Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 20
% 20 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára____________________________ Guðrún Magnúsdóttir, 9 Fossi, Búöardal. 75 ára____________________________ Elísabet Vigfúsdóttir, Vallarbraut 6, Njarövfk. Björn Eiríksson, Urðarbraut 11, Blönduósi. Eivor Jónsson, Melasíðu 6c, Akureyri. Kristín Jónsdóttir, húsfreyja í Skaröshlfð II, Austur-Eyjafjöllum. Hún verður heima í Skarðshlfö og tekur á móti gestum laugard. 25.5. milli kl. 14.00 og 18.00. Kristbjörn Björnsson, Einholti lOa, Akureyri, verður 70 ára sunnud. 26.5. Hann tekur á móti gestum f KEA-salnum í Sunnuhlíö laugard. 25.5. frá kl. 20.00. Arne Guöbjörn Magnússon, Skaftahlfð 20, Reykjavík. Aöalheiöur Guömundsdóttir, Sæbóli 9, Grundarfirði. Erla Elísdóttir, Vestursíðu 38, Akureyri. Sigurgeir Jónsson, Fagurhóismýri 2, Fagurhólsmýri. Stefanía Guömundsdóttir, Hallskoti, Hvolsvelli. -*» 60 ára__________________________________ Hallfríður Tryggvadóttir, Suðurgötu 18, Reykjavík. Garöar Erlendsson, Réttarbakka 1, Reykjavík. Margrét Lárusdóttir, Grenilundi 11, Garðabæ. Eyjólfur Þorkelsson, Lindarflöt 28, Garðabæ. Þórný Björnsdóttir, Laugarbrekku 1, Húsavfk. Guömundur Árnason, Duggugerði 10, Kópaskeri. Siguröur Óttar Jónsson, Lagarfossi, Egilsstöðum. 50 ára ______________________________ Ingibjörg Ólafsdóttir, Bólstaðarhlíö 52, Reykjavfk. Rósa Steinsdóttir, Flyðrugranda 16, Reykjavfk. Þóra Engilbertsdóttir, Álakvísl 47, Reykjavfk. Matthías Eydal, Garðhúsum 21, Reykjavík. Hrönn Pétursdóttir, Hljóðalind 14, Kópavogi. Hallfríöur Erla Guöjónsdóttir, Sviðholtsvör 3, Bessastaðahreppi. Hjördís Jónsdóttir, Grundartanga 56, Mosfellsbæ. Einar Björnsson, Ingunnarstööum, Mosfellsbæ. Höröur Jónsson, Hofi 2, Sauðárkróki. Þorgrímur Aðalgeirsson, Háagerði 14, Húsavík. 40 ára_______________________________ Sigurður Ólafsson, Granaskjóli 31, Reykjavík. Birgir Þorsteinn Jóakimsson, Seilugranda 20, Reykjavík. Traustl Ragnar Einarsson, Garðhúsum 45, Reykjavík. Steinunn Pétursdóttir, Hófgerði 12a, Kópavogi. Bogi Sigvaldason, Blikahöfða 16, Mosfellsbæ. Björn Líndal Traustason, Hlíðarvegi 13, Hvammstanga. Agnes Þór Björnsdóttir, Noröurtúni 9, Siglufiröi. Hólmfríöur Margrét Bjarnadóttir, í ^ Hamragerði 6, Akureyri. Borghildur Freysdóttir, Stóra-Dunhaga 2, Akureyri. Andlát Ingibjörg Kristmundsdóttir Ijósmóöir, frá Drangsnesi, lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíö sunnud. 19.5. Bæring Cecilsson, dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfiröi, andaöist á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi á hvftasunnudag, 19.5. Klemenz Jónsson leikari, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, andaðist á líknardeild _«», Landspítalans að morgni miðvikud. 22.5. Kristlaug Kristjánsdóttir frá Árgerði, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, sunnud. 19.5. Sveinbjörg Klemenzdóttir, Grettisgötu 19, lést á heimili sínu föstud. 