Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 1
MAÐURINN BORÐAR SVO MIKIÐ - BLS. 13 -------r>- '.--- w& llllll 1 710 1 U^» DAGBLADID VISIR 121. TBL. - 92. ARG. - FIMMTUDAGUR 30. MAI 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK DV-MYND E Þröng á þingl Árfni Johnsen, stjórnarmaöur í RARIK, sést hér í hópi fúndarmanna á Akureyri ígærdag. Iðnaðarráöherra sagði um hugsanlega sameiningu Norðurorku og RARIK að umræðan hefði um ofbeinst að því hvar höfuðstöðvamar ættu að vera. Afkoma Rafmagnsveitna ríkisins óviðunandi: Strjálbýlið að sliga RARIK - stjórnarformaður viðrar sameiningu RARIK, Landsvirkjunar og Orkubúsins Afkoma Rafmagnsveitna ríkis- ins var óviðunandi á síðasta ári. Tap ársins nam 380 milljónum króna og segir Sveinn Þórarins- son, formaður stjórnar RARIK, að byggðaþróun megi að hluta til kenna um þessa útkomu. Þetta kom fram á ársfundi RARLK sem haldinn var á Akur- eyri í gær. Sveinn sagði að heild- artekjur ársins hefðu orðið 5,366 milljarðar en gjöld 5,746 milljarð- ar króna. Þar af næmu kaup á að- keyptri raforku 2,8 milljörðum og mætti rekja ástæðuna fyrst og fremst til þess að RARIK væri ætl- að að dreifa og selja raforku á strjálbýlustu svæðum landsins. „Þegar við bætist að íbúum á þessu svæði fer víða fækkandi þannig að orkunotkun dregst sam- an með tilheyrandi samdrætti í Svelnn Þórarins- son á ársfundi RARIK á Akur- eyrl í gær. tekjum er ljóst að rekstrarstað- an hlýtur að versna enda dregst rafdreifi- kerfið og út- gjöld vegna þess ekki saman á sama hátt. Það verður því stöðugt erfiðara að keppa við orkuverð á þétt- býlli svæðum þar sem orku- notkun fer stöðugt vaxandi. Raf- magnsveitur rikisins hafa bent á þessa staðreynd og óskað eftir hjálp við að axla þessa samfelags- legu skyldu," sagði Sveinn. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um jöfhun kostnaðar við flutning ög dreifingu á raforku sem kemur á mðts við óskir RARIK. íbúar á hagkvæmustu orkuveitusvæðum RARLK hafa tekið þátt í orkuverðsjöfnun þeirra sem búa á kostnaðarsamari svæðum en þéttbýlið suðvestan- lands hefur komist hjá þessari þátttöku og þar af leiðandi búið við lægra orkuverð en almennt gerist á veitusvæði RARLK. Sameining RARLK og Norður- orku hefur verið til umræðu og hefur ríkið keypt hlut sveitarfé- laganna í Vestfjörðum í Orkubúi Vestfjarða. Sveinn taldi að menn ættu ekki að láta það halda fyrir sér vöku hvar höfuð fyrirtækisins sæti en eins og kunnugt er hafa raddir um flutning höfuðstöðv- anna til Akureyrar verið áber- andi. „Ríkið á okkar ágæta fyrir- tæki og jafhframt Orkubú Vest- fjarða og helming i Landsvirkjun. Ég get ómögulega séð mikla hag- kvæmni í að sami eigandi sé að reka mörg fyrirtæki á sama sviði í okkar litla landi. Séu breytingar á eignarhaldi Reykjavíkurborgar á næsta leiti finnst mér mjög at- hugandi að skoða sameiningu fyr- irtækjanna," sagði Sveinn. Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra sagði um hugsanlega sameiningu Norðurorku og RARIK að umræðan hefði um of beinst að því hvar höfuðstöðvarn- ar ættu að vera í framtíðinni. Hún sagðist átta sig á þeim mikla mannauði sem væri innan stofh- unarinnar en fram hefur komið að litill áhugi sé hjá starfsmönnum RARTK í Reykjavík að flytja norð- ur til Akureyrar. -BÞ Halldór Ásgrímsson í ísrael: Hreinskiptnar samræður við Sharon Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráöherra, sagðist í samtah við DV í morgun vera þeirrar skoðunar að einhverjir möguleikar væru á að hlutir hreyfðust á næstunni í samskiptum ísraels og Palestínu. Halldór átti í gær viðræður við Sharon forsætisráðherra ísraels og Peres utanríkisráðherra. Hann segir að viðræðurnar hafi verið hreinskiptar og fróðlegar. „Fundur okkar Sharons stóð í um klukkustund og það voru hreinskiptnar umræður. Það er al- veg ljóst að það er lítið traust á milli stjórnvalda í Palestinu og ísraelsmanna. Hins vegar er aug- ljóst að ísraelsmenn styðja stofn- un Palestínurikis og vilja standa við það. En það kom lika skýrt fram að þótt þeir séu tilbúnir að standa að málamiðlunum gildir það ekki um þeirra eigin öryggi. Þeir hafa miklar áhyggjur af enda- lausum hryðjuverkum sem koma sérstaklega fram í sjálfs- morðsárásum, en ég er nú þeirrar Ég tel að margt af því sem hefur komið fram á þeim rúma sólar- hring sem ég hef verið hér hafi gefið mér betri mynd af ástandinu. skoðunar að það séu einhverjir möguleikar á að hlutir hreyfist eitthvað á næstunni. Það verður mjög fróðlegt að hitta yfirvöld Palestínumanna í framhaldi af þessum viðræðum," sagði Halldór. Halldór sagðist hafa greint Sharon frá vanþóknun islenskra stjórnvalda á ýmsum aðgerðum ísraelsmanna. „Hann útskýrði fyr- ir mér hvað þeir hefðu verið að gera. Ég tel að margt af því sem hefur komið fram á þeim rúma sólarhring sem ég hef verið hér hafi gefið mér betri mynd af ástandinu. Þess vegna er jafhframt mikilvægt að tala við hina hlið- ina." Halldór vildi að svo stöddu ekki tjá sig um hvort útskýringar ísra- elsmanna hefðu breytt afstöðu hans til aðgerða þeirra. „Áður en ég tjái mig frekar um það vil ég gera mér betri mynd af málinu í heild." Halldór hittir Arafat, forseta Palestínumanna, á morgun. -ÓTG ISLAND OG SPANN MvtTAST í DAG: HIVI er enn inni í myndinni SOGUÞING I ODDA FRAM Á LAUGARDAG: Allt snerist um heiðurinn 21 Reynisvatn Veiðistaður fjölskyldunnar Opið alla daga Nýir rekstraraðilar Borgarveiði ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.