. @ íris Andrésdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Soff- ía Ámundadóttir, Ásgerður Ingi- bergsdóttir, Rósa Júlía Steinþórsdótt- ir, Ema Erlendsdóttir, Val. Ferna Olgu í öruggum KR-sigri KR átti í litlum vandræðum með sameiginlegt lið Þórs, KA og KS á Akureyri í norðanstrekkingi og rign- ingu og vann 0-6 í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í gær. KR hóf leikinn með stórskotahríð en framan af hélt vörn norðan- stúlkna auk þess sem Sandra Sigurð- ardóttir varði oft og tíðum frábær- lega í marki þeirra. Það var ekki fyrr en ríflega hálftírni var liðinn af leikn-^ um að múrinn brast þegar Olga Fær- seth skoraði nánast upp úr þurru með skoti rétt utan vítateigs. Aðeins tveimur mínútum síðar bætti KR við óðru marki og ljóst var hvert stefndi. Fjórða og síðasta mark Olgu var einkar glæsilegt en það kom úr skoti frá hliðarlínunni, riflega fimm metr- um frá hornfánanum og sveif boltinn fram hjá Söndru í markinu. Af leiknum í gær má dæma að KR- ingar verða erfiðir viðureignar í sumar. Liðið er mjög heilsteypt og ekki er verra að hafa framherja eins og Olgu Færseth sem getur skorað nánast upp úr þurru líkt og hún gerði þrivegis í leiknum í gær. Þór/KA/KS átti aldrei möguleika í leiknum og náði ekki skoti að marki* á meðan skotin frá KR voru 27 tals- ins. -AÞM Þór/KA/KS-KR 0-6 0-1 Olga Færseth ..........32. Skot utan teigs ...........einlék 0-2 Sólveig Þórarinsdóttir ... 34. Skot úr teig......,.. Olga Færseth 0-3 Ásthildur Helgadóttir-----53. Skot utan teigs .. Hrefna Jóhannesdóttir 0-4 Olga Færseth..........62. Skalli úr markteig .. Hrefna Jóhannesd. 0-5 Olga Færseth..........72. Skot úr teig..............einlék 0-6 Olga Færseth ..........74. Skot utan teigs ...........einlék Skot (á mark): 0-27 (17) Borm 0-6 Aukaspyrnur: 8-5 Rangstöður: 2-2 Varin skut: Sandra 9 - Þóra Björg 0 Best á vellinum: Olga Færseth, KR ®@® Olga Færseth, KR. @® Ásthildur Helgadóttir, KR. ® Sandra Sigurðardóttir, Þóra Pét- ursdóttir, Ásta Árnadóttir, Þór/KA/KS, Guðrún Sóley Gunnars- dóttir, Edda Garðarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Sólveig Þórarinsdótt- ir, KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.