Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 21 I>^ Tilvera Afmæiisbamiö Bob Dylan 61 árs Frumkvöðull allra trúbadora, Bob Dyl- an, öðru nafni Ro- bert Allen Zimmer- man, er 61 árs í dag. Hann fagnar einnig 40 ára útgáfuafmæli sínu í ár en árið 1962 kom hans fyrsta plata á markaðinn og síðan þá hefur hann framleitt ógrynni af efni; meira en flestir aðrir tónlistar- menn. Hann hefur alltaf verið ötull baráttumaður mannréttinda en lík- legast er hann hvaö frægastur fyrir að hafa tengst beat-kynslóðinni sterkum böndum. Vorhátíð Valhúsaskóla: Nýtt merki og upplýsingasjónvarp Stiörnuspá Gildir fyrir laugardaglnn 25. maí Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: I Vinir þinir standa eink- f ar vel saman um þessar mundir og gætu verið að undirbúa ferðalag eða einhverja skemmtun. Þú tekur full- an þátt í þessari skipulagningu. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Einhver reynir að fá ^L^gþig til að taka þátt í ^^T^; einhverju sem þú ert ekki viss um að þú viljir taka þátt í. Stattu fast á þínu. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): fVReyndu að eiga stund f^^m'^fyrir sjálfan þig, þú Vfc^M þarfnast hvíldar eftir ^^ erfiðið undanfarið. Nautið (20. apríl-20. maí): l Vinur þinn biður þig ^^^^ að gera sér greiða og f er mikilvægt að þú Sa^ bregðist vel við. Eitt- hvað óvænt og skemmtilegt gerist á næstunni. Tvíburarnir (21. maí-21. iúni): \^ Eitthvað sem hefur ^^''breyst í fjölskyldunni ^ £ hefur truflandi áhrif á ^C Þigog áform þín. Þú þarft að skipuleggja þau upp á nýtt. Krabblnn (22. iúní-22. iúm: Sjálfstraust þitt sem | venjulega er í góðu lagi er með minna móti þessa dagana. Taktu fagnandi á móti þeim sem eru vinsamlegir í þinn garð. Ljónia (23. iúlí- 22. áaúst): I Þú mátt vænta gagn- legrar niðurstöðu í máli sem lengi hefur beðið úrlausnar. Þú þarft að hvíla þig og góð leið til þess er að hitta góða vini. Mevian (23. áaúst-22. sept.l: ^y\<y Ekki dæma fólk eftir >1^^S^ fyrstu kynnum, hvorki ^^W^Jhþví sem það gerir eða ' segir. Athugaðu þess í stað hvern mann það hefur að geyma. Vogin (23. sept.-23. okt.): J Þú syndir á móti €**^r straumnum um þessar V^r mundir og ert fullur ^jr orku og finnst engin vandamál þér ofviða. Eitthvað skemmtilegt gerist í félagslifinu. Sporodrekinn (24. okt.-2l. nóv.): _jj\ Þér var farið að leiðast *Y\ \ tilbreytingarleysi hvers- \ YVjdagslífsins og eru þessir - ~ |f dagar þvi mjög til að kæta þig þar sem þeir eru harla óvenjulegir. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): |Þú ert yfirleitt mjög Fduglegur en núna er Seins og yfir þér hangi "eitthvert slen. Þetta gæti verið merki um það að þú þarfnist hvíldar. Steingeitln (22. des.-19. ian.l: ^ ^ Þú verður fyrir ein- ISJ hverri heppni og liiið •^rj virðist brosa við þér. •^J**~ Breytingar gætu orðið á búsetu þinni á næstunni. Á vorhátíð sem var haldin í Val- húsaskóla á Seltjarnarnesi í gær voru kynntar ýmsar nýjungar í skólanum. Tekið var í notkun nýtt merki, upplýsingarsjónvarp form- lega opnað og rafrænu greiðslukerfi komið á í mötuneytinu. Tvö síðar- nefndu atriðin eru nýnæmi í ís- lenskum grunnskólum. Þá var sýn- ing á þeirri upplýsingatækni sem þróuð hefur verið í skólanum af kerfisstjóranum, Frosta Heimissyni, og undirritaður samstarfssamning- ur við hugbúnaðarfyrirtækið Voice Era