Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 Tilvera DV Samstiga leikskólakennarar á Sauðárkróki: Vinkonurnar útskrifuðust á sama tíma - og áttu allar böm á árinu. Það verður ekki annað sagt en þrjár ungar konur á Sauðárkróki hafi verið ansi sarastiga á síðustu fimm árum. Þetta eru þær Valbjörg Pálmarsdóttir, Lilja Magnea Jónsdóttir og Anna María Gunnarsdóttir, sem allar stunduðu fiar- nám við leikskólaskor Kennaraháskóla íslands. Og útskrifuðust i fyrravor sem fullgildir leikskólakennarar. En það var líka fleira sem þær tókust á við og upp- skáru á síðasta ári. Þær áttu allar böm á árinu, Lilja Magnea í júlílok og þær Valbjörg og Anna María í nóvember- mánuði, meira að segja sama daginn, þann nítjánda. Veittum hver annarri stuðning „Þetta var fjögurra ára nám og þó þetta væri talsvert mikið einstaklings- vinna þá hittumst við reglulega og fór- um yfir verkefni saman þegar hægt var að koma því við. Þetta var frekar erfitt Stunduðu fjarnám saman nám og það hjálpaði okkm1 mjög að hitt- ast og veita hver annarri stuðning, þótt það væri ekki annað stundum en að setjast niður yfir kaffibolla og ræða um viðfangsefnin. Ég hefði að minnsta kosti ekki viljað vera í þessu án þess að hafa stuðning frá þeim Lilju og Önnu Maríu. Við erum mjög góðar vinkonur og höf- um haldið sambandinu, hittumst alltaf á hálfsmánaðarfresti," segir Valbjörg Pálmarsdóttir. Fjamámið fór þannig fram að tekin var mánaðartöm í skólanum syðra, í ágústmánuði og í janúar. Á öðmm tím- um var námsefnið sótt með hjálp heim- ilistölvunnar og Netsins. „Fjamámið gefur fólki möguleika á að vinna jafn- hliða náminu, við vorum allar að vinna á leikskóla á sama tíma. Það er mjög gott að geta sannreynt fræðin á sama tíma og maður er að læra þau í skóla,“ segir Valbjörg. Hún bætir því við að það DV-MYND: Pi Stöllur á Króknum Þær útskrifuðust aliar sem ieikskóiakennarar úr fjarnámi og áttu ailar börn á síðasta ári, Lilja Magnea Jónsdóttir með Karen Lind Skúladóttur, Anna María Gunnarsdóttir með Gunnar Þorleifsson og Valbjörg Pálmarsdóttir með Berg- lindi Björgu Sigurðardóttur. hefði allt eins verið inni í myndinni í sínu tilviki að flytja suður hefði fjamám ekki verið í boði. Þar með sé þessi kennslumöguleiki í raun góð byggða- stefna. Hitt megi síðan nefha að fjarnám sé nokkuð dýrt og þá sé gott að geta haldið launum meðan það er stundað. „Við þekktumst lítið áður en við byij- uðum í þessu námi, en vissum svona hver af annarri. Enda erum við allar Skagfirðingar. Ég er frá bænum Egg i Hegranesi og Lilja er frá Sleitustöðum í Viðvíkursveit. Við vinnum báðar sam- an á leikskólanum Furukoti sem er í nýjasta hverfinu hér á Króknum og erum líka í sama saumaklúbb. Og í þeim klúbbi er hefðin sú að fara saman í sumarferðalag. Anna María er síðan héðan frá Króknum og hún starfar á Glaðheimum, sem er leikskólinn hér niðri í bæ,“ sagði Valbjörg. Þegar vinkonunar þijár á Króknum setast niður er það ekki síst bamaupp- eldi sem ber á góma. „Þetta er allt mjög á faglegum nótum, enda erum við allar leikskólakennarar," segir Valbjörg sem er tveggja bama móðir. Hún segir allar aðstæður til að ala upp böm vera góðar í höfuðstað Skagafiarðar. Umhverfið sé rólegt og áhyggjulaust - sem vitaskuld séu þær aðstæður sem foreldrar vilji að böm sín alist upp við. -ÞÁ / -sbs Fagotterí handa fjölskyldunni um helgina: Aö mestu í léttum dúr - segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari „Efnisskráin er að mestu í léttum dúr, fiömg og hnyttin, en ský dregur fyrir sólu öðru hvoru rétt eins og á hlýjum og fögrum vordegi við sundin blá,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, ein þefrra sem mynda kvartettinn Fagotterí sem heldur tvenna tónleika á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Þeir fyrri verða í Mosfellskirkju á sunnudaginn, 26. maí kl. 17 og hinir síðari í Dómkirkjunni á mánudaginn, 27. maí kl. 20. Kristín Mjöll segir tón- listina aðgengilega. „Lögin ættu að henta allri fiölskyldunni og öllum þeim sem kunna að meta tónlist," seg- ir hún sannfærandi og nefnir tón- skáldin sem við sögu koma, m.a. Bach, Johann Strauss, Rossini og Ed- vard Grieg. Fagotterí er skipað fiórum fagott- leikumm, Darra Mikaelssyni, Joanne Ámason, Judith Þorbergsson og Kristínu Mjöll Jakobsdóttur. Kvartett- inn var formlega stofnaður haustið 2000 og var í fyrstu eingöngu skipaður konum. -Gun. •'thc perfect pizza" Jolm Bakcr ^fckkuhós Kór og stjórnandi Raddböndin verða þanin í kvöld. Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar Hinir árlegu vortónleikar Karla- kórs Eyjafiarðar verða haldnir í Laugarborg, Eyjafiarðarsveit, í kvöld, 24. mai og hefiast þeir kl. 21.00. Kórinn verður bæði með gam- alt og nýtt efni sem margir kannast við, bæði létt og fiörugt, ásamt vold- ugum karlakórsverkum. Að venju verður hljómsveit kórsins með í nokkrum lögum, auk þess sem Dan- íel Þorsteinsson leikur á píanó. Þá munu einsöngvarar úr röðum kórfé- laga stíga á svið á tónleikunum. Kórinn stefnir á geisladisk í haust, svona til að kpma sér betur á fram- færi og kynna sig. Laugardaginn 11. maí fór kórinn til Vopnafiarðar og fékk glæsilegar móttökur hjá heima- mönnum sem kunnu greinilega vel að meta léttleikann og þéttleikann í kómum. Félagar í Karlakór Eyja- fiarðar voru 43 í vetur. Stjómandi er Petra Björk Pálsdóttir og formað- ur PáU E. Jóhann. -BÞ Ghost of Mars ★ ★ Þreyttur Carpenter John Carpenter er þreyttur leikstjóri. Allur hans kraftur er uppurinn og nýjasta kvikmynd hans, Ghost of Mars er andleysið upp- málað. Og satt best að segja er ég orðin úrkula vonar um að hann nái sér nokkum tímann aftur á strik. Það er ekkert í Ghost of Mars sem vekur upp gamlar minningar. Myndin gerist eftir tæp tvö hundruð ár á Mars. Ung lögreglukona finnst ein um borð í lest. Hún byijar að rifia upp atburði síðustu daga. Hún hafði ásamt sveit lögreglumanna verið fengin til að fylgja hættulegasta glæpamanni á Mars milli fangabúða. Þegar komið er í fangabúðimar hafa flestir verið drepn- ir af flokki manna sem virðast hafa í fymdinni búið á Mars en síðan verið útrýmt að því haldið var. í ljós kemur að þetta em hinar mestu skaðræðis- skepnur og hefst nú barátta upp á líf og dauða. Ghost of Mars er dæmigerð B-mynd af dýrari gerðinni. Carpenter tekst þrátt fyrir andleysið að halda sögunni sæmilega gangandi og myndin er aldrei leiðinleg en er heldur ekki kvik- mynd sem vert er að muna eftir. Hvað varðar hryllingin þá er bent á eldri myndir Carpenter, Halloween, The Fog og The Thing ef einhver vill fá gæsa- húðina til að rísa. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Carpenter. Bandarikin 2001. Lengd: 102 mín. leikarar: Natasha Henstridge, lce Cube og Jason Statham. Bönnuð bömum innan 16 ára. Hie Order ★ Van Damme í ísrael Annar íbúí í Hollywood, sem má muna sinn fifil fegri er Jean-Claude Van Damme, sem er á hraðri ferð út úr kvikmyndabransan- um ef einhverja ályktun má draga af nýjustu afurð hans The Order. í mynd- inni leikur hann fyrrverandi lista- verkasmyglara sem verður að snúa til fyrra lífemis þegar kemur í ljós að fað- ir hans, sem er fomleifafræðingur, er horfinn og með honum verðmæt skjöl sem gætu sýnt hvar mikiU fiársjóður er falinn. Leið Van Dammes liggur til ísr- ael þar sem hann lendir í sundurlausri atburðarás í leit að fóður sínum, at- burðarás sem erfitt er að fá einhvem botn í. Þegar sagan er komin i öng- stræti þá er gripið til þess ráðs að hressa upp á myndina með slagsmálum og fær Van Damme mörg tækifæri til að sýna slagsmálakunnáttu sina. The Order er samtíningur úr ýms- um áttum og lítt skemmtileg upplifún. Það sem kemur á óvart er að Charlton Heston bregður fyrir í fimm minútur og hefði hann mátt að ósekju fá meiri tíma því það er alltaf gaman að fylgjast með þessu aldna hörkutóli sem á ekki i erfiðleikum með taka athyghna frá Van Damme þann stutta tíma sem hann er á skjánum. -HK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Sheldon Lett. Bandarikin 2001. Lengd: 92 mín. Leikarar: Jen Claude Van Damme, Ben Cross og Charlton Heston. Bönnuö bömum innan 16 ára. Setjum hjölíð í toppstand fqrir sumarið! Vfirfarid reiöhjöl flðeins 2.680 8f. Vid gerum vió ctllar tegundir af hjólum Faxafeni 14 (GÁP húsinv) 108 Reykjawik Simi: 568 7575 Opidi virka daga 10-19 laugard. 1 1-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.