Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 DV Stríðsglæpamanni náð Serbneska lögreglan handtók ný- verið Serba sem var eftirlýstur af striðsglæpadómstólnum í Haag og er það fyrsta slík handtakan síöan í nóvember. Hann er meðal annars kærður fyrir að láta tvo bræður Pakistanar halda áfram tilraunum með flugskeyti, Indverjum til mikillar gremju: Taugaspennan mikil milli nágrannaríkjanna tveggja REUTERSMYND Sorg í Kína og Taívan Vélin fórst eftir 20 mínútna fiug. Lestarslys og dauðasveitir - uppreisn í Kongó kveðin niður með afdrifaríkum hætti Rauði krossinn og hjálparstarfs- menn í Kongó hafa unnið hörðum höndum að því að grafa upp úr fjöldagröfum og fiska úr ám lík sem eru ýmist limlest eða höfuðlaus. Talið er að ailt að 200 manns hafi verið drepin af dauðasveitum upp- reisnarstjórnar sem stjóma borg- inni Kisangani, þar sem hermenn stjómvalda í Kinshasa, höfuðborgar Kongó, höfðu fyrr í vikunni tekið með valdi útvarpsstöð eina. Uppreisnarseggir hafa barist við stjómvöld í Kongó í 4 ár. Talsmaður þeirra, Lola Kisanga, sagði að tölur látinna hafi verið stórlega ýktar og að 39 manns hafi látist. Sjónarvottar í Kisanga hafa hins vegar lýst að- stæðum í Kisangani og er ekki um að villast að sú tala sé mun hærri. í öðm Afríkuríki, Mósambik, lét- ust einnig um 200 manns í lestar- REUTERSMYND Hræðilegt lestarslys Mannleg mistök ollu skæóasta lest- arslysinu í sögu Mósambík til þessa slysi um 60 kílómetra norður af höf- uðborginni Maputo. Yfirvöld í landinu kenna hrika- legu dómgreindarleysi lestarstjór- ans um stærsta slys í sögu landsins en svo virðist sem lestarstjórinn hafi notað fjóra stóra steina sem stoppara fyrir farþegavagn lestar- innar eftir að hann ákvað að af- tengja hann vöruflutningavagni hennar eftir að vélarbilun orsakaði það að lestin stoppaði í brekku. Hann ók svo flutningavagninum niður brekkuna og hugðist svo gera hið sama með farþegalestina en áð- ur en kom til þess létu steinamir undan og vagninn rann niður brekkuna og skall á flutningavagn- inum með fyrrgreindum afleiðing- um. 400 manns slösuðust og hefur forseti landsins lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Heilsuveill páfi styttir ferö Hinn 82 ára gamli Jóhannes Páll páfi annar er nú að ljúka 5 daga ferð til Búlgaríu og Aserbaídsjans og virðist hann hafa átt mjög erfitt vegna heilsunnar. Vatikanið hefur gefið í skyn að draga þurfi úr ferðum páfans í sum- ar vegna heilsu hans. Vátnsleifar á Mars Frosið vatn hefur fundist í miklu magni rétt undir yfirborðinu á Mars en geimflaug bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, sendi frá sér greinilegar myndir þess efnis um helgina. Spumingin um líf á þessari nágrannaplánetu okkar hefur vaknað á ný og talið er að NASA muni standa fyrir mönn- uðum geimferðum til Mars innan 20 ára. Fundurinn verður opinberlega tilkynntur siðar i vikunni. Þrátt fyrir að heimurinn hafi lýst yfir miklum áhyggjum af tilraunum Pakistana með flugskeyti á laugar- dag héldu Pakistanar áfram með til- raunimar i gær, nágrönnum sínum í Indlandi til mikillar gremju en þegar er mikil taugaspenna milli grannþjóðanna tveggja. Þá sagði forsætisráðherra Ind- lands, Atal Behari Vajpayee, í sjón- varpsávarpi að þolinmæði stjórn- valda varðandi ástandið í Kasmír- héraði væri nú endanlega á þrotum en stjórnvöld kenna Pakistönum um að valda átökunum í héraðinu. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði á blaðamannafundi i Par- is i gær að hann teldi það mikilvæg- ara fyrir pakistönsk stjórnvöld að koma i veg fyrir að hryðjuverka- menn gætu farið til Indlands frá Pakistan en að halda úti fyrrgreind- um tilraunum, sem hann hafði „miklar efasemdir" um. Vajpayee forsætisráðherra sagði í ávarpinu að landar sínur ættu að standa hlið við hlið í þessu máli og búast því að verja land sitt og þjóð. Ófriður milli þjóðanna tveggja REUTERSMYND Rúlö í skjól Ófrísk indversk kona bíöur í röö eftir drykkjarvatni í flutningsbúöum skammt frá landamærunum viö Pakistan