Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 35 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson Aöalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíó 24, 105 Rvík, sími: SSO 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deiidir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sigrar og sárindi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sigurvegari kosning- anna sem fóru fram um helgina. Lengst af á kosninganótt leit út fyrir aö Reykjavíkurlistinn, undir traustri og far- sælli forystu Ingibjargar, næði níunda manni sínum inn í borgarstjórn sem heföi þýtt stórsigur R-listans. Meirihluti reykvískra kjósenda styöur R-listann og nú sem fyrr eru þaö konur sem skópu glæsilegan sigur listans í borginni. Á lokasprettinum voru það þær sem komu kynsystur sinni til hjálpar og gerðu útslagið. Úrslitin i Reykjavík hljóta að vera áfall fyrir Björn Bjarnason, oddvita sjálfstæðismanna. Flokkur hans hefur aldrei mælst með minna fylgi í höfuðborginni og það ger- ist þátt fyrir að flokkurinn tefli fram sterkum stjórnmála- manni i efsta sæti listans og mörgum mjög hæfum og hríf- andi frambjóðendum i næstu sætum. Björn Bjarnason tók við góðu búi af Ingu Jónu Þórðardóttur við upphaf barátt- unnar, en skilaði ekki meiri árangri en sem nemur fasta- fylgi flokksins. Og það tapaðist maður. Árangur F-listans og oddvita hans, Ólafs F. Magnússon- ar, er til vitnis um að enn þá gerast óvæntir hlutir á kjör- dag, þvert á kannanir. Könnun DV, degi fyrir kjördag, benti reyndar til þess, ólíkt öðrum könnunum, að framboð Ólafs væri að fá talsverðan byr í seglin á síðustu stundu og það gekk eftir. Rösklega sex prósenta fylgi fleytir óþekka sjálfstæðismanninum inn i borgarstjórn. D-listinn getur þó ekki kennt Ólafi um ófarir sínar. Hann tók fylgi frá báðum stóru fylkingunum á ögurstundu. Kosningarnar i ár eru um margt sögulegar. Fyrir utan tíðindin í Reykjavik ber sigur Samfylkingarinnar i Hafn- arfirði hæst. Hafnfirðingar eignuðust nýjan stjórnmálafor- ingja á sunnudagsnótt, mann sem hamraði á málefnum og meintu sleifarlagi við stjórn bæjarins. Svo virðist vera sem bæjarbúar hafi hafnað einkaframkvæmdarleiðinni og fylkt sér um gömlu gildi jafnaðarmennskunnar. Fylgis- aukning félagshyggj umanna í bænum yfirskyggir öfluga stöðu hægrimanna, sem juku lika fylgi sitt. Hægrimenn juku viða fylgi sitt i sveitarstjómum, ekki síst i Vesturbyggð. í Mosfellsbæ unnu þeir glæsilegan sig- ur og endurheimtu þar meirihlutann eftir átta ára hlé. Hægrimaður helgarinnar er þó ótvírætt Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna i Reykjanesbæ sem kom til bæj- arins, sá og sigraði með slíkum glæsibrag að reykvískir hægrimenn hljóta að naga sig í handarbökin. Árni skipar sér á bekk með Ingibjörgu Sólrúnu og Lúðvik Geirssyni, helstu sigurvegurum helgarinnar. Ekki alls fjarri þeim bekk er Sigurður Geirdal, bæjar- stjórinn í Kópavogi sem á síðustu árum hefur unnið hug og hjörtu bæjarbúa með einkar ljúfum og látlausum leið- togahæfileikum sínum. Þrátt fyrir hrakfarir framsóknar- manna í Hafnarfirði, þar sem þeir hafa reyndar aldrei átt mikið fastafylgi, geta íslenskir miðjumenn vel við unað á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarflokkurinn