Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Page 1
HEF HLEGIÐ SIÐAN EG VANN - SJÁ NÁNAR Á BLS. 10 !On ■O in DAGBLAÐIÐ VISIR 116. TBL. - 92. ARG. - FOSTUDAGUR 24. MAI 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Knappur tími Könnun DV í dag sýnir að þrjú stjórnmálaöfl af þeim sex sem bjóða fram í Reykjavík eiga möguleika á að ná fulltrúa inn í nýja borgarstjórn á morgun. Hér sjást teiðtogar þessara afia, Ólafur F. Magnússon, efsti maður F-lista, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leiötogi R-lista, og Björn Bjarnason, borgarstjóraefni D-tista. 1200 manna skoðanakönnun DV frá í gærkvöld: R-listinn heldur velli R-listinn heldur meirihluta sín- um í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun DV sem gerð var í gærkvöld. i könnuninni sögðust 51,1 prósent mundu kjósa R-listann, 42,6 prósent D-listann, 5,3 prósent F-list- ann og 1 prósent aðra lista. Fylgi R- listans eykst um 3,1 prósentustig frá því i könnun DV 15. mai en D-list- inn tapar 3,8 prósentustigum. Fylgi F-lista eykst um 0,6 prósentustig. Þessar niðurstöður þýða að R-list- inn fengi 8 borgarfulltrúa kjöma, D- listinn 7 en F-listinn á nokkuð í land að ná inn manni. Úrtakið í könnuninni. var 1200 kjósendur í Reykjavik, 600 karlar og 600 konur, eða tvöfalt stærra en í undanfornum könnunum. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef borgarstjómarkosningar færu fram núna? Athygli vekur að óákveðnir og þeir sem ekki svöruðu reyndust 22,6 50% 40% 30% 20% 10% 03TO g 16/05 R23/05 Kosningar í borginni ■ R-listi er aftur me6 forskot á D-lista. Munurinn er 8,5 , ■ prósentustig. ABrir prósent, mun fleiri en í könnun DV i síðustu viku. Þá reyndist þetta hlutfall 15,7 prósent. í könnun DV 21. apríl reyndust 18,3 prósent óá- kveðin eða neituðu að svara. Meðal 600 karla er ekki marktæk- ur munur á D-lista og R-lista, mun- urinn er 2,1 prósentustig. R-listinn hefur hins vegar afgerandi forskot meðal 600 kvenna þar sem munur- inn á fylgi listanna mælist 15,4 pró- sentustig. Fylgi F-lista er 2 pró- sentustigum meira meðal karla en kvenna. Fjórða hver kona óákveðin Niðurstaðan er ólík síðustu könn- unum DV fyrir kjördag 1998 og 1994 að þvi leyti, að í fýrsta sinn dregur aftur í sundur með stóm fylkingun- um skömmu fyrir kosningar eftir að munurinn hafði farið jafnt og þétt minnkandi. Ástæðan virðist ekki síst vera sú, að mikil fylgisaukning D-lista meðal kvenna í síðustu könnun DV hefur að miklu leyti gengið til baka. Lík- legt virðist að margar konur sem studdu D-lista í fyrsta sinn í síðustu könnun segist núna óákveðnar, þvi að hlutfall óákveðinna í röðum kvenna hefur snarhækkað úr 14,7% frá síðustu könnun í 25,3%. Hlutfall óákveðinna er óvenjuhátt eins og fyrr segir. Það getur því ver- ið eftir miklu að slægjast hjá fylk- ingunum þótt skammt sé til kosn- inga. Athygli vekur að F-listi heldur áfram að bæta við sig fylgi, en fylgi listans hefur dalað nokkuð í öðrum könnunum undanfarið, í kjölfar þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti þvi yfir að hún yrði ekki borg- arstjóri fengi R-listinn ekki hreinan meirihluta í kosningunum og hún þau- með ekki sæti i borgarstjóm sem áttundi maður R-listans. F-listinn þyrfti að bæta við sig um það bil 1 prósenti til þess að Ólafur F. Magnússon næði kjöri til borgarstjómar. Það yrði að öllum líkindum á kostnað 7. manns D- lista, Gísla Marteins Baldurssonar. Baráttan virðist þó fremur standa á milli Gísla og Helga Hjörvars, 9. manns R-lista. -hlh/-ÓTG ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2 OG BAKSÍÐA í DAG SAMSETT MYND Clapton í lax - veiðir í Laxá á Ásum „Það er rétt að Eric Clapton mun veiða í nokkra daga í Laxá á Ásum, þrjá, fjóra daga, en það hefur ekki mikið verið rætt um þetta, enda hefur veiðitúrinn farið mjög leynt,“ sagði leiðsögumaður í samtali við DV í gærkvöld. Eric Clapton hefur ekki áður komið til landsins en hann hefur stundað veiðiskap þónokkuð í gegnum tíðina. Það er Veiðifélagið Lax-á sem hefur veg og vanda af komu Claptons en Ámi Baldurs- son, forsvarsmaður þess, var stadd- ur við veiðar í Argentínu í gær og verður þar þangað til hann kemur heim og opnar Blöndu, 5. júní. Veiðifélagið Lax-á er marga daga í Laxá á Ásum, en aðeins er veitt á flugu í sumar í ánni og dýrasti dag- urinn er á 220 þúsund. -G.Bender LOGI OLAFSSON, AÐSTOÐAR- ÞJÁLFARI LILLESTRÖM: Þroskandi og gaman að takast á við þetta FOKUS I OPNU BLAÐSINS: Sellófon, sköllótta- liðið o.fl. Aðeins eitt símtal! 8001111 punktur'nn Íslandssími islandssimi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.