Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 29 I Sport Einar Hólmgeirsson leikur með IR. Hann er nú þegar öflug vinstrihandarskytta og er tvímælalaust framtíöarmaöur í íslenska landsliöinu. Snorri Steinn Guöjónssn leikur meö Val. Hann hefur nú þegar sannafi sig sem einn besti leik- stjórinn í íslenskum handbolta þrátt fyrir ungan aldur. Gufilaugur Pór Hauksson, leikmafiur Víkings. Hann átti marga mjög gófia leiki í vetur og er mikil hægrihandarskytta. Framtíðarmafiur í landslifiinu. Halldór Sigfússon, leikmafiur KA. Hann sannafii þafi í nýafstafiinni úr- slitakeppni hversu efnilegur hann er. Arkitektinn í landslifii framtífiar- innar ásamt Snorra Steini. Jónatan Magnússon, leikmafiur KA. Einn af mörgum leikmönnum KA sem eiga bjarta framtífi fyrir sér í íslenskum handknattleik ef ekki erlendis. Framtíðin er björt í íslenskum handknattleik verði rétt á málum haldið: ir „Guttarnir" eru g og framtíðin er björt Islenska þjóöin fylgdist af mikilli athygli með árangri íslenska lands- liðsins í handknattleik á Evrópu- mótinu í Sviþjóð. Árangurinn var afar glæsilegur og betri en um langt skeið. Margir leikmanna ís-. lenska liðsins áttu frábært mót og sýndu og sönnuðu að þeir eru í fremstu röð í heiminum. Það gleður íslenska íþróttaunn- endur fátt meira en að eiga hand- knattleikslandslið í fremstu röð. Þjóðin stendur á öndinni af hrifn- ingu þegar vel gengur. Allt snýst um handbolta. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að til að eiga landslið og leikmenn í fremstu röð í heiminum þarf að hugsa vel um starf yngri fiokka. Uppeldið hjá félögunum er afar mikilvægt. Hjá félögunum er unnið það starf sem öll framtíðin byggist á. Og þetta starf virðast félögin hafa innt vel af hendi síðustu árin. „Guttarnir" eru góöir Þeir sem hafa fylgst með hand- boltanum hér heima á síðasta vetri hafa séð mikinn fjölda af efnilegum leikmönnum. Hver af öðrum koma þeir fram í sviðsljósið og margir farnir að bera sín lið uppi þrátt fyr- ir ungan aldur og litla reynslu. Hér má nefna Snorra Stein Guðjónsson og Markús Mána Mikaelsson hjá Val, Arnór Atlason, Halldór Sigfús- son, Jónatan Magnússon og Einar Loga Friðjónsson hjá KA, Guðlaug Hauksson hjá Víkingi og Ásgeir Þór Hallgrímsson í Haukum. Upp- talning sem þessi verður aldrei tæmandi og marga fieiri leikmenn mætti nefha til viðbótar. Bjarka Sigurðsson í Val, Róbert Gunnars- son í Fram, Ragnar Óskarsson sem leikur í Frakklandi og marga fleiri. Eftir stendur að „guttarnir" eru góðir og framtíðin til handa ís- lenskum handknattleik er björt sem aldrei fyrr. Þjálfararnir Mér er til efs að fleiri efni- legir hand- knattleiks- menn hafi komið fram á sjónarsviðið á svo til sama tíma en á undanförnum misserum. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur skundað fram á sjónarsviðið og vakið undrun og áhuga þeirra sem séð hafa. Mikill er hlutur þjálfara liðanna Stefán Kristjánsson íþróttafréttamaður sem hér eiga hlut að máli. Atli Hilm- arsson hefur til að mynda gert ótrú- lega hluti með KA og undir stjðrn Geirs Sveinssonar hjá Val hafa ung- ir leikmenn orðið mun betri. Ekki er amalegt fyrir félögin og leikmenn sem eru að byrja að fóta sig á hálu svelli meistaraflokkanna að eiga slíka meistara að. Margreynda lands- liðsmenn og atvinnumenn með lið- um erlendis. Nýliðin vertíð hand- knattleiksmanna var mikill sigur fyrir báða þessa þjálfara. Makedónía Fram undan eru mjög mikilvægir landsleikir gegn liði Makedóníu. Liðið sem betur stendur sig í tveimur leikjum öðlast keppnis- rétt á næsta heimsmeistara- móti sem fram fer í Portúgal. Efstu sjö þjóðirnar á HM öðlast síðan sjálfkrafa keppnisrétt á næstu ólympiuleikum í Aþenu 2004. Skýr markmiö Markmið HSÍ og landsliðsins er að komast í eitt af sjö efstu sætunum í Aþenu. Slikum árangri fylgja mjög myndarlegir