Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 15
15 MEDVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 I>V Danstrílógía - þreföld sýning nemenda Listdansskóla íslands í Þjóðleikhúsinu „ Viö erum aö halda upp á Jimmtíu ára afmœli Listdansskóla íslands og 57 ára afmœli Tón- skáldafélags íslands," segir Kjartan Ólafsson, tónskáld og formaöur Tónskáldafélagsins, og glottir pínulítiö. „Hugmyndin aö þessum viö- burði kom upp í samtali milli mín og Arnar Guömundssonar, skólastjóra Listdansskólans - ég á nefnilega tvœr stelpur i skólanum og kem þangað vikulega. Fyrst var œtlunin aö gera eitt verk í samvinnu danshöfundar og tónskálds en sinám saman stœkkaöi hugmyndin uns verkin uröu þrjú." Og annaö kvöld, kl. 20, verða þessi þrjú verk frumsýnd á stóra sviöi Þjóöleikhússins undir yfirskriftinni „Dans trílógía". Þrjú pör tónskálds og danshöfundar hafa skap- að verk fyrir þrjá danshópa í Listdansskólanum til að sýna breiddina í skólanum og hvað hægt er að gera fyrir unga og efnilega dansara - sem sum- ir eru betri en efnilegir, eins og Kjartan orðar það. - Eru þetta ólík verk? „Já, og óvenjuleg," segir Kjartan. „Til dæmis samdi Lárus H. Grímsson tónlist fyrir lúðrasveit við dans Ástrósar Gunnars- dóttur sem verður að teljast nokkuð óvænt ballettmúsík! Svo samdi Hildigunnur Rún- arsdóttir kórverk við dans Sveinbjargar Þórhallsdóttur og Hljómeyki og Lúðrasveit Reykjavíkur verða á sviðinu með dönsurunum, hvort í sínu verki, og taka svolítinn þátt í sýningunni. Þriðja verkið eig- um við Lára Stefánsdóttir og tónlistin við þann dans er sambland af náttúrulegum hljóðum og rafhljóðum." „Fyrst varð til grunnhugmynd í samtali milli okkar Láru, svo fórum við hvort á sinn stað og unnum, bár- um svo afraksturinn undir hvort ann- að og þannig koll af kolli,“ segir hann. Meðan við spjöllum saman er verið að undirbúa rennsli á því verki á sviðinu. Eins og sjá má á myndunum eru dansmeyjamar klæddar nokkuð hefðbundnum ballettbúningum úr hvítu tjulli en þær dansa ekki á tán- um og hreyfingamar eru svikalaus nútímadans. Stemningin á sviðinu er dularfull, reykur leikur mn dansar- ana og grisja skilur á milli sviðs og salar. „Alfa gerist á bilinu milli þessa heims og annars heims - sem Lára trúir staðfastlega á og ég trúi henni,“ segir Kjartan. Dans Sveinbjargar og Hildigunnar heitir „Saga“ en dans Ástrósar og Lárasar heitir „Ann ég, dýrast rósa“, og það verður að geta þess að kvæða- maðurinn kunni, Steindór Andersen, sem síðast sló í gegn í Laugardalshöll í Hrafnagaldri Óðins, kemur fram með Lúðrasveit Reykjavíkur í því verki og syngur foman kveðskap. Listdansskóli Þjóðleikhússins, for- veri Listdansskóla íslands, var stofn- aður árið 1952 undir hatti Þjóðleik- hússins. Þar var hann til 1990 en þá sleit hann sig frá Þjóðleikhúsinu og flutti á Engja- teig 1 þar sem hann er enn til húsa. Dans trílógía verður aðeins sýnd tvisvar og verður seinni sýn- ingin á laugardaginn, kl. 14. DVWYNDIR HARl Árangur frjórrar víxlverkunar tónlistar og dans Úr verkinu Alfa eftir Láru Stefánsdóttur og Kjart- an Ólafsson. Svikalaus nútímadans Verk Láru og Kjartans heitir „Alfa“ og Kjartan segu að það hafi orðið til í frjórri víxlverkun tónlist- ar og dans. Dans Bakraddir gera uppreisn Meðal atriða á Listahátíð er sýning í Hafhar- húsinu á stuttmyndinni Brakraddir eftir Helenu Jónsdóttur. Verkið er 12 mínútur á lengd og er sýnt á korters fresti frá kl. 15-18 (kl. 19 á fimmtu- dögum) dag hvem fram til loka hátíðarinnar. Þetta er skemmtilegur listviðburður þar sem dans er settur í nýtt og óvænt samhengi með hjálp myndbandstækninnar og faglegrar klippingar. Verkið er samstarfsverkefni Helenar, tónlistar- mannsins Gregs Ellis og Eísabetar Ronaldsdóttur