Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 32
-r -¦¦'¦ ¦ _ ~r ¦ilLL AridJiJfJ 'JHú'J íi JjJujjJ 1 ]3jJjJiJJ!JíJJ'lJl] FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 Sími: 533 5040 / www.allianz.is Guöjón Þórðarson. Engin yfir- taka í gangi Guöjón Þórðarson hefur verið tölu- vert i fréttum upp á síðkastið vegna hugsanlegrar yfirtöku á Stoke City. Staðarblaðið The Sentinel greinir frá því að Guðjón hafi komið til Is- lands í gær í þeim tilgangi að hóa saman hópi fjár- festa til að kaupa meirihluta i félag- inu. Guðjón Þóröar- son visaði þessu á bug í samtali við DV í morgun. „Ég er ekki að koma saman einu né neinu. Ég var rekinn frá Stoke fyrir viku og það er eigendanna að ráða því hvað þeir gera. Það er endalaust hægt að vera með fréttir og túlka þær út og suður en staðreyndin er sú að ég er ekki að reyna að fá menn til að kaupa meiri- hluta í Stoke City," sagði Guðjón. Guðjón sagði ótímabært að ræða framtíðarhorfur. „Það er hins vegar al- veg öruggt að ég vil halda áfram að starfa i knattspyrnunni en hvað gerist í þeim málum verður tíminn að leiða í ljós." Hann vildi ekkert segja um hvort eitthvert starf væri í sigtinu hjá hon- um. -m Leiðtogar yfirheyrðir: Baráttan ekki - sögð heiðarleg Forystufólk þriggja stærstu framboð- anna í Reykjavik gera upp kosningabar- áttuna i yfirheyrslum DV í dag. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarsrjóri segir baráttuna ekki hafa verið nógu heiðarlega; Sjálfstæðismenn hafi beitt blekkingum sem eru meiri en hún telji leyfilegt, jafnvel þótt menn séu í kosn- ingabaráttu. Björn Bjarnason, borgarstjóraefni D- lista, segir að R-listinn hafi hlaupið úr einu í annað eftir því sem D-listi hafi sótt fram og reynt hafi verið að gera hann tortryggilegan; sumt í baráttunni hafi þannig ekki verið stórmannlegt. Ólafur F. Magnússon, oddviti F-lista, segir að skort hafi á heiðarleika en ** gagnrýnir einkum ójafnræði með fram- boðunum í fjölmiðlum. Ingibjörg Sólrún segir að komi F-listi manni að í borgarstjórn sé ljóst að hún hafl ekki þann stuðning sem hún þuríi til að gegna starfi borgarstjóra. -ÓTG Sjá nánar bls. 8,9 og 10. E FRETTASKOTIÐ SÍMINH SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert I fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, I greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö II hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar I er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan j sólarhringinn. 550 5555 Hugmyndir um flutning OV norður vekja mikla reiði: Riftunar krafist á sölu Orkubúsins Harðar deilur blossuðu upp í fyrrakvöld í kosningabaráttunni í ísafjarðarbæ þegar þau tíðindi spurðust út að fyrirhugað væri að flytja höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða norður á Akureyri. Hafði iðnaðar- og viðskiptaráðherra þá kynnt að viðræður væru í gangi um sameiningu OV, RARIK og Norðurorku. Hefur eitt framboðið, A- listi Nýs afls, þegar krafist þess að samningum um sölu Orkubúsins verði rift. Flestir fulltrúar framboðanna sex í bæjarfélaginu túlka þessar fréttir og tímasetningu þeirra sem svo að þetta sé með vilja gert til að styrkja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðis- flokkinn á Akureyri i þeirra kosn- ingabaráttu. Það sé hins vegar gert með því að fórna sömu flokkum fyr- ir vestan. Halldór Jónsson, efsti maður á A- lista Nýs afls, segir þetta skelfilegt mál. Flokkur hans hefur þegar sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar segir m.a.: „A-listi hefur nú þeg- ar óskað eftir aðgangi að öllum þeim gögnum er söluna varða með það að markmiði að hefja nú þegar Halldór Jónsson. vinnu við að rifta þessari sölu." í blaðinu í dag vill Guðni Geir Jó- hannesson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins og for- seti bæjarstjórnar, draga úr því að flutningur höfuð- stöðvanna hafi stór áhrif. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, er greinilega ekki sáttur en segist þó vilja fara aðrar leiðir ef til sameiningar kæmi. „Ekkert sem kemur frá þessum ráðherra byggðamála kemur mér þó lengur á óvart," sagði Halldór. