Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 Sport Klifurhúsið hefur opnaö nýja aðstöðu í Skútuvogi: Gríðarlega miklir vaxtarmöguleikar - - klettaklifur innisport sem margir stunda Klettaklifur er íþrótt sem nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Nokkur gróska er í þessari íþrótt hérlendis og stunda hópar í auknum mæli þetta sport saman. Nýlega opnaði Klifurhúsiö nýja að- stöðu að Skútuvogi 1 sem hef- ur notið mikilla vinsælda og er þarna komin enn ein leið- in fyrir landann til að styrkja líkama og sál. íþróttin á sér ekki langa sögu hér á landi, aðeins um 15 ár, en hún hefur um árabil notið mikilla vinsælda viða um heim, einkum í Suður- Evrópu. Þá stundaði aðeins þröngur hópur íþróttina og setti þá yfirleitt upp vegg i bílskúrnum heima hjá sér en smátt og smátt hefur þetta undið upp á sig. Aðstandendur Klifurhúss- ins voru áður með aðstöðu í Borgartúni og æfðu þar. Þeg- ar leigusamningnum þar var sagt upp um áramótin fóru Klifurfélag Reykjavíkur og ís- lenski alpaklúbburinn í sam- starf um að finna nýtt hús- næði og með samstilltu átaki tókst að koma upp þessari að- stöðu í Skútuvoginum. Sigurður Skarphéðinsson, einn af aöstandendum Klifur- hússins, segir að fæðingin hafi reyndar verið nokkuð erfið. „Menn unnu í sjálf- boðavinnu í vetur við að koma þessu upp en þetta hafðist. Og eftir að aðstaðan var opnuð hefur þetta gengið mjög vel þó að aðsóknin sé aðeins orðin rólegri núna þegar sumarið er gengið í garð." Sigurður segir töluvert um að hópar komi saman að klifra. „Við höfum fengið mikið af hópum frá skólum og með- ferðarheimilin hafa einnig komið sterk inn. Svo hefur einn og einn fyrirtækjahópur einnig látið sjá sig." Ööruvísi en heföbundin heilsurækt Klettaklifur hefur að mati Sigurðar ýmislegt til brunns að bera sem íþrótt „Þetta er mjög góð heilsu- rækt og öðruvisi en þessi hefðbundna. Það geta í raun allir stundað þessa íþrótt þó að vissulega sé betra að vera vel á sig kominn og streða ekki við of mörg aukakiló. En það hefur sýnt sig að þó að ís- lendingar séu almennt stærri og þyngri en Suður-Evrópu- búar höfum við verið að ná ágætis árangri í íþróttinni á Evrópumælikvarða. Það er því engin ástæða til að ætla annað en að flestir geti stund- að þessa íþrótt." Sigurður bætir við að íþróttin styrki fyrst og fremst maga, bak og hendur auk þess sem hún krefjist griðar- legrar tækni, sérstaklega ut- anhúss. Ókosturinn við að stunda þessa íþrótt hér á landi er að mati Sigurðar litil aðstaða ut- anhúss. „Það er ekki mikið af góð- um útisvæðum til að stunda klettaklifur hér á landi þannig að eins og staðan er í dag er þetta fyrst og fremst innisport." Sigurður segir að 25-30 manns stundi íþróttina að staðaldri en hins vegar komi alls nokkur hundruð manns af og til. „Ég held að vaxtar- möguleikar þessarar iþróttar séu gríðarlegir. Hún er þegar komin á það stig að margir stunda klifur i stað þess að fara í golf eða lyfta. Aðalat- riðið er hins vegar að fara hægt af stað og taka aðeins eitt skref í einu. En þetta er iþrótt fyrir fólk á öllum aldri og það eru krakkar allt niður í þriggja ára aldur sem eru byrjaðir að klifra hjá okkur," segir Sigurður að lokum. Allar nánari upplýsingar um Klifurhúsið er hægt að finna á vefsíðu þess, www.klifurhusid.is. -HI „Þetta er mjög góð heilsurækt og ööruvísi en þessi hefðbundna. Það geta í raun ailir stund- að þessa íþrótt þó aö vissulega sé betra að vera vel á sig kominn og streða ekki við of mörg aukakíló," segir Siguröur Skarphéöinsson. DV-mynd E.