Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Hvað gerirðu á góðviðrisdögum? Kristjana Sara Sighvatsdóttir, 11 ára: Ég ligg í sólbaði í sundlaugunum. Anna Jóhannsdóttir leiðbeinandi: Ég reyni að vera í garðinum og fer stundum í sund. Magnús Árnason húsgagnasmiður: Ég er yfirleitt að vinna. Egill Steingrímsson nemi: Spila golf og fer í fótbolta. I frönskutíma Skarphéöinn vill aö franska veröi annaö mál í skólakerfinu á eftir enskunni. Enskan er alþjóðamál Skarphéðinn Einarsson skrífar: Nýlega kom fram í fréttum að enska er nú orðin annað samskipta- málið í Svíþjóð, næst á eftir sænsk- unni. Einnig var í fréttum (nokkru lengra síðan þó), að hið rikisrekna ol- íufélag Statoil í Noregi hefði tekið upp ensku sem daglegt samskiptamál hjá sér. Mun sami háttur vera hafður á hjá SAS-flugfélaginu. Starfsemi þessara risafyrirtækja teygir sig víða um heim og er sú ástæðan fyrir umfangi enskunnar í samskiptamáli þessara fyrirtækja. - Komið hefur fram að fleiri fyrirtæki á Norðurlöndunum væru að huga að þessari breytingu innan sinna vé- banda. En hvað rekur Svia til að nota ensku? Ástæðan er sú að Svíþjóð hef- ur tekið við fjölmörgu flóttafólki og öðrum hópum fólks. Nú búa t.d. rúm- lega 50 þúsund íranar þar og komu þeir flestir eftir fall keisarafjölskyld- unnar um og eftir 1975. Einnig tóku Svíar við miklum fjölda fólks frá Vi- „íslendingar tala góda ensku, og allt niður í smákrakka. Þessi góða enskukunnátta sœtir furðu meðal erlendra ferðamanna. En svona er þetta víðast hvar; flestir tala góða ensku. Kannski œtti að kenna ensku mun fyrr í skólunum. “ etnam eftir að kommúnistar komust til valda þar eystra. Þar búa enn fremur bandarískir liðhlaupar úr Ví- etnamstríðinu. Staðhæft er að Svíar séu nú orðnir þreyttir á þeirri stefnu að gleypa við flóttafólki úr öllum áttum og þeim vandamálum sem fylgja. Á Islandi er enn þá skyldukennsla í dönsku. Margir spyrja: Til hvers? Ég hef margsinnis komið til Dan- merkur og reyndar allra Norðurland- anna, og hef ég notað ensku í ferðum minum. Hana skilja flestir og tala hana ágætlega, einkum yngra fólkið. Ríkisútvarpið er t.d. með fréttamann í Kaupmannahöfn og þaðan koma fréttir nær daglega. Hvað skyldi ráða þessu dönskudekri íslendinga? Ekki svo að skilja að ég hafi neitt á móti Dönum, sem eru góðir heim að sækja, líkt og hinar Norðurlanda- þjóðirnar. Norðmenn og Finna tek ég þó fram yfir aðrar þjóðir hvað það snertir. Persónulega finnst mér að kenna ætti frönsku sem annað mál á eftir enskunni. Ég hef dvalið í Bretlandi sl. fjóra vetur.'Þar segir mér fólk sem til ís- lands hefur farið það sæta undrun hve Islendingar tala góða ensku, og allt niður í smákrakka. Þessi góða enskukunnátta sætir furðu meðal er- lendra ferðamanna. En svona er þetta víöast hvar; flestir tala góða ensku. Kannski ætti að kenna ensku mun fyrr í skólunum. - En rétt að lokum: Hvenær skyldu Flugleiðir og Eimskip gera ensku að samskipta- máli að fullu, líkt og Statoil og SAS? Fálkaorða fyrir listgagnrýni Sigurður Ólafsson skrifar:____________________________ Það er ekki amalegt að hafa þjóð- höfðingja sem sífellt er til taks með bamalegu uppátæki og mærðarlegu hjali. - Alltaf eitthvað til