Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 8
-ff MÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 Fréttir I>V Mengun í Elliðavatni: Oftar en ekki ólykt af úrganginum - segir íbúi við Vatnsendablett Ibúi við Elliðavatn held- ur því fram að mengun sé í vatninu og svo hafi verið um nokkurt skeið. „Ég á bústað sunnanmeg- in við vatnið og til hliðar við hann er ræsi sem úr kemur alls kyns viðbjóð- ur," segir Unnur Guðjóns- dóttir, formaður Kína- klúbbsins og íbúi við Vatnsendablett við Elliða- Unnur Guöjónsdóttir, vatn. Unnur sagði í samtali við DV að hún hefði orðið vör við mengun- ina fyrir löngu. Hún sendi Kópa- vogsbæ erindi um málið 4. maí síð- astliðinn þar sem hún óskaði eftir úrbótum. Hún segist ekki enn hafa fengið svar við erindinu. Að sögn Unnar er oftar en ekki ólykt af úrganginum og segir hún ástandið slæmt, í raun algerlega óviðunandi. „Mér dettur ekki í hug að sleppa úrgangi í vatnið og hef ekki trú á öðru en ná- grannar mínir hér í kring séu sama sinnis," segir Unnur. „Við könnumst ekkert við þetta," sagði Guðmund- ur Einarsson, framkvæmda- stjóri heilbrigðiseftirlits Kópavogsbæjar, þegar DV spurði hann um meintan ræsisleka í Elliðavatni. Guðmundur segir að ekki eigi að hleypa neinu út í vatnið. Hann kveðst jafnframt ekki hafa fengið bréf Unnar í hendur. Bæjaryfirvöld séu hins vegar reiðubúin að grípa til ráðstafana ef ástæða þykir til. „En ef það er eitt- hvað til í þessu þá munum við vissulega kanna málið," sagði Guð- mimdur. -vig DV-MYND UNNUR GUÐJÓNSDÖTTIR Við Elliðavatn íbúar við Elliðavatn könnuöu ástand vatnsins á dögunum. Efgrannt er skoðað má sjá hvernig úrgangsefni liggja á víð og dreif og hvft slikja er við vatnsbakkann. Unnur segir mengun afþessu tagi, sem oft sé illa lyktandi, hafa verið viðvarandi við Elliðavatn um nokkurt skeið. Hún hefur sent yfirvöldum í Kópavogi erindi vegna málsins. Ekið án öryggisbelta: Sektin 4000 kr. á mann Nú stendur yfir Norræn umferð- arvika sem hófst 27. maí og lýkur næsta mánudag. Meðan á henni stendur verður lögreglan með sér- staka áherslu á umferðarmál og þá sérstaklega á notkun á svokölluðum verndarbúnaði, þar með talið örygg- isbeltum. „Við verðum sérstaklega grimmir gagnvart því að fólk noti öryggis- belti en eins og kunnugt er leiðir notkunarleysi þeirra til sekta," seg- ir Ragnar Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík. Sektin við því að nota ekki belti er 4000 kr. á hvern einstakling í bílnum þannig að um nokkrar fjár- hæðir getur verið að tefla. „Þótt ökumaður beri alltaf ábyrgð á því sem fram fer í farartæki því sem hann stýrir fellur ekki öll sektin á hann heldur á hvern og einn sem ekki er í belti. Þetta á við um alla þá sem orðnir eru 15 ára og eldri og þar með sakhæfir. Ökumaður er síð- an ábyrgur ef yngri einstaklingar, og þar með ósakhæfir, eru ekki í beltum og fellur sekt vegna þeirra á hann," segir Ragnar. -ÓSB Miövikudaginn 5. júní næstkomandi fýlgir DV blaöaukinn Hús og garöar - glæsilegur blaðauki um húsið, garðinn, viöhald þeirra og umhirðu. Auglýsendur, athugið að stðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 31. maí næstkomandi. Auglýsingadeild 550 5720 Spenniö beltin! Lögregla leggur sérstaka áherslu á notkun öryggisbelta um þessar mundir. Þeir sem ekki spenna beltin geta þurft að greiða fjögur þúsund króna sekt. Það gildir um ökumann sem farþega í bílnum. RYMINGAI Skrifborðsstólar, skrifborð, skrifborðsskápar, heimaskrifstofur, tölvuborð, fundarborð, funda- og gestastólar, barnastólar o.fl. o.fl. Einnig skrifstofutæki og skrifstofuvörur. Opið frá 8-18 virka daga og 10-16 á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.