styrkir stöðu sína svo um munar i Kópavogi og Garðabæ, að ekki sé talað um sjálfa höfuðborgina. Þegar horft er út fyrir Reykjavík virðist sem vinstri grænir hafi ekki haft erindi sem erfiði í baráttunni um at- kvæði. Það eru ein af stóru tíðindum kosninganna. Enn önnur stórtíðindi kosninganna er útreið sjálfstæðismanna á Suðurlandi, þar sem hver meirihlutinn féll af öðrum, jafnvel í Eyjum. Víða dró til svo sögulegra tíðinda að kjós- endum svelgdist á. Meirihluti vinstrimanna í Neskaup- stað, sem varað hefur í mannsaldur, er fallinn. Það sýnir að allt getur gerst í pólitík, um allt land. Sigmundur Ernir DV Skoðun Minningar úr kjörklefa Mikið lifandi skelfing var gaman að nota kjörseðil- inn sinn sjálfur á laugar- daginn og lof og dýrð sé stjórnarskránni fyrir ein- rúmið í kjörklefanum. Að vísu er ánægjan blandin þegar kemur að alþingis- kosningum á næsta ári og landsbyggð þjóðarinn- ar stingur tveim seðlum í kjörkassann en Reykvík- ingar bara einum. En látum Kormák kyrran liggja því þingkosningar hvolfast ekki yfir þjóöina í bráö sem betur fer. í kosningum til sveitarstjóma eru Reykvíkingar hins vegar nánast jafhréttir og sveitamenn þó kosn- ingaréttur þeirra flokksbundnu kjósenda hér í borginni sé áfram tvöfaldur á við óflokksbundna. Að kjósa sér fulltrúa er aðeins hálfur kosningaréttur og hinn helmingur kjörseðilsins er rétturinn til að velja þá frambjóðendur sem maður kýs. Flokkshestar og framboð Oftast hafna flokkarnir prófkjör- um og öðrum óþægindum fyrir kosningar og fela sellum flokksins að raða á framboðslista eins og D- listinn í Reykjavík valdi núna fram- bjóðendur til borgarstjómar. D-list- inn er því dæmigerður flokkshesta- listi, valinn af félagsmálafólki flokksins en ekki á pólitískum for- sendum. Stundum setja flokkar for- völ á svið fyrir flokksbundna og þá verða kjósendur að ganga í stjóm- málaflokka til að nýta hinn helming kosningaréttarins og velja sér fram- bjóðendur. Sjaldan halda flokkamir þó opin prófkjör og núorðið em þau háð pólitískum kvótum og öðrum hindrunum, enda sniðin að þörfum eigenda flokksins en ekki kjósenda höfuðstaðarins. R-listinn er því líka dæmigert flokkshestaframboð. í raun er ekki sjónarmunur á fram- bjóðendum listanna þegar öllu er til skila haldið. Kjósandinn á ekki að þurfa að leggja lykkju á lýðræðið og ganga í einhvern stjómmálaflokkanna til að fullvinna atkvæðið sitt á kjör- dag. Fyrr en seinna verður að breyta kosningalögum svo atkvæð- isréttur allra landsmanna spanni bæði flokk og frambjóðendur með einum kjörseðli. Framboð og skóhlífar Litlu framboðin eru jafn nauð- synleg lýðræðinu og þau stóru. Kjósendur sem hafna stórum fram- boðum kjósa þau smærri og nota þar með dýrmætan kosningaréttinn í stað þess að sitja heima. Enginn skyldi því vanmeta gildi minni framboða i kosningum þó ekki eigi þau alltaf erindi sem erfiði og kjós- endum er óhætt að hlúa að þeim í framtíðinni. Litlu framboðin em fulltrúar lýðræðisins á kjördag. Hitt er svo annað mál að lýðræð- ið er hálfþreytandi sport og kemur þar vel á vondan því íslendingar völdu það sjálfir á Þingvöllum 1944. Lýðræðinu stendur ógn af þeim kjósendum sem kjósa alltaf sama framboðið af því foreldrar þeirra ólust upp við alþýðukjör eða stund- uðu