Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Síða 17
MIÐVKUDAGUR 29. MAÍ 2002 17 Sóknarsigur Samfylkingarinnar Ossur Skarphéöinsson formaöur Samfylkingarinnar Út úr kosningunum á laugardaginn stígur Sam- fylkingin fram á sviðið sem þroskað og trúverð- ugt stjórnmálaafl. Flokk- urinn vann mjög góðan sóknarsigur. Samfylkingin hlaut yfir 31% atkvæða þar sem hún bauð fram undir eigin nafni. Á mörg- um öðrum stöðum lagði hún til burðarásana þar sem sameiginleg framboð unnu góða sigra og sums staðar hreina meirihluta. Gleggsta dæmið er auð- vitað í Reykjavík. Per- sónulegur styrkur borgar- stjóra úr röðum Samfylk- ingarinnar tryggði yfir- burðasigur á Sjálfstæðis- flokknum. Samfylkingin hefur síðustu mánuði verið í öruggri sókn. Hún hefur öðlast trúverðugleika og traust kjósenda. Þetta hefur birst í skoðanakönnunum siðustu mán- uði. Þar hefur Samfylkingin verið með næstmest fylgi íslenskra stjómmálaflokka. Þær hafa sýnt flokkinn með 26-28% i Reykjavík, um 25% á Reykjanesi og kringum 20% annars staðar. Úrslitin á laug- ardaginn eru i prýðilegu samræmi við þetta. Samfylkingin er nú næststærsti stjórnmálaflokkur landsins. Samfylking eða Vinstri grænir Samfylkingin hefur langt í frá slitið bamsskónum. Hún er rétt orðin tveggja ára. Aflir vita að það tekur tíma fyrir nýjan flokk að festa sig í sessi. Fyrstu sporin voru Samfylkingunni erfið. Hún ögraði þeim flokkum sem fyrir voru, sér- staklega Sjálfstæðisflokknum. Fyr- ir vikið sætti hún linnulausum árásum þeirra. Ófáir fjölmiðlungar tóku þátt í þeim leik einsog menn muna. En í þraut skal flokk þekkja. Mótlætið herti Samfylkinguna, jók baráttuandann og styrkti þannig innviðina. Ég get með stolti sagt að enginn stjómmálaflokkur hefur sýnt meiri seiglu en Sam- fylkingin. Sú seigla birtist í úrslit- unum á laugardaginn. Þá uppskár- um við afdráttarlausa traustsyfir- lýsingu kjósenda fyrir þrotlausa vinnu siðustu missera við að styrkja innviði hreyfingarinnar og meitla jákvæð og fersk stefnumál. Ég sagði í grein rétt fyrir kosn- ingar að þær yrðu prófsteinn fyrir nýju flokkana tvo sem hafa orðið til á vinstri vængnum. í kosningunum myndi bakland þeirra birtast. Þar með kæmi í Ijós hvort kjósendur vildu heldur styrkja Samfylking- una eða Vinstri græna til mótvægis við Sjálfstæðisflokkinn. í dag blasir við öllum hvaða flokki stjómarandstöðunnar kjós- endur treysta best til að verða öfgalaust og málefnalegt mótvægi við ofurveldi Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur völdu Samfylkinguna. Hún er flokkurinn sem kjósendur treysta best í dag til að verða hinn sterki póll vinstra megin á miðj- unni. Þríflokkurinn birtist Stofnun Samfylkingarinnar var einbeitt tilraun til að sameina jafn- aöarmenn i einn flokk. Nokkrir for- ystumenn á vinstri vængnum klufú sig frá og mynduðu Vinstri græna. Þeir hafa á köflum farið með himin- skautum í skoðanakönnunum. Um hríð hallaði drjúgt á Samfylking- una. Ég og fleiri sem höfum ýmsa fjöruna sopið í stjómmálum vörað- um jafnan við því að oftúlka niður- stöður skoðcmakannana. Kjaftastéttimar, einsog sumir kalla þá sem vinna fyrir sér með munninum í fjölmiðlum, vora hins vegar drjúgar við að túlka kannan- ir á þann veg aö sameining jafnað- armanna hefði mistekist. Vafalítið hjálpaði sú síbylja, sem á köflum dundi markvisst yfir neytendur hins talaða orðs, við að koma þeirri skoðun að í vitund margra að Samfylkingin hefði ekki haft er- indi sem erflði. Éjórflokkurinn lifði áfram, með breytingum á nöfnum og númerum. Niðurstaða kosninganna er hins „Niðurstaða kosninganna er hins vegar með allt öðrum hœtti. Kjósendur tóku völdin í sínar hendur og höfnuðu gamla fjórflokkakerfinu.