Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 Fréttir DV Sigrar og sárindi helgarinnar: Fleiri glæstir sigrar en ósigrar - en vonbrigði Vinstri grænna víða mikil Þegar skoðaðar eru þær breytingar sem urðu á fylgi framboða í stærstu sveitarfélögum landsins í kosningun- um í fyrradag kemur í ljós, að Sjálf- stæðisflokkurinn í Mosfellsbæ vann stærsta sigurinn en Fjarðalistinn í Fjarðabyggð tapaði mestu. Hvað snertir fylgi flokkanna á landsvísu mega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ágætlega við una með ríflega 40% fylgi annars vegar og ríflega 20% hins vegar samtals í stærstu sveitarfélögunum. Báðir flokkar eiga staðbundna sigra og ósigra og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú hreinan meirihluta í fjórum sveit- arfélögum á suðvesturhorninu í stað tveggja áður. Erflðara er að bera árangur ann- arra framboða saman við síðustu kosningar því nokkur sameinuð fram- boð vinstrimanna eru horfin úr sög- unni. Vegið meðaltal af fylgi Samfylk- ingarinnar þar sem hún býður fram ein og sér er ríflega 32%, eða allt frá 22,6% á Akureyri upp í 50,2% í Hafh- arfirði. Vinstri hreyfmgin - grænt framboð nær almennt talsvert minni árangri en að var stefnt eða um 6% fylgi víðast hvar. Sigrar Sá sem heldur velli í kosningum er á vissan hátt sigurvegari, hvað sem öðru líður. Þannig var R-listinn sigur- vegari í Reykjavík þótt fylgi fram- boðsins minnkaði um 1% frá síðustu kosningum. Á sama hátt eru tvær hliðar á „sigri“ sjálfstæðismanna í Hafnarfirði; flokkurinn bætti við sig ríflega 3% en engu að síður féll meiri- hlutinn. Þegar hins vegar eingöngu er lit- ið á breytingar á fylgi er Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir, leiðtogi sjálfstæð- ismanna í Mosfellsbæ, tvímælalaust einn helsti sigurvegari kosning- anna. Undir hennar forystu jók Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt úr 38,8% í 52,5% eða um þriðjung. Flokkurinn var í minnihluta i Mos- fellsbæ síðasta kjörtímabil en hefur nú hreinan meirihluta. Árangur Framsóknarflokksins í Garðabæ er einnig einkar glæsileg- ur. Undir forystu Einars Svein- björnssonar jók flokkurinn fylgi sitt úr 16,2% i 26,6%. Það er raunar hlutfallslega mesta fylgisaukning framboðs þegar skoðuð eru sveitar- félög þar sem 2.000 eða fleiri voru á kjörskrá. Sigur Samfylkingarinnar í Árborg er ekki síðri. I síðustu kosningum náði Bæjarmálafélag Árborgar 27,5% atkvæða en undir merkjum Samfylk- ingarinnar náðist að bæta 13% við og tryggja 40,7% fylgi. Lúðvík Geirsson fylkti Samfyiking- arfólki á bak við sig i Hafnarfirði og náði hreinum meirihluta með 50,25% atkvæða. Það er riflega 10% meira fylgi en Alþýðuflokkur og Fjarðarlisti fengu samtals í síðustu kosningmn. Sigur Áma Sigfússonar, fyrrver- andi borgarstjóra og nýs leiötoga sjálf- OV-MYND PJERJR Fallist í faöma Margir glæstir sigrar unnust á laugardagskvöld en margir uröu fyrir sárum vonbrigöum. Jóhanna María Eyjólfsdóttir, aöstoöarkona Björns Bjarnasonar, þakkar hér Birni samstarfiö í baráttu liöinna vikna eftir aö Ijóst varö aö hún skilaöi ekki tilætluöum árangri. stæðismanna i Reykjanesbæ, er einnig meðal þeirra stærstu sem unn- ust um helgina. Áma tókst að vinna hreinan meirihluta, 52,8% atkvæða. Undir hans forystu jók flokkurinn fylgi sitt um tæp 8 prósentustig. Siguröur Geirdal bæjarstóri vann góðan sigur fyrir framsóknarmenn í Kópavogi. Undir forystu Sigurðar hef- ur flokkurinn bætt jafnt og þétt við fylgi sitt í undangengnum tvennum kosningum, nú síðast úr 22,6% í 27,9%. Árangur Lista fólksins á Akur- eyri undir forystu Odds Helga Hall- dórssonar var mjög góður; hann hlaut 17,8% atkvæða miðað við 11,5% siðast. Ólafur Teitur Guönason blaöamaöur Fréttaljós Sjálfstæöisflokkurinn í Hafharfirði náði sínu mesta fylgi í næstum þrjá áratugi undir forystu Magnúsar Gunnarssonar bæjarstjóra; flokkur- inn bætti við sig ríflega 3% og hlaut 40,6% atkvæða. Ekki má gleyma „nýliðum" sem náðu víða góðum