Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Side 9
+ íslensku sveitaböllin eru einstakt fyrirbrigði. Á þeim er kynslóðabilið að engu gert, allir skemmta sér við undirleik misgóðra hljómsveita í mismun- andi ástandi. Algengir fylgifiskar eru ofurölvun, slagsmál og minnisleysi í kjölfarið. Það er æðsti draumur margra að standa uppi á sviði á sveitaballi, skemmta landanum og sigra í árlegri keppni ballsveitanna. Af þeim sökum fer allur veturinn í æfingar inni í skúr og á menntaskólaböllum. Menn verða að vera klárir fyrir sumarið, klárir fyrir vertíðina. Miklar breytingar hafa orðið á landslagi sveitaballamarkaðarins, margir eru hættir og nýir komnir í þeirra stað. í ár eru Greifarnir og Sálin í fríi en tvær nýjar sveitir hafa bæst við í staðinn. Fókus spáir í spilin fyrir sumarið. Dreifarar wr Nýtt lag í útvarpsspilun ÍSLANDSMEISTARAR Á FERLINUM r Drjúpandi kynþokki Kombakksveit T Bikarúrslit á Þjóðhátíð JÚRÓVISJÓNFAR1 UM BORÐ Breytt um ímynd á ferlinum i Grúppíur m Aðdáendur á fermingaraldi Reynt FYRIR sér í útlandinu © Frumsamið prógram t ÖRYRKJAVÆN TÓNLIST Kvenkyns meðlimur Plata á síðasta ári sf Með „sól“ í nafni tr $ > ó t * Á MÓTI SÓL Strákamir í Á móti sól voru mjög áberandi efitir að þeir gáfu út plötuna sína fyrir jólin. Hvert lagið á fætur öðru komst í spilun í út- varpi og á Popptfví og mega drengirnir fyrir vikið búast við því að verða vinsælir á sveitaböllunum í sumar. Platan fékk reyndar ekki góða dóma hér í Fókus en það er ekki spurt að því þegar dmkkin ungmenni keppast um að syngja með á böllunum. Á móti sól virðast mikið í mun að halda stöðu sinni því á dögunum hrintu þeir í gang átakinu Björgum sveita- böllunum. Þó þeir verði í toppbaráttu í Nýliðamir ( Ber eru þegar komnir með vinsælt lag í spilun, týpiskan slagara sem auðvelt er að læra viðlagið við. Ber er auðvitað afsprengi frægasta uppgjörs hjá íslenskri hljómsveit síðan Palli Rós- inkrans sagði skilið við sukkið og hefúr af þeim sökum fengið ágætis forskot á aðra nýliða. Þau íris og Egill eru þrælsjóuð í bransanum en hinir meðlimimir em algerlega óskrifað blað. Það skiptir kannski heldur engu máli enda er fris fronturinn. Sumarið verður þó erfitt fyrir Ber og þau verða f harðri fallbaráttu. Það efast enginn um að þau geta spilað á böllum en það verður erfitt að halda uppi stemningu á einu eða tveimur lögum, fólki finnst miklu skemmtilegra að heyra frumsömdu slagarana en erlendu kóverlögin. wr sf <+ t Buttercup Buttercup áttaði sig á því fyrir nokkrum ámm að það væri ekki nóg að Valur væri eini söngvari sveitarinnar. Það var því nauðsynlegt að fá strax inn arftaka Irisar þegar hún yfirgaf bandið. Til starfans var fengin Rakel Sif Sig- urðardóttir sem áður hafði sungið f nokkrum Verslósýningum. Buttercup sendi ffá sér plöt- una Oll ljós kveikt fyrir sfðustu jól og náði að gera nokkur lög vinsæl. Sveitin var mjög vinsæl síðasta sumar en virðist ekki líkleg til að blanda sér eins mikið í toppbaráttuna þetta sumarið. Bæði er kemistrían sem var á milli Vals og írisar augljós- lega dáin og svo virðast