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir í samtali við DV í morgun að fyrirhuguð sameining Orkubús Vestfjarða við RARIK og Norður- orku vera innan samkomulags sem gert var við kaup ríkisins á hlut Vestflrðinga í Orkubúinu. Hún seg- ir þessa tímasetningu tilviljun og þetta sé ekki gert til að hygla framboðum á Akureyri. forstjóra sameinaðs fyrirtækis ekki koma til með að verða á Vestfjörðum en starfsmönnum verði ekki fækkað. -HKr. - Sjá nánar fréttaljós á bls. 22 Nýjar leiðir kannaðar í nýtingu jarðhita: Allianz (fij) > - Lof orð er lof orð á i DV-MYND SIGURÐUR K. HjALMARSSON | Fýlsegg f Víkurkletti Ungi maðurinn á myndinni leitaði fýlseggja í Vlkurkletti við Vik í Mýrdal ígær- kvöld. Veður vargott og aflaðist þokkalega. Orkuveita Reykjavíkur í tilraunaeldi á risarækju Y - sýnist stefna í Línu.Stórrækju, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson M I Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera í sumar tilraun með eldi á risarækjum frá Nýja-Sjálandi í eld- istjörnum í Ölfusi. Risarækjurnar á að rækta i landi Bakka I og nýta til þess heitt vatn frá Hitaveitu Þorlákshafnar. Sótt hefur verið um starfsleyfi vegna tilraunarinnar til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. „Þessi umsókn bendir til þess að stefnt sé að miklu umfangsmeira verk- efni en samþykkt stjórnar Orkuveit- unnar frá því í maí 2000 stóð til og að hér sé að verða til nýtt fyrirtæki, Lína.Stórrækja. Hver veit, miðað við fyrri reynslu af áhuga R-listans á áhættusömum samkeppnisrekstri," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem situr í stjórn Orkuveitunnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Samþykkt var í stjórn OR fyrir tveimur árum að verja að hámarki 10 milljónum króna til að kanna möguleika á eldi af þessu tagi. Heim- ildin var bundin við að 30 milfjónir fengjust frá öðrum aðilum. Þessi hluti samþykktarinnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. hefur ekki verið búningi uppfylltur að sögn Vilhjálms. Vilhjálmur segist ekki hafa frétt af starfsleyfisumsókninni fyrr en i gær og hún hafi aldrei verið rædd í stjórn. Samkvæmt sínum upplýsingum hafi í dag verið varið um 7-8 milljónum sam- tals til undirbúnings og því sé augljóst að fara þurfi fram úr 10 milljóna króna fjárheimild stjórnar til að nýta starfs- leyfið og hefja fyrirhugaðar tilraunir. Dýrmæt afurö Þorleifur Finnsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunar- og þróunarsviös Orkuveitunnar, segir tilganginn vera að kanna nýjar leiðir i nýtingu jarð- hita. Verkefnið hafi verið lengi í athug- un, höhnunarvinnu og öðrum undir- vegna tilraunarinnar sé að mestu lokið og aðeins eftir að ganga frá starfsleyfi. Samningur hefur verið gerður við rækjueldisstöð í Taupo á Nýja-Sjálandi um að leggja til þekkingu og hráefni, en hún hefur nýtt jarðhita til rækjueld- is með ágætum árangri í um 15 ár. Orkuveitan leggur til fé og vmnur ásamt þróunarfyrirtækinu íslenskri nýsköpun, sem Orkuveitan á ríflegaj 18% hlut í. Þorleifur segir að arðsemiskönnun bendi til þess að um arðsama starfsemi | geti verið að ræða, enda afurðin dýr- mæt og eftirspurn mikil. Heimil árs- framleiðsla yrði allt að 20 tonn sam- kvæmt drögum að starfsleyfi en til- raunin gerir einungis ráð fyrir um 1' tonni. Þorleifur segir hugsanlegt að Orku- veitan eigi sjálf þennan rekstur ef til-' raunin gefst vel, en einnig sé hugsan- legt að öðrum yrði látið það eftir. Um | þetta hafi ekki verið fiallað en Orku- veitan geri a.m.k. ráð fyrir að fá braut- ryðjendakostnað endurgreiddan gangij tilraunin upp. -ÓTG| Tryggingastofnun rannsakar tannlæknareikninga frá fanga á Litla-Hrauni: Bjó til kvittanir í fangelsinu - og sendi til innheimtu hjá stofnuninni Tryggingastofnun hefur nú til rannsóknar meinta tilraun til skjalafals og tryggingasvika fanga sem dvelur á Litla- Hrauni. Grun- ur leikur á að hann hafi falsað og sent reikninga fyrir tannlækna- kostnaði til stofhunarinnar. Reikn- ingana hafi hann falsað í tölvu sinni í fangelsinu. Málið verðir kært til lögreglu á næstu dögum. Umræddur fangi, sem afplánar á Litla- Hrauni 16 ára fangelsi fyrir manndráp, hafði gert tilraun til að panta kvittanahefti úr prentsmiðju sem prentar kvittanir fyrir fjöl- marga tannlækna. Pöntunina gerði hann með aðstoð vitorðsmanns úti í bæ. Samkvæmt upplýsingum DV var sú sending stöðvuð áður en fanginn fékk hana í hendur. Þá virðist hann hafa tekið gamla tann- læknakvittun sem hann hafði fengið frá tannlækni sínum vegna tannvið- gerða og gert eftir henni eyðublöð, í tölvu sinni, sem hann útfyllti síðan og sendi til Tryggingastofnunar. Um var að ræða þrjá reikninga sem fanginn falsaði nafn tann- læknis síns undir. Grunur um að ekki væri allt með felldu vaknaði málið kaert til lögreglu hjá starfsfólki stofnunarinnar þeg- ar tölur á kvittununum stemmdu ekki. TR hefur þegar kært umsvif tann- læknis. Grunur leikur á að hann hafi dregið sér verulegar upphæðir úr almannatryggingakerfinu með fölskum reikningum og skjalafalsi. Til dæmis hefur hann framvísað reikningum fyrir meira en hundrað tannfyllingar í einn einstakling. Umrædd mál eru hluti af þeirri rannsókn og innra eftirliti sem fram fer innan Tryggingastofnunar. •JSS Ertu að kjósa rétt? Sportvörugerðin Skipholt 5, s. 562 8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.