Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Side 19
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 X>v _______19*- Tilvera •Tónleikar ■ Hrafnagaldur Óðins í kvöld kl. 21 hefjast tónleikar Sigur Rós- ar, Hilmars Arnar Hilmarssonar og Stein- dórs Andersens kvæðamanns sem kallast Hrafnagaldur Óðins. Tónleikarnir verða allir hinir stórbrotnustu. Seiðandi myndskeiöi sem Sigur Rós hefur unnið í anda kvæðisins verður varpað á vegg og auk höfundanna munu 32 hljóðfæraleik- arar og 20 manna kór, Schola Cantorum taka þáttí uppfærslunni. Einnig mun Páll á Húsafelli og María Huid Markan Sigfús- dóttir leika með Sigur Rós á steinhörpur miklar sem Páll hefur smíðað úríslensku grjóti. Það er Árni Harðarson sem stjórn- ar flutningnum en tónleikarnir verða í Laugardalshöll og eru þeir einn aðal- viðburður Listahátíðar í Reykjavlk. •Leikhús ■ Strompleikurinn I kvöld kl. 20 sýnir Þjóðleikhúsið leikritiö Strompleikurinn eftir Halldór Laxness. Með helstu hlutverk fara Sólveig Arnar- dóttir, Kristbjörg Kjeld, Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Atli Rafn Sig- uröarson. Verkiö fjallar um mæögur sem reyna að koma undir sig fótunum á sér- stæðan hátt I Reykjavíkurborg. Verkið er sérlega fyndiö og hefur hlotið góða gagn- rýni í gegnum árin. Miöa er hægt að nálg- ast hjá Þjóðleikhúsinu I síma 551 1200. Ö í dag sýnir Borgarleikhúsið leikritið Kryddlegin hjörtu á stóra sviðinu. Þetta er fjölmenn sýning meö miklum mat, hita og logandi ástríðum. Leikgeröin er Is- lensk og tónlistin sérstaklega samin fýr- ir þessa sýningu. Meö aðalhlutverk fara Nlna Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garð- arsson og Edda Heiörún Backman. Sýn- ingin hefst kl. 20 en miða má nálgast I slma 568 8000. ■ Sellófon Seliófon er kærkomin innsýn I daglegt líf Elínar sem hefur tekið að sér það hlut- verk I llfinu að halda öllum hamingjusöm- um, nema ef til vill sjálfri sér. Á gaman- saman hátt er skyggnst inn I líf Elínar sem er tveggja barna móðir I ábyrgðar- stöðu hjá tölvufyrirtæki á milli þess sem hún tekur til sinna ráða til þess að við- halda neistanum I hjónabandinu. Björk Jakobsdóttir er handritshöfundur en hún er jafnframt eini leikarinn I sýningunni. Verkiö er sýnt I Hafnarfjaröarleikhúsinu I kvöld kl. 20. ■ Sagan um pandabirni í kvöld sýnir Leikfélag Akureyrar verk eft- ir Matéi Visniec sem ber heitið Saga um pandabirni. Leikstjóri er Siguröur Hróars- son en sýningin hefst I kvöld kl. 20. Miöa má nálgast hjá Leikfélaginu I síma 462 1400. •Opnanir ■ Barnaherbergi í Lístasafni íslands Þórunn Guðmundsdóttir sópransöng- kona og Valgerður Andrésdóttir flytja lagaflokkinn Barnaherbergiö eftir Muss- orgsky I Listasafni íslands I dag. Ókeyp- is á tónleikana. ■ Konur í borginni í Oallerí Revkiavík Alda Ármanna Sveinsdóttir verður með stuttsýningu, Konur I borginni, I Gallerí Reykjavlk, Skólavörðustlg 16, kl. 16. Þar sýnir hún olíumálverk unnin á árinu. Við- fangsefniö er konur og eru þær aö höndla meö ýmislegt úr kvennamenn- ingu, matarstúss, ávexti, blóm og ýmsa drauma. Aögangur er ókeypis og allir vel- komnir. Gallerí Reykjavlk er opið virka daga frá kl. 12-18, laugardaga frá 11-16. Lokaö er á sunnudögum. Lárétt: 1 bugt, 4 rökkurs, 7 slitin, 8 fugl, 10 þykk- ildi, 12 