Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 24
44 __________MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 Tilvera r»v Listahátíð í dag og á morgun Rússneskur fiðlusnillingur Einleikstónleikar hins heims- þekkta rússneska fiðluleikara, Maxim Vengerov, verða í Há- skólabíói kl. 20 í kvöld. Venergov hefur lagt heimsbyggðina að fót- um sér þótt hann sé aðeins 27 ára gamall. Á tónleikunum mun hann bæði leika á barokk- og Stradivarius-fiðlu. Krono kvartett og sígaunasveit Fyrri tónleikar hins virta bandaríska kvartetts Recent Kronos Kronos verða í Borgarleik- húsinu kl. 20 annað kvöld, þriðju- dag og mun m.a. flytja nýjar út- setningar á verkum eftir Sigur Rós. Rúmanska sígaunasveitin Taraf de Ha'idouks leikur svo á Broad- way kl. 21 annað kvöld. Hún nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim og er án efa fræg- asta sígaunahljómsveit sögunnar. Eyrnagöt Nýjung Framþróun í eyrnagatagerð Rakarstofan s Klapparstíg | Sími 551 3010 | Upptýslngar ts/ma 580 2525 Textavarp IÚ 110-113 RÚV281, 283 og 284 Jókertölur laugardags 5 6 2 6 0 12) 27 Alltaf á * miðvikudögum Jókertölur mlðvlkudags 118 2 8 I efstu sætum Drottningin fyrir miðju og henni á hægri hönd Berglind Óskarsdóttir sem hreppti annað sætið og á þá vinstri Sigríður Bjarnadóttir sem varð í þriðja sæti. Fegurðarsamkeppnin á Broadway: Manúela Ung- frú ísland 2002 Manúela Ósk Harðardóttir var kjörin fegurðardrottning Islands 2002 með viðhöfn á Broadway. Hún er 18 ára Reykvíkingur og var sigur- vegari í keppninni Ungfrú Reykja- vík á dögunum. Hún fékk líka flest atkvæðin í kosningu sem fram fór á Netinu. Þá varð hún líka þekkt er hún hlaut kjól að gjöf frá hnefa- leikakappanum Mike Tyson. Að vanda var mikið í keppnina lagt og var hún líka með fjörugasta móti því hin fógru fljóð komu fram í ýms- um klæðnaði og hoppuðu og skopp- uöu um sviðið við góðar undirtektir áhorfenda. -Gun DV-MYND HH. Ánægð með titillnn Ungfrú Island, hin átján ára Manúela Ósk Harðardóttir. DV-MYND HH Anægð með sýninguna Sigríður Búadóttir, Camilla Söderberg og Áskell Másson voru meðal gesta í Galleríi Fold. Opnun í Galleríi Fold: Heppnir fengu lista- verk með sér heim Fjölmenni var á opnun myndlist- arsýningar í Galleríi Fold við Rauð- arárstíg á laugardaginn enda var um þrjár sýningar að ræða. Tryggvi Ólafsson hafði baksalinn til umráða fyrir verk sín, Olga Pálsdóttir var með grafikverk í rauðu stofunni og Emil Þór Sigurðsson ljósmyndari lagði undir sig salinn Ljósfold. Þar sem opnunina bar upp á kosninga- dag og Tryggvi var kominn frá Danaveldi þótti við hæfi að bjóða meðal annars upp á gammel dansk. Þeir sem komu á fyrsta klukkutím- anum fengu líka happanúmer í list- munahappdrætti og þeir heppnu fengu listaverk með sér heim. Sýn- ingarnar standa til 9. júní. -Gun. Llstræn hjón Margrét og Sigurður H. Richter virtu fyrir sér það sem við blasti. Djass á kosningakvöldi: Létt sveifla í Hafnarhúsinu Danska stórstimið Kristian Jörg- ensen spflaði á kosningakvöldið í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi, ásamt sniilmgunum íslensku Birni Thoroddsen og Jóni Rafns- syni. Jörgensen er fimur á fiðluna og er leiðandi í dönskum djassfiðlu- leik. Gítarleikarinn Björn og kontrabassaleikarinn Jón gáfu hon- um ekjtert eftir. Forvitnir gestir um kosnmgaúrslit gátu fylgst með sjón- varpinu á stórum skjá á safninu. Tónleikamir vom á vegum Listahá- tíðar. -Gun. DVMYNDIR HH Léku af fingrum fram Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson og Kristian Jörgensen. Komu tii landsins á Listahátíð Ingsud og Douglas Cameron skemmtu sér vel á djassinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.