“ - Sigurvegar- ar í Reykjavík fagna niðurstöðunni. vegar með allt öðrum hætti. Kjós- endur tóku völdin í sínar hendur og höfnuðu gamla fjórflokkakerf- inu. Afhroð Vinstri grænna þýðir að á sveitarstjómarstiginu er nú þriggja flokka kerfi við lýði. Úrslit- in á laugardag fela þannig í sér af- dráttarlausan stuðning við sam- einingu jafhaðarmanna. Meðal vinstrisinnaðra kjósenda fékk Samfylkingin yfirburðafylgi. Þá niðurstöðu er tæpast hægt að túlka öðruvísi en sem afdráttar- lausa traustsyfirlýsingu við þá sem börðust fyrir sameiningu jafn- aðarmanna. í því felst ekki minnst sigur flokksins á laugardaginn. Tilraunin er að takast. 31% og 45 bæjarfulltrúar Alls bauð Samfylkingin fram á um fimmtán stöðum. Þeir eru Akranes, Akureyri, Árborg, Dala byggð, Garðabær, Grindavík Hafnarfjörður, Húnaþing vestra Hveragerði, ísafjörður, Kópavogur N-Héraö, Reykjanesbær, Siglu- fjörður, Stöðvarfjörður. í þessum hópi eru öll stærstu og fjölmenn- ustu sveitarfélög landsins, aö Reykjavík undanskilinni. Á nokkrum öðrum stöðum voru sterk framboð borin uppi af félög- um í Samfylkingunni þó þau væra ekki beinlínis undir flaggi flokks- ins. Grindavík og Sandgerði eru dæmi um það. I þessum sveitarfélögum vora greidd rúmlega 59 þúsund at- kvæði. Af þeim fengu listar Sam- fylkingarinnar 18.539 atkvæði. Samfylkingin hlaut því 31,4% fylgi í þeim. Það sýnir ótvíræðan styrk flokksins og sannar hversu vel uppbygging og ræktun flokks- starfsins hefúr gengið. Til samanburðar má nefna að meöalfylgi Framsóknarflokksins var tæp 24%. Vinstri grænir náðu 6,6% fylgi í þeim sveitarfélögum sem þeir buðu fram í. í þessu ljósi dylst engum hversu sterk Samfylk- ingin kemur út úr kosningunum. Styrkur Samfylkingarinnar birt- ist með jafn afdráttarlausum hætti þegar fjöldi bæjarfulltrúa er skoð- aður. Þar sem Samfylkingin bauð fram ein og sér, eða þar sem nafn hennar kom fyrir í heiti framboða, telst mér til að flokkurinn eigi ekki færri en 45 bæjarfulltrúa. Þá eru ótaldir bæjarfulltrúar sem eru félagar í Samfylkingunni en til- heyra sameiginlegum framboðum. Þetta era því mörgum sinnum fleiri fulltrúar en Vinstri grænir eiga að kosningum loknum. í dag er óþarfi að rifja upp hrakspár fjölmiðla. Fylgi upp á 31,6% og 45 bæjarfulltrúar í stærstu sveitarfélögum landsins sýna ótvírætt að Samfylkingin nýt- vu nú mikils trausts meðal kjós- enda. Sögulegur sigur í Hafnarfirði Sætasti sigur Samfylkingarinn- ar vannst i Hafnarfirði. Undir for- ystu tvíeykisins Lúöviks Geirsson- ar og GunnEurs Svavarssonar felldi Samfylkingin meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar. Sex bæjarfulltrúar hennar náðu kjöri og unnu hreinan meirihluta. Sigur af þessari stærðargráðu hefur aldrei unnist í Hafnarfirði síðan á fjórða áratugnum, þegar Alþýðu- flokkurinn náði svipaðri stærð. Sigur Samfylkingarinnar er því sætari þegar haft er í huga að Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins. Flokknum er ákaflega mikilvægt að ná þeirri breidd í mannvali og pólitískri stefnu að íbúar í bæjarfélagi af þeirri stærðargráðu velji hann til afgerandi forystu. Pólitískt mikil- vægi sigurs Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er þó meira en það sem snýr aö Samfylkingunni einni. Afrek okkar manna í Hafn- arfirði eru nefnilega líkleg til að verða afdrifaríkari fyrir þróun samfélags okkar en skilst í fljótu bragöi. í Hafnarfirði háðu menn stórorr- ustu um grundvallaratriöi. Þar hafði Sjálfstæðisflokkurinn gert bæinn að pólitísku tilraunaeldhúsi þar sem uppskriftir að einkavæð- ingu á félagslegri þjónustu vora til reynslu. Umdeildar aðferðir einka- ffamkvæmdar vora notaðar til að reisa skóla og drápsklyfjar skulda þannig lagðar á Hafnftrðinga inn í