um þróun hjálparbúnaðar með aðstoð talgervils. Nemendur buðu upp á söng, dans og hljóðfæraslátt og hátiðinni lauk með kaffi og vöffi- um sem þeir reiddu einnig fram. -Gun. DV-MYND HARI Kaffitíminn Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra gæddi sér á vöfflum hjá krökkunum í Valhúsaskóla. Sýningin Konur í borginni í Galleríi Reykjavík: Hef pottana og draslið með - segir listakonan Alda „Eg er lengi búin að vera að daðra við konumálverkið," segir Alda Ár- manna Sveinsdóttir brosandi, en hún opnar sýninguna Konur í borginni í Galleríi Reykjavík, við Skólavörðustig 16, í dag, kl. 16. Þar eru olíumálverk sem unnin eru á þessu ári og við- fangsefnið er konur og ýmislegt sem þær hafa fengist við í gegnum tíðina, svo sem matarstúss, ávextir og blóm. Inn í þetta blandast svo draumar og sitthvað úr hugarheimum. „Ég næ yf- irleitt góöu sambandi við módelin mín og spjalla mikið við þau. Kvenna- menningin er mér hugfólgin og ég hef gaman af að blanda saman uppstill- ingum og einhverju úr daglega lífmu - sveigja fram hjá hátíðleikanum og hafa pottana og draslið með," segir Alda Ármanna glettnisleg á svip. Sjálf er Alda Ármanna frá Norðfíröi og kveðst hafa byrjað í myndlistarnámi þar eystra, en eftir að hún flutti til Reykjavíkur með börnin fjógur hafi hún drifið sig í Myndlistarskólann í Reykjavík. Sýningin hennar verður opin virka daga frá 12-18 og laugar- daga frá 11-16 út mánuðinn. -Gun Krúttakór og kosn- ingakaffi Krúttakórinn, Litli kórinn og Stóri kórinn eru allir barnakórar í Selja- kirkju í Breiðholti. Þeir ætla að taka lagið á morgun, laugardag, í kirkj- unni sinni en á mismunandi tímum. Krúttakórinn byrjar kl 14, Litli kór- inn kl. 15.30 og Stóri kórinn kl. 17. Foreldrar elstu barnanna verða með kaffisölu í safnaðarheimilinu eftir hverja tónleika til fjáröflunar í ferða- sjóð Stóra kórsins sem þegar hefur gert garðinn frægan, söng m.a. í Dóm- kirkjunni við upphaf Kirkjuþings og við setningu Ljósahátíðarinnar á Lækjartorgi. Listakonan „Kvennamenningin er mér hugfólgin," segir Alda Ármanna. Dagskrá Lista- hátíðar á morg- un og hinn Hafnarhússkvöld Tónleikar verða í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi bæði á laugardags- og sunnudagskvöld. Danski fiðluleikarinn Kristian Jörg- ensen, gítarleikarinn Björn Thoroddsen og kontrabassaleíkar- inn Jón Rafnsson leika á kosninga- kvöldi og byrja kl. 21. Japanski flautuleikarinn Teru- hisa Fukuda og Kolbeinn Bjarnason mætast svo á sunnudagskvöldið kl. 20 í tvíleik á flautur af austrænum og vestrænum uppruna. Meðal þeirra er hin ævaforna Shakuhachi bambusflauta. Sápukúlusýning Tveir spænskir trúðar leika sér með litskrúðugar sápukúlur og gera með þeim ótrúlegar myndir í sýn- ingunni Ambrossía sem verður i ís- lensku óperunni bæði á laugardag og sunnudag kl. 14 og einnig kl. 17 á sunnudag. Aernout Mik í Nýló Hollenski listamaðurinn Aernout Mik opnar myndlistarsýningu í Ný- listasafninu kl. 16 á sunnudag. Sér- grein hans er vídeóinnsetningar. Enn flýgur Hollendingurinn Fimmta sýning á Hollendingnum fljúgandi eftir Richard Wagner er í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöld kl. 20. Breyting á dagskrá Örleikverkið Fótabað sem átti að sýna á Ingólfstorgi kl. 17.05 í dag færist yfir í FQgetagarðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.