10.5. Jarðarförin hefur farið fram f kyrrþey að ósk hinnar látnu. i ^ I FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 DV Sjötugur____________________________ Stefán Guðmundsson fyrrv. alþingismaður á Sauðárkróki Stefán Guðmundsson, fyrrv. alþm., Brekkutúni 11, Sauðárkróki, er sjötugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi á Sauðárkróki 1949, iðnskóla- prófi þar 1951, lauk sveinsprófi í húsasmíði 1956 og öðlaðist meistara- réttindi 1959. Stefán stofnaði, ásamt fleirum, Trésmiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki 1963 og var framkvæmdastjóri hennar 1963-71. Hann var síðan framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga 1971-81 og alþm. Norð- urlandskjördæmis vestra fyrir Framsóknarflokkinn 1979-99. Stefán var bæjarfulltrúi á Sauðár- króki 1966-82 og situr í sveitarstjóm Skagafjarðar frá 1998, var þátttak- andi í íþróttum á sínum yngri ár- um, sat lengi í stjórn Ungmennafé- lagsins Tindastóls og Ungmenna- sambands Skagafjarðar, sat í stjóm Iðnaðarmannafélags Sauðárkróks um skeið og Framsóknarfélags Sauðárkróks, sat i stjóm Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar 1980-2000 og var stjómarformaður hennar 1983-87, situr í stjóm Kaupfélags Skagfirð- inga frá 1982 og er stjómarformaður þess frá 1999, situr í stjóm Fiskiðj- unnar Skagflrðings frá 1983, sat í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf., á sæti í stjórn Rafmagnsveitna rikisins og er stjómarformaður Orkuráðs og Norðurlandsskóga. Fjölskylda Stefán kvæntist 16.2. 1957 Hrafn- hildi Stefánsdóttur, f. 11.6. 1937, d. 15.7.1998, verslunarmanni. Hún var dóttir Stefáns Vagnssonar, skrif- stofumanns á Sauðárkróki, og k.h., Helgu Jónsdóttur húsmóður. Böm Stefáns og Hrafnhildar eru Ómar Bragi, f. 2.6. 1957, menningar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaga- fjarðar, kvæntur Maríu Björk Ingvadóttur félagsráðgjafa og eru böm þeirra Stefán Amar, f. 1982, Ingvi Hrannar, f. 1986, og Ásthildur, f. 2000; Hjördís, f. 2.9. 1962, lögfræð- ingur, gift Kristni Jens Sigurjóns- syni, sóknarpresti í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, og eru dætur þeirra Marta Mirjam, f. 1987, og Hrafnhild- ur, f. 1992; Stefán Vagn, f. 17.1. 1972, sérsveitarmaður í lögreglunni í Reykjavík, en kona hans er Hrafn- hildur Guðjónsdóttir háskólanemi og eru börn þeirra Sara Líf, f. 1993, og Atli Dagur, f. 1999. Kær vinkona Stefáns er Margrét Jónsdóttir. Systkini Stefáns: Sigurbjörg, f. 6.4. 1920, húsmóðir á Akranesi, var gift Björgvini Bjamasyni, f. 12.7. 1915, d. 10.12. 1989, bæjarfógeta; Sveinn, f. 3.8. 1922, fyrrv. deildar- stjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, var kvæntur Ragn- hildi Óskarsdóttur, f. 21.12. 1935, d. 31.5. 1991, húsmóður; Anna Pála, f. 2.9. 1923, húsmóðir á Sauðárkróki, var gift Ragnari Pálssyni, f. 16.4. 1924, d. 29.9. 1987, bankastjóra Bún- aðarbankans á Sauðárkróki; Ámi, f. 12.9. 1927, fyrrv. skólastjóri ÍKÍ á Laugarvatni, kvæntur Hjördísi Þórðardóttur, f. 5.6.1926, húsmóður; Hallfríður, f. 29.1.1931, lyfjatæknir í Reykjavík, gift Agli Einarssyni, f. 24.10. 1929, bifreiðastjóra. Foreldrar Stefáns: Guðmundur Sveinsson, f. 11.3.1893, d. 19.10.1967, skrifstofustjóri og fulltrúi hjá Kaup- félagi Skagfirðinga, og k.h., Dýrleif Ámadóttir, f. 4.7. 