skemmtun- ar og gleði þar á bæ. Margir hafa t.d. rekið upp stór augu við það að veita fálkaorðuna fyrir það eitt að skrifa listagagnrýni um landa okk- ar, Helga Tómasson ballettdansara. Helgi er sjálfur auðvitaö alls góðs maklegur og hefur náð býsna langt sem listamaður í sinni grein. Jafn- langt og sumir aðrir, t.d. Kristján Jóhannsson söngvari, Björk og fleiri. Helgi varð hins vegar aldrei sú stóra alþjóðlega stjarna sem þjóð- in óskaði svo heitt í sinni þjakandi minnimáttarkennd. Vinátta Helga og Önnu Kisselgoff „Vinátta Helga og Önnu Kisselgoff er löng og falleg. Svo falleg, að hún hefur í raun hindrað að Anna Kis- selgoff skrifaði neitt nema hrós um Helga. Á sama tíma og aðrir gagnrýnend- ur hafa nálgast viðfangs- efni sitt málefnalega. “ er löng og falleg. Svo falleg, að hún hefur í raun hindrað að Anna Kis- selgoff skrifaði neitt nema hrós um Helga. Á sama tíma og aðrir gagn- rýnendur hafa nálgast viðfangsefni sitt málefnalega. - Þessi orðuveiting forseta íslands er út í hött, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og afhend- ing við opinbera athöfn er hégóm- inn helber. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þakkaði Ólafur forseti Önnu Kissel- goff fyrir skrif hennar um feril Helga. Þarf að þakka þessi skrif með orðu frá íslensku þjóðinni? Var kon- an ekki að vinna sitt verk? Ekki þarf að þakka það fyrir mína hönd, svo mikið er víst. Þá er hégómleikinn og heimskan kórónuð með því að stilla þeim upp saman sem jafningjum; HKL og HT, og þeirri staðfestu lýst að HT sé, ásamt HKL, mesti listamaður sem ísland hefur fætt af sér á síðustu öld. - Minna mátti ekki gagn gera í þessari barnslegu og gagnrýnis- lausu hrifningu! -v:: ■ Fjölmiðlar skammist sín Garri hefur sjaldan eða aldrei verið jafn sammála nokkrum stjómmálamanni og Bimi Bjamasyni í eftirmálum sveitarstjómarkosn- inganna um liðna helgi. Bjöm segir á glað- heittri og grallarakenndri heimasíöu sinni (sem fært hefur mörgum lesandanum gleði og birtu á síðustu árum) að ófarir sjálfstæðis- manna í Reykjavík megi ekki sist rekja til þess að meira og minna óhæfir fjölmiðlamenn hafi verið að grípa fram í fyrir sér og sínum líkum. Garri tók ekki síður eftir þessu en Bjöm og meira og betur ef eitthvað er. 78-11-2 Þannig taldi Garri 78 frammígrip í viðtali við Bjöm í Kastljósi á dögunum, á meðan spyrillinn í þættinum, alkunnur vinstrimaður, greip aðeins ellefu sinnum frammí fyrir Ólafi F. Magnússyni, og tvisvar frcun í fyrir Ingi- björgu Sólrúnu; já segi og skrifa tvisvar. Og ekki nóg með þetta. Þannig taldi Garri sautján prentvillur í viötali við Bjöm á síðum Morg- unblaðsins á dögvmum, en fann aðeins eina fá- tæklega ásláttarvillu í sams konar viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu sem birtist í sama blaöi degi síðar. Eins er áberandi hvaö Bjöm hefur verið illa farðaður í sjónvarpsþáttum í aðdrag- anda kosninganna og tók reyndar steininn úr í þessum hvimleiða sjónvarpsþætti á Skjá ein- um þar sem landskunnur vinstrimaður stýrir spjalli, en altalað er í borginni að Bjöm hafi þar verið sminkaður svo illa að margt fólk hafi ekki einu sinni fengið sig til að horfa á þáttinn. I sama þætti var Ingibjörg