árangri. F-listinn undir forystu Ólafs F. Magnússonar náði óvænt inn manni i Reykjavík með 6,1% atkvæða; Vinstri hreyf- ingin - grænt framboð náði 20,5% í fyrstu atrennu í Skagafirði undir forystu Ársæls Guðmundssonar; Biðlistinn í Fjarðabyggð náði 17% atkvæða undir forystu Helga Selj- ans; og Framsóknarflokkurtnn og óháðir fengu tæp 16% í Vestmanna- eyjum undir forystu Andrésar Sig- mundssonar. Sárindi Erfiðara er að taka saman jafnlang- an lista ósigra. Óhætt er þó að byrja á Fjarðalistanum i Fjarðabyggð; hann galt afhroð í kosningunum undir for- ystu Smára Geirssonar. Fjarðarlistinn hafði hreinan meirihluta, fékk siðast 52,7% atkvæða en nú aðeins 37,2%. Meginskýringin er gott gengi nýlið- anna í Biðlistanum því Sjálfstæðis- flokkur bætti aðeins við sig 1,4% og Framsóknarflokkur 3,5%. Ekki var síður afgerandi fylgishrun Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Undir forystu Þorsteins Njálssonar, eina bæjarfulltrúa flokksins, minnkaði fylgið um nær helming úr 11,5% í 6,3%. Þorsteinn féll úr bæjarstjóm og tók meirihluta B- og D- lista með sér í fallinu. Kastljósið hefur vitanlega beinst mest að Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fylgiö reyndist aðeins 40,2% sem er 5% minna en síðast og umtalsvert áfall fyrir flokkinn, enda minnsta fylgi sem hann hefur feng- ið í sveitarstjómarkosningum í Reykjavik þótt dæmi séu um mun minna fylgi í þingkosningum. Sér- framboð eins af borgarfulltrúum flokksins á sinn þátt í því. Enn meiri var þó skellur Sjálfstæð- isflokksins í Vestmannaeyjum. Þar minnkaði fylgið úr 58,9% í 46,8% eða um 12 prósentustig. Nýtt framboð Framsóknarmanna og óháðra setti stórt strik í reikning sjálfstæðis- manna í Eyjum og hirti 3% til viðbót- ar af Vestmannaeyjalistanum. Þijú framboð bættust við frá síð- ustu kosningum í ísafjarðarbæ og breyttu landslaginu umtalsvert. Framsóknarflokkurinn hélt að vísu sinu en sjálfstæðismenn misstu 43% fylgi niður í 35% og Samfylkingin (áður Bæjarmálafélag ísafjaröarbæj- ar) sá á eftir enn meira fylgi; það fór úr tæpum 40% niður í 23%. Breytt landslag á vinstri vængnum hefur sums staðar leitt til verri árang- urs en í síðustu kosningum. í Kópa- vogi hafði Kópavogslistinn þannig 3 bæjarfúlltrúa en vinstri grænir ná nú engum og Samfylkingin aðeins tveim- ur, þrátt fyrir að samanlagt fylgi þeirra sé aðeins 3% minna en fýlgi Kópavogslistans var. Annað dæmi er Akranes; þar hafði Akraneslistinn 4 bæjarfulltrúa en Samfylkingin nær nú aðeins 3 og vinstri grænir engum. Samanlagt fylgi þeirra er um 4,5% minna en Akraneslistinn fékk. Almennt ná vinstri grænir ekki til- ætluðum árangri - ná t.d. ekki inn manni í Kópavogi þrátt fyrir að hafa sama fylgi og F-listinn í Reykjavik. Almennt hlýtur fylgi vinstri grænna að valda þeim vonbrigðum; það er víð- ast hvar ríflega 6% en undantekning- amar eru 2,9% í Hafnarfirði og 20,5% i Skagafirði. -ÓTG Meirihlutinn 1 Kópavogi helt velli: Bæjarstjórinn sigurvegari Meirihlutinn í Kópavogi hélt velli í kosningunum og vel það. Framsókn- armenn bættu við sig einum manni en Sjálfstæðisflokkur hélt sínum DVA1YND HARI Sigurvegarinn Siguröur Geirdal á rökstólum. fimm bæjarfulltrúum. Þeir síðar- nefndu höfðu gert sér vonir um að bæta við sig manni og ná þannig hreinum meirihiuta en það fór á ann- an veg. Á kosningavöku framsóknar- manna í Kópavogi ríkti fólskvalaus gleði langt fram eftir nóttu, enda besti árangur sem bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona í höfn. Sigurður Geirdal vill ekki viðurkenna að þetta sé eingöngu hans persónulegi sigur, það sé liðsheildin sem hafi skapað þetta, og hann! Þegar Sigurður var inntur svara við þeirri gagnrýni sjálf- stæðismanna að framsóknarmenn hefðu eignað sér allt það sem fram- kvæmt hefði verið vel af meirihlutan- um, sagði hann aðeins: „No comment. Lestu bara blöðin. Auðvitað nýt ég þess að hafa starfaö sem bæjarstjóri í 12 ár og búa hér í 40 ár og þekkja þar með óhemju mikið af fólki. Meirihlut- inn bætir við sig, annað vil ég ekki segja um áframhaldandi meirihluta- samstarf," segir Sigurður Geirdal. Það var blendin gleði sem ríkti á kosningagleði sjálfstæðismanna í Fé- lagsheimilinu. Gunnar I. Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna, sagðist ekki vera ánægður þótt þeir hefðu haldið sínum fimm bæjarfulltrúum, enda hefðu þeir tapað tveimur prósentu- stigum. Framsókn væri greinilega að njóta ávaxtanna af góðri vinnu meiri- hlutans, en þeirra hræðsluáróður var að sjálfstæðismenn væru að fá hrein- an meirihluta og það þyrfti að hindra. Það virtist hafa hrifið. Gunnar segir að kannski hafi þeir verið of kurteisir og hefðu átt að svara skeytum fram- sóknarmanna af meiri hörku. „Væntanlega munu allir tala saman DV-MYNÐ HARI Yfirvegun Gunnar I. Birgisson lét ekki spennuna slá sig út af laginu. um meirihlutasamstarf á komandi kjörtimabili, þ.e. milli okkar og fram- sóknarmanna eða okkar og Samfylk- ingar eða Framsóknar og Samfylking- ar,“ sagði Gunnar I. Birgisson. -GG Eiríkur Tómasson: Minna um útstrikanir Eiríkur Tómas- son, formaður yfir- kjörstjórnar í Reykjavík, taldi lík- legt að minna hefði verið um útstrikanir á kjörseðlum i borg- arstjómarkosning- unum nú en fyrir Qórum árum. „Ég get að vísu ekki staðfest neitt um það, ég fylgdist ekki það náið með því. Öllum þeim seðlum þar sem strikað hafði verið yfir eitt eða fleiri nöfn var bunkað saman og þeir verða sendir til sérfræðings sem fer yfir þá og reiknar út vægið. En það þarf svo mikið til að breyt- ing verði á að ég held að niðurröð- un frambjóðenda eigi ekkert eftir að breytast," sagði Eiríkur í samtali við DV. -esá Eiríkur Tómasson. Helgl Hjörvar. Uti í kuldanum „Ég er í sjöunda himni yfir sigri R- listans í borginni, þótt ég kæmist ekki inn,“ sagði Helgi Hjörvar brosandi þar sem við trufluð- um hann við garð- sláttinn i gær. Hann kveðst hafa átt skemmtilega kosninganótt enda verið lengst af sem væntanlegur borgarfulltrúi þótt betra hefði verið ef sú staða hefði varað til morguns. Um úrslit kosn- inganna sagði hann: „Ég átti upp- haflega von á hörðum slag við D- listann en þegar fylgi F-listans fór úr 3% í 5,3% frá þriðjudegi til fimmtudags, i skoðanakönnunmn, gaf það til kynna að allt gæti gerst.“ Hann sagðist ekki kvíða verkefna- skorti í framtíðinni, enda yrði hann 1. varaborgarfulltrúi og því virkur í borgarmálunum áfram. Kannski í sjónvarp Gísli Marteinn Baldursson var í dynmum á leið upp í bústað í gær. „Ég var alltaf ákveðinn í að slappa af nokkra daga eftir kosningamar, hvernig sem þær færu,“ sagöi hann og viðurkenndi að þær hefðu tekið í. Hann sagði það stjómmálaskýrenda að meta hver ástæða fylgishruns sjálfstæðismanna í borginni væri. „Við vorum með góð mál og góðan lista og ég er sannfærður um að okkar baráttumál eiga eftir að setja svip á borgina, þótt R-listinn verði við völd.“ Spurður hvað hann hygð- ist taka sér fyrir hendur sagði hann ekki ólíklegt að hann leitaði í ein- hverja vinnu við sjónvarp. -Gun. Hlutkesti varpað á tveimur stöðum Grípa þurfti til hlutkestis í Bolung- arvík og Borgarbyggð til að skera úr um úrslit sveitarstjómarkosning- anna. í Bolungarvík voru tveir listar í framboði, D-listi sjálfstæðismanna og K-listinn, borinn fram af bæjarmálafé- lagi Bolungarvíkur, og hlutu þeir ja&- mörg atkvæði. Sjálfstæðismenn unnu hlutkestið og um leið hreinan meiri- hluta í bæjarstjóminni. Atkvæði vom þrítalin þar til gripið var til krónupenings. I Borgarbyggö kom upp svipuð staða þar sem sæti níunda bæjarfull- trúans gat annaðhvort fallið í skaut framsóknarmanna eða L-lista Borgar- byggðarlistans. Þeir síðarnefndu unnu hlutkestið. 64 atkvæðisseðlar voru auðir eða dæmdir ógildir og ætla framsóknarmenn að kæra niðurstöð- una. Standi niðurstaðan óbreytt eiga sjálfstæðismenn 4 fulltrúa í bæjar- stjóm Borgarbyggðar, Framsókn þrjá og L-listinn tvo. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.