sekt, 13 pár, 14 lokaorð, 15 hár, 16 ósköp, 18 æsa, 21 skaði, 22 drúpa, 23 bjart. Lóðrétt: 1 viljugur, 2 mynni, 3 raftengill, 4 við- sjárvert, 5 suddi, 6 lækk- un, 9 vígi, 11 hremmdi, 16 snjóhula, 17 upphaf, 19 snjó, 20 rödd. Lausn neðst á síðunni. Umsjón: Sævar Bjarnason Hvítur á leik! Helgi Áss átti í erfiðleikum með að ná taflmennskunni á rétt ról á Kúbu. Hvað því olli veit ég ei en kannski er það lögfræðinámið sem tekur sinn toll. Allavega var það ekki í mörgum skákum sem aflt small saman eins og hér. Eftir leik Helga, sem hótar 35. Hgl og síðan að ráðast að f5-peðinu, hrynur allt eins og spilaborg hjá svörtum. Líklega var tímahrak í al- gleymingi en þetta er næstbesta skák Helga Áss á Kúbu - þá bestu höfum við þegar birt! Jón Viktor hefur 1 v. af 3 í seinna stórmeistaramótinu sem hann teflir þama. Þeir Hannes og Helgi Áss eru væntanlega komnir heim. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson (2521) Svart: M. VassaUo (2438) Drottningar-indversk vöm. Minning- armót um Capablanca, Havana (10), 06.05. 2002 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Bf4 Bb7 5. e3 d6 6. Rc3 h6 7. h3 g6 8. Bd3 Bg7 9. e4 Rbd7 10. Be3 0-0 11. Dd2 Kh7 12. g4 d5 13. cxd5 exd5 14. e5 Re4 15. Dc2 Rxc3 16. bxc3 c5 17. Hdl De7 18. 0-0 c4 19. Be2 Kh8 20. Rel Hg8 21. Rg2 HafB 22. Bcl Bc6 23. f4 f5 24. Bf3 De6 25. Re3 b5 26. gxf5 gxf5 27. Kh2 Rb6 28. Ba3 b4 29. Bxb4 Ba4 30. Df2 Bxdl 31. Bxf8 Bxf3 32. Bxg7+ Hxg7 33. Dxf3 Dg6 Stöðumyndin! 34. Df2 Ra4 35. Rxd5 Dc6 36. Df3 Dg6 37. Rf6 Rb6 38. d5 h5 39. Dxh5+ Dxh5 40. Rxh5 1-0 Lausn á krossgátu_____ •Jie 02 ‘æus 61 ‘}OJ il ‘IPJ 91 ‘diejS n ‘ijjjia 6 ‘3is 9 ‘iqti s ‘iSaieijSBii \ ‘eSunjsuui g ‘eso z ‘snj i ijjajQoi •jjæi ‘eini zi. ‘USeSo \z ‘edse 8i ‘iuij 91 ‘nn si ‘ueute \\ ‘iojh gi -‘jjqs zi ‘32is oi ‘ubas 8 ‘Qefus i ‘smnii \ ‘iqu i iupJBi Allir fái aö kjósa borgar- stjóra Á morgun rennur upp stóra stundin. Landsmenn streyma inn í kjörklefana til að greiða þeim atkvæði sitt sem þeir treysta best fyrir forsjá sinna bæja og sveita næstu fjögur árin. Og borgar. Borgin er kapítuli útaf fyrir sig. Meðal annars af því hún er í eintölu, þótt Akureyri sé stundum kölluð höfuðborg Norðurlands og geti talist það í vissum skilningi. Borgin er samt ein og hún er höfuðborg allra landsmanna. Auðvitað bera allir hag sinnar heimabyggðar fyrir brjósti og hafa meiningar um hverjir best séu fallnir til að stjórna henni en allir lands- menn fylgjast líka með slagn- um í borginni og hafa örugg- lega enn sterkari skoðanir á því hverjir þar eigi að fara með völdin á næsta kjötíma- bili. Það er eðlilegt. Bæði er spennan mikil í borgarpólitík- inni, sterkir frambjóðendur í oddasætum og umræðan um borgarmálefnin áberandi í öll- um landsfjölmiðlum. Svo er Reykjavík höfuðborg íslend- inga allra og því á þeim ekki að standa á sama hvernig stjórnað er á þeim bæ eða hvernig mál þar þróast. Hvernig væri að breyta regl- um þannig í framtíðinni að allir íslendingar fengju að kjósa til borgarstjórnar og hafa þannig áhrif á hverjir haldi um veldissprotana í Ráð- húsinu við Tjörnina? Það mundi örugglega auka þátt- töku i sveitarstjórnarkosning- um alls staðar og fjör og w spennu á kosninganótt. IVIyiulasofíiir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.