Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 16
16 DV MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 Skoðun DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíó 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Einkavœðing af stað Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur ákveðið að halda einkavæðingunni áfram. í júní næstkom- andi er áformað að selja 20% hlutafjár í Landsbanka íslands. Gangi sala hlutabréfarma eftir verður ríkissjóður í minni- hluta í bankanum. Stórt skref verður þar með tekið i fram- þróun íslensks fjármálamarkaðar. Einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur gengið of hægt fyrir sig á síðustu misserum, eins og bent hefur verið á hér í leið- urum DV. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa haldið því fram að einkavæðingarstefnan hafi beðið skipsbrot. Auðvit- að er þetta rangt enda hefur einkavæðingin skilað umtals- verðum árangri á undanfórnum árum. Mikilvægast er þó að viðhorf almennings til ríkisrekstrar hefur gjörbreyst. En auðvitað hafa mönnum á stundum verið mislagðar hendur og ekki hafa tímasetningar alltaf verið réttar eins og komið hefur í ljós. Allt bendir til þess að heppilegt sé að hefja einkavæðing- una á ný á komandi vikum. Ytra umhverfi er almennt frem- ur hagstætt og framtíðin að öðru óbreyttu björt. Almennt ríkir bjartsýni í þjóðfélaginu eins og væntingarvísitala Gaflups gefur til kynna. Vísitalan hefur aldrei mælst hærri frá því mælingar hófust fyrir liðlega ári. Vísitalan mælir til- trú og væntingar fólks til efnahagslífsins, atvinnuástandsins og heildartekna heimilisins. Slíkan meðbyr er rétt og sjálf- sagt að nýta sér þegar hlutabréf í ríkisfyrirtæki eru seld. Mikilvægast og gleðilegast við ákvörðun ríkisstjómarinn- ar er að nú verður ríkið minnihlutaeigandi að Landsbankan- um. Slíkt ætti að öðru jöfnu að auka tfltrú fjárfesta á bank- anum en ekki síður efla starfsmönnum bankans kraft og þor í harðandi heimi fjármála. Fyrir starfsmenn Landsbankans mun þetta verða heillaskref. Áhugavert verður að fylgjast með hvernig til tekst við sölu á Landsbankanum. Viðskiptakerfi Verðbréfaþings verð- ur notað til að selja bréfrn og verða kaupbeiðnir afgreiddar eftir því sem þær berast frá fjárfestum. Þessi aðferð er í takt við hugmyndir þær sem Ólafur Davíðsson, formaður einka- væðinganefndar, kynnti á morgunverðarfundi Verslunar- ráðs íslands í mars síðastliðnum. Hér er farið inn á nýjar brautir en það undirstrikar enn og aftur hve mikflvægt það er að til sé sæmflega þróaður fjármálamarkaður og að við- skipti með verðbréf séu virk. Ekki er við öðru að búast en að sala á 20% hlutabréfanna í Landsbankanum gangi eftir. Þar með hefur verið rudd ein- fóld leið fyrir ríkið til að losa sig við eignir. Hlutabréf Bún- aðarbankans eru skráð á Verðbréfaþingi og því ekkert tfl fyrirstöðu að hefja þegar í sumar sölu á meirihlutanum. Hlutur í íslenskum aðalverktökum bíður enn, að ekki sé minnst á Landssímann, en það er líklega flóknara verkefni. Enn og aftur Enn og aftur höfum við verið minnt á þau krónísku vanda- mál sem við er að glíma í íslensku heflbrigðiskerfi. í frétt DV í gær kom fram að 2.500 manns eru nú á biðlistum eftir lækn- isverkum hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Þúsundir ís- lendinga hafa þurft að bíða eftir aðgerðum í þrjá mánuði eða lengur. Svo halda menn að