Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 28
Allianz (nT) MANUDAGUR 27. MAI 2002 Meðdtalsfrávik í síðustu könnunum fyrir kosningar 2,0 DV Félagsvís.st. Gallup Heimur Fréttabla&ið Síðustu kannanir fyrir kjördag: Minnst frávik í könnun DV „Enn einu sinni sannar aöferða- fræði skoðanakannana DV sig,“ sagði Jónas Haraldsson, aðstoðarrit- stjóri DV, eftir að meðalfrávik síð- ustu könnunar DV var reiknað út i kjölfar úrslitanna i borgarstjómar- kosningunum. „Við samanburð á skoðanakönn- unum nú sést að könnun blaðsins á fostudag fer næst úrslitum kosning- anna í Reykjavík. Svo var einnig í síðustu borgarstjómarkosningum en þá var meðaifrávikið 0,2 pró- sentustig. DV var heldur ekki langt frá úrslitunum árið 1994 og komst næst úrslitum tvennra síðustu for- setakosninga, svo dæmi sé tekið. Niðurstaðan nú staðfestir þaö traust sem almenningur og stjórnmála- menn hafa á skoðanakönnunum blaðsins. Eftir þeim er beðið fyrir hverjar kosningar," sagði Jónas. Bomar voru saman niðurstöður skoðanakannana DV, Félagsvísinda- stofnunar, Gallup, Heims og Frétta- blaðsins. Meðalfrávik í könnun DV reyndist 0,83 prósentustig og er það eina könnunin þar sem meðalfrá- vikið er undir einu prósentustigi. Meðalfrávik í könnun Félagsvís- indastofnunar reyndist 1,08 pró- sentustig, 1,28 hjá Gallup, 1,48 hjá Heimi og loks 1,82 prósentustig hjá Fréttablaðinu. Flestar kannanirnar sýndu of mikið fylgi D-listans og of lítið fylgi F-listans. DV komst þó næst endan- legu fylgi F-listans. -hlh Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald: Lifshættulegir áverk- ar eftir fólskuárás 22 ára maður, búsettur á lands- byggðinni, liggur á gjörgæsludeild með lífshættulega höfuðáverka eftir að tveir menn réðust á hann, að tilefn- islausu að því talið er, laust fyrir klukkan sex á laugardagsmorgun. Árásarmennirnir, 20 og 23 ára, hafa báðir gengist við að hafa átt aðild að verknaðinum sem átti sér stað á móts við Rammagerðina i Hafnarstræti. F.RETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV. greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Héraðsdómari hefur úrskurðað þá í gæsluvarðhald til 4. júní. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var tilkynnt um að maður hefði verið sleginn nið- ur í Hafnarstræti. Þegar lögreglan kom á staðinn var hann meðvitundar- laus og síðan fluttur í sjúkrabU á Landspitalann í Fossvogi. Um mjög al- varlega höfuðáverka var að ræða. Mennimir tveir gáfu sig fram við lögreglu um helgina, annar í Keflavík en hinn á lögreglustöð í Reykjavík. Árásin virðist hafa verið tiifefhislaus en mennimir þekktust ekki áður. TU orðaskipta kom og einhvers ósættis sem endaði með hinum skelfliegu af- leiðingum. Eftir því sem DV kemst næst era vitni að árásinni. Þau verða yfirheyrð á næstunni. -Ótt Rúmensku konumar með lögreglumönnunum Mikiö af farangri og dóti fannst hjá rúmenska fólkinu í gærkvöld þegar þaö var látiö oþna þrjá sendiferöabíla sem þaö kom á til landsins. Lögreglan geröi ráð fyrir aö leita ætti í farangrinum í dag, ekki síst aö vegabréfum. Þó svo aö fólk- ið hafi sagst vera vegabréfslaust ergrunur um að það sé ekki rétt. Fólkið kvaðst í fyrstu ekki vera á bílum en nú hef- ur annað komið á daginn. Koma 19 Rúmena grunsamleg - neituðu að hafa verið á bílum: / Logreglan fann' þrjá sendibíla - þrír handteknir - einn játaði og benti á bílana Lögreglumenn fundu í gærkvöld þrjá sendiferðabUa með þýskum númeram sem era í eigu rúmensks fólks sem hefur verið að sækja um pólitískt hæli hér á landi. Fólkið neitaði fyrst að hafa komið á bilun- um hingað tU lands - þangað tU í gærkvöld þegar einn af þremur karl- mönnum sem settir vora í