styrkir sem HSÍ munar mikið um. En árangurinn er það sem öllu máli skiptir enda styrkirnir tengdir árangri og hækka í samræmi við góða getu. Það að komast á ÓL í Aþenu er afar mikilvægt. Þá ættu margir af þeim leikmönnum sem hér eru nemdir að verða í sviðsljósinu, orðn- ir fastamenn í landsliðinu og lykilleikmenn í sínum liðum. Allir þessir ungu leikmenn verða að halda vöku sinni. Margir íþrótta- menn hafa lent í því á sínum ferli að þykja efnilegir og síðan verið það alla sína tíð í íþróttunum. Vonandi hafa þessir ungu handknattleiks- menn skilning og þroska til að verða enn betri þegar fram líða stundir. Þá þarf forysta handboltans hér á landi ekki að kvíða framtíöinni. .gg. Markús Máni Mikaelsson í Val er orfiinn einn af máttarstólpum lifisins. Hann er f ramtíöarmaöur í landslifiinu. Ásgeir Örn Hallgrfmsson í Haukum heur vaxifi mjög undir stjórn Viggós Sgurfisson. Ótrúlega efnilegur leikmaöur. Síkin í Ferjukoti: Sáu yfir hundraö fiska við brúna „Veiðin hefur tekið verulegan kipp eftir að hlýna tók aftur og veiði- menn sem voru hérna í gærkvöld af Akranesi veiddu funm fiska á stuttum tíma. Þetta voru fiskar frá hálfu pundi upp í þrjú, mjög góður fiskur," sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti í Borgarfirði í gærdag, en mikið hefur verið af sjó- birtingi í veiðiám eins og Hvitá, Þverá og Grímsá núna í byrjun sumars. „Ég fékk nokkra fiska hérna i netin í fyrradag og það voru allt sjóbirt- ingar. Laxinn er örugg-' lega byrjaður að ganga núna, vatnið er gott í Hvítánni og hans tími er að koma. Stærsti sjóbirt- ingur sem hefur veiðst í Síkjunum núna er 3 pund. Veiöimenn hafa mikið orðið varir við sjó- birting í veiðiánum eins og í Þveránni. Fyrir nokkrum dögum töldu veiðimenn yfir hundrað fiska við brúna yfir Þverána. Þetta er óvenju- leg sjón að sjá svona mikið af sjóbirtingi, en það er verst að hann gæti étið laxaseiðin. í Grímsá sáust lika sjó- birtingar, svo hann er víða þessa dagana. Það væri kannski rétt að leyfa veiði á þessum fiski, nota veiðihúsin sem eru mörg hérna á svæðinu og taka hrollinn úr veiðimönnum. Núna er þurrt veður og vatn aðeins að aukast í ánum, eftir að það hlýnaði, svo þetta lítur vel núna," sagði Þorkell. Ekki er ólíklegt að lax- inn sé að hellast inn i árnar. Netaveiði hófst á þessum tíma hérna áður fyrr og þá veiddust alltaf einhverjir laxar. Þorkell hefur verið ófeiminn við að koma með nýjar hugmyndir, fjósalykt á flöskum og safn í Ferjukoti, þar sem allt snérist um netaveiði og laxa fyrir tíu árum. Núna snýst allt um að finna nýjar hugmyndir og koma þeim 1 verk. - G.Bender Veiðivon Þrátt fyrir aö kjósa eigi á laugardaginn ætla veiðimenn ekki að setja það fyrir sig og ætla að fjölmenna upp af Noröurá og Grímsá í Borgarfirði til að kikja eftir flski. Veiðin hefst í Norðurá á laugardaginn eftir viku. Veióimenn hafa mikið kíkt og einn var þarna um daginn og sá ekki neitt, sama hvað hann rýndi í strauminn á Norðurá fyrir nokkrum dögum. Hann labbaði upp í bll og aftur til baka, en sá enn ekki neitt. Og aftur labbaði hann niður að ánni en sá ekki neitt. Hann gafst ekki upp þó hann sæi ekki neitt. Daginn eftir mætti hann snemma og ekki sá hann neitt. Hann er búinn að fara nokkrum sinn- um en hefur ekki séö neitt. Þetta kallar maður hörku. Margir œtla að leggja leið sína að Fiskilækjar- vatni í Landssveit þegar vatnið verður opnað form- lega fyrir veiðimenn 1. júni um leið og Norðurá, Þverá og Straumarnir í Borgarfiröi. Veiðin i vatn- inu hefur oft byrjaö vel fyrstu dagana. Veióimenn sem fóru í Skógá undir Eyjafjöllum fyr- ir skömmu veiddu vel af silungi og þá sérstaklega í lóninu. Þeir sem voru meö fluguna veiddu lítið en mest þeir sem voru með maðk og spún. Veðrið var mjóg slæmt og erfitt að hemja fiuguna.-G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.