Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 Fréttir X>^T Mikil kosningaspenna er víða á landsbyggðinni: D-listanum spáð meiri hluta í Reykjanesbæ - en líkur taldar á falli í Stykkishólmi í Reykjanesbæ er viö völd srjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks likt og í Kópavogi. Búist er við spennandi kosninguþar í bæ, en sjálf- stæðismenn, með Árna Sigfússon í forystusæti, gera sér nú vonir um að ná inn 6 bæjarfulltrúum eða hreinum meirihluta. í kosningunum 1998 voru þrir flokkar í framboði. Úrslit kosning- anna þá urðu á þann veg að B-listi Framsóknarflokks fékk 2 menn kjörna, D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 5 menn og J-listi Bæjarmálafélags jafn- aðar- og félagshyggjufólks fékk 4 menn kjórna. Meirihlutasamstarf komst á með Framsóknarflokki og Sjátfstæðisflokki. I kosningunum á laugardaginn takast á eins og áður þrjú öfl um hylli kjósenda. Þar er eins og áður listi framsóknarmanna og sjálfstæðis- manna. í stað J-lista í síðustu kosn- ingum er nú i boði S-listi Samfylking- arinnar og er Jóhann Geirdal þar í fyrsta sæti. í skoðanakönnun Víkurfrétta sem Gallup gerði fyrir blaðið dagana 16.-21. maí sl. kemur fram að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi hreinan meiri- Reykjanesbær Mikil spenna er nú um hvort sjálf- stæoismönnum tekst að ná hrein- um meirihluta í sveitarfélaginu. hluta eða 6 menn, en dalar þó aðeins frá fyrri könnun. Samfylkingin er í töluverðri sókn og vinnur á frá fyrri könnun og fengi 4 menn. Framsóknar- flokkurinn myndi aftur á móti tapa einum manni og fengi 1 mann kjörinn ef þetta yrði niðurstaða kosninganna. Óákveðnir og þeir sem neita að svara voru hins vegar mjög margir eða 35%, en úrtakið var 600 manns. fbúum Reykjanesbæjar hefur farið fjölgandi hin síðari ár og þann 1. des- ember sl. var íbúafjöldinn 10.840. Eins og viðar um land eru það atvinnumál- in sem eru mál málanna. Engin sér- stök átök hafa þó verið á milli flokka en nú eru þó vangaveltur uppi um að Stykklshólmur Tveir flokkar hafa sameinast gegn D- lista og hyggjast þannig fella núver- andi meirihluta í sveitarfélaginu. áratuga samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstasðisflokks kunni að vera á enda. Töluverð umræða hefur verið um mögulegt samstarf Framsóknar- flokks og Samfylkingarinnar ef Sjálf- stæðisflokkur nær ekki þeim meiri- hluta sem kannanir benda til. Virðist þetta m.a. hafa orðið til að herða enn róður sjálfstæðismanna. Sjáifstæöisflokkur tæpur í Hólminum í Stykkishólmsbæ er einnig tals- verð spenna, en þar snúast málin um hvort meirihluti Sjálfstæðisflokksins í heimasveit Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra fellur. í kosningunum 1998 voru þrír listar í framboði. Það var listi B-listi Framsóknarflokks sem fékk 1 mann kjörinn, D-listi Sjálfstæð- isflokks sem fékk 4 menn kjörna og S- listi Stykkishólmslista sem fékk 2 bæjarfolltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt bæjaretjónúnni síðasta kjörtimabil með sinum fjórum fulltrú- um. Á bak við þá voru 381 atkvæði, en á bak við þrjá fulltrúa hinna flokk- anna voru hins vegar 418 atkvæði. Fékk Sjálfstæðisflokkurinn því sína 4 fulltrúa í ljósi óhagstæðrar atkvæða- dreifingar á hin framboðin. Virðist sem andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins hafi lært sína lexíu í síðustu kosn- ingum og er nú boðinn fram sameig- inlegur listi Framsóknarflokks og Stykkishólmslista. Ætla menn greini- lega ekki að brenna sig á sama soðinu aftur og eiga á hættu að sitja í minni- hluta með meirihluta atkvæða á bak við sig. Er því búist við mikilli spennu þegar farið verður að telja upp úr kjörkössunum í Stykkishólms- bæ á laugardagskvóldið. Þá þarf Sjálf- stæðisflokkurinn að bæta við sig tölu- verðu fylgi ef honum á að takast að halda velli. -HKr. Mikil bjartsýni í viðræðum við Alcoa um álver í Reyðarfirði: Ákvörðun um framhaldið verður tekin á miðju sumri - aðstoðarforstjóri Alcoa hefur trú á að af framkvæmdum verði Fulltrúar Alcoa og Fjárfestingar- stofunnar - orkusviðs undirrituðu í gær samkomulag um áframhaldandi viðræður um möguleika á byggingu álvers í Reyðarfirði. Aðstoðarfor- stjóri Alcoa, John Pizzey, segir að menn gefi sér frest til 18. júlí að ganga frá nánara samkomulagi, en þá mun srjórn Alcoa taka afstöðu til hvort af framkvæmdum geti orðið. Ef niðurstaðan verður jákvæð mun Landsvirkjun ráðast i undirbúnings- framkvæmdir strax i sumar eða um leið og samkomulag um hlutdeild kostnaðar næst við Alcoa. Auk viðræðna um að fyrirtækið komi inn í fyrirhugaðar álversfram- kvæmdir fyrir norðan með 400 þús- und tonna álveri er nú einnig til Valgerður