Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Side 13
13 FÚSTUDAGUR 24. MAÍ 2002______________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Öryggisvörður kom í veg fyrir meiri háttar harmleik í Tel Aviv: Stödvaði akandi sjálfsmorðs- liða á leið inn í næturklúbb Palestinskur sjálfsmorðsliði var í gærkvöld skotinn tO bana fyrir utan næturklúbb í miðborg Tel Aviv þegar hann reyndi að aka bfl sínum inn í klúbbinn þar sem hundruð manna voru að skemmta sér. Öryggisvörður við klúbbinn sá manninn koma akandi og hóf þegar skothríð á bflinn sem sprakk á sama andartaki með þeim afieiðingum að einn maður slasaðist. Að sögn talsmanns lögreglunnar i Tel Aviv kom árvekni öryggisvarðar- ins í veg fyrir meiri háttar harmleik, en sprengjan, sem var mjög öflug, var að hans sögn hlaðin málmhlutum og rörasprengjum sem að mestu dreifð- ust ósprungnar um nágrennið og gerði lögreglan þær óvirkar. Þetta var önnur sprengiárásin í Tel Aviv á sama sólarhringnum, en i gær- dag sprakk öflug sprengja sem komið hafði verið fyrir undir eldsneytis- flutningabifreið sem sprakk við stóra bensinbirgðastöð hersins í norður- hluta borgarinnar. Að sögn Yossis Sedbons, yfirmanns Eldsneytisflutningabifreið sprengd í Tel Aviv. lögreglunnar i Tel Aviv, ber árásin á ur hryðjuverkahópanna, sem beina birgðastöðina vott um breyttar áhersl- nú í fyrsta skipti spjótum sínum að hemaðarmannvirki. Að hans sögn munaði mjóu að eldur kæmist í birgðatanka sem staðsettir eru nálægt fjölmennri íbúðabyggð og aðeins fyrir kraftaverk að slökkviliði tókst að hefta útbreiðslu eldsins. Ekki er vitað með vissu hver stóð fyrir árásunum í gær en grunur leik- ur á að al-Aqsa-samtökin hafi staðið fyrir þeim tfl að hefna drápa ísraels- manna á þremur liðsmanna þeirra, sem jarðsettir voru í gær, en samtök- in höfðu hótað áframhaldandi árásum eftir sjálfsmorðsárásina í skemmti- garði í bænum Rishon Letzion á mið- vikudaginn, með þeim afleiðingum að tveir óbreyttir borgarar létu lífíð. ísraelskar hersveitir réðust í gær inn í bæinn Hebron og nokkur þorp í Jenin á Vesturbakkanum og munu að minnsta kosti tuttgu meintir hryðju- verkamenn hafa verið handteknir, auk þess sem tveir Palestínumenn létu lífið þegar sprengja sprakk í húsi í Balata-flóttamannabúðunum. Ekki er vitað hvað orsakaði sprenginguna. REUTERSMYND Hvalkjötið matreitt Japanskur kokkur matreiöir hvalkjöt fyrir fulltrúa á fundi hvalveiðiráösins. Hvalakvóti Græn- lendinga í höfn Alþjóða hvalveiðiráðið samþykkti í morgun hvalveiðikvóta Grænlend- inga til næstu flmm ára á ársfundi sínum í Shimonoseki i Japan. Ein- hugur var um þá niðurstöðu í hval- veiðiráðinu. Grænlendingar fá að veiða 175 hrefnur við vesturströndina og tólf hrefnur við austurströndina, svo og nítján langreyðar á ári hverju. Hvalveiðiráðið endumýjaði einnig leyfl Makah-indíána á norð- vesturströnd Bandarikjanna til að veiða fimm gráhvali og íbúar St. Vincent og Grenadines í Karíbahafi fá að tvöfalda hnúfubakskvóta sinn og veiða fjögur dýr. Tillögur um að heimila frum- byggjum í Bandaríkjunum og Rúss- landi að veiða norðurhvali voru hins vegar fefldar öðru sinni þar sem ekki tókst að koma til móts við kröfur Japana um aö veiða fimmtíu hrefnur við strendur landsins. REUTERSMYND Gengið fyrir páfa Jóhannes Páll páfi söng messu í borginni Bakú í Aserbaídsjan í gær og aö henni lokinni blessaði hann Kíjazím nokkurn Azízov, sem kallar sig „Prins heimsins“. Azízov haföi fyrr tekist aö klifra á hækjum sínum upp á sviöiö þar sem páfi var en var færöur burt þegar hann átti aöeins eftir þrjá metra til hans heilagleika. Eftir nokkra rekistefnu var Azízov, sem segist sjálfur sjá sýnir, úrskuröaöur meinlaus og fékk aö fara fijáls feröa sinna. Hann fékk síðan aö kyssa hönd páfa aö messunni lokinni. Páfi fór til Búigaríu frá Aserbaídsjan. Martha Louise Noregsprinsessa. Prinsessan kyssti froskinn Martha Louise Noregsprinsessa og unnusti hennar, rithöfundurinn Ari Behn, ganga í heflagt hjónaband i dag og fer athöfnin fram í Niðaróssdóm- kirkju í Þrándheimi. Hátíðarbragur hefur verið á Þrándheimi í heila viku þar sem brúðarparið hefur dvalið á staðnum, bæjarbúum tfl mikillar gleði. Forleikurinn að brúðkaupinu náði hámarki í gær þegar prinsessan og rithöfundurinn heimsóttu Lerkendal, höfúðstöðvar knattspyrnuliðsins Ros- enborgar, þar sem Ari Behn fékk tækifæri til að hitta hinn litríka þjálf- ara liðsins, Nfls Ame Eggen, en rit- höfundurinn æfði og lék knattspyrnu með Moss, sem Eggen þjálfaði þá, á sínum yngri árum. Eftir heimsóknina á Lerkendal heiðruðu þau Þrándheimsbúa á torgi Ólafs Tryggvasonar þar sem fjöldi ungmeyja skartaði kórónu á höfðinu. Að sjálfsögðu fékk alvöruprinsessan líka kórónu og var síðan boðið að kysssa frosk, sem hún gerði og um leið steig hinn hamingjusami brúð- gumi fram á torgið og tók prinsess- una í faðm sér. -GÞÖ GENGK) KAUP SALA BHÉPollar 92,390 92,860 SSPund 134,140 134,830 1*1 Kan. dollar 59,960 60,340 BSSPönsk kr. 11,3900 11,4520 H~ Norskkr 11,3680 11,4300 EBsænsk kr. 9,3130 9,3650 O Sviss. franki 58,1300 58,4500 1 ♦ liap. yen 0,7374 0,7419 ^ECU 84,6767 85,1855 SDR 118,0400 118,7500 Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I 550 5000 Champion 's Café kynnir: HELGKN 24. OG 25. MAÍ Ruth Reginalds og hljómsveit Eurovision á breidtjöldum í góðu soundi Kosningavaka allra flokka! Stórhöfði 17 • www.champions.is • Textavarp 668 • Hádegishlaðborð virka daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.