Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 9
MIÐVTKUDAGUR 29. MAÍ 2002 I>V Fréttir Kolmunnakvótinn: Um fimmtungur veiddur Samtök fiskvinnslustöðva hafa fengið tilkynningar um 62.000 tonna kolmunnakvóta sem svarar til liðlega 22% af kolmunnakvótanum, sem er 282 þúsund tonn, en ákveðið var að leyfa veiðar á um 80% þess afla sem íslensk skip fengu af kolmunna á síð- ustu vertíð. Mestu hefur verið landað í Neskaupstað, eða um 15 þúsund tonnum, og um 13 þúsund tonnum á Eskifirði og Seyðisfirði. Veiðar eru hafnar á síld úr norsk- íslenska síldarstofninum og því fækk- ar þeim skipum eitthvað sem stunda áfram kolmunnaveiðar en veiðarnar hafa verið á Hvalbakshallinu en hafa síðustu daga færst austur í Rósagarð- inn. Sex skip hafa fengið síldarafla, þ.e. Ásgrímur Halldórsson SF, Ingunn AK, Börkur NK, Beitir NK, Faxi RE og Jón Kjartansson SU. Skipin eru á veiðum 1 lögsögu Jan Mayen. 106 þús- und tonna síldarkvóta var úthlutað til 58 skipa. -GG Golfstraumnum er ógnað Hækkandi hitastig í heiminum veldur hröðum breytingum á loftslagi. Afleiðingarnar eru ekki aðeins meiri úrkoma og óveður fyrir þurrlendis- skepnur, heldur geta breytingarnar einnig haft alvarleg áhrif á umhverfi sjávar. Vísindamenn frá Háskólanum í Björgvin í Noregi hafa sýnt fram á það að Golfstraumurinn, sem er nauð- synlegur fyrir allt lífriki á norður- hveli jarðar, sé orðinn veikari en áður. Endurnýjunartíðni kalda vatns- ins úr Noregshafi hefur dregist saman um fjórðung á sl. fimmtíu árum. Þessi endurnýjun er drifkraftur Golfstraumsins og ástæða milda lofts- lagsins við Norðursjó og Noregs- strendur. I nýrri skýrslu Norrænu ráðherra- nefndarinnar, „Review of Ocean Climate Research", er gefm mynd af stöðunni í loftslagsrannsóknum. í skýrslunni kemur fram hversu langt rannsóknirnar eru komnar. Vísinda- mennirnir leggja að sjálfsögðu til að lögð verði meiri áhersla á að rann- saka áhrif hringrásar vatnsins og þýð- ingu hennar fyrir fiskistofnana. -GG Reiði vegna kosningar Ágústs Árnasonar í hreppsnefnd Skorradalshrepps: Er með lögheimili í sumar- bústað sínum í hreppnum þarf ekki að spyrja neinn um leyfi hvar ég bý, segir Ágúst Nokkrir íbúar í Skorradalshreppi eru ævareiðir vegna kjörs Ágústs Árnasonar í hreppsnefnd í nýaf- stöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ágúst á íbúð í Kópavogi og dvelur þar töluvert en hann á einnig sum- arbústað á Felli og er með lögheim- ili sitt þar. Óhlutbundin kosning fór fram i hreppnum, þar sem enginn framboðslisti var borinn fram, og hafnaði Ágúst í þriðja sæti í nefnd- inni. 1. desember sl. voru 57 íbúar skráð- ir í Skorradalshreppi en sveitarfélag verður að vera með fleiri en 50 íbúa til þess að geta talist löglegt sveitarfé- lag. Fjöldi skráðra íbúa þar var kom- inn niður fyrir þessa tölu 1. desember 2001, þegar 47 íbúar voru skráðir þar. Tvisvar hefur verið greitt atkvæði um sameiningu hreppsins við Borgar- fjarðarsveit en í bæði skiptin hefur henni verið hafnað. Ágúst sagði í samtali við DV að hann teldi ekkert athugavert við þessa ráðstöfun. Hann eigi vissu- lega íbúð í Kópavogi en flakki nokk- uð á milli þessara tveggja staða. „Ég Reiði í Skorradalshreppl. Menn eru ekki á eitt sáttir um aö Ágúst Árnason, sem dvelur mikinn hluta ársins í Kópavogi, sékominn í hreppsnefnd Skorradalshrepps þaöan sem þessi mynd er. Ágúst telur hins vegar ekkert óeölilegt viö þetta. tel mig eiga lögheimili í Skorradals- hreppi. Ég byggði húsið upphaflega sem sumarhús en síðan þá hefur það