Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 Tilvera x>v -A Þorpskakan bökuð Listakonan og börnin bökuðu kókuskúlptúr sem var eftirlíking af byggðinni á staðnum. Hápunktur listaveislunnar var svo át kökunnar. DVMYNDIR GUDMUNDUR SIGURÐSSON Lltadýrö Holly Hughes töfrar fram ýmsa llti sem Flateyríngar notuöu til aö setja fingraför sín á skólabyggingu staðarins og lýsa um leið kostum þess að búa þar. Bandaríska listakonan Holly Hughes á Flateyri: Kom siglandi á skútu utan úr heimi - og kennir íbúum að sjá þorpið í nýju ljósi „Börnunum finnst þetta æðislega gaman og taka þátt í þessu öllu af lífi og sál. Þetta er eitthvað sem þau hafa ekki upplifað áður," sagði Vig- dís Garðarsdóttir, skólastjóri á Flat- eyri. Bandaríska fjöllistakonan og heimshornaflakkarinn Holly Hug- hes hefur að undanförnu verið á Flateyri og unnið með grunnskóla- börnum að listsköpun þar sem um- hverfíð á staðnum er meginvið- fangsefnið. Meðal annars voru þorpsbúar hvattir til að mæta að grunnskólanum en hluti skólahúss- ins var málaður með frjálsri aðferð og settu íbúarnir handarfar sitt þar á og skrifuðu við stutta skýringu á því hvað væri best við að búa á Flat- eyri. Það voru börnin sem komu með hugmyndir að verkum og listakon- an færði þau í búning. Meðal ann- ars var gerður stór kökuskúlptúr, eins konar þorpskaka, með lögun þorpsins og skein ánægja úr hverju andliti þar sem börnin hópuðust með Holly við kökugerðina. Á kök- unni voru lítil hús, litlir bátar og fleira sem einkennir litið íslensk sjávarþorp. Holly Hughes hefur síðustu 12 ár ferðast um heiminn á skútu og að vonum komið víða við. Á síðasta sumri kom hún til Vestfjarða á skútu sinni og þá meðal annars til Flateyrar þar sem hún gekk um fjöll og firnindi og tók mikið af mynd- um. í vetur hafði hún vetursetu á ísafírði og hefur starfað með börn- um og unglingum þar. Veru Holly á Flateyri lauk með því að heima- menn komu saman í félagsheimili staðarins og gæddu sér á þorpskök- unni ásamt þvl að skoða ljósmynda- sýningu listakonunnar. „Það sem Holly gerði var að fá íbúana til að draga fram allt það jákvæða sem Flateyri hefur yfir að búa og það tókst rækilega enda margt sem byggðin hérna státar af," segir Vig- dis skólastjóri. -GS Bjartar nætur á Austf jörðum - Austfirðingar sýna Cosi van tutte í Borgarleikhúsinu Austfirðingar slá ekki slöku við í flutningi ópera þrátt fyrir slaka að- stöðu og mikinn tilkostnað. Óperu- stúdíó Austurlands stendur árlega fyrir tónlistarhátíðinni „Bjartar nætur í júní". Markmið Óperustúd- íós Austurlands er að efla menning- arstarfsemi á Austurlandi og gefa ungu listafólki tækifæri til að spreyta sig á nokkrum þekktustu verkum tónlistarbókmenntanna. Laugardaginn 8. júní nk. verður frumflutt óperan Cosi fan tutte eftir Mozart á Eiöum. Hún verður svo sýnd á sunnudag og þriðjudaginn 11. júní en lokasýning er fimmtu- daginn 13. júní. Mánudaginn 10. júní mun Kammerkór Austurlands svo flytja íslenska og erlenda kór- tónlist í Egilsstaðakirkju, m.a. tón- list eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Samuel Barber og Poulenc. Einnig verða flutt létt íslensk þjóðlög. Þessi efnisskrá er sú sama og kór- inn flytur í Litháen í sumar en þar fer fram kóramót Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og hefur kórnum hlotnast sá heiður aö vera boðin þátttaka í mótinu sem fulltrúi ís- lands. Miðvikudaginn 12. júní er boðið til Mozart-tónlistarveislu í Eskifjarðarkirkju þar sem fluttir