Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 DV Fréttir Sveitarstjórnarkosningarnar sagðar gefa litla vísbendingu um þingkosningar: Óvenjulegt að stjórnar- flokkar gefi ekki eftir Nýafstaðnar sveitarstjómarkosn- ingar gefa takmarkaðar vísbend- ingar um hugsanlegt gengi flokk- anna i þingkosningum að ári. Þetta er samdóma álit þeirra Ólafs Þ. Harðarsonar og Gunnars Helga Kristinssonar, sem báðir era pró- fessorar í stjómmálafræði við Há- skóla íslands. Varað við oftúlkun Athygli áhugamanna um stjórn- mál hefur ekki síst beinst að gengi Samfylkingarinnar og Vinstri hreyflngarinnar - græns framboðs. Styrkleikahlutföll þeirra í nýaf- stöðnum kosningum komu mörg- um á óvart og eru þvert á skoðana- kannanir um fylgi flokkanna á landsvísu; Samfylkingin fékk að jafnaði um þriðjung atkvæða en vinstri grænir urðu víðast hvar að sætta sig við innan við 7% fylgi. Sumir hafa talið þetta til marks um að vinstri grænir hafi verið stórlega ofmetnir í skoðanakönnunum um fylgi flokkanna á landsvísu um leið og Samfylkingin hafi fest sig í sessi sem 30% flokkur eða þaðan af stærri. Gunnar Helgi segir þetta oftúlk- un; Samfylkingin hafl aðallega boð- ið fram þar sem fylgi hennar er til- tölulega mikið. „Ég held að 30% sé ofmat á Samfylkingunni á lands- vísu. Hún býður viða ekki fram og það er væntanlega á stöðum þar sem hún er - a.m.k. sums staðar - ekki sérstaklega sterk,“ segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi telur ekki að vinstri grænir þurfi að kvíða þing- kosningunum. Flokkurinn hafi ver- ið að bjóða fram í fyrsta sinn til sveitarstjóma; í þingkosningunum að ári njóti hann þess væntanlega að hann hafi sterkum leiðtogum á að skipa á vettvangi landsmálanna. Ólafur Þ. Harðarson tekur undir Fylgi þar sem boðið 1998 var fram í eigin nafni: 2002 Tölurnar eru fengnar úr kosningagrunni RÚV og Kuggs. Tölurnar undir listabókstöfunum sýna fjölda allra greiddra atkvæ&a ó stö&um þar sem viðkomandi flokkur bauó fram. Samtals voru þannig greidd ríflega 152.000 atkvæ&i í sveitarfélögum þar sem Sjólfstæ&isflokkurinn bauó fram o.s.frv. það að i niðurstöðum helgarinnar felist ekki vísbendingar rnn að Samfylkingin fái miklu meira en vinstri grænir í þingkosningunum; mjög lítið sé hægt að lesa út úr þeim um líkleg úrslit að ári. Stjórnarflokkarnir sterkir Ólafur segir að úrslitin séu góðs viti fyrir stjómarflokkana þótt vit- anlega sé ekkert í hendi þeim efn- um. „Tilhneigingin hefur frekar ver- ið í þá áttina aö stiómarflokkarnir gefi eftir í sveitarstjórnarkosningum en stjórnarandstaðan vinni á. Þetta á hins vegar ekki við um núverandi stjórnarflokka, hvorki í þessum kosningum né 1998.“ Ólafur rifjar upp að i sveitar- stjórnarkosningum 1974-1994 hafi Sjálfstæðisflokkurinn til skiptis verið í stjórn og stjórnarandstöðu á Alþingi. Flokknum hafl á þessu tímabili undantekningalaust geng- ið verr í sveitarstjómarkosningum þegar hann var I stjóm. Niðurstað- an nú og 1998 feli því í sér breyting- ar hvað þetta varðar. Gunnar Helgi bendir á að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi fengið góða kosningu í sveitarstjórnarkosning- unum 1998. í því ljósi sé merkilegt að fylgið dali ekki nema örlítið, það sé til marks