mörg önnur bönd einfaldlega sterkari í sum- ar. Engu að sfður sterk ballsveit sem fyrr. wr -1 Englar Einar Ágúst er mættur aftur á rúntinn, nú með nýtt band sem skartar meðal ann- ars syni Grétars Örvarssonar úr Stjóm- inni. Englar komu fyrst fram á Tónlistar- verðlaunum FM957 og fluttu lagið Halm fast. Síðan þá hefur það lag verið f fastri spilun á Popptíví sem er kannski ekki skrýtið þegar fólk pælir aðeins f málinu. Englunum er ekki spáð mikilli velgengni þetta fyrsta ár þó bandið eigi vissulega sfna möguleika. Lagið þeirra er ágætt en engan veginn nógu mikill slagari til að bræða hjörtu unga fólksins. Englamir verða f botnbaráttunni að öllu óbreyttu. Enn er þó ekki komin mikil reynsla á böll þeirra þannig að það er vonlaust að útiloka þá alveg. Þeir hafa kynþokkann en þurfa að slfpa Sumarið 2002 verður sumar írafárs. Hlutirnir fóru fyrst að ganga hjá krökkunum eftir að Birgitta Haukdal gekk í bandið þegar Iris fór yfir f Buttercup um árið. Fram að þvf hafði írafár verið óskilgreind hringavit- leysa. Gmnnurinn að velgengninni var lagður í fyrrasumar. Þá ungaði sveitin út nokkrum slögumm sem enn ganga vel í mannskapinn. Sumarið fer svo sérstaklega vel af stað með laginu Ég sjálf sem komið er í spilun. Myndbandið við það lag er hin besta smíð og fær eflaust að lifa í allt sumar nema að Ira- fár bæti sjálf um betur með öðru lagi. Fókus spáir írafári íslands- meistaratitlinum í ár. Sveitin verður að vísu í harðri baráttu um tit- ilinn við Svörtu fötin og kóngana í Landi og sonum en það er kom- inn tími á íslandsmeistaratitil hjá hljómsveit með kvenmann sem aðalmann. Svo hjálpar auðvitað að gamli trommarinn úr Skímó er kominn í bandið. Éf rétt er haldið á málum er írafár í oddastöðu. Hver veit nema þau spili svo á Þjóðhátíð á næsta ári. * Siglufjöröur Reykjanesbær Grindavík ípröur Njálsbúö Húsavík Ydalir Sauöárkrokur Akureyri Miögaröur Akranes Uthliö JBiskupstungum Höfn Vestmannaeyjar I SVÖRTUM FÖTUM Þrátt fyrir að Buttercup hafi verið spáð titlinum í fyrra voru það nýliðamir I svört- um fötum sem komu flestum á óvart og stálu senunni. Strákamir náðu að rífa sig upp eff ir herfilega plötu sem þeir gáfu út fyrir jólin 2000 og með lagið Nakinn að vopni fóru þeir sigurför um landið. Eftir að Fókus benti þeim á að kynþokkann vantaði í sams konar úttekt í fyrrasumar tóku þeir sig á og söngvarinn Jónsi er nú einn af þeim eftirsóttari í bransanum. I svörtum fötum var að klára nýtt lag, Losti, sem vonast er til að kyndi upp í mannskapnum eins og Nak- inn í fyrra. Það eina sem enn er gagnrýnt við sveitina er að þeir velji sér misgóð kóverlög á böllunum, mörgum finnst að þeir ættu að vera með eilítið ferskara lagaval. Hvað sem því líður verða I svörtum föt- um í harðri baráttu um titilinn í ár. Fókus spáir að þeim reynist erfitt að verja titilinn en lendi þess í stað í öðm sæti. ir T wO « t Land oc synir Land og synir eru orðnir stærstir á sveitaballamarkaðnum. Þeir áttu sumarið 2000 eins og það lagði sig og í fyrra voru þeir kóngar þar sem þeir fóru. Sveitin er orðin það stór að