Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 Fréttir DV Stuðmenn að halda í víking Stuömenn, hljómsveit allra iands- manna, lætur ekki staðar numið frekar en fyrri daginn og ætlar sér stóra hluti í sumar. Auk þess að fara í stuttar ferðir um ísland í sum- ar og leika á dansleikjum er stefnan tekin til Þýskalands í júní. Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar verður farið í tvær ferðir til Þýsklands og leikið á tónleikum. Sumrinu lýkur síðan á því að boðið verður til mikillar hátiðar um versl- unarmannahelgina þar sem auk Stuðmanna koma fram Jón Gnarr, XXX Rottweiler hundar, Helga Braga, í svörtum fótum, Spaugstofu- menn og fleiri. -HK Kjaradeila á LSH: Deildum hugsan- lega lokað „Kjaradeilan er í hnút eins og er,“ sagði Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum, i samtali við DV í morgun. Ófremdarástand blasir við hjá sjúkrahúsinu þar sem 34 læknanem- ar hafa hótað að mæta ekki til vinnu nk. mánudagsmorgun eins og spítalinn gerði ráð fyrir. Lækna- nemarnir telja að þeim hafi verið lofað ákveðnum kjörum en spítal- inn hafi svikið þau loforð. Alls ber um 35% af launafjárhæðum á miUi aðila. Engar líkur eru á að hægt verði að fá fólk í stað þessa 34 nema í sumar og því er staðan mjög alvar- leg. „Við erum ekki undir það búin að setja annan mannskap i þetta. Sumarleyfm fara brátt að ná há- marki og þetta gæti því þýtt að við yrðum að minnka starfsemina," seg- ir Jóhannes - Er það ekki mjög óþægileg staða að starfsemi spítalans sé nánast í gíslingu vegna þessarar deilu? „Jú, það er ákaflega óþægilegt að stofnun sem veitir svona mikilvæga stofnun sé tekin í gislingu." -BÞ Samherjaveldið vex og vex: Eiga hlut í tveim tugum fyrirtækja - fá stóraukin ítök með kaupum á hlut í SR-mjöli Samherjaveldið heldur stöðugt áfram að vaxa. Það má því með sanni segja að for- stjóri Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, hafi komið ár fyrirtækisins vel fyrir borð með gríðarlegum fjárfesting- um í sjávarútvegi víða um land og erlendis í fiskvinnsl- um, útgerð, rækjuvinnslu, fiskeldi, kjúklingaeldi, mjölvinnslum og eignarhalds- félögum. Samkvæmt ársreikningi síðasta árs átti félagið stóra hluti í um tveim tugum fyrirtækja auk minni eignarhluta í fleiri óskil- greindum félögum. Stór hluti í SR-mjöli Einn liður í auknu veldi Samherj- amanna varð þegar eignarhlutir i SR-mjöli skiptu að stórum hluta um eigendur í fyrradag í um tveggja milljarða viðskiptum. Þá keypti Síldarvinnslan í Neskaupstað ráð- andi hlut í fyrirtækinu og á nú 29% hlut. Var það að nafnvirði tæplega 300 miljónir króna að verðmæti um 1,6 milljarðar króna. Þá keypti Sam- herji einnig hluti í SR-mjöli sama dag fyrir nærri 100 milljónir króna að nafnverði, eða sem svarar um hálfum milljarði króna. Eignarhlut- ur Samherja í SR-mjöli er nú um 13%. Samherji á fyrir nærri fjórð- ungshlut í Síldarvinnslunni. Sam- anlagður hlutur Samherja og Síldar- vinnslunnar í SR-mjöli eftir kaupin í fyrradag er um 42%. SR-mjöl á og rekur fimm fiskimjölsverksmiðjur í þremur landsfjórðungum. Þær eru á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Helguvík. Gríðarlegar eignir í upphafi árs var skráð í eigu Sam- herja dótturfélagið Onward Fishing Company Ltd. Mikið tap var á þvi fé- lagi á árinu, en það fjárfesti eigi að síður 33,3% hlut í fyrirtækinu Ullori- aq. Þá stofnaði Samherji á síðasta ári útgerðarfyrirtækið Hjalteyrina sem er í 100% eigu Samherja. Þrettán hlutdeildarfélög Þá átti Samherji eignar- hluti i 13 hlutdeildarfélögum í árslok. Var á árinu einnig keyptur 45,3% hlutur í Silf- urstjörnunni hf., 18% hlutur í Sæsilfri hf., 14,7% hlutur í íslandslaxi hf., 8% hlutur í Snaéfugli ehf. og 50% hlutur í Sæblikanum ehf. í eigu móðurfélagsins var því samkvæmt ársreikningi 2001, 35% hlutur í FBA GmbH í Þýskalandi, 30% hlutur í Framherja Sp/f í Færeyjum, 27,6% hlutur í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., 49% hlutur í Rifi ehf. í Hrísey, 