Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 Fréttir X>V Árni Sigfússon verður bæjarstjóri í Reykjanesbæ - D-listi fékk 6 manna meirihluta: Viö lögðum áherslu á að vera jjákvæð - megum vel við una með 4, segir oddviti Sf. - vonbrigði hjá Framsókn „Ég er þakklátur bæjarbúum fyrir þennan öfluga stuðning. Nú munum við leggja okkur öll fram um að gera bæinn okkar betri og fylgja eftir þeim stefnumálum sem við höfum kynnt og verið eins vel tekið og raun ber vitni,“ sagði Árni Sigfússon, tilvonandi bæj- arstjóri í Reykjanesbæ, sem leiddi lista sjálfstæðismanna til meirihluta- sigurs á laugardag, fékk 6 bæjarfull- trúa kjöma af 11. „Ég tel að við höfum verið einstak- lega heppin með góðan hóp frambjóð- enda sem lagði fram vandaða vinnu í tengslum við kosningamar. Við lögð- um áherslu á jákvæðni og munum halda þvi áfram. Bæjarbúar taka okk- ur vel - þeim einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna í þeirra þágu og málefnum sem við setjum á oddinn - menntamál, umhverfis- og atvinnu- mál, Við fáum skýrt umboð til að fylgja þeim eftir. Ég vil leggja áherslu á eins gott samstarf og kostur er og tel okkur hafa þörf fyrir alla 11 bæjarfulltrúana - ná til þeirra sem eru í minnihluta. Ég vil reyna að veikja þau mörk sem eru milli meiri- og minnihluta og tel að ef menn hafi viija og þroska til slíks þá sé það unnt." Héldum okkar fjórum „Við megum vel við una að halda okkar fjórum mönnum. Helsta breytingin er að meirihlutaflokkur- inn, Sjálfstæðisflokkurinn, vann mann af lista Framsóknarflokks. Ég óska Áma Sigfússyni til hamingju um leið og ég þakka mínu stuðn- ingsfólki fyrir þá vinnu sem það lagði fram,“ segir Jóhann Geirdal, oddyiti Samfylkingarinnar. „Á komandi tímabili munum við sinna minnihlutastarfinu með því að veita meirihlutanum aðhald og gagnrýna þar sem þess gerist þörf. Við fognum orðum Áma um að nálgast í samstarfi meirihluta og minnihluta. Við munum styðja meirihlutann með góð mál. Við, þessir 11 sem hlutum kosningu, höf- um það hlutverk að vinna sameigin- lega að málum, í þeim tilgangi að ná sem bestum árangri fyrir bæjar- búa.“ Mikil tíðindi „Ég vil óska Sjálfstæðisflokknum til hamingju. Það er ljóst að bæjar- búar hafa ákveðið að fela honum umboð tú að stýra næstu fjögur árin. Það eru mikil tíðindi," sagði Kjartan Kjartansson, oddviti fram- sóknarmanna í Reykjanesbæ. B-list- inn fékk einn mann kjörinn og missti einn. „Vissulega eru þetta vonbrigði fyr- ir okkur framsóknarmenn. Við höfum unnið af heilindum í mörgum góðum málum. Við munum nú fara yfir mál- in i rólegheitum. Flokkurinn er gam- all og aðrar kosningar koma eftir þessar. Annars eru í huga mér þakkir til þeirra sem studdu okkur og unnu með í baráttunni." -Ótt DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Kosnlngakaffi Árni Sigfússon kom aö sjálfsögöu til kaffisamsætis á kosningaskrifstofu sjálfstæöismanna í Reykjanesbæ. Góö stemning var meöal sjálfstæöismanna á kjördag. Sigurvegari kosninganna á Akureyri ósáttur: Heljarherferð gegn minum flokki - segir Oddur Helgi Halldórsson, leiðtogi L-listans Helstu niðurstöður kosninganna á Akureyri eru að meirihlutinn féll og L-listinn vann stórsigur og bætti við sig manni. Sjálfstæðisflokkurinn missti einn mann, fékk fjóra í stað fimm áður, eða tæp 36% atkvæða. Samfylkingin