Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 32
Allianz (jjj) FOSTUDAGUR 24. MAI 2002 Litla-Hraun: Gæsla ekki hert „Þaö er ekki brugðist við með þeim hætti að herða gæslu á mönn- um þegar svona atvik koma upp," sagði Kristján Stefánsson, fram- , kvæmdastjóri fangelsisins á Litla- 'jf/ Hrauni, spurður um viðbrögð við umsvifum fanga þar sem miðuðu að frekari afbrotum. Eins og DV greindi frá i gær mun Tryggingastofnun rikisins kæra fanga þar til lögreglunnar á næst- unni vegna gruns um falsanir á tannlæknakvittunum. Þá má nefna mál sem dómur féll í í fyrradag þar sem fangi á Litla-Hrauni skipulagði og fjármagnaði stórfellt fikniefna- smygl. Kristján sagði erfitt fyrir fangels- ið að bregðast við með strangari reglum. Það yrði að fara eftir þeim lögum og reglugerðum sem því væru sett. Ekki væri á valdi fangels- isins að breyta þeim, enda myndu slíkar breytingar væntanlega ná til \ ** allra fangelsa í landinu. Kristján sagði hugsanlegt að talist gæti óréttlátt að láta misgjörð- ir eins fanga bitna á saklausum, ef svö mætti segja. „Við erum nokkuð varnarlaus gegn því að fólk brjóti af sér með þessum hætti í fangelsinu," sagði Kristján. Sjá einnig bls. 4 -JSS Milt veður p* á kjördag Útlit er fyrir milt veður þegar landsmenn ganga að kjörborði á morgim. Á höfuðborgarsvæðinu verður skýjað með köflum en þó úrkomulaust en spáð er súld eða rigningu norðan- og austanlands. Hæg norðanátt verður um land aUt. -vig Listahátíð: Fótabað í beinni Þjóðþekkt fólk fer í fótabað á Skúlatorgi klukkan 17.05 í dag. Fóta- baðið er hluti af níu virkum dögum Listahátiðar í Reykjavík og Ríkisút- W varpsins. Verkið er eftir Gunnhildi Hauksdóttur og Kristínu Ómars- dóttur en í leiksrjórn Hörpu Arnar- dóttur. Fótabaðið er síðasta verkið í þessari seríu sem útvarpað hefur verið að undanförnu. Fylgjast má með fótabaðinu á torgi Skúla fógeta eða hlusta eftir því i útvarpi. -aþ FRETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greíöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið ! hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allart I sólarhringinn. ' Æ 550 5555 DAGUR VONAR! j Valgeröur Sverrisdóttlr með samning við Alcoa um áframhaldandl viöræöur lönaöar- og viðskiptaráöherra var aö vonum ánægö ígær með gang viöræðna við bandaríska álversrisann Alcoa. Skrifað hefur verið undir samkomulag um áframhaldandi viðræður og eru forsvarsmenn fyrirtækisins bjartsýnir á já- kvæða niðurstöðu varðandi álver í Reyðarfirði. Hér er Valgerður Sverrisdóttir með viðræðusamkomulag í höndunum, en í baksýn má sjá forvera hennar í stóli iðnaðarráðherra og er engu líkara en nokkurrar öfundar gæti í svip þeirra. Viðbrögð leiðtoganna: Þurfum að halda vel á spöðunum - segir Forystumenn stærstu framboð- anna í Reykjavík voru fremur var- kárir í viðbrögðum við skoðana- könnun DV í morgun. R-listinn mælist nú með 8,5% forskot á D- lista samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í gærkvöld. Allir leggja frambjóðendurnir áherslu á að áfram þurfi að halda uppi öflugri baráttu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arsrjóri var varfærin í yfirlýsingum í samtali við DV í morgun. „Þetta er auðvitað ágætt svo langt sem það nær en það er ekki langt síðan DV mældi varla marktækan mun á þessum fylkingum. Þess vegna legg ég áherslu á að menn þurfi að halda vel á spöðunum til að tryggja sigur Reykjavikurlistans. Ég er í 8. sæt- inu sem er baráttusætið og það ræðst á laugardaginn hvort ég fæ þann styrk og traust sem þarf til að verða áfram borgarsrjóri." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Björn Ingibjörg Sólrún Bjamason. Gísladóttir. Björn Bjarnason sagði þetta í samtali við DV í morgun:, „Þessar kannanir nú skömmu fyrir kjördag eru allar á svipuðu róli. Við höfum verið að sækja á brattann i kosningabaráttunni og höfum alltaf sagt að úrslitin ráðist ekki fyrr en 25. maí. Við höfum lagt okkar mál fram með mjög skýrum og málemalegum hætti. Við höfum samhentan og breiðan lista og í okk- ar starfi hefur verið mjög jákvæður Olafur F. Magnússon, andi. Við treystum því og trúum að allt muni þetta skila sér með góð- um árangri þegar kjósendiu- ganga að kjörborðinu." Ólafur F. Magn- ússon, oddviti F- listans, var bjart- sýnn þegar DV hafði samband við hann i morgun: „Þetta er hæsta könnun sem hefur mælst hjá okkur hingað til og sýnir að við erum á hraðri siglingu inn í borgarstjórn. Ég er viss um að við eigum meira fylgi en mælist í könnuninni, það höfum við fundið. Ég hvet fólk ein- dregið til að sýna kjark, fylgja sann- færingu sinni og hleypa nýju afli F- listans i borgarsrjórn," sagði Ólafur F. Magnússon. -BÞ/VG - Lof orð er lof orð Sími: 533 5040 / www.allianz.is Skaftárveita hagkvæmust Skaftárveita er langhagkvæmust 15 virkjunarkosta en í öðru sæti kemur Norðlingaöldulón. Kára- hnjúkavirkjun er um miðbik en Fljótshnjúkavirkjun er langslökust. Auk Skaftárveitu og Norðlingaöldu- lóns eru virkjun Jökulsár á Fjöllum og Fljótsdalsvirkjun hagkvæmari en Kárahnjúkavirkjun. Þetta kemur fram í frumniður- stöðum vinnuhóps um gerð ramma- áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnisstjórn skilaði í síðasta mánuði frumskýrslu um til- raunamat á 15 virkjunarkostum vatnsafls en niðurstöðurnar eru ekki opinberar. Eins og DV greindi frá í gær eru umhverfisáhrif sam- fara Kárahnjúkavirkjun þau mestu af þessum kostum ásamt virkjun Jökulsár á Fiöllum. Sjá nánar á bls. 6 -BÞ 206 skjálftar á og við landið í vikunni mældust 206 skjálftar á og við landið samkvæmt upplýsing- um Veðurstofu íslands. Laust fyrir klukkan 9 á miðvikudagsmorgun hófst lítil hrina austan við Grímsey. Þar mældist einnig stærsti skjálfti vikunnar, 2,2 á Richterskvarða, og varð hann kl. 9.13 á miðvikudags- morgun. Aðfaranótt fimmtudags varð skjálfti undir Heimaey. Fjórir skjálftar urðu á Reykjaneshrygg á fimmtudagseftirmiðdag. Við Öskju mældust 9 skjálftar aðfaranótt fóstu- dags. Á laugardag og sunnudag mældust samtals fjórir skjálftar í Skeiðarárjökli. Á laugardag og sunnudag urðu svo átta skjálftar í Öxarfirði. -HKr. Kópavogur: 80% vilja sama bæjar- stjóra áfram Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, nýtur langmestrar hylli allra frambjóð- enda í bæjarfélag- inu samkvæmt könnun Kópa- vogspóstsins í gær. Sigurður, sem er oddviti framsóknar- manna, nýtur þannig stuðnings Si!.i,IÍ,l)r G -inb: langt út fyrir rað- ir flokksmanna. Áttatíu prósent bæj- arbúa vilja samkvæmt þverpólitískri könnun hafa Sigurð áfram sem bæj- arstjóra. Úrtakið í könnuninni var að vísu ekki mjög stórt, eða 300 manns, en gefur eigi að síður þessa athyglis- verðu niðurstöðu. -HKr. Hreinlætisreglur BSR eru farnar að skila árangri: Ekki ein einasta kvörtun - eftir að þær voru hengdar upp, segir framkvæmdastjóri „Menn eru betur vakandi fyrir snyrtimennsku og þeir sem máttu laga hlutina eru að standa sig bet- ur," sagði Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar BSR, þegar DV spurði hann hvort nýlega settar hreinlætisreglur fyrirtækisins um bílstjóra og bíla væru farnar að virka. Reglurnar umræddu eru mjög hnitmiðaðar. Bílstjórunum var m.a. bent á að nota rakspírann í hófi, lauga sig daglega og skipta um sokka og nærföt, fara í andlits- hreinsun og klippa hár úr nefi og eyrum. Fólk hafði samband við DV í kjölfar fréttar blaðsins af nýju reglunum og kvaðst fagna þessu framtaki stjórnenda stöðvarinnar. Guðmundur Börkur sagði að eng- in kvörtun vegna ófullnægjandi hreinlætis bílstjóra hefði borist eft- ir að reglurnar voru hengdar upp. Áður heföu þær verið allt að 10 tals- ins á mánuði. Þetta segði sína sögu. „Við reynum að fylgjast með þessu og sjá til þess að það sé í lagi," sagði Guðmundur Börkur. „Menn taka því yfirleitt vel ef þeim er bent á að þeir geti lagað hlutina. Þetta er fjölmennur hópur og hann tekur þessu vel yfir höfuð. Ef einhver væri ekki tUbúinn að laga það sem betur mætti fara og myndi vilja halda uppteknum hætti þá yrði hann að hverfa til starfa á annarri stöð." -JSS Sportvörugeröin Skipholt 5, s. 562 8383 Mundu að kjósa rétt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.