allt sé í stakasta lagi í heilbrigðis- kerfinu! Er ekki kominn tími tfl að leita nýrra leiða við rekstur heflbrigðiskerflsins? Er ekki kominn tími tfl þess að ríkis- valdið taki höndum saman við einkaframtakið - taki höndum saman við starfsfólk heflbrigðisstofnana - og leiti nýrra leiða? Eða ætla menn að halda áfram að berja höfðinu við steininn? Og bíða síðan mánuðum saman eftir aðgerð? Óli Bjöm Kárason Schengen og sígaunarnir íslendingar eru nú farnir aö kynnast í reynd þeirri biessun sem fylgir Schengen-kerfinu sem kom til framkvæmda fyrir rösku ári. Með því tóku íslendingar að sér að gæta ytri landamæra Evr- ópusambandsins með við- eigandi töfum og tilkostn- aði, sem meðal annars varðar ferðalanga til og frá Vesturheimi. Kostimir sem fylgja áttu aðild að Schengen-samningnum eru afnám landamæraeftirlits innan svæðis- ins. Það tekur þó hvorki til Eng- lands eða írlands, þar eð þessi ríki kusu að standa utan samstarfsins. Ríkisstjórnin með utanríkis- og dómsmálaráðherra í fararbroddi beitti sér fyrir aðild íslands að Schengen. Fullyrt var að héðan í frá þyrftu íslendingar ekki að hafa áhyggjur af vegabréfaskoðun í ferðum til meginlands Evrópu. Sannleikurinn er sá að fyrir íslendinga sem eyþjóð var engin ástæða til að gerast aðili að Schengen-kerfinu. Samlíking við norræna vegabréfasamstarfíð var út í hött, þótt því væri beitt sem agni. Líklega hafa þeir sem ferðast loftleiöis aldrei þurft að draga fram vegabréf eins oft í ferðum til og frá landinu og siðasta árið. Fullveldisafsal og mismunun Með Schengen-samningnum af- söluðu íslendingar sér sjálfstæðu mati á samskiptum við önnur riki á ýmsum sviðum. Útlendingum sem hingað leita er nú skipt í tvo hópa eftir því hvort þeir eru búsett- ir á Schengen-svæðinu eða utan þess. Um samningsákvæðin og breytingar á þeim höfum við engan atkvæðisrétt og verðum að taka því sem býðst eða segja okkur frá sam- starfmu ella. Á túlkun samnings ís- lands og Noregs við Schengen hefur þegar reynt. Um það sagði utanríkisráðherra í skýrslu til Alþingis um utanríkis- mál á síðasta vetri: „Má fullyrða að alvarlegasti ágreiningurinn þess eðlis hafi orðið i kjölfar viðbragða ESB við hryðjuverkunum í Banda- ríkjunum 11. september 2001. Þar greindi samningsaðila á um hvort umfangsmiklar aðgerðir ESB í kjöl- far atburðanna teldust varða Schengen-samstarfið eður ei. Gegn andmælum íslands og Noregs fékk ESB sínu framgengt og fjallaði ekki um þessar aðgerðir á vettvangi Schengen-samstarfsins. Er nú að koma á daginn að ýmsar af þessum aðgerðum kalla á breytingar á Schengen-samningnum sem nú eru til umfjöllunar." Fjársóun og persónunjósnir Schengen-bröltið er eitt kostnað- arsamasta ævintýri sem ráðist hefúr verið í aö þarflausu hérlendis. Um- fangsmiklar breytingar og stækkun á flugstöðinni í Keflavík eru aðeins einn þáttur málsins, að visu óyndis- legur og hefur spillt útliti og fyrir- komulagi i flugstöðinni verulega. Til lengri tíma litið verður rekstrar- kostnaður af margvíslegu tagi afar íþyngjandi og er þegar farinn að segja til sín. Þannig voru 74 millj. kr. færðar á dómsmálaráðuneytið vegna Schengen á fjárlögum 2002 og er það aðeins hluti af heildarútgjöldum. Fyrir ferðaþjónustu hérlendis hefur Schengen ýmsa ókosti í fór með sér eins og Ferðamálaráð benti á í um- sögn til Alþingis. Umfangsmikill þáttur Schengen er flókið, miðstýrt upplýsingakerfi með