Sólrún hins vegar sminkuð eins og sýningardama í París og Ólafur F. heföi sómt sér á forsíðu hvaða glanstímarits sem var. Allt ber þetta aö sama brunni og styður kenningu Garra um að hvarvetna á ritstjórnum, fréttastofum og förð- unarherbergjum fjölmiðla sé að fmna saman- safn af sófakommum sem ráðist að heilbrigð- um lífsskoðunum hægrimanna hvar og hvenær sem þeir geta. Hallinn lagaður Því er afar brýnt og í reynd forgangsatriði að Bjöm beiti sér fyrir því þegar hann sest að nýju í ríkisstjóm á næstu vikum að hann breyti lögum í þá veru að hægrimenn fái hér eftir sömu þjónustu og vinstrimenn í fjölmiðl- um - og helst ívið betri, þó ekki væri nema til að vega upp þann lýðræðishalla sem myndast hefur í þessum efnum á síðustu árum. (\Xffl Gróðurhúsagrýla Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar: I nýlegum Kastljósþætti var rætt við manneldisfræðing og fleiri þar sem umræðuefnið var eitur- og vamarefni sem notuð era erlendis til að verja grænmeti og ávexti á ökrum og í gróðurhúsum. Sýndur var partur úr danskri mynd sem var hreinn áróður gegn erlendum gróðurhúsa- og grænmetisbændum, og reynt að koma því inn hjá okkur að þama væri allt vaðandi í eitur- efnum. Sannleikurinn er sá aö is- lenskir grænmetisbændur nota einnig þessi ógurlegu „eiturefni" til að verja sínar afurðir. Auðvitað eru þetta ekki skaðvaldar fyrir heilsu manna. Þetta er aðeins vöm gegn meindýram sem annars væri mor- andi cd í grænmeti og ávöxtum á markaðinum. KEA var og KEA fór Veldi sem var. KEA-tímar hinir síðari Þóroddur skrifar: Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar hjá hinu fyrrum volduga og ann- ars fyrirmyndar fyrirtæki Kaupfé- lagi Eyfirðinga á liðnum svo sem 40 árum. Um og eftir 1960 var KEA víð- feðmasta verslunarfyrirtæki utan Reykjavíkur. Þar var í fararbroddi Jakob Frímannsson kaupfélags- stjóri, studdur dyggilega af þeim Ingimundi Árnasyni fulltrúa og dugmiklum deildarstjóram eins og, Guðmundi „i olíunni", Hauki í frystihúsinu, Amgrími skrifstofu- stjóra, Jóhanni Kroyer, Kristni í ný- lenduvöruversluninni, Sigmundi í kjötversluninni, Þór, Frímanni, Kára og mörgum öðrum frábærum mönnum og starfsliði þeirra. Að ógleymdum öllum útibússtjórunum. Við fráfall Jakobs riðaði veldi KEA. Og nú er þetta aðeins minning um veldi sem var. Einhver ætti að reyna að útskýra hvað fór úrskeiðis. - Það væri skemmtilegur saman- burður við nútímann. Þvi margt er líkt með sumum þeirra stóra fyrir- tækja sem nú eru á toppnum og byrjuð að halla undir flatt. Jepparnir bíða nýrra eigenda - hériendis eöa erlendis. Hvað verður um jeppana? Magnús Sigurðsson skrifar: Eftir að hafa ekið á milli bílasal- anna í borginni og séð alla jeppana, þessa finu og gljáandi fáka sem bíða þar endursölu, þá skilur maður að þama hefur þjóðin fjárfest langt um efni fram og eigendur þessara tækja, sem vilja nú losna við þau, ráða ekki við aíborganimar. En hvað verður um þessar glæsikerrur á bílasölunum? Mér dettur ekki í hug að allt þetta magn seljist. Verö- ur ekki bara að senda þá utan til að fá eitthvaö frekar en ekkert? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í stma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.