um ágæta stöðu flokksins. „Viövera" Þótt ekki sé talin ástæða til að draga víðtækar ályktanir af kosn- ingunum um komandi þingkosn- ingar segja þær ákveðna sögu. Gunnar Helgi segir að árangur Samfylkingarinnar sýni til dæmis að flokkurinn virðist hafa yfir að ráða öflugra skipulagi á mörgum stöðum á landinu en vinstri græn- ir, sem eigi líklega lítið skipulag til að byggja á. „En nú orðið ráðast kosningar að miklu leyti í sjón- varpi þannig að það er óvist hve miklu máli þetta skiptir," segir Gunnar Helgi. Mikilvægi þess að hafa yfir öflugri „flokksvél" að ráöa kunni m.ö.o. að hafa minnkað. Þrátt fyrir misöflugt skipulag buðu þessir tveir flokkar hins vegar nokkmn veginn jafnvíða fram í eigin nafni. Á stöðum þar sem Samfylking- in var í framboði voru samtals greidd 28,6% atkvæða og hjá vinstri grænum er hlutfallið 27,6%. „Viðvera" fram- boðanna - ef þannig mætti að orði komast - var þannig jafnmikil. Um leið er ljóst að fylgið sem þau fengu - hjá rétt ríflega fjórðungi kjósenda - er mun minni vísbend- ing um styrk þeirra á landsvísu en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Fi'am- sóknarflokksins, sem stóðu annars vegar 93,3% kjósenda til boða og hins vegar 48,1%. Þess ber þó að geta að ýmis framboð, sem ekki eru tekin með í þennan reikning, mætti með réttu kalla Samfylkingarframboð þó að þau hafi ekki gengið til kosninga undir því merki. Þetta á t.d. við um Akraneslistann, Grindavíkur- listann og fleiri. Sé öllum þessum hreyfxngum bætt við framboð Samfylkingarinnar eykst „við- vera“ hennar upp í 61,5%. Við þetta minnkar hins vegar fylgi hennar líka úr 32% í 30,5%. Könnun marktækari Ólafur Þ. og Gunnar Helgi eru sammála um að almennt hafi sveit- arstjómarkosningar litið forspár- gildi um næstu þingkosningar á eftir. „Menn geta velt þessu fyrir sér og borið saman á alla kanta, en það getur mikiö breyst og þetta eru því takmarkaðar vísbendingar," segir Ólafur. Til að meta styrk flokkanna á landsvísu væri miklu fróðlegra að fá nýja skoðanakönnun en að rýna í úrslit sveitarstjórnarkosninga segir Gxmnar Helgi. „Sveitarstjórn- arkosningar ráðast ekki síst af staðbundnum þáttum. Þess vegna eiga menn ekki að reyna að lesa of mikið í þær.“ Fréttablaöiö: Frjáls fjölmiðlun ekki lengur hluthafi - stærsti eigandinn er C-L Consulting SA Hlutaskrá Fréttablaðsins C-L Consulting SA er stærsti eigandi Fréttablaösins, samkvæmt hlutaskrá þess, meö 27,5 prósenta hlut, en ekki hefur fengist staöfest hver á þaö fyrirtæki. Frjáls fjölmiðlun, sem var aðal- eigandi Fréttablaðsins, er ekki leng- ur í hópi hluthafa samkvæmt upp- lýsingum úr hlutaskrá Fréttablaðs- ins. Stærsti einstaki eigandinn er C- L Consulting S.A., með 27,5% hlut, en ekki hefur fengist staðfest hver á það fyrirtæki. Þá hefur Saxhóll ehf. ekki keypt meirihluta í Fréttablaðinu eins og þrálátur orðrómur hefur verið um að undanfómu. Einar öm Jónsson framkvæmdastjóri staðfesti það í samtali við DV í gær. Hann sagði að Saxhóll ætti hlut í Fréttablaðinu en staða þess eignarhluta hefði ekkert breyst. Varðandi það hvort Saxhóll hygðist auka sinn hlut sagði Einar Öm: „Við eigum í þessu og höfum ekki bætt við okkur en við útilokum ekkert." Einar vildi þó ekki stað- festa