fékk 14% og einn mann. Framsóknarflokkurinn hélt þremur mönnum og Vinstri grænir fengu einn mann kjörinn. L-listi fólksins fékk um 18% og tvo menn. Kjörsókn var fjórum prósentum betri en í kosn- ingum 1998, eða 80,55%. DV innti forystumenn flokkanna viðbragða við úrsiitunum á kosninga- nótt og þrátt fyrir sigurinn var blend- in gleði hjá Oddi Helga Halldórssyni, leiðtoga L-listans. „Mér líst rosalega vel á úrslitin. Við stefhdum alla tíð á tvo menn en fylgið er heldur minna en síðasta skoðanakönnun gaf til kynna. Við megum ekki gleyma því að á síðustu dögunum fóru fjórir flokkar í heljarherferð gegn mínum flokki og ekki síst gegn mér persónu- lega. Þeir hafa greinilega náð að sann- færa einhvern um að ég væri óheppi- legur kostur en það hefur ekki dugað til að ná öðrum manni okkar út,“ sagði Oddur. Talið er að Oddur hafi sótt stóran hluta fylgis sins til ungs fólks og með- al annars með nýstárlegri auglýsinga- herferð. Hann segir að aðrir hafi ekki unnt honum þess. „Það er mjög slæmt þegar stórir stjórnmálaflokkar hringja i unga fólkið og fleiri og hefja ófrægingarherferð gegn mér persónu- lega. Það á ekki heima í svona slag. Svo líktu pólitiskir andstæðingar mér í blaðagreinum viö verstu fasista Evr- ópu. Það á ekki við hjá siðmenntuðu fólki.“ Árangur Vinstri grænna var lakari en búist hafði verið við. „Þetta eru vissulega vonbrigði en samt ákveðin byrjun. Einn maður er kominn inn og áfram verður unnið. Þetta hefur verið samhentur og frábær hópur og við hlökkum til að starfa saman," sagði Valgerður Bjarnadóttir, sem kemur inn í bæjarstjórn fyrir Vinstri græna. Krlstján Þór Júlíusson, oddvitl sjálf- stæöismanna. Hún sagði um skýringar útkom- unnar að framboðið yrði að horfa gagnrýnum augum á niðurstöðuna. Vinstri grænir mældust með allt að þrjá fulltrúa í könnunum áður en ljóst varð hvort flokkurinn myndi bjóða fram eða hverjir myndu skipa hann en Valgerður sagðist ekki treysta sér til að skýra þann mikla mun sem varð á fyrri könnunum og úrslitum kosn- inganna. Jakob Bjömsson, oddviti framsókn- armanna, sagðist líta á það sem varn- arsigur að hafa haldið þremur mönn- um. „Við náðum því takmarki sem við settum okkur að tryggja þrjá full- trúa og ég er sáttur við það,“ sagði Jakob og taldi framgang L-listans og slakt gengi VG-framboðsins koma mest á óvart í kosningunum. Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna og bæjarstjóri, fylgdist líkt og aðrir sjálfstæðismenn mjög spenntur með talningunni en samkvæmt fyrstu tölum var D-listinn með fimm menn inni. Fimmti maður- inn datt síðan út en Kristján sagði þó ljóst að í grunnninn væri staða sjálf- stæðismanna mjög sterk á Akureyri. Oktavía Jóhannesdóttir, efsti mað- ur Samfylkingarinnar, lýsti vonbrigð- um með að fá ekki Hermann Tómas- son, annan mann á lista Samfylking- arinnar, sér við hlið inn í bæjarstjóm. Hún sagöist hins vegar gleðjast yfir góðum árangri flokksins á landsvísu og taldi niðurstöðumar vera upptakt fýrir alþingiskosningamar næsta ár. Þar sem gengi krónunnar er hagstætt í dag getum við boðið þér frábært verð á þessum Renault bílum. Renault Laguna II fólksbHI Renault Scénic fólksbíll Renault Mégane Berline fólksbíll Bilalán, afborgun á mán. Rekstrarleiga: 39.351 Veiöáður 2.090.000 Verð nú 2.006.000 Bílalán, aftxxgun