framtíðina. Öllu verri tilraun var svo gerð með hreina einkavæðingu á kennslu grunnskólabama. Gegn þessu barðist Samfylking- in hatrammlega. Hafnfirðingar guldu sjálfstæðismönnum rauöan belg fyrir gráan. Þeir höfnuðu einkavæöingunni með eftirminni- legum hætti. Þessi niðurstaða þýð- ir að öflum líkindum að sjálfstæð- ismenn munu ekki leggja í frekari einkavæðingu á grunnskólanum, eða annarri félagslegri þjónustu, i þeim sveitarfélögum þar sem þeir náöu hreinum meirihluta. Sveiflan í Árborg í Árborg vann Samfylkingin ekki síðri sigur með frábærlega út- færðri kosningabaráttu. S-listinn bætti við sig heilum 14% frá fylgi sameinaðs framboðs vinstri manna fyrir fjórum árum. Sam- fylkingin fékk alls ríflega 40% at- kvæða og er nú langstærsti flokk- urinn í Árborg. Sama sveifla feykti burt meiri- hluta sjálfstæðismanna í Hvera- gerði. Þar þrefaldaði Samfylkingin næstum fylgi sitt, hlaut 26,4% og velti meirihluta sjálfstæðismanna. í Vestmannaeyjum var meirihluti sjálfstæðismanna líka felldur af framboði sem leitt var af þing- manni Samfylkingarinnar. í Þor- lákshöfn er Samfylkingin i viðræð- um um myndun meirihluta. Pólitísk staða á Suðurlandi er því gerbreytt. Þar skiptir ekki minnstu máli fyrir Samfylkinguna að ótrúlegt mannval á vegum flokksins er þar komið í fremstu víglínu. Fyrstu sporin þar eru sannarlega sigursæl. Buröarásar úr Samfylkingu Staöa Samfylkingarinnar er einnig mjög góð á suðvesturhluta landsins. I Hafnarfirði fengum við 50,2%, í Reykjanesbæ 33,1%, fram- boð á hennar vegum fékk tæp 43% í Grindavík, listi sem flokkurinn studdi í Vogum fékk 57,5% og í Sandgerði 42,5%, i Kópavogi, þar sem Samfylkingin bauð nú fram í fyrsta skipti, fékk hún 28,3% og á Akranesi 32,4%. Á Norðurlandi er Samfylkingin greinilega í sókn. Á Siglufirði vannst hreinn meirihluti af lista sem var borinn uppi af Samfylk- ingunni. Nýr, hreinn meirihluti vannst í Ólafsfirði af lista þar sem Samfylkingin lagði til burðarás- ana. Sama gildir um Húsavík, þar sem sameinaður vinstri listi hélt meirihluta. Það er sögulegur áfangi. Á Akureyri var flokknum spáð mikilli hrakför af fjölmiðlum sem töldu Vinstri græna myndu reyta af honum aflt fylgi. Niðurstaðan varð á annan veg. Glæsileg kosn- ingabarátta jók fylgið úr 4% í upp- hafi í 14%. Til samanburðar má nefna að VG hlaut 8,7%. Niöur- staðan á Akureyri var góður varn- arsigur. Mestu skiptir að Samfylk- ingin á Akureyri hefur treyst inn- viði sína og er í góðum færam til að bera uppi kosningabaráttu flokksins í kjördæminu að ári. Á Vestfjörðum kom illa innrætt- ur túkall í veg fyrir í hlutkesti að sameinað framboð vinstri aflanna, sem Samfylkingin studdi, felldi lífseigan meirihluta sjálfstæðis- manna í Bolungarvík. Fjórðungs- fylgi okkar á ísafirði, þar sem sex listar buðu fram, er jafnframt góð- ur grunnur til að byggja á öflugra starf flokksins vestra. Sögulegt afhroð í Reykjavík leiddu ótviræðir yf- irbm-ðir Ingibjargar Sólrúnar til þess að sigur okkar manna var aldrei í hættu. Úrslitin í Reykjavík eru ósigur forystu Sjálfstæðis- flokksins. Hún tjaldaði öllu sem til var - handvaldi stýrimanninn og ruddi skipið svo Björn Bjamason kæmist án baráttu í forystusætið. Hún jós ótrúlegu fjármagni í bar- átúma og lagði allt í hana sem hægt var. Niðurstaðan var sögu- legt afhroð. Úrslitin á laugardaginn styrktu Samfylkinguna verulega. Flokkur- inn kemur úr þeim sem þroskað stjórnmálaafl sem heyr baráttu sína á rólegum og málefnalegum grunni. Hún nýtur nú trúnaðar kjósenda sem langöflugasti val- kosturinn gegn ofurvaldi Sjálf- stæðisflokksins. SEunfylkingin stóðst sitt fyrsta próf með glæsibrag. Össur Skarphéðinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.