ÓL. Veiðivon Þótt ótrúlegt megi viröast hefur fengist leyfi fyrir því að hingað til lands komi norskt seiöaflutningaskip um miðjan júní. Skipið mun sjá um flutninga á seið- um fyrir fiskeldisfyrirtækið Sæsilfur sem fengið hefur leyfi til laxeldis í Mjóafiröi. Ingimar Jóhannsson hjá landbúnaðarráðuneytinu segir í samtali viö Inter- Seafood.com að ákveðið hafi verið aö leyfa komu seiðaflutningaskipsins hingaö til lands en settar verði mjög strangar kröfur um sótthreinsun á skipinu og búnaði þess. Þadfer maöur frá yfirdýralækni til Noregs og sér til þess að sótthreinsun skipsins ytra verði follnægj- andi áður en það heldur af stað hingað til lands. Skip- ið verður svo sótthreinsað að nýju hér heima og það kemur til greina að það verði tekið í slipp ef Yfirdýra- læknisembærtið krefst þess. Þá eru gerðar kröfur um að allar dælur, barkar og annar búnaður, sem ekki er hægt að sótthreinsa, verði nýr og ónotaður, segir Ingi- mar en samkvæmt upplýsingum hans verður skipið í flutningum hérlendis um tveggja til þriggja vikna skeið. Það er ekki að ástæðulausu að gerðar eru strangar kröfur um sótthreinsun því ýmsir fisksjúkdómar, sem landlægir eru í Noregi hafa aldrei borist hingað til lands. Er þess skemmst að minnast að nýlega skaut sníkjudýr sem drepur laxaseiði upp kollinum í seiða- eldisstöðvum nyrst í Noregi. Stöðvarnar eru í ná- grenni tveggja af bestu laxveiðiám Noregs og órtast menn að sníkjudýrið geti lagst á villt laxaseiði. Er þetta orðið aö millirikjamáli því a.m.k. önnur áin, Tana, á upptök í Finnlandi og telja heimamenn sig hafa eitthvað að segja um málið. Minnivallalœkur í Landsveit hefur gefið 170 fiska og veiðimenn sem voru þar fyrir nokkrum dögum veiddu 3 fiska. Öllum fiski er sleppt aftur í lækinn en stærsti fiskurinn er 14 pund. Það er ekki bara í Norðurá sem laxinn er kominn. Hann er líka mættur í Laxá í Kjós og Jón Helgi Vig- fússon á Laxamýri sagðist hafa kíkt en ekki séð neitt enn þá. Jafhvel er laxinn lika kominn í Aðaldalinn, en Laxá veröur opnuð 10. júni af bændum við ána. Enginn lax hefur enn þá sést i Elliðaánum, en þær opnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Veið- ir hún fjögur næstu árin í opnun Elliðaánna eftir sig- urinn í kosningunum á dögunum. Elliðaárnar verða opnaðarlS.júní. ^jiender Veiðidagur fjölskyldunnar í Eyjafirði: Bleikjan bjargaði mál- um ungu veiðimannanna | 1 I ' m\ Wtt i/1 ¦ > ij -.^ m:. m¦¦¦¦*¦-- ¦ mWmBBm Elmar Kristjánsson, Sveinmar Stefánsson og Páll Sigurösson meö bleikjuna sem þeir höfðu veitt sunnan Leiruvegar. DV-mynd G.Bender „Við erum ekki búnir að fá nema eina bleikju, hún veiddist áðan og við höfum lítið orðið varir meira. Samt ætlum við að reyna áfram," sögðu þeir Elmar Kristjánsson, Sveinmar Stefánsson og Páll Sigurðsson er við hittum þá á veiðidegi fjölskyldunnar sem var haldinn um helgina sunnan við Leiruveg á Akureyri. Það var Veiði- lind og Veiðifélag Eyja- fjarðarár sem héldu þennan veiðidag fyrir veiðimenn yngri en 16 ára. „Þetta er fín útivera en við ætlum að reyna að veiða fleiri fiska," sögðu þeir félagar og héldu áfram að kasta. Fiskur- inn var tregur. „Veiðin var frekar lítil, einn og einn fiskur, en mikið var um smátitti, bleikjan er bara að koma," sagði tíð- indamaður okkar á staðnum sem fylgdist með veiðiskapnum. Allir höfðu gaman af veiðinni og veiðiskapnum og til þess var leikurinn gerð- ur. -G.Bender