Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 Menning______________________________________________________________________________________________________________________X>V Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Að sjá, sjást og sjást yfir Mér er ekki örgrannt um að margir íslendingar sem fylgst hafa með velgengni Ólafs Elíassonar myndlistar- manns á erlendri grundu, jafnvel þeir sem hafa þaulles- ið ágæt viðtöl við hann í er- lendum og íslenskum blöð- um, eigi enn langt í land með að skilja hvað hann er að fara. Ekki að Ólafur hafi komið sér upp fílabeinsturni sem enginn fær aðgang að nema á hans eigin forsend- um. Þvert á móti leggur hann ævinlega út af reynslu og upplifunum sem brenna á skinni okkar allra: til dæmis bátsferð niður jökulá, sólar- ljósi á vatni, ofsjónum í þoku, tilfínningunni sem fylgir því að halda á þúsund ára gömlum ísklump. Allt þetta ættu íslendingar að kannast við. En í meðförum hans vinda uppsöfnuð reynsla og upplif- anir upp á sig og öðlast ótal aukamerkingar sem erfitt er að koma á framfæri út frá viðteknum viðmið- um; aukamerkingar sem ekki verða útskýrðar með hlutlægum hætti og taka auk þess sifelld- um breytingum í samræmi við það sem áhorf- endur leggja til málanna. Ekki gerir Ólafur okkur heldur auðveldara fyrir með því að afneita í verkum sínum hug- myndunum um heildræna listsýn og rökrétta framvindu, þessum tveimur burðarstoðum módernismans í myndlist. Með því dregur hann bust úr nefi þeirra sem enn halda í þá sannfæringu að til sé algilt og ótvírætt merk- ingakerfi, tákn- og tungumál sem við eigum sameiginlega aðild að. í hans augum er túlkun- arleg fjölbreytni mikilvægari - og eðlilegri - en túlkunarleg einsleitni, jafnvel þó að með því opni hann hugsanlega fyrir sjónarmið sem gangi þvert á skoðanir hans sjálfs. sem ekki hafa beina reynslu af verkum Ólafs eins og þau ger- ast best, af ótvíræðum hug- mynda- og tilfinningalegum áhrifamætti þeirra, sjá ein- ungis í slíkum hugmyndasafh- ara og íjölhaga einn þeirra grillufangara sem bundist hafa samkomulagi um að ganga að „íslenska málverk- inu“ dauðu. Svona er nú kom- ið myndlistarumræðunni á ísa köldu landi. Vélar um áhorf Eitt af þvi sem leitað hefur með auknum þunga á Ólaf í timans rás er sjálf sjónin. Hver er munurinn á því að sjá og nema, sjá og upplifa, sjá og skilja? Þessi og önnur við- fangsefni kannar hann með því að setja saman það sem hann kallar „vélar“, innsetn- ingar þar sem áhorfendur fá tækifæri til að reyna á sjón- skynjun sfna með ýmsum hætti og verða þannig hið eig- inlega umfjöllunarefni sýning- anna og „vélanna". Það fylgir sögimni að þessar „vélar“ eru virk listaverk einungis meðan áhorfandinn er þátttakandi í þeim. í Galleríi i8 hefur Ólafur lagað eina slíka „vél“ að húsnæðinu á staðnum, eins konar eft- irlíkingu þess sem hugsanlega gerist innra með okkur þegar við berjum eitthvað augum. Til þess notar hann stereóskópíska spegla, risastór sjóngler og ljóskastara sem gera allt sýningar- rýmið virkt, en innlima götuna fyrir utan einnig inn í hið margbrotna sýnarspil. Mark- miðið er ekki endilega að fá okkur til að „skilja" fyrirbærið „áhorfheldur að fá okkur til að sjá hvað felst í því að sjá, sjást og sjást yfir eitthvað. Aðalsteinn Ingólfsson Sýning Ólafs Elíassonar er! samvinnu viö Listahátíö í Reykjavík og stendur til 22. júní. Gallerí i8 er opiö þri.- lau. kl. 13-17. Olafur Elíasson myndlistarmaður Leggur ævinlega út af reynslu og upplifunum sem brenna á skinni okkar allra. Af frjórri umræðu Og það sem kannski gerir útslagið þegar Ólafur er annars vegar, og skýrir ef til vill hvers vegna hann hefði sennilega ekki komist til sama þroska hér á íslandi og úti í Dan- mörku og Þýskalandi, er að hér er ekki hefð fyrir þeirri frjóu umræðu listamanna, vísinda- manna, heimspekinga og félagsfræðinga sem listamaðurinn hefur verið þátttakandi í frá upphafi ferils síns. Hvaða íslenskur listamaður annar sameinar með fullkomlega eðlilegum hætti í verkum