sjálfstæðan atvinnurekstur og svo framvegis. Kjörseðlar mega ekki ganga í arf eins og hver annar kvótaþorskur og lýðræöið byggist á því að flokkar og framboð gangi ekki að kjósendum vísum á kjördag. Erfðafestan er andskoti lýðræðis- ins. Kjósendur eiga að skipta um framboð eins og skóhlífar ef þau reynast ófær um að láta hlutina gerast og drauma rætast. Atkvæða- seðillinn er að- göngumiði fólks- ins að þjóðfélag- inu og heimild til að vera á önd- verðum meiði við stjórnvaldið. Þeir sem ekki kjósa geta ekki kvartað. Kjósendur verða því að nota kjör- seðil sinn út í æsar í öllum kosningum sem bjóðast og engar refjar. „Kjörseðlar mega ekki ganga í arf eins og hver annar kvótaþorskur og lýðrœðið byggist á því að flokkar ogframboð gangi ekki að kjósendum vísum á kjördag. Erfðafestan er andskoti lýðrœðisins. “ - Við kjörkassann. Einræöur við kjörkassann Kjördagur er -hinn raunveru- legi þjóðhátíðar- dagur íslendinga og eina svar þjóð- arinnar við vald- boðum lands- stjórnar og heima í héraði. í nokkr- ar klukkustundir hefur alþýða manna völdin og kjósandinn er sjálfs sín herra í hálfan dag. Kjör- klefinn er eina griðland kjósand- ans og varðhund- ar flokka og fram- boða anda ekki yfir öxlina á hon- um við kjörkass- ann. Þú ert einn í kjörklefanum, vinur! Sandkom Kosningapilla Framboð flokkanna víða um land reyna í sífellu að brydda upp á nýjum uppátækjum til að fanga hug kjós- enda sinna. Rölt frambjóðenda í fyrirtæki er einn þátt- ur sem býður yfirleitt ekki upp á mikil skemmtilegheit. Frambjóðendum F-lista í Reykjavík tókst að ná fram brosi og jafnvel klappi með framkomu sinni á fundi með starfsmönnum Marels í fyrradag. Þai- tróð upp þrí- eyki þeirra Ólafs F. Magnússonar, Margrétar Sverris- dóttur og Gísla Helgasonar með söng í lok heimsóknar- innar. Sjálfstæðismenn í Kópavogi vöktu ekki síður at- hygli með sérstæðu uppátæki sinu þegar þeir sendu kjósendum „pillu.“ í bréfi, sem fylgdi innpakkaðri pillu i plastpoka, kom fram að um væri að ræða D-vítamín ... Biðlað tilBush Húmanistar í Reykjavík börðust ákaflega fyrir því að komast inn í beinar útsend- ingar sjónvarpsstöðva af stjómmálaumræðum. Þeim varö lítt ágengt þrátt fyrir skelegga framgöngu kosn- ingastjórans, Ástþórs Magn- ússonar. Þótt Ástþór hafi tek- ið þátt í nokkrum kosningum í gegnum tíðina virðist sú reynsla þó ekki hafa skilað húmanistum nema ríflega núll prósentum. En honum er um það bil að bætast nýr liösmaður. Ástþór var sem kunnugt er á sínum tíma í ágætu sambandi við Clinton Bandarikjaforseta og heimildir úr innsta hring herma að hann vilji núna komast i samband við arftakann, George Bush, og fá hann í lið með sér í baráttunni fyr- ir bættu aðgengi smáframboða að fjölmiðlum. Bush hef- ur undanfarið gagnrýnt harkalega ástand þessara mála á Kúbu og Ástþór mun því telja næsta víst að Banda- ríkjaforseti verði öflugur liðsmaður í baráttunni hér heima. Bréfaskriftir vestur eftir eru hafhar ... Hattafólkið á Homafirði Homfirðing- ar eru greini- lega komnir í forystuhlut- verk í notkun höfuðbúnaðar. Á fostudag var stofnað Hatta- félag Homa- fjarðar á Hótel Höfn. Hatta- eigendur fjöl- menntu þar til að bera saman hatta sína. I tOefni kosn- inganna var fólk úr öllum flokkum einnig boðið velkomið. Þetta