Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ VÍSIR___________________________________120. TBL. - 92. ÁRG. - MIDVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Ríkið stefnir í minnihluta í Landsbankanum - Búnaðarbankinn bjartsýnn á sölu: Líklegt taliö að markað- urinn ráði við útboðið Líklegt er aö markaðurinn ráði við útboð það, sem ríkisstjómin ákvað í gær að efna til á 20% af heildarhlutafé í Landsbanka íslands. Þetta kemur fram í hálffimm-fréttum Búnaðarbankans. Um er aö ræða allt að 5 milljarða króna að markaðsvirði miðað við gengi bréfanna undanfarnar vikur. Það er tíu sinnum meira en meðal- mánaðarvelta bréfa Landsbankans undanfama 12 mánuði. Sérfræðing- ar Búnaðarbankans benda hins veg- ar á að lítið hafi verið um útgáfu nýrra hlutabréfa upp á síðkastið; af því megi draga þá ályktun að mark- aöurinn ráði við útboð af þessari stærðargráðu. Hámarkshlutur sem einstakur fjárfestir má kaupa í út- boðinu nemur 4% af heildarhlutafé bankans. Hlutur ríkisins í bankanum fer úr 68% i 48% seljist bréfm öll og mun ríkið þá óska eftir hluthafafundi þar sem kosið verður nýtt bankaráð. Stefnt er að því að útboðið hefj ist um miðjan júní og standi í allt að einn mánuð. „Þetta slær mig ekki sérstaklega vel. Ég hélt satt að segja að ríkis- stjórnin hefði fengið nóg kjaftshögg í sambandi við óðagot og klúður í einkavæðingarmálum," sagði Stein- grimur J. Sigfússon í morgun. Steingrímur segir óvíst að mark- aðurinn sé undir útboðið búinn; þ.a.l. sé hætt við að ekki fáist fullt verð fyrir þessa eign almennings. Þá segir hann það fyrir neðan aliar hell- ur að ekki hafi verið kannað til hlít- ar hvort hægt sé að tryggja dreifða eignaraðild að bönkunum. „Nóg er fákeppnin og samþjöppun- in í íslenskum viðskipta- og fjár- málaheimi þótt ekki sé bætt gráu ofan á svart með því að bjóða heim hættunni á enn meiri samþjöppun. Mér fmnst þetta þess vegna ótrúlega gáleysislega gert,“ segir Steingrím- ur. „Samfylkingin hefur verið fylgj- andi einkavæðingu ríkisfyrirtækja í samkeppnisrekstri," segir Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „í ljósi reynsl- unnar af einkavæðingu Landssím- ans og Búnaðarbankans er þessari ríkisstjórn hins vegar tæplega treystandi til að framkvæma hana,“ segir Bryndís. -ÓTG Kostnaður við Rúmenana orðinn 2,2-2,5 milljónir Ríkislögreglustjóraembættiö mun þurfa aö greiöa feröakostnaö fyrir tvo af nítján Rúmenum frá Danmörku til Þýskalands eftir aö Norræna kemur þangaö. Túlkakostnaöur er oröinn 400-500 þúsund krónur, matarkostnaöur og vasapeningar sem Rauöi krossinn greiöir er um hálf milljón, Félagsmálastofnun greiöir hátt í hálfa milljón vegna feröakostnaöar. Lögreglan í Reykjavík veröur fyrir mörg hundruö þúsund króna kostnaöi. Á innfelldu myndinni sést aö einn úr hópnum kveöur höfuöborgina meö viöeigandi hætti. Lögreglufylgd í skip: Sígaunarnir gistu í þremur bílum á Klaustri í nótt - fjórði bíllinn leigður 19 Rúmenar gistu á Kirkjubæjar- klaustri í nótt - þar af 17 í þremur sendiferðabílum. Hópurinn kom á Klaustur á ellefta timanum í gærkvöld. Leiðangurinn er í fylgd fjögurra lögreglumanna úr Reykjavík, fulltrúa Útlendingaeftirlits- ins og túlks en gert er ráð fyrir að 25 manna hópurinn komi síðdegis til Seyðisfjarðar en þaðan fer Norræna á morgun. Það var funm bíla lest sem ók að þorpinu á Klaustri í gærkvöld. Þar af var einn stór Econoline-fólksflutninga- bill sem flutti 11 af Rúmenunum. Þenn- an bíl þótti nauðsynlegt að leigja þar sem Benz-sendibílar sígaunanna eru aðeins skráðir fyrir 8 manns. Það er lögreglan i Reykjavík sem verður að greiða fýrir þennan bíl ofan á hundruð þúsunda kostnað sem þegar er orðinn hjá embættinu vegna komu fólksins. Rúmenskir feðgar, búsettir í Þýska- landi, sem eru í samfloti með löndum sínum, fengu gistingu á Klaustri í nótt eins og fylgdarfólkið. Kostnaður vel á aöra milljón Til að koma fólkinu úr landi þarf að greiða fyrir það fararkostnað með Norrænu til Hanstholm i Danmörku, þess staðar þar sem lagt var af stað hingað. Félagsþjónustan í Reykjavík leggur út um 400 þúsund krónur vegna þessa - þeir fjármunir fást síðan end- urgreiddir til þjónustunnar úr ríkis- sjóði. Rauði krossinn sér síðan um að láta fólkið fá peninga fyrir mat á leið- inni. Lögreglan í Reykjavík hefur orð- ið fyrir miklum fjárútlátum vegna komu þessa hóps. Þeir fjármunir eru teknir beint af fjárlögum embættisins. -Ótt EYJAMENN LÖGÐU FRAMARA: Stórleikur Birkis í marki Eyjamanna 27 MINNINGARTÓNLEIKAR UM SÖNGVARANN BUCKLEY: j Lifnar við í Þjóöleikhúsinu | 21 Reynisvatn Veiðistaður fjölskyldunnar Opið alla daga Nýir rekstraraðilar Borgarveiði ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.