50% hlut- ur í Segahold Ltd. í Bretlandi, 64,7% hlutur í íslandslaxi hf. í Grindavík, 48,4% hlutur í Silfurstjömunni hf. í Öxarfirði, 55% hlutur í Sæfugli ehf. i Fjarðabyggð, 53% hlutur í Sæsilfri hf. í Fjarðabyggð, 43,2% hlutur í SNS holding Ltd. í Kanada, 50% hlutur í Fell Ltd. í Reykjavík, 85% hlutur í Víkurlaxi ehf. í Grýtu- bakkahreppi og 50% hlutur í Sæ- blikanum ehf. á Akureyri. Minni eignarhlutir í öðrum félög- um eru 16,5% í Fiskeldi Eyjafjarðar hf., 18,1% hlutur í Genis hf.,13,3% hlutur í íslandsfugli ehf.,1,2% hlut- ur í SÍF hf. og óskilgreindur hlutur í öðrum félögum. Verksmiðjuhús víða um land Þá á Samherji miklar eignir víða um land. Þar má nefna verksmiðjuhús á Akureyri, Dalvík, Grindavík, Eski- firði, Árskógssandi, Hrísey, Ólafsvík og á Stöðvarfirði. Þessi hús eru að brunabótamati tæpir 3,2 milljarðar. Tólf skip Þá voru 12 skip skráð í eigu fé- lagsins og var bókfært verð þeirra nærri 5 milljarðar króna, en vá- tryggingarverð er skráð tæpir 6,5 milljarðar króna. Þetta eru Akur- eyrin EA 110, Baldvin Þorsteinsson EA 10, Björgúlfur EA 312, Björgvin EA 311, Hríseyjan EA 410, Kamba- röst SU 200, Margrét EA 710, Odd- eyrin EA 210, Seley SU 210, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, Víðir EA 910 og Þorsteinn EA 810. -HKr. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 Þetta er nýjasta skipiö í flota Samherja og er nú eitt af 12 skipum félagsins hér á landi. Upphaf sögu félagsins má hins vegar rekja til hins fræga aflaskips Akureyrinnar EA 110. Þorsteinn Már Baldvinsson. Þotuflugklúbbur Aviace: Aðild kostar frá 7-92 milljónir króna á ári - flugtíminn með einkaþotu er á 56-73 þúsund krónur Kaup flugfélagsins Aviace AG í Sviss á 112 Eclipse 500 þotum hafa vakið mikla athygli. Félagið, sem er undir framkvæmdastjórn Hilmars Hilmarssonar, vinnur nú að stofnun flugklúbba í flestum Evrópulöndum. Flugklúbbur af þessari stærð- argráðu er nýtt fyrirbæri í Evrópu þó að minni flugklúbbar, sérstaklega innan stórra fyrirtækja, hafi átt vax- andi fylgi að fagna. Verða flugklúbb- ar Aviace lykillinn að markaðssetn- ingu flugs með þessum sex farþega Eclipse-þotunum. Boðið verður upp á fimm mismunandi aðildarpakka að flugklúbbunum, standard, silfur-, gull-, platínu- og demantsaðild. Fer aðildarkostnaður eftir því hversu mikið menn hyggjast fljúga. Er að- göngugjaldið frá 75.000 dollurum (tæpar 7 milljónir króna) með venju- legri (standard) aðild til 1000.000 doll- arar (ríflega 92 milljónir króna) með demantsaðild á ári. Ódýrasta gjaldið miöast við að flogið sé að lágmarki í 50 tíma á ári, en hæsta gjaldið mið- ast við að lágmarki 700 tíma á ári. Þá kostar flugtíminn með standard að- ild um 73 þúsund krónur niður í tæpar 56 þúsund krónur fyrir klúbb- félaga með demantsaðild. Mánaðar- leg umsjónarþóknun er síðan um 85 þúsund krónur. Klúbbfélagar geta pantað vél með 12 tíma fyrirvara alla daga ársins. íslendingurinn á bak viö Aviace Hilmar Hilmarsson, sonur Hilm- ars A. Kristjánssonar, hefur komið viða við í viðskiptalífinu hérlendis og erlendis. Hann nam rafeindafræði í Suður-Afríku og vann við þá grein í Pretoríu. Þá lærði hann flug á ís- landi og var hann m.a stjórnandi Flugskólans Lofts. Þá var hann með Kvótamarkaðinn, var stjómarmaður í eignarhaldsfélaginu KK hf. og einnig Gabbró hf. Hilmar komst í fréttir er hann keypti um áramótin 2000-2001 ásamt hópi fjárfesta i Sviss (Swiss Investor Group) flugvélaverk- smiðjumar Pilatus Aircraft Ltd. Með útibú á íslandi Aviace AG er þegar komið með starfsemi á Islandi og telur forsvars- Einkaþota af Eclipse-gerð íslendingum sem og öörum Evrópu- búum gefst nú tækifæri á aö gerast félagar í flugklúbbi svissneska fé- lagsins Aviace fyrir litlar 7-92 milljón- ir króna á ári. maöur þess hér heima, Kjartan Jónsson, að flug með vélum félags- ins verði vel samkeppnisfært við Business Class sæti stóru flugfélag- anna. Eclipse-þotumar eru taldar byltingarkenndar, en þær eru fram- leiddar hjá