en þúsundir þorpsbúa viö landamærin hafa foröaö sér vegna aukinnar hættu sem aö þeim steöjaöi vegna spennunar. blossaði upp um miðjan maímánuð þegar ráðist var á herstöð í Kasmír- héraöi Indlands, með þeim afleiö- ingum að 30 manns létust. Stríðandi aðilar hafa síðan skipst á byssuskot- um úr fjarlægð í Kasmír annars vegar og á landamærum ríkjanna hins vegar. Að sögn stjórnvalda i indverska hluta Kasmír létust 5 manns í síðustu átökum aðilanna, þar af 2 börn. Indverjar hafa hingað til verið tregir til að grípa til aðgerða gegn Pakistönum en það er engin trygg- ing fyrir friði. Bæði lönd séu nú undir miklum þrýstingi alþjóðasam- félagsins að taka skref í átt að sátt- um þjóðanna i stað þess að auka sí- fellt á spennuna. Stjómvöld í Ind- landi hafa hins vegar sagt að það komi ekki til greina af þeirra hálfu að stofna til viðræðna við starfsfé- laga þeirra í Pakistan þar sem þeir haldi því fram að stjórnvöld í Islamabad, höfuðborg Pakistans, standi á bak við átökin í Kasmír. Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, hefur staðfastlega neitað að hann styðji hernaðinn í Kasmír. Flugvél brotnaði í sundur í flugi Óvíst er um orsakir þess að far- þegaflugvél China Airlines brotnaði í fjóra parta í miðju flugi yfir Suður- Kínahafi á laugardag. 225 farþegar voru um borð og talið er fullvíst að þeir hafi allir farist. Búið var í gær- kvöld að finna um 80 lík. í hemaðarratsjá sást að flugvélin hafði í 9100 metra hæð brotnað í fjóra hluta og hrapað í hafið. Kín- versk stjómvöld hafa í kjölfarið skipað kínverska flugfélaginu að leggja hinum fjórum Boeing 747-200 þotum félagsins en flugvélin sem fórst um helgina var af þeirri gerð. REUTERSMYND Góðlr hlutir gerast hægt Marie N vann á laugardagskvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstööva fyrir hönd Lettlands og er þaö í fyrsta sinn sem Lettar bera sigur úr býtum. Lagiö sem hún söng, „I wanna“, þótti smelliö, meö suörænni sveiflu og vel aö sigrinum komiö. Keppnin fer því ekki langt, því nágrannar Letta, Eistar, héldu keppnina í ár meö miklum glæsibrag. Tvö mannskæð atvik í Afríku hafa kostað hundruð mannslífa: Haider-taktar í Þýskalandi Frjálslyndir í Þýskalandi hafa verið sakaðir um að taka upp á hægriöfgastefnu, svipaða þeirri sem Jörg Haider fylgir í Austurríki og hinn myrti Pim Fortuyn i Hollandi. Júrgen Möllemann, leiðtogi flokks- ins, hefur verið óspar á gagnrýni á Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra- els, við litlar vinsældir gyðinga í Þýskalandi. Slys í brúðkaupi í Indlandi Rúta sem með brúðkaupsgesti í indversku borginni Uttar Pradesh keyrði á rafmagnskapal í gær með þeim afleiðingmn að 19 létu lífið. Forsætisráðherra rekinn Sher Bahadur Deuba, forsætisráð- herra Nepals, var um helgina rekinn úr flokki sínum, og um leið úr forsætis- ráðherrastólnum, þremur dögum eftir að hann hafði leyst upp þingið og boðið til nýrra þing- kosninga. Grænir hóta að hætta Græni flokkurinn í Finnlandi hótaði því í gær að ganga úr meiri- hluta samstarfi finnska þingsins eft- ir að það hafði á fostudag samþykkt að byggja fimmta kjarnaofninn þar í landi. Meirihlutinn mun þó halda þar sem hann fer úr 130 sætum i 121 af 200 þingsætum alls. Kosið í Kólumbíu Forsetakosningar fóru hófust um helgina í Kólumbíu sem um árabil hef- ur verið vettvangur skæruliða sem hafa skapað mikinn usla í landinu undanfar- inn áratug. Gæsla er mikil og eru um 200 þúsund her- menn og lögreglumenn við störf á meðan kosningunum stendur. REUTERSMYND Jacques Chirac og George Bush Ræddu mikiö saman í París. Mótmælt í París George W. Bush Bandaríkjafor- seti stoppaði í Frakklandi á fór sinni frá Rússlandi til Rómar á leiðtogafund NATO og var tekið á móti honum með mótmælagöngu. Um 4500 Parísarbúar sögðu hann og Chirac ásamt Ariel Shar- on vera „hina raunverulegu hryðjuverkamenn" en færri mættu vegna afleits veðurs og landsleiks í fótbolta sem var í beinni sjónvarpsútsendingu. :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.