1899, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Sveins, b. á Hóli í Sæmundarhlíð, Jónssonar, hreppstjóra á Hóli og Hafsteinsstöð- um, Jónssonar. Móðir Sveins var Sigríður Magnúsdóttir, hreppstjóra á Halldórsstöðum í Laxárdal, Ás- mundssonar, b. þar, Sölvasonar. Móðir Guðmundar var Hallfríð- ur, systir Sigurlaugar, móður Jak- obs Benediktssonar, fyrrv. forstöðu- manns Orðabókar HÍ. Hallfríður var dóttir Sigurðar, b. á Stóra- Vatnsskarði, Bjamasonar, skyttu á Sjávarborg, Jónssonar. Móðir Hall- fríðar var Ingibjörg Sölvadóttir, hreppstjóra á Skarði, Guðmunds- sonar. Dýrleif var dóttir Áma, á Sauðár- króki, Magnússonar, b. I Utanverðu- nesi, Ámasonar. Móðir Áma var Sigurbjörg Guðmundsdóttir, vinnu- manns á Hafsteinsstöðum, Jónsson- ar. Móðir Sigurbjargar var Guðrún Gísladóttir, pr. á Ríp, Oddssonar, pr. á Miklabæ, sem þaðan hvarf sem frægt er Gislasonar, biskups Magn- ússonar. Móðir Dýrleifar var Anna Rósa Pálsdóttir, b. á Syðri Brekkum, bróður Margrétar, ömmu Her- manns forsætisráðherra, fóður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Bróðir Páls var Þorkell, faðir Þor- kels veðurstofustjóra, og afi Sigur- jóns Rist vatnamælingarmanns, foð- ur Rannveigar, forstjóra ísals og stjórnarformanns Landssimans. Páll var sonur Páls Þórðarsonar, b. í Viðvík, bróður Jóns á Ytrahvartl, langafa Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra SÍS. Móðir Páls var Sigríður Guðmundsdóttir, systir Jóhönnu, langömmu þeirra bræðra Hall- gríms, fyrsta forstjóra SÍS, Sigurð- ar, forstjóra SÍS, og Aðalsteins Kristinssonar, forstjóra innflutn- ingsdeildar SÍS. Móðir Önnu Rósu var Dýrleif Gísladóttir, b. í Flata- tungu á Kjálka, Stefánssonar. Níræöur Páll Vídalín Jónsson fyrrv. útvegsbóndi Páll Vídalín Jónsson, fyrmm út- vegsbóndi á Þórustöðum á Vatns- leysuströnd, Hrafnistu í Hafnarfirði, varð níræður í gær. Starfsferill Páll er fæddur á Litlu-Hellu á Hell- issandi og ólst upp að Hellu á Beru- vík, Gufuskálum, Spör í Eyjaijarðar- sveit og á Fossi, milli Sands og Ólafs- víkúr. Hann sótti skóla um nokkurra vikna skeið á fjórtánda ári. Páll fór fyrst til sjós tíu ára á mót- orbáti frá Sandi og á fermingardaginn flutti hann alfarinn að heiman er hann fór á skonnortuna Fortuna frá Þingeyri. Páll var oftast til sjós upp frá því að undanskildum tiu árum eft- ir stríð er hann vann hjá Vegagerð- inni sem vélamaður. Páll bjó að Þómstöðum 1957-86 og stundaði lítilsháttar búskap og trillu- útgerð öll sumur. Hann hefur verið búsettur í Hafnarfirði undanfarin ár. Fjölskylda Páll kvæntist 1936 Hrefnu Guðna- dóttur, f. 20.6.1916, d. 1998, húsmóður. Foreldrar hennar vora Guðni Jónsson frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn, sjó- maður og bóndi, og Margrét Brynjólfs- dóttir, en hún mun hafa verið síðasta ferjukonan á Ölfusá, búsett á Óseyrar- nesi. Guðni og Margrét slitu samvist- um. Páll og Hrefna eignuðust fjögur börn: Grétar Vídalín, f. 18.10.1936, út- gerðarmaður í Sandgerði, en kona hans var Fanney Haraldsdóttir sem lést 1992 en þau eignuðust þrjú böm en barnabömin eru níu; Kolbrún Ang- ela, f. 2.2. 1938, d. 25.5. 1940; Sigurjón Aron, f. 20.10.1948, vélstjóri á sænsku olíuskipi, búsettur í Gautaborg í Sví- þjóð en kona hans er Marianne Olsen; Guðni Rúnar, f. 24.2. 1950, verslunar- maður í Veile í Danmörku en kona hans er Herdís Hallgrímsdóttir og eiga þau tvær fósturdætur. Systkini Páls: Anna Herdis, f. 3.7. 1910, nú látin, var búsett í Hveragerði; Valgerður, f. 23.8. 1913, nú látin, var búsett í Bandaríkjunum; Haraldur, f. 1914. d. s.