klippara og unnið á athyglisverðan hátt. Helena skapaði kóreografíuna og stjórnaði upptökum hennar. Að því loknu fékk hún Elísabetu í lið með sér til að klippa verkið og þegar myndverkið var tilbúið fékk Greg það í hendur til að semja við það tónlistina. Brakraddir segja frá stórsöngvara sem er að syngja á mikilvægum tónleikum ásamt bakrödd- um. Þegar einsöngstilburöu stjömunnar verða yf- irdrifhir og bið bakraddanna eftir því að hefja upp raust sína verður of löng fara þær að ókyrrast og byrja smám saman að spinna í hreyfmgum sitt eigið verk á sviðinu. Sagan er einfóld en bygging hennar hefði þó mátt vera markvissari, sérstak- lega upphafið og stígandin inn í aðalkafla verksins þegar athyglin er öll á bak/brakröddunum, ekki söngvaranum. Það era mörg ótrúlega skemmtileg myndskeið í verkinu eins og í upphafi þar sem barkakýli og háls stórsöngvarans eru í nærmynd. Helena hefur greinilega næmt auga fyrb möguleikum tökuvél- arinnar. Nærmyndir af andlitum eru mikið notað- ar á myndrænan hátt og er það óvenjuleg en áhugaverð sýn á líkama dansaranna. Leikur með ljós og skugga er flottur og athyglisvert hvemig litimir í búningunum njóta sin í þessum leik. Samsetning hreyfmganna var einnig í góðum tengslum við hvað nýtist vel í myndgerð sem þess- ari. í grundvallaratriðum era hreyfingamar skýr- ar og skemmtilegar. Þó koma einstaka kaflar þar sem þær verða of mikið hnoð. Klippingin færist á milli stuttra myndskeiða líkt og í myndböndum og lengri kafla þar sem dansinn fær að njóta sín. Klippingin er vel unnin, ekki of hröð en samt er sífellt eitthvað nýtt og spennandi að gerast. Það er áhugavert að sjá hvemig möguleikar til samsetningar hreyfinga margfaldast við notkun upptöku- og klippitækn- innar. Tónlistin er kraftmikil og fellur vel að myndverkinu. Hún hefur sterkan hrynjanda sem passar vel við snaggaralegar hreyfmgar og hreina klippingu. Brakraddir er skemmtileg og flott dansstutt- mynd sem á skiliö að eftir henni sé tekið. Sesselja G. Magnúsdóttir Brakraddlr sýndar í Hafnarhúsi á Listahátíð í Reykja- vík. Handrit, danshönnun og leikstjórn: Helena Jóns- dóttir. Tónlist: Greg Ellis. Klipping: Elísabet Ronalds- dóttir. Stórsöngvari: Ellert Ingimundarson. Brakraddir: Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Guðmundur Elías Knudsen og Katrín Á. Johnson. Myndataka: Magni Ágústsson. Lýsing: Jóhann Pálmason. Búningar: Kristín Aöal- steinsdóttir. Tónlist Maður, púki eða gtið? Rússneski fiðlusnillingurinn Maxim Vengerov lék á einleiks- tónleikum i Háskólabíói í fyrra- kvöld á vegum Listahátíðar í Reykjavík Tokkötu og fúgu eftir J.S. Bach, Sónötu í a-moll op. 27 nr. 2 eftir Eugéne Ysaýe, Echo Sónötu op. 69 eftir Rodion Shchedrin og eftir hlé Sónötu í d-moll op. 27 nr. 3, Sónötu i e- moll op. 27 nr. 4 og Sónötu í e- dúr op. 27 nr. 6 eftir Eugéne Ysaýe. Þetta var frumlegt pró- gramm, fullt af húmor og skemmtfiegheitum og svo tækni- lega erfitt að varla er hægt ann- að en undrast að nokkur maður skuli hafa getað skUað því á þann hátt sem hann gerði. Vengerov lék á barokkfiðlu i Bach en siðan á Stradivarius- fiðlu frá 1723, heimsfrægt hljóð- færi „Ex-Kreutzer“ sem boðið var í á uppboði í London árið 1998 950.000 pund. Báðar fiðlum- ar hljómuðu eins og tíu fiðlur í höndunum á honum þrátt fyrir okkar handónýta Háskólabió (sem við hljótum öll að skamm- ast okkar fyrir að bjóða svona mönnum upp á að spila i). Tón- leikamir vom viðburður sem enginn viðstaddur á eftir að gleyma: Um var að ræða ótrú- lega flugeldasýningu á næsta yf- irgengUegri tækni sem vissulega blandaðist á köflum (þegar færi gafst á að sýna það fyrir tækni- undmm) óvenjulegu tónlistar- legu innsæi. Og eftir stendur spumingin: Var hér á ferðinni mennskur