Sverrisdóttlr. skoðunar að reisa 320.000 tonna álver í einum áfanga. Það yrði að öllu leyti i eigu Alcoa, en fyrirtækiö starfræk- ir nú um 30 álver víða um heim. Starfsmenn fyrirtækisins eru 129 þúsund í 38 löndum. John Pizzey sagði í gær að þeim væri full alvara með þessum viðræð- um nú. Hann væri ekki mættur hér sem einhver kynnmgarfulltrúi fyrir- tækisins til að velkjast áfram með þetta mál. „Við getum fullvissað ykk- ur um að við drögum ekki þessar við- ræður á langinn. Pizzey sagðist hafa fulla trú á að af þessu yrði, þótt alltaf yrði að gera fyrirvara um að upp gætu komið einhver óvænt atriði í samningaferlinu. „Við erum einnig að horfa á nokk- ur önnur lönd undir hugsanlegar ál- bræðslur. Við munum fyrir lok þessa áratugar reisa nokkrar álbræðslur og því skoða vel alla þætti varðandi slíka verksmiðju hér." John Pizzey sagði að fulltrúum fyrir- tækisins hefði verið mjög vel tekið og þeim litist vel á það sem þeim hefur verið kynnt varðandi fyrirhugað álver í Reyðarfirði. Hann sagði að verkefnið varðandi Kárahnjúkavirkjun liti einnig mjög vel út. Mestu skipti þó að þar yrði tryggð næg og stöðug orkuöfi- un. DVMYND GVA Aðstoðartbrstjóri Alcoa John Pizzey ásamt aðstooarmönnum sínum frá bandaríska álversrisanum Alco ræddu möguleika á aö fyrirtækið kæmi inn í áætlanir um að reisa álver á Reyðarfírði. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur að viðræðurn- ar við Alcoa-menn gefi tilefhi til að ætla að mikill áhugi sé hjá þeim á byggingu álvers hér á landi. „Þessar viðræður miðast við það að skrifað verði undir viljayfirlýsingu í júlí sem gefi tilefni til að fara af stað með undirbúningsframkvæmdir af hálfu Landsvirkjunar. Þá mun það liggja fyrir hvort af málinu verður með Alcoa. Ef ekki þá munum við snúa okk- ur að viðræðum um aðra kosti og þar höfum við ekki enn slitið viðræðunum við Norsk Hydro," sagði Valgerður Sverrisdóttir. -HKr. Fimm ára fangelsi: Knnflutningur- inn skipulagður úr fangelsinu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Guðmund Inga Þóroddsson í fimm ára fangelsi fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutning á tæplega þúsund e- töflum frá Hollandi í fyrra og gera tilraun til að flytja inn 4-5000 töflur til viðbótar. Guðmundur sat í fangelsi fyrir fikni- Gt: ;: I efn^myg}. Ifgar Þóroddsson. nann skipulagði innflutninginn. Ákæran gegn Guðmundi var í tveimur liðum. í fyrsta lagi var hún fyrir tilraun á innflutningi á 4-5000 e- töflum frá Hollandi í nóvember 2000, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann hafði verið dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir e-töflusmygl. Guð- mundur útvegaði þá 600 þúsund krónur til kaupanna, sendi svo mann með féð til annars manns sem sá um að kaupa fikniefnin í Hollandi. Þessi efni bárust hins vegar aldrei til landsins. Hinir tveir voru ákærðir fyrir aðild að málinu en þeir neituðu báðir sök. Játaði bæði brotin Þá var Guðmundur einnig ákærður fyrir að hafa flutt til landsins tæplega þúsund e-töfiur sem lögreglan lagði svo hald á í póstmiðstöðinni við Stórhöfða. Þrír menn voru einnig ákærðir fyrir aðstoð við þennan innflutning, þar af annar þeirra sem hafði hjálpað honum í fyrra skiptið. Sá neitaði einnig sök á sömu forsendum en hinir tveir játuðu aðild sína að málinu. Guðmundur játaði á sig bæði brotin en krafðist þess þó að kærunni á hend- ur honum í fyrra málinu yrði vísað frá þar sem verknaðarlýsing væri óljós. Á það féllst dðmurinn ekki og dæmdi hann í 5 ára fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða málsvarnarlaun verjanda síns. Annar þeirra sem játuðu á sig brot fékk 10 mánaða fangelsi og hinn fimm mánuði. Báðir voru þeir dæmdir til að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Hinir tveir voru sýknaðir. Pétur Guðgeirsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. -HI Fólk í hremmingum: Sjálfskapar- víti á Detti- fossvegi Bændur og aðrir íbúar í Norður- Þingeyjarsýslu hafa ítrekað orðið að koma til bjargar ferðamönnum sem álpast hafa á bílum út á Dettifoss- veg. Að sögn Kára Krisrjánssonar, landvarðar í Jökulsárgljúfrum, eru dæmi um a.m.k. fjóra fólksbíla sem hafa brotið bann við umferð og stöðvast í aurbleytu á síðustu dög- um. Vegurinn er lokaður allri um- ferð og er hætta á spjöllum ef menn hunsa bannið. Kári telur að vegur- inn verði ekki opnaður fyrir al- mennri umferð fyrr en rétt fyrir miðjan júní. Mjög brýnt er að fá heilsársveg að Dettifossi, að sögn Kára, og lýsir hann eftir samgöngubótum í þess- um efnum. Samkvæmt mati myndi heilsárvegur með bundnu slitlagi kosta á annan milljarð króna. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.