á.; Komelía, f. 1915, d. 1919; Guðmundur, f. 26.4. 1917, nú látinn, var búsettur á Akranesi. Hálfsystkini Páls, sammæðra: Andrés Jóhannsson, f. 1919, d. 1919; Helga Jóhannsdóttir, f. 21.7. 1921, d. 1991, var búsett í Bandaríkjunum; Magnús Jóel Jóhannsson, f. 20.11. 1922, búsettur í Reykjavik; Ásgeir Jón Jóhannsson, f. 1.9. 1925, búsettur í Hafnarfirði; Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. 28.12.1928, búsett á ísafirði. Foreldrar Páls voru Jón Guð- mundsson, f. 19.7. 1881, d. 24.7. 1918, frá Bjamastöðum í Dalasýslu, bama- kennari, og Sigríður Ólöf Andrésdótt- ir, f. 20.10. 1880, d. 12.1.1969, húsmóð- ir og saumakona, þau voru búsett á Litlu-Hellu á Hellissandi, að Hellu á Beravík og Gufúskálum. Ætt Jón var sonur Guðmundar Stefáns- sonar, frá Bjamastöðum, og Valgerð- ar Brandsdóttur, frá Níp á Skarðs- strönd. Sigríður Ólöf var dóttir Andrésar Brynjólfssonar, frá Heiðarbæ á Ströndum, og Herdísar Þorsteinsdótt- ur, sem var frá Kjörvogi á Ströndum. Páll er staddur hjá systur sinni á ísafirði þessa dagana. Jarðarfarir Dagbjörg Hannessína Níelsdóttir, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, áður hús- freyja í Elliðaey á Breiðafirði, verður jarö- sungin frá Stykkishólmskirkju föstud. 24.5. kl. 14.00. Guðlaugur Erling Halldórsson, Álftröð 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju föstud. 24.5. kl. 15.00. Útför Gyðu Jóhannesdóttur, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Seljahlíö, Hjallaseli 55, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstud. 24.5. kl. 10.30. Guðrún Grímsdóttir, Glitvangi 27, verður jarösungin frá Víðistaöakirkju, Hafnar- firði, föstud. 24.5. kl. 13.30. Útför Unnar Káradóttur, Kötlufelli 1, Reykjavik, fer fram frá Akureyrarkirkju mánud. 27.5. kl. 13.30. Útför Þorláks Hjálmarssonar, Villingadal, verður frá Hólakirkju 24.5. kl. 13.30. Merkir íslendingar Jóhann Magnús Bjarnason rithöfundur fæddist í Meðalnesi i Fellum í Norður- Múlasýslu 24. maí 1866. Hann flutti til Vesturheims 1875 með foreldrum sínum, Bjama Andréssyni, bónda í Meðalnesi og síðan í Vesturheimi, og k.h., Krist- björgu Magnúsdóttur húsfreyju. Jóhann dvaldi fyrst með foreldrum sínum í Nova Scotia til 1882 en fór þá til Winnipeg þar sem hann lauk kenn- araprófi. Hann var kennari við alþýðu- skóla í Árnesi í Nýja íslandi, varð land- námsmaður í Geysis-byggð í Manitoba 1894 og kenndi síðan við enska bama- skóla í ýmsum byggðum íslendinga. Lengst af bjó hann í Elfros-bæ i íslensku Vatna- byggðunum i Saskatchewanfylki og þar lést Jóhann Magnús Bjarnason hann 8. september 1945. ÍElfros kirkjugarði er minnisvarði sem Vestur-íslendingar reistu Jóhanni Magnúsi og konu hans, Guðrúnu Hjörleifsdóttur. Jóhann Magnús var nokkuð afkasta- mikill rithöfundur en skáldsögur hans, Eiríkur Hansson, Brazilíufararnir, í Rauöárdalnum og Karl litli, voru gríð- arlega mikið lesnar á sinni tíð. Skáld- sögumar lýsa oft ævintýrum og við- burðarríku lífi íslendinga í Vestur- heimi. Þær eru skrifaðar af lipurð og oft feikilega spennandi, eins og t.d. í Rauðárdalnum, sem er leynilögreglusaga. Þá samdi hann smásögur, t.d. Vomætur á Elgsheiðum, og orti ljóð. Ritsafn hans kom út í sex bindum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.