Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 16
36 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 Skoðun DV Borgaraleg skylda á íslandi Á kjörstað. Eina borgaralega skyldan sem stjórnarskráin „mælist til“ aö menn taki þátt í. Spurning dagsins Ætlarðu tíl útlanda í sumar? Eva Guðmundsdóttlr flugfreyja: Ekki nema þá í vinnunni. Harpa Hallsdóttir nemi: Ekkert ákveöiö en ég stefni á aö fara í lok sumars til Spánar. Brynjólfur Þorkelsson sölumaður: Já, ég fer til London og Spánar. Árni Stefánsson kennarl: Já, ég fer meö fjölskyldunni til Dan- merkur og Þýskalands í tvær vikur. Ingvar Sævarsson bílstjóri: Nei, ekkert utan í ár. Júlíus Þór Bess Ríkarðsson: Nei, ég væri samt atveg til í aö fara til Mallorca. Síðasta vika var fyrirferðar- mikil í fjölmiðl- um. Komandi kosningar tóku hug flestra þótt sumir hefðu ekki viljað láta sem svo væri. Þeir áköfustu, sem ekki voru þó í framboði, vildu æra samborgara sína og hringdu ákaft í ljósvaka- miðlana til að segja frá því hvað þeir myndu kjósa. Þeir gættu þó vel nafnleyndar ef á þá var gengið. Sumir mótmæltu aðferð við kosn- ingar og vildu fá úrskurð um sér- staka persónuvemd á kjörstöðum. Enn aðrir sögðust himin höndum hafa tekið með þvi einu að mega kjósa. Þannig sagði ánægður útlending- ur, sem hefur verið búsettur hér á landi um 15 ára skeið, í viðtali við DV á laugardaginn að hann væri hæst-ánægður yfir því að vera bú- inn að fá kosningarétt. „Ég lít á það sem borgaralega skyldu mína að hafa áhrif á það samfélag sem ég bý og starfa í.“ Hann minntist ekkert á sérstaka persónuvemd eða pólitíska fulltrúa í kjörklefanum í sinu sveit- arfélagi - fyrsti útlendingurinn sem blandar sér í baráttuna á hinum pólitiska vettvangi - skipaði annað sætið á Aðaldalslistanum, eina framboðslistanum sem fram kom þar í sveit. Þetta er líka eina borgaralega skyldan sem stjómarskráin „mælist til“ að menn taki þátt í hér á landi. Sumir neita aifarið að gangast und- ir hana nema með afarkostum. Hvað skyldu íslenskir menn segja Nokkrir íslendingar erlendis sendu tólvupóst: í Morgunblaðinu undanfarna daga hafa birst nokkrar fréttir af fast- eignaverði í Þingholtunum i Reykja- vík, til að mynda 100 miiljóna króna kaupum á eign við Fjölnisveg. Eftir- spurn er langt umfram framboð, seg- ir þar í frétt. Við, nokkrir Islending- ar, höfum verið að fylgjast með þess- um undarlegu kaupum í netfréttum að heiman. Við erum vægast sagt undrandi. En hvað er eiginlega að gerast? í fasteignablaði heima á Fróni kemur fram að engin hækkun hafi orðið á fasteignum/vísitölu og staðan í þjóð- félaginu er ekki of góð! Samkomulag „Hvað skyldu íslenskir menn svo segja þegar þeir vakna upp við að vera komnir í Evrópubandalagið þar sem þeim verður skylt að gegna herþjónustu ákveðinn tíma œvinnar? Borgaraleg skylda sem ekki verður umflúin, nema vegna veikinda eða van- hæfni af svipuðu tagi. “ þegar þeir vakna upp við að vera í Evrópubandalaginu þar sem þeim verður skylt að gegna herþjónustu ákveðinn tíma ævinnar? Borgara- lega skyldu n ekki verður umflúin, nema vegna veikinda eða vanhæfni af svipuðu tagi. Eða halda menn að hún yrði undanskilin einvörðungu fyrir íslendinga af því að þeir eru söguþjóðin í norðri? Næstu kosningar eru tii Alþingis „í fasteignablaði heima á Fróni kemur fram að engin hœkkun hafi orðið á fasteign- um/vísitölu og staðan í þjóðfé- laginu er ekki of góð! Sam- komulag er um að halda verð- bólgu niðri í þjóðfélaginu. Þess vegna