er því þverpólitískt hattafélag þótt sjálfsagt verði metist um fjaðrir. Orðfæri Homfírðinga hefur tekið stakkaskípt- um með stofnun félagsins: „hatta skal leik þá hæst stendur" segja menn nú og hafi eitthvað farið úr bönd- um er sagt best að „hafa ekki hatt um það ..." Urnmæli Tækifærin og heimsfrægðin „Tækifærin standa öllum opin. Rúllustigamir í Leifsstöð flytja landann uppí allar heimsins vélar þrisvar á ári. Ef menn vilja gerast rithöfundar fá þeir 189.000 krónur á mánuði frá ríkinu hálft árið. Ef menn vilja læra tálkn- fræði í Austin, Texas greiðir Lána- sjóður götu. Allar stofur era 40 gráðu heitar. Enginn sest ósaddur við sjón- varpið. Og enginn fer ólesinn í hátt- inn. Þeir sem hrjóta era látnir sofa með súrefnisgrímur. Annar hver gít- argrípandi unglingur rambar á barmi heimsfrægðar. Forsetinn er ástfanginn. Það þykir vottur um fá- tækt ef menn láta sjá sig á þriggja ára gömlum bíl. Einstæðar mæður fá pössun um hverja helgi og krakkam- ir nýjan pabba á mánudeginum. Á bamaheimilum eru bömin beðin að slökkva á farsímunum sínum á með- an fóstrumar lesa framhaldssöguna. Hallgrímur Helgason í Tímariti Máls og menningar Snertingin og börnin Uppeldisstofnanir eins og dag- heimili og skólar geta stuðlað að því að gera böm meðvituð um rétt sinn til að ráða yfir likama sínum og stuðla þar meö að forvömum hvað varðar kynferðislegt ofbeldi gagn- vart bömum. Ég sé fyrir mér leik- skóla og skóla framtíðarinnar sem kenna bömum að átta sig á hvað er góð og öragg líkamleg snerting, hvað er vond og hættuleg snerting og hvað er ruglandi snerting. Hér er mikil- vægt að benda á að enga snertingu er í sjálfu sér hægt að skilgreina í eitt skipti fyrir öll sem góða, vonda eða raglandi. Hægt er að tala um snert- ingarás við böm og hjálpa þeim síð- an með æfingum að flokka snerting- ar og þar með tilfmningar sínar gagnvart líkamlegri snertingu Sólveig Anna Bóasdóttir á doktor.is Ef deiluefnunum fækkar „Þótt stjórn- málamenn reyni að gera sitt besta og stefha þeirra sé lík í mörgum at- riðum er þó meg- inmunur á, til dæmis að hve miklu leyti opin- berir aðilar eigi að sjá um þjónustu á sviði mennta og heilbrigðis. Pólitískur ágreiningur verður því alltaf fyrir hendi og í slík- um ágreiningi þrífst lýðræðið og áhugi fólks. Ef raunverulegum deilu- efnum fækkar minnkar áhuginn sem endurspeglast í lítilli kosningaþátt- töku og meira valdi til stjómmála- manna. Almenningur á því að hefja baráttu fyrir því innan og utan Qokkakerfisins að ákvarðanir verði í miklu meira mæli færðar beint til fólksins. Nýjar bæjar- og sveitar- stjómir gætu vel unnið að þessu verkefni. Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni. S Urslit byggðakosning- Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Kjallari Enginn stjórnmálaflokk- anna fjögurra sigraði eða tapaði í byggðakosning- unum. Styrkleikahlutföll virðast vera svipuð og í síðustu alþingiskosning- um, 1999. Sigur og tap er nú hvort tveggja staðbundið. Sigurvegararnir eru þrir, Ámi Sigfússon í Reykjanesbæ, Sigurður Geirdal í Kópavogi og Ragnheiður Ríkharðsdóttir í Mos- fellsbæ. Sigrar Árna, Sigurðar og Ragnheiðar Sigur Áma Sigfússonar er glæsi- legur, því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áður