sínum ríka félagslega og póli- tíska vitund, vistfræðilegar pælingar, fyrir- bærafræði, hugmyndir Evklíðs, númerarunu Fibonaccis, jarðfræðikenningar Wegeners, hugmyndafræði rússneska konstrúktífismans, nýjustu uppgötvanir um samsetningu og verk- an augans, byggingarfræði Buckminster Full- ers og hugmyndir Platons? Þeir íslendingar Söguþing í annaö sinn 80 manns verða með framlag á þinginu og auk þess er þrem erlendum gestum boðið sérstaklega til að taka þátt í störfum þess. Þeir eru Júrgen Kocka, forseti Alþjóðasamtaka sagnfræð- inga, Sue Bennet, formaður Evrópu- samtaka sögukennara, og Knut Kjeldstadli, prófessor í sagnfræði við Óslóarháskóla. Júrgen Kocka hlotnast sá heiður að halda árlegan Minningarfyrir- lestur Jóns Sigurðssonar í ár. Hann verður í hátíðasal Há- skóla íslands á fostudaginn kl. 15.15 og fjallar um um rannsóknir á sögu vinmmnar á Vesturlöndum. Dagskrá þingsins hefst kl. 13.30 fimmtudaginn 30. maí með afhendingu ráðstefhugagna. Setn- ingarathöfn hefst kl. 14.30 með pall- borðsumræðum og skemmtiatriðum. Á föstudegi og laugardegi er fyrirhugað að halda málstofur frá kl. 9.00 til 16.45 og á eftir mun fylgja fjölbreytt dagskrá. Á meðan á þinginu stendur verða rannsóknir og starfsemi stofnana og félaga kynntar á veggspjöldum og bókaforlög munu kynna bækur sínar. Þegar hafa tæplega 250 manns, sagnfræðingar og aðrir, skráð sig á þingið. Skráningu mun þó ekki ljúka fyrr en þingið hefst og þó að menn séu ekki skráðir á þingið geta þeir keypt sig inn á það, dag og dag í senn. Dag- skráin síðdegis á laugardag- inn verður svo opin öllum al- menningi endurgjaldslaust. Þeim sem hafa áhuga á að skrá sig á þingið eða kynna sér frekar dagskrá þess er bent á að skráningareyðu- blöð og allar almennar upp- lýsingar um þingið og dagskrá þess er að finna hjá fram- kvæmdastjóra þingsins, Sverri Jakobssyni, á Nýja Garði, 3. hæð, netfang sverrirj@hi.is. Frekari fróðleikur er á heimasíðu þingsins: http://www.hi.is/soguthing2002/ svífa á mann Hvaö ú kalda stríöiö sameiginlegt með íslenskri bóksögu? Hvernig tengist saga heilbrigöis á ís- landi umrceðum um sjálfsmynd íslendinga og viö- horf þeirra til þess sem er framandi? Hefur sögu- kennsla í skólum eitthvað aó gera meö áhrif trú- ar á líf kvenna? Eiga kvenleiki, karlmennska og íslensk samfélagsþróun eitthvaö sameiginlegt meö hnignunarkenningunni í sögu íslendinga? Hiö sameiginlega meó þessum ólíku viöfangsefnum er aö þau öll og mörgfleiri veröa rœdd á 2. íslenska söguþinginu síöar í þessari viku. Annað íslenska söguþingið verður haldið dag- ana 30. maí til 1. júní í húsakynnum Háskóla Is- lands. Fyrsta íslenska söguþingiö var haldið árið 1997 og er óhætt að segja að það hafi tekist vel og vakið mikla athygli á íslenskri sögu og starfi sagnfræðinga. Fjölbreytt dagskrá Söguþingið er stærsti viðburður sem haldinn er á vegum íslenskra sagnfræðinga. Um það bil mannsgaman Að Fátt hrífur æsku manns meir en ærslafullt leikrit. Að sitja úti í þessum lika stóra sal með þungu lofti og jahéma sig í gegnum gasalegar sögur af noraum og þjófum og prinsum og ljón- um. Láta skrjáfa í pokanum, finna lakkrísinn lykja um tungu og góm. Og reigja hálsinn. Já, vera bam framan við leikrit fyrir sína líka. Hlæja og óttast og undrast í takt við aldur sinn. Alllangt frá því það tognaði úr mér. Og þessar feröir í gamla samkomuhúsið orðnar að minn- ingu. Alla vega litum minningum. Flestum hríf- andi. Nú þegar vöxturinn fer aö öllu leyti fram á miöjum búknum eru önnur böm að biðja um annað eins og áður fyrr. Að fara í leikhús. Og feður láta stundum undan, minnugir feðra sinna, minnugir þess hvað stund manns stækk- aði í stóra salnum. Fór sumsé sem oftar með halarófuna niður í bæ um daginn. Lagði við Amarhvál og gekk inn sundið milli þjóðmenningar og þjóðarleiks og rétti fram miða á mikið stykki. Bömin fægð og full af þessari einlægu eftirvæntingu sem ein- kennir böm á leið í leiksins hús. Þetta var í mars. Og þetta var um þrjúleytið. Allt eftir kúnstarinnar