spyrjum við okkur í nokkurri undran, hver það sé sem þarna hefur hagsmuna að gæta. “ er um að halda verðbólgu niðri í þjóðfélaginu. Þess vegna spyrjum við að ári. Þá verður væntanlega búið að rífast um aðild að ESB í nokkra mánuði, algjörlega að þarflausu, og óvíst að afstaða verði ljós um vilja landsmanna að fullu fyrir kjördag - ekkert frekar en nú. Það er enda ekki rúm fyrir íslendinga í ESB fyrr en eftir mörg, mörg ár og því ekki brýnt að gera það að kosningamáli að ári. í þetta sinn er hatrammri kosn- ingabaráttu lokið. Niðurstaðan er nokkuð ljós og sigurvegarar geta glaðst í hjarta sínu og þakkað kjós- endum stuðninginn. Þeir sem börð- ust gegn núverandi sigurvegurum verða að lifa áfram, bíta á jaxlinn og berjast fyrir sigri í næstu kosning- um. Það er nefnilega staðreynd að við það að lúta í lægra haldi má halda því fram að það gangi bara betur næst. Þangað til verður að þreyja þorrann og finna upp ný og ný baráttumál. - Hvemig væri að hefla baráttuna fyrir útvíkkun á hugtakinu „borgaraleg skylda", fremur en að bíða eftir tilskipun þar um frá Brussel? okkur í nokkurri undran hver það sé sem þarna hefur hagsmuna að gæta. Margar mjög góðar eignir í Reykja- vik eru á skrá hjá fasteignasölum, þarna er aðallega um að ræða 300 fer- metra hús sem kosta þetta einhvers staðar í kringum 30 miiljónir króna. Stundum þar fyrir neðan eða rétt fyr- ir ofan. Og ef kaupandi viil nú borga 100 milljónir fyrir íbúðarhús, hvað með það? En varla verður það tilefni til ser- íubirtinga á æsifréttum af sölunni. Meira virði væri að fá að lesa fréttir af hinni raunverulegu mynd af fast- eignamarkaðnum heima. - Eða hver hin rétta mynd? Við leyfum okkur að spyrja. Geir R. Andersen blaöamaöur skrifar: Rétt mynd af fasteignamarkaðnum? Garrí Allir eru sigurvegarar Það eru allir sigurvegarar eftir kosningar helgarinnar. Á því leikur ekki nokkur vafi. Það er sú niðurstaða sem blasir við Garra eftir að hafa heyrt flokksformenn og ýmsa minni spá- menn fjalla um úrslitin. Stjómmálamenn eru orðnir svo þróaðir í túlkun sinni á úrslitum kosninga og niðurstöðum skoðanakannana að oft jaðrar við hreinustu snUld en stundum verður þeirri hugsun hins vegar ekki varist að ekki séu þeir nú alveg í takt við veruleikann. En það er, náttúrlega, allt önnur saga. Drottningin Ingibjörg Sólrún er drottning Reykjavíkur, á því leikur ekki nokkur vafl. En sjálfstæðismenn mega vel við una því nú áttu þeir í höggi við klofningsframboð og það breytir auðvitað öllum forsendum. Þess vegna eru þeir þrátt fyrir allt býsna ánægðir með sinn hlut. Svo ekki sé minnst á Vinstri græna. Þeir áttu hlutdeild í sigri R-listans i Reykjavík sem gerir þá auðvitað að sigurvegurum kosninganna eins og Fram- sóknarflokkinn. Skiptir þá engu þótt þeir hafi skrapað botninn annars staðar þar sem þeir buðu fram. Og auðvitað verður að hafa í huga að þeir eru svo nýir í þessum bransa, svo stutt er síðan þeir stofnuðu flokksfélög í sveitarfélögun- um að fólk virðist ekki hafa vanist þeirri til- hugsun að þeir væru yfirleitt valkostur i kjör- klefanum. Lánið lék við Lúðvík í Hafnarfirði og kratarn- ir fögnuðu enn á ný hreinum meirihluta. En þótt Magnús hafi verið heldur stúrinn á svipinn örl- aði á gleðiviprum í andlitinu þar sem sjálfstæð- ismenn bættu þrátt fyrir allt við sig fylgi frá því í síðustu kosningum. Og þó að framsóknarlækn- irinn hafi ekki komist inn að þessu sinni geta hafnfirskir framsóknarmenn vel við unað því þeir baða