Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 DV Anfinn Kallsberg Svo viröist meö tögmanni Færeyja ætli aö takast aö mynda meirihluta- stjórn fjögurra fiokka. Stjórnarmyndun- in komin á skrið Stj ómarmyndunarviðræðurnar ganga svo vel á Gamla apóteki, eins og skrifstofuhús færeyskra þing- manna er kallað, að rætt er um að skrifað verði undir nýjan stjórnar- sáttmála áður en þingfundur verður settur í dag. Anfmn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja og leiðtogi Fólkaflokksins, hef- ur stýrt viðræðunum við fulltrúa samstarfsflokkanna, Þjóðveldis- flokksins og Sjálfstýrisflokksins, svo og við fulltrúa Miðflokksins. Hagni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis- flokksins, vifdi ekkert tjá sig þegar tíðindamaður færeyska blaðsins Sosialurin fór í Gamla apótekið sið- degis i gær. Færeyska útvarpið sagði að verið væri að finpússa stjómarsáttmálann. Eftir kosningamar í apríllok voru fylkingar stjómar og stjórnar- andstöðu með jafnmarga þingmenn, eða 16 hvor. Stjórn áðurnefndra fjögurra flokka verður með sautján þingmenn. íslendingur í fær- eysku fangelsi Fjörutíu og eins árs íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í Færeyjum í gær. Manninum er gefið að sök að hafa smyglað 1,4 kílóum af hassi til landsins í því augnamiði að selja. Maðurinn hefur viðurkennt smyglið en segist hafa ætlað með það til íslands og brúka það sjálfur, að þvi er færeyska útvarpið sagði. Hann hefur ekki kært varðhaldsúr- skurðinn. Með íslendingnum í bíl hans þeg- ar hann var handtekinn vora 24 ára sonur hans og 27 ára gamall Færey- ingur. í bílnum fundust einnig tæki til neyslu á hassi. Khatami gegn viðræðum við BNA Mohammad Khatami, hinn um- bótasinnaði forseti írans, sagði í gær að ekki kæmi til greina að fara í viðræður við Bandaríkjamenn, eins og sumir stuðningsmenn hans í þinginu höfðu hvatt til þrátt fyrir ummælin um öxulveldi hins illa. Hávaðasamur fundur í ísraelska öryggisráðinu: Hertar aðgerðir ekki fyrirhugaðar Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, fundaði með öryggisráði sínu í gær á nokkurra klukku- stunda löngum og stormasömum fundi, þar sem hugsanleg viðbrögð við síðustu sjálfsmorðárásum Palestinumanna voru rædd án þess þó að nokkrar ákvarðanir um hert- ar aðgerðir væri teknar. Sem fyrr ásaka ísraelsk stjóm- völd Yasser Arafat um að bera ábyrgð á sjálfsmorðsárásunum og mun Shaul Mofaz, yfirmaður hers- ins, hafa farið fram á það á fundin- um að Arafat yrði sendur í útlegð frá heimastjómarsvæðunum. Tillaga hans náði þó ekki fram að ganga eftir hávaðasamar umræður og mun afstaða Bandaríkjastjómar til málsins hafa ráðið þar mestu, en sjálfur hefur Sharon ekki farið leynt með það að hann vilji losna við Ara- fat úr embætti leiðtoga Palestínu- manna. Sama er að segja um vilja harð- Shaul Mofaz Shaul Mofaz, yfírmaöur ísraelska hersins, hvatti tit þess aö Yasser Arafat yröi sendur í útlegð. línumanna um að hertaka aftur þau landsvæði Palestínumanna á Vest- urbakkanum sem hertekin voru í lok mars, en þar er Sharon einnig undir miklum þrýstingi Bandaríkja- stjórnar um að halda hemum utan heimastj ómarsvæðanna. ísraelski herinn mun þó halda áfram skyndiaðgerðum með innrás- um á einstök svæði og bæi Palest- ínumanna og var í morgun ráðist inn í bæinn Hebron á Vesturbakk- anum þar sem háttsettur foringi í íslömsku Jihad-samtökunum var handtekinn ásamt þremur öðrum. í gær voru fimmtán meintir hryðjuverkamenn handteknir í inn- rás í nokkur þorp í nágrenni Bet- lehem, en hersveitir ísraelsmanna hafa nú haldið til í borginni í flmm daga, eða frá því á sunnudag, og sagði talsmaður hersins að ekki væri ætlunin að bakka út fyrr en ætlunarverkinu gegn hryðjuverka- mönnum væri lokið. Reiði vegna fiskveiðitillagna framkvæmdastjórnar ESB: Spánverjarnir hóta aðgerðum verði tillögur þeirra hunsaðar Spænsk stjórnvöld hótuðu í gær að koma í veg fyrir að tillögur um niðurskurð á fiskiskipaflota Evr- ópusambandsins nái fram að ganga ef þau fá ekki samþykktar breyting- ar á þeim. Framkvæmdastjórn ESB lagði fram tillögur um róttækan niður- skurð á flskiskipaflotanum á þriðju- dag í því augnamiði