Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 Skoðun "¦r^-iKjr Spurning dagsins Ætlarðu að fylgjast með Euroviskm-keppninni? Hilmir Gunnarsson málari: Nei, leiöinleg keppni og ömurleg lög. Jóhanna Guörún Asgeirsdóttlr neml: Já auðvitað, ég hef ekkert betra aö gera. Klara Jóhanna Óskarsdóttlr: Já auövitaö, ég ætla aö vera í góöra vina hópi og borða góöan mat og til- heyrandi. Jón Sverrlr Garöarsson lelgubílstjórl: Þaö er nú annasamur dagur hjá mér f vinnunni svo ég sé til. Edith Randy: Já, ég ætla aö halda Eurovision- partí, en ég veit ekki hvort þaó verö- ur kveikt á sjónvarpinu á meöan keppnin stendur yfir. H if 1 *^ m Aðalheiður Jurado nemi: Ég bara veit það ekki. Vatnsmýrin - engin skuldbinding Öm Sigurösson arkitekt skrifar: Bjarni Bene- diktsson borgar- stjóri og bæjar- stjórn hans börð- ust gegn byggingu Reykjavíkurflug- vallar eftir 1945 með stuðningi Jónasar frá Hrifiu og annarra þing- _ manna, án árang- urs. Borgarstjórn D-lista festi flugvöllinn hins vegar í sessi 1986 með deiliskipulagi og 1999 hóf ríkisstjórn D-lista byggingu nýs flugvallar í miðborginni með dyggri aðstoð R-lista. 1997 hafði borgarstjórn R-lista eflt flugvöllinn á grunni alræmdrar skýrslu Hagfræðistofnunar og 1999 „festi" R-listinn hann enn frekar og byggði nú á fullyrðingu um bindandi samning borgarstjóra og samgöngu- ráðherra. Sú fullyrðing er röng. Rétt er, að 1999 var undirrituð „Bókun vegna Reykjavikurflugvallar" sem á ekkert skylt við samning og skuldbindur engan. Einnig er sú full- yrðing röng, að ákvæði gildandi aðal- skipulags um flugstarfsemi í Vatns- mýri séu bundin út skipulagstímabil- ið, eins og um samning væri að ræða. Rétt er að ákvæði um flugstarfsemi í Vatnsmýri og öll önnur ákvæði aðal- skipulags má, og ber að endurskoða með víðtæka og almenna hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi, t.d. við lögbundna endurskoðun aðalskipu- lags á fjögurra ára fresti. Við staðfestingu á nýju skipulagi fellur eldra skipulag úr gildi. Nýtt skipulag gildir frá þeirri stundu i heild sinni og í einstökum atriðum. Ekkert „Hafiö er yfir allan vafa að Vatnsmýri gegnir lykilhlutverki í þróun byggðar og ákvarðanir um breytta landnotkun þar þola enga biö." „Samfélagsábati afbreyttu skipulagi getur numið 500-1.000 milljörðum á næsta skipuldgstímábili. Fyrir hendi er gnótt upplýs- inga um skaðsemi flug- rekstrar í miðborg Reykja- víkur. Samt gengu allir borgarfulltrúar gegn hags- munum Reykvíkinga með afstöðu sinni til flugvallar í Vatnsmýri." ákvæði skipulags getur fengið ígildi bindandi samnings. Allar forsendur fyrir skipulagi á höf- uðborgarsvæðinu, atkvæðagreiðslu um Vatnsmýri, byggingu nýs flugvallar, áætlunum um Sundabraut og skipu- lagsstefnu R-, D- og F-lista eru því brostnar. Hafið er yfir allan vafa að Vatnsmýri gegnir lykilhlutverki í þróun byggðar og ákvarðanir um breytta landnotkun þar þola enga bið. Samfélagsábati af breyttu skipulagi getur numið 500-1.000 milljörðum á næsta skipulagstímabili Fyrir hendi er gnótt upplýsinga um skaðsemi flugrekstrar í miðborg Reykjavíkur. Samt gengu allir borgar- fulltrúar gegn hagsmunum Reykvík- inga með afstöðu sinni til flugvallar í Vatnsmýri. AUir frambjóðendur R-, D- og F-lista taka nú afstöðu gegn hagsmunum Reykvíkinga með því að samþykkja flugvöll í miðborg Reykjavikur, annað- hvort að yfirlögðu ráði, með sértæka einka- og flokkshagsmuni að leiðar- ljósi, eða af hreinum aulaskap, af skorti á þekkingu, áhuga og yfirsýn. - Hvort tveggja er