sig i löðrinu af sigurbylgjunni í Kópa- vogi þar sem Samfylkingin fékk slæma kosningu en getur vel við unað þar sem þetta var hennar fyrsta kosning í bæjarfélaginu. Og auðvitað má ekki gleyma Ölafi eff sem komst inn á síðustu at- kvæðunum í Reykjavík og fékk mann kjörinn á ísafirði. Brosað í gegnum tárin Þeir sem töpuðu geta brosað í gegnum tárin þvi þeir eru sigurvegarar eftir allt saman. Það þýðir ekki að horfa á veröldina i gegnum það rör sem kjördæmamörkin setja framan við sjá- öldrin. Það verður að horfa til allra átta og skoða hlutina í stóru samhengi. Og sjá - þá eru allir sigurvegarar. CiCvrrl Milljómrí „framhjálaun4* Sigurður Gunnarsson skrifar: Mörgum blöskr- ar hvemig margir starfsmenn í opin- bera geiranum, einkum og kannski aðallega í stjómunarstöðum, fara að ráði sínu gagnvart almanna- fé. Fréttum af þessu hefur fiölgað verulega. Siðast úr Samkeppnisstofn- un og viðskipta- ráðuneyti sem tilgreindu tvo „stjóra" sem höfðu þegið laun fyrir lög- bundna stjómarsetu, um hálfa millj- ón hvor, vegna fundasetu í svonefnd- um Flutningsjöfhunarsjóði. Verst er þó, að þeir sem svo eiga að úrskurða hvort svona Jramhjálaun" séu óeðli- leg, jafnvel hreint lögbrot, veigra sér ávaflt við að taka afstöðu í málum sem þessum. Má það líklega rekja til þess að enginn þorir að hreyfa við neinu, vegna þess að allir eru í sömu „viðkvæmu“ stöðmmi! R-listinn og leigjendur Þðrunn Ólafsdóttir hringdi: í DV miðvikud. 22. þ.m. fer ein þingkona Samfylkingarinnar mik- inn gegn „skattpíningu" sjálfstæðis- manna gagnvart lífeyrisþegum. Þessi þingkona, sem þekkt er fyrir framboð sitt í nokkrum flokkum (þó ekki Sjálfstæðisflokknum) má nú muna þátttöku sína í Þjóðvakanum sáluga, sem sniðgekk leigjendur gjörsamlega í öllum réttarbótum þeim til handa. Já, það er erfitt að ákveða sig, þingkona góð! Löggæsla á NATO-fundi Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég vil lýsa ánægju minni með hversu vel lögreglan stóð sig við lög- gæsluna á NATO-fundinum. Gagn- rýni sú sem fram hefur komið frá ör- fáum einstaklingum á við engin rök að styðjast. Lögreglan hefur heimild til að gera þær ráðstafanir sem hún telur þurfa til að tryggja öryggi. Það er óumdeilanlegt. Séu einhverjir (vís- ast útlendingar) ósáttir við það sem lögreglan gerði mega þeir að sjálf- sögðu yfirgefa landið. Fimbulfamb um persónuvemd í þessu sérstaka tilviki er órökstutt. Þetta ætti líka að vera ábending til hótela hér á landi að ráða ekki fólk til starfa án þess að gaumgæfa feril viðkomandi. Ótal dæmi sýna að óvandaðir einstakling- ar sækja um störf i ákveðnum eða misjöfnum tilgangi. Rikslögreglu- stjóri og menn hans á Keflavíkurflug- velli eiga hrós skilið fyrir frammi- stöðuna. Fjörleg Saga Sigurþðr hringdi: Ég hlustaöi mikið á Útvarp Sögu sl. föstudag. Reyndar mestan hluta dagsins við vinnu mína. Hef svo sem hlustað á stöðina áður. Þetta er fjör- legt og ffæðandi útvarp aö þvi leyti að þama er tekið á málefnum líðandi stundar. Á föstudag var t.d. viðhöfð bein könnun á kosningaúrslitunum með innhringingum hlustenda. Þetta hefðu aðrar útvarpsstöðvar, hvað þá sjónvarpsstöðvar hér, ekki borið við að gera. En þama era líka vanir menn að störfum og kunna tökin á málefnum og mönnum og notfæra sér það. Til gagns og gamans fyrir hlustendur. Forstjóri Sam- keppnisstofnunar. i mörgum nefnd- um og ráðum. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 ReyKjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.