maður, púki eða guð? Hrafnhildur Hagalín Maxim Vengerov Um var aö ræða ótrúlega flugeldasýningu á næsta yfirgengilegri tækni. _____________________Menning Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir silja@dv.is Sumarnámskeið í söng Ef þú vUt nota sumarið tU að læra að syngja veröur Ingveldur Ýr með söngnámskeið af ýmsu tagi i sumar, tU dæmis námskeið fyrir byrjendur og lengra komna þar sem kennd er öndun, líkams- staða, raddbeiting, grannatriði í tónheym og nótnalestri. Kennt er í hóptímum og einkatímum. Á unglinganámskeiði verður kennd raddbeiting, söngleikja- og gospeUög og fleiri almenn sönglög. Gestakennarar kenna spuna og framkomu og undirleikari kemur í tímana. Námskeið fyrir söngnemendur er fyrir lengra komna, þá sem hafa verið í námi, í söngtímum eða hafa mikla söngreynslu. Það stendur yfir í viku, 1.-7. júlí, og verða í boði einkatímar, masterklassar, undir- leikstímar og lokatónleikar. Næsta vetur verður boðið upp á nám- skeið fyrir stigspróf í formi einkatíma, undirleikstíma, samsöngstíma með tungu- málakennslu og vikulegir tímar í tónfræði og nótnalestri. Upplýsingar á www.mmedia.is/~ingaj eða í síma 898 0108. Nýjar kiljur ■ Ugluklúbburinn hefur gefið út þrjár nýjar kUjur tU að taka með sér í sum- arfríið og ber þar fyrst aö nefna spennusöguna Stúd- íó sex eftir Lizu Mark- lund, vinsælasta spennu- sagnahöfund Svía um þessar mundir. Ung stúlka finnst myrt að morgni dags í kirkjugarði í miðborg Stokkhólms - á heimleið úr Stúdíó sex, kynlífsklúbbnum þar sem hún var að vinna um nóttina. Grunur fellur á ráð- herra í ríkisstjóminni. Getur verið að hann hafi framið glæpinn? Það eru fáein- ar vikur tU kosninga og atburðurinn svo sannarlega vatn á myUu andstæðinganna. Annika Bengtzon er lausráðinn blaða- maður á Kvöldblaðinu þetta sumar. Ef hún stendur sig í starfi eygir hún von um að verða fastráðin. Hún fer að rýna i mál- ið en gátan verður flóknari með hverjum degi. Áður hefur komið út hin geysispenn- andi saga, Sprengivargurinn, eftir Lizu Marklund sem einnig segir frá Anniku Bengtzon en þessi nýja saga gerist fyrr, meðan Annika er enn að sanna sig í starfi, og fá lesendur óvænta innsýn í fortíð hennar sjálfrar sem ekki er síður drama- tísk en málin sem hún tekur að sér. Liza Marklund var sjálf lengi fréttamaður við dagblöð og sjónvarp, eins og fram kom í viðtali viö hana hér í DV í 24. apríl sl., og skrifar því um heim sem hún gjörþekkir. Anna RagnhUdur Ingólfsdóttir þýddi sög- una. Skáldsagan Alveg dýr- legt land er eftir Frank McCourt, höfund skáld- sögunnar Aska Angelu, einnar þekktustu minn- ingasögu síðustu ára. Ámi Óskarsson þýddi. Sagan hefst þar sem Aska Angelu endar, haust- ið 1949, þegar Frank brýt- ur af sér fjötra fátæktarinnar, kveður heimaborgina Limerick á írlandi, nítján ára gamall, og heldur tU New York. Hann hefur frá engu að hverfa nema móður sinni Angelu og bræðrunum þremur, en handan við hafið bíður hans „alveg dýr- legt land“. í New York kynnist hann stéttskiptingu hins „stéttlausa þjóðfélags" og kemst að raun um að með sinn írska arf, brunnar tennur og gulan gröft í sýktum augum, er honum skipað skör lægra en þeim inn- flytjendum sem aumastir þykja. En Frank berst áfram af þrautseigju og oftar en ekki verður skopskynið honum tU bjargar í baslinu. —| Loks fáum við Dís í kilju, sögu samnefndrar [jli^ J Reykjavikurmeyjar eftir í ‘m Oddnýju Sturludóttur, Birnu Önnu Björnsdóttur J og Silju Hauksdóttur sem kom út fyrst fyrir tveimur árum. Dís varð geysUega jL/ í-i3 vinsæl þó að hún geti ekki gert upp við sig hvað hún á að vera og hvað hún á að gera - eða kannski vegna þess ... Væntanlegar i sömu seríu: Kvikmynda- Dís og ÞýskaDís!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.