hún þarf ekki að harka eins mikið og aðrir og fyrir vikið lét hún eftir toppsætið í fyrra. Það sama er uppi á teningnum í ár enda L&S farin að banka talsvert á dyr heimsfrægð- arinnar. Nýtt lag, If, er komið í spilun og hefur verið lagt mikið f myndbandið. Lagið er greinilega ætlað fyrir erlendan markað enda er nettur Bon Jovi-keimur af því og myndbandið er í stíl við það sem Enrique Iglesias hefur verið að gera. Strákamir verða í toppbarátt- unni en láta minni spámönnum eftir titilinn eins og áður segir. w* m «• Ó t * SÓLDÖGG Strákamir í Sóldögg eru búnir að festa sig nokkuð vel í sessi í deildinni. Þeir hafa þó aldrei blandað sér í toppbaráttuna og gera það ekki í ár. Nýja lagið þeirra er orð- ið nokkuð vinsælt en þar em áhrifin ffá Creed mjög áberandi. Það verður að teljast fúrðulegt að íslensk hljómsveit skuli vera að stæla Creed en íslenskar sveitaballasveitir hafa svo sem verið svolítið í þvf að apa upp eftir misgóðum erlendum rokksveitum. Sól- dögg líður svolítið fyrir vöntun á kynþokka þó þeir fari ekki varhluta af áhuga yngstu kynslóðarinnar á poppstjömum. Stóri plúsinn er stemningin á böllum sem klikkar aldrei. Strákamir kunna að skemmta, en herslumuninn vantar til að fleyta þeim í hæstu hæðir. f TwO^- At^ Stuðmenn Flestir em sammála um að Stuðmenn séu hljómsveit sem ætti fyr- ir löngu að vera farin að spila í deild Old Boys. Því verður þó ekki neitað að Stuðmenn kunna enn að spila á böll- um og em reyndar manna bestir í því þegar þeim tekst vel til. Fólk þekkir íögin og syngur með en hinu er ekki að neita að ekkert markvert hefur gerst hjá bandinu í fjöldamörg ár. Stuðmenn ættu þó að geta mjólkað beljuna um ókomin ár því þó Fókus spái þeim falli í ár er það staðreynd að ef menn em á annað borð komnir inn geta þeir haldið áfram nokkurn veginn eins lengi og þeir vilja. T T A t dfr SSSÓL Helgi Bjömsson er á svipuðu reki og Stuðmenn, búinn að vera endalaust í bransanum og ganga í gegnum allar útlits- og fmyndar- breytingar sem því fylgir. Helgi er líklega skýrasta dæmið um að menn geta tollað endalaust inni ef þeir vilja því SSSól í dag er alls ekki sama bandið og það var f eina tíð. Nú eru þetta strákar úr Ens- ími, Skímó og Nasistamellunum sem plokka hljóðfærin meðan Helgi þeysist um sviðið. SSSól get- ur þó enn búið til gott ball en er að mörgu leyti á niðurleið, að minnsta kosti í samanburði við margar af yngri sveitunum. Helgi og félagar em nefhilega ekki í þessu á fullu, þeir grípa bara í eitt og eitt ball á meðan hinir stunda þetta af kappi. Og þar liggur munurinn. Fyrir vik- ið eru þeir í fallsæti í ár. Islonds-— meistarar sfSustu ára 2002 ???? 2001 í svörtum fötum 2000 Land og synir 1999 Sálin 1998 Skítamórall 1997 Skítamórall 1996 Greifarnir 1995 GCD 1994 Vinir vors og blóma 1993 Todmobile/ Jet Black Joe 1992 Ný dönsk 1991 Sálin 1990 SSSól UIIl 1. írafár 2. í svörtum fötum 3. Land og synir 4. Á móti sói 5- Buttercup 6. Sóldögg 7. Ber 8. Engiar 9- Stuðmenn io. SSSói 24. maÍ2002 24. maf2oo2 f ó k u s +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.