vítavert og veldur vanhæfi. Skólamál í Ásahverfi, Garðabæ Gunnar Hrafn Jónsson skrífar: Sem íbúi í Ásahveríí hef ég fylgst með umræðum um skólamál hverfisins og mætt á fundi er varða hverfið og hef ásamt hópi foreldra í hverfinu fundað með bæjarstjóra um málið. Ég er í for- eldraráði leikskóla hverfisins. Öllum foreldrunum er mjög umhugað um framtíð barna sinni og hefur umræða meðal foreldra í hverfinu skapað þann þrýsting sem gert hefur skólamál hverf- isins að einu af stóru málunum fyrir kosningar. Ef ekki hefði verið fyrir áhugasama foreldra hefði skólinn sennilega endað við dælustöðina á Grundum eins og all- ir bæjarfulltrúar samþykktu fyrir nokkrum árum. Þótt ekki liggi fyrir ná- kvæm staðsetning innan hverfisins þá „Ef ekki hefði verið fyrir áhugasama foreldra hefði skólinn sennilega endað við dælustöðina á Grundum eins og allir bæjarfulltrúar samþykktu fyrir nokkrum árum. Þótt ekki liggi fyrir nákvœm staðsetning innan hverfisins þá skiptir einnig máli hvernig skóla á að byggja." skiptir einnig máli hvernig skóla á að byggja. Mér fmnst mikilvægt að skólinn geti uppfyllt allar þarfir barnanna - þau geti lokið samfelldu námi á einum stað og þurfi ekki að skipta milli skóla. Tals- menn B-lista fara stórum um málefni aldraðra en virðast reiðubúnir að fórna einu lóðinni fyrir aldraða i hverfinu fyr- ir skólann. Sú lóð er reyndar i minna lagi og tæplega nothæf nema nýta einnig allar byggingalóðir í Brekkuási. Þau börn sem nota munu skólann koma ekki einungis úr Ásahverfi og fyr- irhuguðu Strandhverfi heldur einnig úr Grundahverfi. En það þarf að vera pláss fyrir þau í skólanum og þess vegna þarf að vanda til með stærð og staðsetningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið að tala við íbúana og í samvinnu velja stað- setningu sem hentar öllum hverfishlut- um í sátt við alla íbúa hverfanna. - Ég ætla að velja x D næsta laugardag. Til þess að hafa áhrif Stjórnmálamenn eru í stjórnmálum til þess að hafa áhrif. Þeir hafa brennandi áhuga á að móta umhverfi sitt. Þeir sækjast ekki eftir völdum valdanna vegna, heldur áhrifanna vegna, og þess góða sem þeir geta látið af sér leiða. Meiri völd þýða meiri áhrif og þar með meira gott. Þess vegna gætu sumir stjórn- málamenn virst valdagráðugir þótt þeir séu það alls ekki heldur bara yfirþyrmandi góðir. Sumir stjórnmálamenn eru svo góðir að þeir stilla málum þannig upp að þeir verði hreinlega að hafa öll völdin og sitja einir að þeim, annars sé hætta á að aðrir minni spá- menn spilli fyrir hinum góðu málum. Kjós- endum er þannig gert ljóst - til að tryggja framgang þess góða - að verði viðkomandi ekki tryggð ÖLL völd sé allt eins hægt að sleppa því. Þá sé sjálfhætt. Það sé ekki ómaks- ins vert að vinna að öllum góðu málunum sem viðkomandi hefur svo brennandi þörf fyr- ir að sinna ef kjósendur vilja að aðrir hafi þar eitthvað um að segja. Truflun Ekki eru allir stjórnmálamenn nógu góðir til að eiga möguleika á slíkum yfirlýsing- um. Flestir verða raunar að sætta sig við að deila völdunum með öðrum sem eru ekki jafngóðir en komust þó með ótrúlegum hætti til áhrifa. Þótt ótrúlegt megi virðast sætta margir ágætir stjórnmálamenn sig við þetta og rembast við að hafa áhrif til góðs í gegnum alla truflunina sem samstarfinu fylgir. En þessir stjórnmálamenn eru auðvitað ekki ágætir í eldri merkingu þess orðs heldur þeirri nýju; þeir eru sléttsæmilegir, ná því ekki að vera góðir. Enda koma þeir ekki öllum góðverkunum í framkvæmd - alltof mörgum verður