haft meiri hluta í Reykjanesbæ. Hann sýnir líka, að í stjómmálum er líf eftir þetta líf. Sigur Sigurðar Geirdals er athyglis- verður fyrir það, að Framsóknar- flokkurinn í Kópavogi græðir þar á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það er bersýnilega ekkert náttúra- lögmál, að hann tapi á því. Ragn- heiöur Ríkharðsdóttir naut dugnað- ar síns og góðra kynna af Mosfells- búum. Vaskleg framganga Ingi- bjargar Sólrúnar Hvorki Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir í Reykjavík né Lúðvík Geirs- son sigraðu í þessum kosningum, þótt vissulega hafi þau bæði náð góðum árangri, sem þau hljóta og eiga að vera ánægð með. Undir forystu Ingibjargar Sólrún- ar tapaði R-listann smáfylgi í Reykjavík, en hélt átta borgarfull- trúum. Það er tap, ekki sigur. En auðvitað hefur Ingibjörg Sólrún með vasklegri framgöngu i kosn- ingabaráttunni og þremur sigrum í röð í borgarstjómarkosningum skipað sér í röð fremstu stjórnmála- manna landsins. R-listinn beitti henni fyrir sig, en reyndi að fela aðra frambjóðendur og víkja sér undan umræðum um málefni. Henni er að þakka, að R-listinn hélt velli, og vitaskuld er tap hans óverulegt. Vonarstjömumar tvær, Stefán Jón Hafstein og Dagur Egg- ertsson, skinu miklu dauflegar en margir höfðu gert ráð fyrir. Þetta eru fylgitungl, ekki sólir. Lúðvík Geirsson aflaði þess fylg- is, sem búast mátti við, að samein- aður listi Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista myndi fá í Hafnarfirði. Með því vann hann ekkert afrek, en stóð vel að verki. Lúðvík tókst það í Hafnarfírði, sem öðrum forystumönnum Samfylk- ingarinnar hefur ekki tekist, að sameina að baki sér langflesta kjós- endur flokkanna þriggja, sem standa að Samfylkingunni. Vonbrigöi sjálfstæöismanna í Reykjavík Sjálfstæðismenn hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum í Reykja- vík. Opinberlega stefndu þeir að því að vinna meiri hluta í borgar- stjóm, og með sjálfum sér vonuðust þeir eftir að halda sínum styrk. Það gerðu þeir ekki, heldur töpuðu um 5% atkvæða. Öllum stjómmála- skýrendum ber saman um, að flokkurinn hafi háð öfluga og vel skipulagða kosningabaráttu. Fram- bjóðendur stóðu sig nær undan- tekningarlaust vel og betur en frambjóðendur R-listans, sem sáust að visu sjaldan. Bjöm Bjamason þótti kröftugur leiðtogi, fastur fyrir og fylginn sér. Hann tapaði aldrei einvígi við Ingi- björgu Sólrúnu og stjómaði kosn- ingabaráttu sinna manna af mikl- um dugnaði. Inga Jóna Þórðardótt- ir naut sín vel í umræðum um fjár- mál, sem vinstri sinnaðir dagskrár- gerðarmenn (eins og Egill R. Helga- son og Kristján R. Kristjánsson) höfðu hins vegar ákveðið, að skiptu ekki máli. Gísli Marteinn Baldurs- son kom líka vel fyrir. Honum var í fjölmiðlum og á fundum oft stefnt saman við Dag Eggertsson á R-list- anum og hafði jafnan sigur. Hall- grimur Helgason rithöfundur hefur sagt i sjónvarpi, að þar sé leiðtoga- efni á ferð. Margar skýringar á tapinu Samt sem áður tapaði Sjálfstæð- isflokkurinn talsverðu fylgi í Reykjavík. Ein skýringin er aug- ljós. Einn borgarfulltrúi flokksins sagði sig úr honum og stofnaði til eigin framboðs í samstarfi við Frjálslynda flokkinn. Hann tók tals- vert fylgi af flokknum og með því eitt sæti í borgarstjóm. Önnur