Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 28
» 28 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 Sport i>v Ahorfendur f Jósefsdal munu sjá breyttan framenda á Mussonum hjá Haraldi Péturssyni en i staö sjálf- stæðu fjöör- unarinnar mun vera komin heil hásing. Þá herma sögur aö beygju- geta Mus- soins sé svo miki! aö fram- dekkin leggist nærri þvers- um þegar lagt er á jeppann ao fullu. Har- aldur er óhræddur viö aö gera bylt- ingarkenndar tilraunir og beitir öllu hugviti sínu til að ná sigri (mynd til hægri). Torfæran hefst um helgina: Spennandi frá upphafi - margir bestu keppendurnir mæta til leiks með mikið breytta bíla Danfel G. Ingimundarson var á kafi í jeppasmíöi á þri&judagskvöldio ásamt félögum sfnum, þeim Óskari Har&ar- syni og Ólafi Porsteinssyni (mynd a& ne&an). Tí&indamanni DV-Sport þótti þá ólíklegt a& þeim félögum tækist a& klára Green Thunder 2 fyrir sunnudaginn en þeir voru hins vegar ekki í nokkrum vafa um þa&. Sög&u a& jeppinn værí næstum tilbúinn. DV-myndir JAK Gfsli Gunnar Jónsson fór mikinn í keppninni í Kollafir&i f fyrra en hann hreppti þá bæöi Islandsmeistaratitilinn og heimsbikartitilinn. „Arctic Trucks-Toyotan bíöur tilbúin og spennt," sag&i Gísli á miövikudagskvöldiö en Gfsli ætlar sér vafalaust a& bæta sjöunda íslandsmeistaratitlinum og sjötta heimsbikartitlinum f safniö í sumar. Hörkubarátta mun vafalaust einkenna fyrstu torfærukeppni sumarsins sem ekin verður í mal- argryfjunum við Bolöldu, fyrir minni Jósefsdals á sunnudaginn. Þetta er fyrsta keppnin af átta sem eknar verða í sumar og hvert stig er mjög dýrmætt eins og sést best á því að úrslitin í heimsbik- arkeppninni í fyrra réðust á hálfu stigi sem munaði á Gísla G. Jóns- syni á Arctic Trucks Toyotunni og Haraldi Péturssyni á Musso. Þeir Haraldur og Gísli keppa í flokki sérútbúinna bíla en keppn- in í Götubílaflokknum er ekki síð- ur spennandi. Þar munu Ragnar Róbertsson á Pizza '67 Willysnum og Gunnar Gunnarsson á Trúðn- um berjast áfram ásamt fleirum. Ellefu keppendur eru skráðir í keppnina á sunnudaginn en hún mun gefa stig til íslandsmeistara- titils og heimsbikartitils. AUir stefna þessir keppendur á sigur og margir þeirra eru búnir að gera breytingar á bílum sínum til að bæta stöðu sína. Sigurður Þór Jónsson (3. sæti í fyrra) er búinn að serja stærri og öflugri vél í Toshiba-tröllið auk þess sem hann hefur bætt fjöðrun bílsins. Haraldur Pétursson er einnig kominn með nýja NASCAR sex cylendra stálblokkar keppnisvél í stað álvélarinnar sem hann steikti í lokapeppninni í fyrra. Þessi á að skila 670 hestöflum með Nitroi en viðamesta breytingin á Mussonum hjá Haraldi er þó framdrifið og stýrisbúnaðurinn. í stað sjálfstæðu fjöðrtmarinnar er komin hásing og beygjuradius bílsins hefur verið aukinn veru- Gunnar Asgeirsson er búinn að setja öfiugri vél í Örninn og Björn Ingi Jóhannsson mætir með nýja yfirbyggingu á Fríðu Grace en hefur ekkert átt við gangverk jeppans. Björn Ingi var ánægður með Fríðu Grace í lok keppnis- tímabilsins i fyrra en hann end- aði þá keppnistímabilið með sigri í síðustu keppninni. Daníel G. Ingimundarson geng- ur þó lengst í breytingunum að þessu sinni en hann er að ljúka smíði á nyjum keppnisbíl og flyst úr götubílaflokki yfir í þann sér- útbúna. Tveir gamalreyndir torfæru- ökiimenn bætast í hópinn eftir tveggja ára fjarveru en það eru þeir Guðmundur Pálsson á Kríl- inu og Einar Gunnlaugsson á Venus drekanum. Þeir félagar, sem koma báðir frá Akureyri hafa áður tekið þátt í toppbaráttu torfærunnar og veröur fróðlegt að sjá hvernig þeir standa sig nú, en töluverð þróun hefur verið á keppnistækjunum sl. tvö ár. Torfæruáhugamenn eiga því von á hörkuskemmtun í Jósefsdal á sunnudaginn. -JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.