að fórna í samningaviðræð- um við minni spámenn. Og til hvers þá að standa í þessu - til hvers að eyða tíma í að móta umhverfi sitt og reyna að láta gott af sér leiða við svona óþolandi aðstæður? Þá er betra að hafa eng- in áhrif en að eiga samstarf við furðufólk sem gæti beint kröftunum út af sporinu. Góðir stjórnmálamenn standa ekki í slíku. Þór Jónsson að- stoðarfréttastj. - Sér um kosn- ingasjónvarp Stöðvar 2. Hvaða kosninga- sjónvarp? Gunnar Stefánsson skrifar Fréttastjóri og varafréttastjóri Rík- issjónvarpsins kynntu sérstaklega þátt Sjónvarpsins í áhorfsmesta sjón- varpskvöldi á lands- vísu, kosningasjón- varpinu. Eurovision- keppnin (sem fáir hér hafa nú áhuga á vegna fjarveru land- ans í keppninni) yfir- skyggir þó eitthvað útsendingu Sjón- varpsins. Stöð 2 hefur hins vegar sitt kosningasjónvarp kl. 20.30 undir stjórn Þórs Jónssonar og fjölda annarra gesta sem hann fær til liðs við sig, bæði úr fjöl- miðlaheiminum og af vettvangi um borg og bý. Margir eru annars orðnir leiðir á þessum „háskólagúrúum" í tölspeki eða stjórnmálum sem Sjónvarpið hefur ekki sparað að fá til liðsinnis á kosninga- kvöldi. Nú ætla ég að veðja á Stöð 2 mér til skemmtunar næsta laugardagskvöld. Herstöðin er lífsnauðsyn Kristinn Sigurosson skrifan Ef NATO-herstöðin á Keflavíkurfiug- velli væri ekki til staðar ættu hryðju- verkamenn jafn greiðan aðgang að flug- vellinum og hverjum öðrum stað sem er óvarinn. Þeir gætu auðveldlega tekið þennan flugvöll með 100 manna liði, án þess að lögreglan (þótt hún sé vel mönn- uð sem slík) gæti rönd við reist. Flugvél sem lenti á Reykjavíkurflugvelli með svipaðan fjölda hryðjuverkamanna útbú- iim vélbyssum og öðrum tólum gæti einnig tekið Reykjavík herskildi án veru- legrar andspyrnu. Þetta er sú mynd sem fulltrúar Islands verða að leggja áherslu á í viðræðum við Bandaríkjamenn. Flug- vélar i Skotlandi eða Englandi gagnast ekki hér. Ég vona, þjóðarinnar vegna, að varnarhðið verði hér óbreytt, a.m.k. í ná- inni framtíð. Veikburða skoðanakannanir? Óskar Guðmundsson skrifar Ég verð að segja fyrir mitt leyti aö í þeún skoðanakönnun- um sem hinar og þess- ar stomanir hafa verið að senda frá sér að undanförnu finnst mér ekki standa steinn yfir steini. Eins og td. í þeirri síðustu sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið (sem RÚV sýndist varla ætla að viður- kenna). Einu skoðanakannanirnar sem mér finnst standa mál og vigt eru þær sem komu frá DV, bæði nú og lengst af. Ég treysti einfaldlega ekki könnunum sem einhverjar stofhanir úti í bæ „gera" fyrir hina og þessa umbjóðendur sína. Það er ekki traustvekjandi. Ég hef td. lúmskan grun um að könnun sem RÚV lætur gera úti í bæ sé gerð með það að leiðarljósi að láta sjálfstæðismenn fara halloka. En hvers vegna gerir bara ekki RÚV sínar kannanir sjálft? Það tíðkast víðast hjá fjölmiðlum. R-listi og leigjendur Þórunn ðlafsdóttir hringdi: í DV miðvikud. 22. þ.m. fer ein þing- kona Samfylkingarinnar mikinn gegn „skattpíningu" sjálfstæðismanna gagn- vart lífeyrisþegum. Þessi þingkona sem þekkt er fyrir framboð í nokkrum flokk- um (þó ekki Sjálfstæðisflokknum) má nú muna þátttöku sína í Þjóðvakanum sál- uga sem sniðgekk leigjendur gjörsamlega í öllum réttarbótum þeim til handa. Já, það er erfitt að ákveða sig, þingkona góð! Skoöanakann- anir veikburða? - Einhverjir sem ávallt trúa. DV Lesendur tesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasiða DV, Skaftahlíö 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.