skýring er, að Ingibjörg Sólrún naut kynferðis síns. Margar konur kusu hana vegna þess eins, að hún var kona. Sjálfstæðisflokkurinn haíði miklu minna fylgi í röðum kvenna en búast hefði mátt við að óreyndu. Það var Ingibjörgu Sól- rúnu að þakka - eða kenna. Ýmis umræðuefni síðustu mán- aða, sérstaklega mál Árna Johnsens, Guðmundar Magnússon- ar og Þórarins V. Þórarinssonar (þótt ég ætli ekki að jafna þeim saman um annað), hafa eflaust spillt fyrir Sjálfstæðisflokknum. Fylgið reyndist til dæmis minna í Vestmanneyjum og á Suðurlandi en talið hafði verið. í fjórða lagi kann kosningavíxill sá, sem Jón Krist- jánsson heilbrigöis- og trygginga- málaráðherra skrifaði upp á „kortéri fyrir kosningar" að hafa laðað eitthvað af rosknu fólki að R- listanum. (í heilsíðuauglýsingu list- ans í Morgunblaðinu sagði, að R- listinn, ekki Reykjavíkurborg, hefði gert samkomulag við ráðherrann um fjölgun sjúkrarýma aldraðra borgara fyrir nokkra milljarða króna.) Síðast, en ekki síst, hefur Sjálf- stæðisflokkurinn nú haft stjórnar- forystu í ellefu ár. Fyrir liggur, að hann nýtur þess mjög í borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík, þegar hann er í stjómarandstöðu, og geldur þess að sama skapi, ef hann hefur stjórnarforystu. Að mati stjórnmálafræðinga munar þar oft um 4-5% atkvæða. Söguleg úrslit Úrslit í Bolungarvík voru sögu- leg. Þar féllu nákvæmlega jafnmörg atkvæði á lista Sjálfstæðisflokksins og sameinaðra vinstri manna, svo að hlutkesti réð því, að Sjálfstæðis- flokkurinn fékk meiri hluta í bæj- arstjóm. Úrslitin í Fjarðabyggð voru líka söguleg. Neskaupstaður hafði í meira en hálfa öld verið sterkasta vígi sósíalista á íslandi. Bærinn var jafnvel kallaður Litla- Moskva. Nú er hann ekki lengur rauður. Meiri hluti vinstri manna í Fjarðabyggð, sem nær meðal ann- ars til Neskaupstaðar, féll. Stjórnarflokkar halda sínu í skoðanakönnunum mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins jafnan meira en í kosningum, fylgi Framsóknar- flokksins minna. Þess vegna verður að miða við kosningar, ekki skoð- anakannanir. Stjómarflokkarnir virðast vera með svipað fylgi á landsvisu og þeir höfðu i síðustu þingkosningum. Hið sama er að segja um Samfylkinguna. Stuðning- ur við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð virðist hins vegar vera minni en skoðanakannanir hafa veitt visbendingu um. En hreyfing- in lét ekki reyna á fylgi sitt í Reykjavík, þar sem það er eflaust talsvert. Og í þingkosningum að ári lendir hreyfingin ekki í sömu ógöngum og nú í fámennum byggð- um landsins, þar sem atkvæði hennar féllu víða dauð, af því aö hún var langminnsti flokkurinn. Fjórflokkurinn svonefndi hefur styrkst, þótt hefðbundin fylgishlut- foll Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags hafi snúist við í Samfylking- unni og Vinstri hreyfingunni - grænu framboði. Því meir sem hlut- imir breytast, því meir verða þeir eins og þeir voru. Hannes H. Gissurarson Öllum stjómmálaskýrendum ber saman um, að [Sjálfstœðisflokkurinn] hafi háð öfluga og vel skipu- lagða kosningabaráttu. Frambjóðendur stóðu sig nœr undantekningarlaust vel og betur en frambjóðendur R-listans, sem sáust að vísu sjaldan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.