reglum. Og gott ef það var ekki í miðjum sal, á ellefta bekk eða svo. Krakkamir löngu horfnir inn í leikinn, en feður á stangli að reyna að fylgjast með. Andrúmsloft ærsla. Augun spennt. Það skrýtna gerðist undir lok leiksins. Leikar- amir þustu út í salinn eins og til að Ijúka sínum leik. Og þeir vinkuðu bömum og voru með sprell. Krakkamir æstust og ennþá meir þegar leikaramir grúföu sig yfir gestina og gáfu þeim mæru. Það skrýtna gerðist þá. Litli þybbni leik- arinn sem grúfði sig yfir mína krakka var svo andfúll af innbyrtu víni að bömin breyttu um lit. Og faðirinn líka. Leikarinn virtist ligeglad. Og vel það. Við náðum okkur fljótt. Og fóram út í leikslok. Nokkum veginn allsgáð. -SER. Sögur aö norðan Fræðiritið The Matter of the North. The Rise of Literary Fiction in Thirteenth- Century Iceland eftir Torfa H. Tulinius bók- menntafræðing er ensk þýðing á doktors- ritgerð höfundar sem áður hefur komið út á frönsku og fjallar um þróun sagnarit- unar á íslandi á 12. og 13. öld. Einkum er athygli beint að fomaldarsögum Norðurlanda og Egils sögu Skcilla- Grímssonar og ritun þeirra skoðuð í ljósi menningarsögulegrar þróunar í Vestur-Evrópu á þeim tíma. Fram að því hafði ritmenning fyrst og fremst verið eign kirkjunnar og að mestu leyti á latínu. Aukin velmegun og frið- ur á tólftu öld verður tU þess að leik- menn, fyrst og fremst aðáUinn, tUeink- ar sér menningarleg tæki kirkjunnar og tU verða bókmenntir á þjóðtungum. Fyrstu dæmi þessara bókmennta í Mið-Evrópu á tólftu öld eiga sameigin- legt að fjaUa um hetjur og konunga fjarlægrar fortíðar, rétt eins og hinar íslensku fornaldarsögur, en úr ís- lensku sögunum má lesa merki þeirra breytinga sem verða á íslensku þjóðfé- lagi á ritunartimanum, þegar goða- veldið er að breytast í höfðingjaveldi en kaþólska kirkjan að festa sig í sessi. The Matter of the North er gefin út hjá Odense University Press. Mýrin best InnUegar ham- ingjuóskir menning- arsíðu tU Arnalds Indriðasonar sem hlaut GlerlykUinn, norrænu glæpasagna- verðlaunin, fyrir Mýrina á föstudag- inn. Þetta era fyrstu alþjóðlegu verðlaunin sem íslenskum glæpsagnahöfundi hlotnast. Erlend forlög sýna bókum Amalds vaxandi áhuga og ekki nóg með það: Baltasar Kormákur vinnur nú að gerð bíómyndar eftir Mýrinni og Snorri Þórisson stefnir að gerð alþjóðlegrar stórmyndar eftir Napóleonsskjölunum. íbúö fyrir fræði- og listamenn Snorrastofa í Reykholti auglýsir eft- ir umsóknum um dvöl í íbúð, sem stofnunin hefur tU umráða í húsnæði sínu fyrir fræði- og listamenn, íslenska sem erlenda. í skriflegri umsókn þarf að koma fram, auk almennra upplýs- inga um umsækjanda, að hverju við- komandi hyggst vinna og hvaða tíma- bU sé heppUegast. Umsókn sendist tU Snorrastofu, 320 Reykholti (snorrastofa@aknet.is), eða Stofmmar Sigurðar Nordals, Þingholtsstræti 29, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn þessara stofnana í síma 435 1491 eða 435 1525 (Snorrastofa) eða 562 6050 (Stofnun Sigurðar Nordals). Að auki býður Snorrastofa upp á tvö glæsUeg stúdíó-herbergi ásamt borði og tölvu tU afnota í safni Snorrastofu á meðan á dvöl stendur. Þessi herbergi er einungis hægt að panta með stuttum fyrirvara. Flautað til leiks í tUeöii af íslands- mótinu í knattspymu verður í LeikhúskjaU- aranum mánudags- kvöldið 27. mai kl. 20.30 endurtekinn leik- lestur á Fótboltasögum Elísabetar Jökulsdótt- ur í leikgerð Elísabetar Ó. Ronaldsdóttur. Flytjendur eru Björn Jörundur Frið- bjömsson, HUmar Jónsson, Stefán Jóns- son og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir. Bókin Fótboltasögur kom út fyrir síð- ustu jól. með káputexta eftir Átla Eð- valdsson landsliðsþjálfara sem segir þar m.a.: „Hún horfir á knattspymumanninn frá sjónarhóli sem við spekingamir höf- um aldrei spáð neitt í og segir af honum einlægar og tilfmningaríkar sögur, sögur um boltann, sögur um lífið.“ Þetta er síðasta Listaklúbbskvöld vetr- arins. Húsið verður opnað kl. 19.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.