hver raunveruleg eign Saxhóls í Fréttablaðinu væri. Samkvæmt upplýsingum úr hlutaskrá Fréttablaðsins þá á Sax- hóll ehf. 24,5 milljóna króna hlutafé í fyrirtækinu, eða 24,5%, og er næst- stærsti einstaki hluthafinn. Hluthafar í Fréttablaðinu ehf. eru sex aðilar samkvæmt gögnum fé- lagsins: C-L Consulting S.A. er með 27,5% hlut, Saxhóll ehf. með 24,5% hlut, Eignarhaldsfélagið Gimli ehf. með 20% hlut, Eignarhaldsfélagiö Reynir ehf. með 16,8% hlut, Eyjólfur Sveinsson með 7,5% hlut og Dægradvöl ehf. með 3,7% hlut í fé- laginu. Ekki náðist í Svavar Ásbjöms- son, fjármálastjóra Fréttablaðsins, í gær vegna stöðu mála. Ekki hefur heldur fengist staðfest hverjir raun- verulegir eigendur C-L Consulting S.A. eru eða hverjir eiga Gimli ehf., sem stofnað var af Eignarhaldsfélag- inu MBJ ehf. í stjórn þess félags sitja Sveinn Andri Sveinsson lög- maður sem formaður og í vara- stjórn er Hilmar Sigurbjömsson. Framkvæmdastjóri Gimlis er Helgi Jóhannesson lögfræðingur. Stjórn- arformaöur Eignarhaldsfélagsins Reynis ehf. er Jón Gunnar Zoéga lögmaöur en enginn framkvæmda- stjóri er skráður hjá félaginu. Dægradvöl ehf. er svo í eigu Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gurmars Smára Egilssonar, ritstjóra Frétta- blaðsins. Hún er jafnframt skráð framkvæmdastjóri Dægradvalar. -HKr. jíl7íi/Í5JJ REYKJAViK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.22 23.07 Sólarupprás á morgun 03.28 03.13 Síódegisflóö 20.38 13.35 Árdegisflóö á morgun 09.02 01.11 Hlýtt yfir daginn Austlæg átt, 5-10 m/s og skýjað að mestu og þokusúld eða dálítil rigning um landið austanvert og við norðurströndina. Annars skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti víða 10 til 17 stig að deginum K Skýjað en áfram hlýtt NA-átt, 5-10 m/s og skýjað að mestu og dálítil úrkoma um landið austanvert og norðamvert. Annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti víða 10 til 17 stig. B Fóstudagur Hití 6" til 14* Laugardagur Sunnudagur Hití r tillS” Vindur: Vindur: 5-10's 3-8“/* Hiti 0“ tilO* Vindur: 3-8“/* H»e breytlleg ótt, skýjaö aö mestu og skúrir. Sums staöar þokuloft. Breytileg ótt og bjart á köflum en hastt vlö síödegisskúrum. Áfram hæg breytileg átt og víöa bjart í veöri. Hlýtt yfir daginn, einkum »tH. mnm -j m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinnlngskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR skýjaö skýjaö alskýjað þokumóöa 7 6 6 8 KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN alskýjaö úrkoma þoka skýjaö rigning skýjaö 8 8 4 9 7 14 HELSINKI heiöskírt 15 KAUPMANNAHÖFN alskýjað 12 ÓSLÓ alskýjaö 11 STOKKHÓLMUR 15 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 16 ALGARVE heiöskírt 18 AMSTERDAM léttskýjaö 12 BARCEL0NA BERUN þokumóöa 15 CHICAGO þokumóöa 18 DUBUN súld 9 HAUFAX léttskýjaö 9 FRANKFURT rigning 13 HAMBORG léttskýjaö 15 JAN MAYEN súld 4 LONDON skýjaö 12 LÚXEMBORG skýjaö 11 MALLORCA léttskýjaö 14 MONTREAL heiðskírt 18 NARSSARSSUAQ skýjaö 6 NEW YORK þokumóöa 19 0RLAND0 heiöskírt 22 PARÍS léttskýjað 9 VÍN skýjað 15 WASHINGT0N alskýjaö 17 WINNIPEG heiöskírt 14 BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEÐURSTOFU ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.