skráningu um einstaklinga, m. a. tií „... að tryggja almannaöryggi og allsherjarreglu, þar með talið ör- yggi ríkisins". Mikið er nú rætt um að ytri landamæri Schengen séu harla götótt og straumur ólöglegra innflytjenda inn á svæðið býsna stríður. Hvort sígaunarnir í Laug- ardal eru þannig til komnir skal ósagt látið, en þeir hafa notað sér ferðafrelsið innan svæðisins til óvæntrar heimsóknar hérlendis. Slíkum uppákomum mun fjölga á næstunni í krafti Schengen og jafn- framt spumingunum um i hvers þágu efnt hafi verið til þessa fárán- lega og dýrkeypta samnings. Hjörleifur Guttormsson „Fullyrt var að héðan í frá þyrftu íslendingar ekki að hafa áhyggjur af vega- bréfaskoðun í ferðum til meginlands Evrópu ... Samlíking við norræna vega- bréfasamstarfið var út í hött, þótt því vœri beitt sem agni. Líklega hafa þeir sem ferðast loftleiðis aldrei þurft að draga fram vegabréf eins oft í ferðum til og frá landinu og síðasta árið. “ Ummæli Lyfta þarf kvótaþaki „Ýmis sjávarútvegsfyrirtæki og kjölfestufjárfestar hafa verið að auka hlut sinn í sjávarútvegsfyrir- tækjum með það að yfirlýstu leiðar- ljósi að hefja samstarf á milli þeirra eða sameina þau. Til þess að sam- runaferli geti farið af stað fyrir fulla alvöru þyrfti að lyfta svoköll- uðu kvótaþaki, en frumvarp um það liggin- fyrir Alþingi. Óhætt er að segja að sjávarútvegur er áhættusöm atvinnugrein, einkum vegna þess að lítiö þekktar náttúru- legar sveiflur hafa mikil áhrif á af- komu hans. Háar skuldir eru ekki til þess fallnar að minnka þessa áhættu. Niðurgreiðsla á skuldum og áhættudreifmg í gegnum fjöl- breyttari veiðar og vinnslu er nauð- synlegt til að bæta rekstraröryggi í greininni." Björn Knútsson á vefsetri MP-veröbréfa. Forsætisráðherrann er geðlæknir „Stöðugleikinn er ákjósanlegastur og óskandi að hægt væri að koma þessu litla þjóðríki í eitthvert jafn- vægi. Efnahags- kerfi okkar er eins og geðsjúklingur, annaðhvort mjög langt niðri eða hátt uppi í skýjunum. Þá verður að líta svo á að forsætisráðherrann sé geð- læknirinn og það er skylda hans að koma „sjúklingnum" í jafnvægi aft- ur. Um það snýst trúlega næsta kosningabarátta. Talandi um geð- raskanir þá er það einnig áhyggju- efni hversu mikið íslendingar taka inn af geðlyfjum, jafnt ung börn sem þeir eldri. Ég held að það sýni svo ekki verði um villst að þjóðfélagið er á villigötum i öllum þesstun full- komnunarkröfum. Slökum aðeins á og njótum lífsins og reynum að laga það sem betur má fara. Hamingjan verður hvort sem er ekki keypt í dýrum jeppum, húsum eða innan- stokksmunum." Elín Albertsdóttir í Vikunni. Þetta er mjög leiðinleg tugga ... áður en við opnuðum Bónus var hlutfall mat- vöru af ráðstöfun- artekjum tuttugu og eitt prósent en nú er það rétt rúm sautján prósent og er á leið niður á við. Við höfum ítrekað bent á þessa staðreynd en hún virðist ná illa í gegn, hjá sumum að minnsta kosti. Sumir stjómmáiamenn eru mjög uppteknir af stærð Baugs. Þeir hafa gert athugasemdir við hversu stór við erum orðin og látið liggja að því að Baugur hafi stækkað svona með því að okra á matvöru. Þetta er mjög leiðinleg tugga sem við þurf- um sífellt að vera að berjast gegn. Við værum náttúrlega ekki komin í þessa stærð nema við hefðum eitt- hvað að selja sem neytendur vildu kaupa.“ Jðn Ásgeir Jóhannesson í viötali viö Ský.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.