verið samþykkt sem íbúðarhús af hreppsnefndinni. Ég hef því full- an rétt á að eiga hérna lögheimili og þarf ekki að spyrja neinn um leyfi hvar ég bý." Ágúst segir gagnrýnina komna frá sameiningarsinnum í hreppn- um. „Þeir hafa reynt að kæra menn út úr hreppnum og hafa viljað leggja sveitarfélagið niður. Stað- reyndin er hins vegar sú að íbúum er að fjölga, enda hafa mörg íbúðar- hús verið byggð þar." Að sögn Ágústs er hreppsnefndin á móti sameiningu við Borgarfjarð- arsveit, m.a. vegna þess að hreppur- inn muni lítið hafa að segja um það sem gert yrði í sameinuðu sveitarfé- lagi. „Ég tek þó fram að ég tel víst að það verði sameining í framtíð- inni en þá væri hagkvæmast að ganga enn lengra og sameina alla hreppana í Borgarfirði. Við viljum ekki taka þátt í þvi miHibilsástandi sem nú er viðvarandi." Ágúst segist ætla að leggja sitt af mörkum til að íbúum fjölgi í hreppnum. „Hreppsnefhdin hefur unnið að því og tekist það vel. Við munum halda þvl starfi áfram," seg- ir Ágúst. -HI Fiskeldi kennt í fýrsta sinn í Hólaskóla Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal býð- ur upp á nýtt 30 eininga framhalds- nám í fiskeldi á háskólastigi næsta haust. Námið er ætlað starfandi fisk- eldisfræðingum og þeim sem vilja bæta við sig þekkingu um flskeldi að loknu öðru háskólanámi. Sérstaklega verður fjallað um ýmsa þætti sem tengjast flskeldi á íslandi, nýjungum í greininni og þeim nýju möguleikum sem menn eygja í fiskeldi í framtíð- inni. Námið felst í fyrirlestrum og verkefnavinnu ásamt mikilli áherslu á verklega kennslu. Nokkrir helstu sérfræðingar í fiskeldi hérlendis munu annast kennslu, auk erlendra gestafyrirlesara. Stefnt er að því að bjóða hluta af náminu í fjarkennslu. Um árabil hefur Hólaskóli boðið upp á eins árs grunnnám í fiskeldi, auk umfangsmikilla rannsókna á þessu sviði. Þetta viðbótarnám byggist á þessari reynslu. Hólaskóli er miðstöð rannsókna og kennslu í fiskeldi, ferðamálum í dreifbýli og hestamennsku og hrossa- rækt. Um er að ræða vaxandi greinar sem þurfa á sérhæfðri þekkingu og menntuðu starfsfólki að halda. Skól- inn byggir námið og þróun þess upp í nánu samstarfi við viðkomandi at- vinnugreinar. Ferðamálanámið er ársnám og er á háskólastigi. Hesta- námið er alls þrjú ár, en hvert náms- ár er sjálfstætt og gefur sérstaka próf- gráðu. Síðasta árið er á háskólastigi. -GG Vaxandi þekklng á fiskeldi aö Hólum Aðsókn ab Hólaskóla í Skagafiröi hefur farib vaxandi á undanförnum árum. Á myndinni eru útskriftarnemar vorib 1998. Skólahúsib er í baksýn. Rjúpa undir stofuglugga Rjúpur hafa gert sig heimakomn- ar á Breiðdalsvík að undanförnu og raunar segja heimamenn að þær sjáist nú í bænum árið um kring. Það sé breyting frá því fyrir um ára- tug þegar rjúpur voru sjaldgæf sjón. í síðustu viku urðu íbúar við Ás- veg óþyrmilega varir við nálægð rjúpunnar þegar þeir fundu dauðan fugl fyrir neðan stofuglugga sinn. Hafði rjúpan flogið á glerið og drep- ist. Nokkru siðar varð nágranni þess var að bankað var létt á glugg- ann við útidyrnar. Hann undraðist hvers vegna gestkomandi notaði ekki dyrabjöllu en þegar betur var að gáð var rjúpa þar á ferð. Heimamenn á Breiðdalsvík velta því nú fyrir sér hvort talning rjúp- unnar fari ekki fram á réttum stöð- um og hvort það geti verið að lægð rjúpustofnsins sé ekki eins og djúp og haldið er fram. -han RYMUM FYRIR NYJUM VORUM 30-90% AFSLÁTTUR SÉRVERSLUNÍ70ÁR Skrifstofumarkaður, Hallarmúla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.