bandaríska flugvéla- framleiöandanum Eclipse Aviation Corporation. Að mati Vem Rabum, stjórnarformanns Eclipse Aviation, stendur engin þota Eclipse-vélunum á sporði hvað hagkvæmni snertir. Vélum Aviace er ætlað að fljúga til allra Evrópulanda og þá ekki síst á minni flugvelli sem ekki hefur verið hægt að fljúga til beint með stóru flugfélögunum. Með þessu hyggst Aviace geta boðið mun fleiri en áður að nýta sér kosti ferðalaga með einkaþotum. Verð hverrar Eclipse 500 þotu er ríflega 837 þúsund dollarar, eða um 77 milljónir króna. Er það ekki talið vera nema einn fjórði til einn þriðji af verði ódýrustu þotna og skrúfu- þotna i þessum stærðarflokki til þessa. Fullt flugþol vélanna er 1.600 mílur eða 2.965 km kílómetrar og há- marksflughæð 41 þúsund fet. Vélarn- ar em taldar bæði ódýrari í smíði og viðhaldi en áður hefur þekkst. Ekki er heldur þörf á nema einum flug- manni í Eclipse-þotunum í stað tveggja í sambærilegum vélum. Kostnaður á því að vera sá lægsti sem um getur í slíkum þoturekstri. -HKr. Blff Gagnrýnir tillögur ESB Sjávarútvegsráð- herra, Árni Mathiesen, gagn- rýnir tillögur fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins um breytingar á sjávarútvegsstefn- unni. Hann telur tfl- lögumar ekki ganga nógu langt. Þá gagnrýnir ráðherra tillögur um úr- eldingu á fiskveiðiflotanum og segir þær leiða af sér aukna rikisstyrki. Spilavíti í háloftum Fyrirtæki í ísrael mun hafa óskað eftir því að fá leigða eina af 747-þot- um flugfélagsins Atlanta. TOgangur- inn var að reka spflavíti í háloftun- um yfir Mið-Austurlöndum. ísrael- amir munu hafa sent fyrirspum um málið tO Atlanta en síðan hefur ekkert heyrst frá þeim. Enn í lífshættu Maðurinn sem brenndist Ola þegar risíbúð hans við Laugaveg varð eldi að bráð á laugardag er enn talinn í lífshættu. Maðurinn sem varð fyrir likamsárás I miðborginni um helgina er einnig talinn enn í lífshættu. Báð- um mönnum er haldið sofandi og eru þeir í öndunarvél. mbl.is sagði frá. Vilja nettengingu ÍE hefur sótt um leyfi Persónu- verndar tO að fá að nettengja gagna- gmnn á heObrigðissviði. Persónu- vernd vísar svari sínu tO ráöuneytis- ins með vísan í lög um gagnagrunn á heObrigðissviði þar sem segir að hann megi ekki flytja úr landi og úr- vinnsla megi einvörðungu fara fram hérlendis. RÚV greindi frá. Vill komast heim Maður á áttræðisaldri, sem var hnepptur í varðhald í byrjun janúar eftir að kona hans féfl fram af svöl- um á eyjunum og lést, kvað skv. frétt mbl.is vera orðinn langeygur eftir að komast heim en hann er í farbanni. í fyrstu var maðurinn grunaður um að hafa hrint konu sinni en íslenskt vitni staðhæfir að um slys hafi verið að ræða. Dúxar fá frítt Verzlunarskólinn hyggst bjóöa grunnskólanemendum, sem hlutu hæstu einkunn á grunnskólaprófi, fría skólavist frá og með næstkom- andi hausti. Albaninn í farbanni Albanskur karlmaöur sem grun- aður er um að smygla fólki var í gær úrskurðaður í áframhaldandi farbann. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem feUdi úrskurðinn og verður manninum að líkindum birt ákæra vegna málsins í dag. Úrslitin kærö? Framsóknarmenn á Akranesi hafa hug á að kæra úrslit kosning- anna í sveitarfélaginu eða óska eftir því að atkvæði verði talin á ný. Ástæðan mun sú að aðeins munar þremur atkvæðum á þriðja manni Framsóknarflokksins og íjórða manni Sjálfstæðisflokks. RÚV greindi frá. -aþ Leiðrétting Ranglega var farið með nafn Nönnu Kristínar Antonsdóttur í TO- verunni i gær. Nanna Kristín var sögð HaUdórsdóttir. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Leiörétting í smáviðtali við Öldu Ármönnu myndlistarkonu, sem birtist í síð- asta föstudagsblaði, kom fram að hún hefði drifiö sig í Myndlistar- skóla Reykjavíkur. Það er að sönnu rétt að þar hefur listakonan komiö við en sina aðalmenntun sem mynd- listarkona fékk hún samt í Mynd- lista- og handíðaskólanum og skal því hér tO haga haldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.