verða forleikir, dúettar og aríur úr Mozart-óperum ásamt fagott- konsert, homakonsert og fiðlu- konsert. íbúar höfuðborgarsvæðisins fá einnig að njóta óperunnar því Aust- firðingarnir verða í Borgarleikhús- inu í Reykjavík laugardaginn 15. júní og sunnudaginn 16. júní. -GG DV-MYND E.OL. I rauöu stofunni „Ég á ekki sjálf um sárt að binda vegna sjálfsvíga en vil styrkja samtökin," segir Olga Pálsdóttir myndlistarkona. Styrkir samtök gegn sjálfsvígum: Gefur söluhagnað í fréttum RÚV sl. mánudagskvöld var sagt frá fjárhagslegum erfiðleik- um Samtaka gegn sjálfsvígum. Eftir að hafa heyrt fréttina ákvað ég að gefa allan sóluhagnað af grafikverkum mínum á myndlistarsýningunni sem ég er með í Rauðu stofunni í Galleríi Fold á Rauðarárstíg," segir myndlist- arkonan Olga Pálsdóttir. Sýningin hefur yfirskriftina Reykjavík og var opnuð i tilfefni borgarstjórnarkosn- inganna. Henni lýkur 9. júní. Dagskrá Listahátíðar á morgun Trílógía nefnist danssýning sem sett er upp í tilefni 50 ára afmælis Listdansskólans og verður frum- sýnd í Þjóðleikhúsinu kl. 20. Þrír danshöfundar og þrjú tónskáld hafa samið dansana og tónverkin sem flutt verða. Lúðrasveit Reykjavíkur kemur við sögu i einu verkinu og Steindór Andersen kveður rímur. Hinir vænu ræningjar Síðustu tónleikar sígaunasveitar- innar Taraf de Haidouks verða svo á Broadway kl. 21. Nafh sveitarinn- ar er að hluta fengið frá goðsagna- kenndum ræningjum í anda Hróa hartar sem nefndust Haidouks. Þeir eru hetjur margra miðaldasöngva sem eru einmitt á efhisskrá hljóm- sveitarinnar. Orðið Taraf merkir einfaldlega hljómsveit svo leggja mætti nafnið út sem Hrjómsveit hinna vænu ræningja. Ahuginn skín úr hverju andliti Þóra Þorbergsdóttir og Pálína Páls- dóttir á kafi í uli, með áhugasaman barnahóp í kringum sig. Allt frá reyfinu á prjónana Krakkarnir í Sandvíkurskóla á Sel- fossi fengu góða innsýn i gömul vinnubrögð hjá þeim Þóru Þorbergs- dóttur og Pálínu Pálsdóttur austan úr Vestur-Skaftafellssýslu í vikunni. Þær sýndu og kenndu börnunum úr- vinnslu ullarinnar, allt frá reyfi upp i prjónaða sokka, vettlinga og húfur. Meðferðis höfðu þær kamba, rokk, snældu og prjóna auk góða skapsins og óþrjótandi þolinmæði við að kenna og sýna. Auk þess læddust með sögur og heilu ljóðabálkarnir sem eiga vel við þegar unnið er við þessa iðju.-NH ÍCYfiliWf FIM. 30. MAI KK....................Gistiheim. Ölafsvík Stebbi & Eyfi Sjávarperl. Grindavík ENGLAR.............. Vídalín v. Ingólfstorg f«IST. 31. MAÍ KK....................Hótel Framn.Grundarf. PAPAR Sjávarperl. Grindavík BUFF Vídalín v. Ingólfstorg ÍSLANDS EINA V0N Kaffi Reykjavík SÓLDÖGG Players Kópavogi IAUG. 1. JðKl KK....................Fimm fiskum Stykkish. PAPAR................Höllínni Vestmannaey. BUTTERCUP Sjávarperl. Grindavík BUFF..................Vidalín v. Ingólfstorg ÍSLANDS EINA V0N Kaffi Reykjavík ÍRAFÁR Players Kópavogi $m. 2. Jöiei KK....................Dalabúð Bu&rdai SÓLDÖGG Félagsheim. Patreksf. FIM. 6. JOMl MEZZ0F0RTE.......NASA v. Austurvöii www.promo. is FRAMUNDAM FIM. 6. JUKIFRH. i KK Kantrýbæ Skagastr. ' VÍTAMÍN Vídalfn v. Ingólfstorg | FÖST. 7. JÚKÍ i í SVÖRTUM FÖTUM Ýdölum Aðaldal KK Café RÍÍS Hölmavík | VÍTAMÍN Vídalín v. Ingolfstorg PAPAR Kaffi Reykjavík HUNANG Players Kópavogi ' LAUG. 8. JÖffí ! KK Félagsheim. Ðrangsn.i GULLF0SS & GEYSIR Vídalín v. Ingölfstorg ' PAPAR Kaffi Reykjavík HUNANG Players Kópavogi /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.