að koma í veg fyrir útrýmingu fiskistofna. Tillög- urnar gera meðal annars ráð fyrir því að sóknarþungi fksiskipa ESB minnki um 30 til 60 prósent. Nærri þriðjungur allra togarasjó- manna ESB er á Spáni og þar óttast menn að þeir þurfl að skera meira niður en önnur aðildarlönd ESB. Spánverjar voru í fararbroddi Miðjarðarhafsþjóðanna sem mót- mæltu tillögunum sem Franz Fischler, fiskveiðimálastjóri ESB, lagði fram. Tillögurnar voru sam- þykkar í framkvæmdastjóm ESB aö fulltrúa Spánverja, Loyola De Palacio, fjarverandi. Fischler fékk síðan bréf frá De Palacio þar sem tillögunum var lýst sem „ruddaleg- um og ögrandi". Miguel Arias Canete, sjávarút- vegsráðherra Spánar, sagði á fundi með fréttamönnum að hann myndi vinna með hagsmunaaðilum að til- lögum sem lagðar yrðu fyrir fram- kvæmdastjóm ESB. Spánverjar em ekki sammála framkvæmdastjóminni um hversu illa er komið fyrir fiskistofnunum. Þeir hafa ekki neitunarvald en gætu REUTERSMYND Netagerö í Baskalandi José Manuel Rodriguez, spænskur sjómaöur á eftirlaunum, starfar nú viö netagerö á verkstæöi sínu í hafnarbænum Bermeo í Baskalandi. Spánverjar eru óhressir meö tillögur um niöurskurö á bátaflota ESB. myndað bandalag með öðrum and- hafsþjóðum og írum, um að koma í stæðingum tillagnanna, Miðjarðar- veg fyrir framgang þeirra. Darling í samgöngurnar Alistair Darling, 48 ára gamall Skoti, var skipaður sam- gönguráðherra Bretlands í gær. Darling kemur í stað Stephens Byers sem sagði af sér í vikunni vegna ófremdarástandsins sem hefur ríkt í lestakerfi landsins undanfarin ár. Innflytjendur engin lausn Innflutningur erlends vinnuafls til landa Evrópusambandsins getur einn og sér ekki leyst þann vanda sem hækkandi aldur þegnanna veld- ur í eftirlaunakerfum landanna né heldur leyst vanda vinnumarkaðar- ins, segir í skýrslu framkvæmda- stjómar ESB. Miklar fjarvistir Ef fjarvistir opinberra starfs- manna í Danmörku vegna veikinda væru á svipuðu róli og gerist á al- mennum vinnumarkaði þýddi það að níu þúsund starfsmenn til viðbót- ar væru við vinnu sína. Björgunarstarfi lokið Björgunarstarfi í rústum World Trade Center í New York lýkur formlega í dag þegar slegið verður í brunabjöllu og bEmdaríski fáninn verður borinn burt á sjúkrabörum. Ekki samkomulag Rússum og Evrópusambandinu mistókst í gær að ná samkomulagi um að íbúar Kalíníngrad-svæðisins fengju að ferðast án vegabréfsárit- ana þegar sambandið hefur stækkað í austurátt. Skothríð í réttarsal Sakborningur sem fundinn hafði verið sekur um morð í Milwaukee í gær reyndi að flýja og skaut starfs- mann réttarins í leiðinni og særði. Sakbomingurinn var sjálfur skot- inn til bana. Gaddafí bauð ekki fé Stjórn Gaddafís Líbýuforseta þrætti fyrir það í gær að hún hefði boðið um 250 milljarða króna i skaðabætur fyrir fómarlömb sprengjutilræðisins í Pan Am-þotunni yfir Lockerbie í Skotlandi 1988. Bandarískir lögmenn sem skýrðu frá þessu í fyrradag sögðu i gær að þeir teldu að enn væri hægt að kom- ast að samkomulagi. Jemenar staðfastir Utanrikisráðherra Jemens ítrek- aði í heimsókn til Bandaríkjanna í gær að Jemenar væru staðráðnir í að vinna með Bandaríkjamönnum í baráttunni gegn hryðjuverkum. r r r og ofmæíissýning í Perlunni. Laugardaginn l.júní FÍB fagnar 70 ára afmæli og býður félagsmönnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í skemmtilegu fjölskylduralli (ratleik) um byggðir og náttúruperlur Reykjaness. Vegleg verðlaun fyrir stigahæstu Lióin. Skráning í fjölskyldurallið: Skráning fer fram í síma 562-9999 eða á vefsíðu FÍB, www.fib.is. Þátttaka er ókeypis fyrir félaga í FÍB en kostar 3.900 kr. á bíl fyrir aðra. Lagt verður af stað í rallið frá Perlunni kl. 10.30 til 11.30. Afmælissýning FÍB i Perlunni 1. júní Sýning á bílum sem tengjast 70 ára sögu FÍB. Opið frá kl. 9.30 til 18.00. Aðgangur ókeypis. PERIAN GARÐUR 5ANDGERÐI V0GAR BLÁA LÓNIÐ KLEIFARVATN O NAFNIR FÍB Aðstoð: Nýi Toyota RAV þjónustubíllinn NýrToyota RAV þjónustubill FIB verður kynntur á afmælissýningunni í Perlunni. 70„ ora 1932-2002 Fyrirfólkið í bílnum Borgartúni 33 srmi 562 9999 • www.fib.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.