fanga- geymslur játaði og benti á hvar bU- amir væra - innarlega á tjaldstæð- inu í Laugardal. DV fylgdist í gær- kvöld með þegar lögreglan var með- al annars að leita að vegabréfum í bUunum því ekki er talið útilokað að fólkið hafi ætlaö að viUa á sér heim- Udir - jafnvel ætlað að fara úr landi aftur eftir skamma dvöl. Lögreglan mun einnig rannsaka hvort skrán- ingarnúmer komi heim og saman við sjálfa bUana en einnig hvort fólkið hafi haft búsetu í Þýskalandi. Það ávarpaði blaðamenn DV á þýsku í gærkvöld. Ferð þessa 19 manna hóps, þriggja fjölskyldna og tveggja feðga, er farin að taka aðra stefnu en virtist í upp- hafi. Um helgina æflaði fólkið að sækja um pólitískt hæli en sumir í hópnum era þegar hættir við slíkt, meðal annars feðgarnir, sem ætia að yfirgefa landið. Þrír karlmenn í hópnum voru handteknir síðdegis í gær. Reyna átti að fá það á hreint hvernig fólkið kom og hvort það hefði verið á bUum. í gærkvöldi játaði svo einn þeirra að svo væri og benti á „felustaðinn" - Laugardal. Þar biðu bUamir með ýmsum farangri í eigu fólksins. Lögreglan í Reykjavík og Kópa- vogi hefur haft stöðug afskipti af hópnum um helgina. Hann kom með Norrænu á fimmtudag en dvel- ur nú i húsi Rauða krossins í Kópa- vogi. Böm í hópnum voru að betla á laugardag og unglingspUtur var staðinn að því að hnupla úr yfirhöfn starfsmanns 10-11 við HlíðarhjaUa. Samkvæmt heimUdum DV hefur fólkið gefið mjög ólíkar skýringar á ferðum sínum - sögumar era nán- ast eins margar og fólkið sjáift. Mál- ið hefur þótt mjög ruglingslegt. Hins vegar þykir ekki loku fyrir það skotið að tU þess komi ekki að Út- lendingaeftirlitið þurfi að taka af- stöðu tU umsókna um pólitískt hæli fyrir þá sem um það sækja og vísi fólkinu úr landi. -Ótt (3IP5Y KING5! Halldór Ásgrímsson um kosningaúrslit: / / / / / / Synir að VG voru ofmetnir „Ég tel okkur koma vel út úr þessum kosningum," sagði HaUdór Ásgrimsson, formaður Framsóknar- flokksins. Hann segir góðan árang- ur flokksins á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu ánægjulegan. Um niðurstöður almennt segir HaU- dór Ásgrímsson þær sýna að styrk- ur VG hafi verið stórlega ofmetinn. Úrslitin í Reykjavík segir hann vera persónulegan sigur Ingibjargar Sól- rúnar. Sjálfstæðisflokkurinn má nokkuð vel við una, er mat Áma M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Flokkurinn hafi haldið sínu fylgi á heUdina litið og sveiflur tU eða frá megi fyrst og fremst rekja tU ein- stakra manna eða staðbundinna þátta. í sínu kjördæmi á Reykjanesi hafi sjálfstæðismenn náð góðum ár- angri, svo sem i Reykjanesbæ og Mosfellsbæ þar sem hreinn meiri- hluti hafi unnist. „Min viðbrögð við úrslitunum eru blendin," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Hann segir að víða þar sem flokkurinn bauð fram hafi árangur ekki verið í sam- ræmi við væntingar. „Ég er ánægður," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingar. Sigurinn í Reykjavík hefði verið einkar gleðUegur sem og sá hreini meirihluti sem flokkurinn náði í Hafnarflrði. Hann hefði lika unnist á hápólitískum forsendum; það er að fólk hafnaði þeim mark- aðslausnum og einkavæðingu í vel- ferðarmálum sem Sjálfstæðisflokk- urinn í bænum hefði beitt á síðustu árum. Fólk vUdi félagslegar lausnir. „Útkoma F-listans í Reykjavík gefur byr fyrir þingkosningamar á næsta ári,“ sagði Sverrir Her- mannsson, formaður Frjálslynda flokksins. Hann segir útkomu Sjálf- stæðisflokksins sæmUega „en Reykjavik skyggir á aUt annaö. Þar var faUið hátt og sárt.“ -sbs Sérfraeðingar í fluguveiði gar J iöi^Ærj Sportvörugerðin hí., Sk i pliolt 5, s. 562 8383.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.