á mán. Rekstrarietga-38.665 Veröáður 2.050.000 Grjóthál* 1 • Sfmi 575 1200 Verðnú 1.968.000 Söludeild 575 1220 • www.bl.is Bilalán, afcorgun á mán. Rekslrarieiga:31.758 Veröáður 1.630.000 Verð nú 1.564.800 Rekstrarleiganertil 36 mán.,m.v.við 20.000 kmááriogerlendaniyntköriu.Rekstrar1eigaeraðeinsíboðitilrekstraradila( fyrirtækja). Bflalán miðast við 30% útborgun og 84 mán. samning. Allar tölur erumeðvsk. -BÞ Fangelsismálayfirvöld: Engin ákvörðun um hert eftirlit - en tilvik verða rædd Fangelsismálayfirvöld hafa ekki tekið neinar ákvarðanir um hertar reglur innan fangelsa hér á landi vegna þeirra afbrota eða tilrauna til þeirra, sem fangar hafa átt aðild að. í fyrradag féll dómur í máli fanga á Litla-Hrauni sem uppvís hafði orð- ið að fjármögnun og skipulagningu á stórfelldu smygli fikniefna hingað til lands. Annar fangi á Litla-Hrauni er grunaður um að hafa falsað tann- læknareikninga og sent til inn- heimtu hjá Tryggingastofnun rikis- ins. Starfsfólk stofnunarinnar stöðv- aði þegar afgreiðslu þeirra og stofn- unin hóf rannsókn á málinu sem verður kært til lögreglu. Þorsteinn Jónsson fangelsismála- stjóri sagöi viö DV að öll tilvik af því tagi yrðu rædd. Það þyrfti ekki að þýða að tilefni þætti til að herða eða breyta framkvæmdmn. Sjálfur kvaðst Þorsteinn ekki vilja tjá sig um hvort hann teldi þörf á hertu eft- irliti. -JSS REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.16 23.33 Sólarupprás á morgun 03.34 02.49 Síódegisflóó 19.08 23.41 Árdegisflóó á morgun 07.29 11.00 Minnkandi norðaustanátt, 3-8 m/s veröur síðdegis. Víöa verður léttskýjað suðvestan- og vestantil. Þokubakkar og súld verða öðru hvoru við norður- og austurströndina. Hiti verður á bilinu 2 til 15 stig. Gert er ráð fyrir norðaustan- og austanátt, 5 til 10 m/s. Skýjaö verður með köflum og skúrir, einkum sunnan og austan til. Hiti verður á bilinu 7 til 15 stig. mc Miövikudagur Fimmtudagur Föstudagur Hiti 7° Hiti T Hiti 7° til 15“ til 18" tii 15* Vindur: 3-8 “A Vindun 3-8 nv* Vindun 3-8 m/s Austlæg átt veröur rikjandi. Skýjaö og skúrir víöast hvar um landiö. Veöur fer Vindur blæs úr austri. Skýjaö veöur og skúrir veröa um mestallt land. Á föstudag er gert ráö fyrir noröiægri átt og rigningu eöa skúrum. iítiliega kólnandi. Bjartviöri veröur suövestan tll. Áfram kóinandi veöur. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 AKUREYRI alskýjaö 7 BERGSSTAÐIR skýjaö 5 BOLUNGARVÍK 4 EGILSSTAÐIR alskýjaö 6 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 17 KEFLAVÍK léttskýjaö 9 RAUFARHÖFN alskýjaö 10 REYKJAVÍK hálfskýjað 10 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 10 BERGEN skýjaö 16 HELSINKI skýjaö 14 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 15 ÓSLÖ skýjaö 16 STOKKHÓLMUR 16 ÞÓRSHÖFN skýjaö 10 ÞRÁNDHEIMUR skúrlr 17 ALGARVE léttskýjaö 23 AMSTERDAM skúrir 14 BARCELONA léttskýjað 19 BERLÍN rigning 13 CHICAGO þokumóöa 10 DUBUN skýjaö 13 HAUFAX hálfskýjað 11 FRANKFURT léttskýjaö 19 HAMBORG léttskýjaö 19 JAN MAYEN súld 4 LONDON skúrir 11 LÚXEMB0RG skýjaö 15 MALLORCA léttskýjað 23 MONTREAL 12 NARSSARSSUAQ hálfskýjað 10 NEW YORK alskýjaö 14 ORLANDO 20 PARÍS skúrir 16 VÍN alskýjaö 14 WASHINGTON þokumóða 18 WINNIPEG alskýjaö 7 1 6>6CT \ lHÍA un KSKVV ISLAW*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.