Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 Skoðun DV Hvaða bók ertu að lesa? Grétar Ómarsson nemi: íslenska knattspyrnu, góöa bók meö flottum myndum. Bjarni Már Hafsteinsson nemi: Kommúnistaávarpiö, hún er frábær. Llnda Rós Birgisdóttir nemi: Ég er að lesa Á milli heims og helju, hún er rosalega góö. Ægir Blöndal Hjaltason neml: Ekki neina í augnablikinu. Héðinn Sveinbjörnsson (Aron Yngvi): Ég er nú reyndar aö lesa nokkrar en mér dettur í hug Harry Potter 3, þetta eru skemmtilegar bækur. Stórskipahöfn úti á Kársnesi? Gæti ekki einhverjum þótt þörf á aö ræöa þá ráöstöfun? Stórskipahöfn við Bessastaði? Ámundi Loftsson skrifar: Mikið hefur verið talað um um- ferðarþungann á Kringlumýrar- brautinni og nauðsyn þess að gatna- mót hennar og Miklubrautar verði brúuð. Sú lausn er kannski góð, en þó ekki að öllu leyti. Betra væri að létta mesta umferðarþunganum af Kringlumýrarbrautinni. Það er hægt með brú af Álftanesi yflr í Amames og Kársnes, og þaðan yfir í væntanlegt ævintýraland vísinda og visku í Vatnsmýri. Brú þessi yrði að geta flutt mikla umferð. Verkefni þetta snertir hins vegar stjómmál í fimm sveitarfélög- um, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Bessastaðahreppi og Hafnarfirði. Þessir hreppar reka hver sína pólitík, og hver þeirra get- ur með einhliða skipulagsákvörðun girt endanlega fyrir þennan mögu- leika. Ef það gerist mun það hafa slæmar afleiðingar. Ibúafjölgun sem „íslendingar eiga meira land en nokkur önnur þjóð. Samt þurfa þeir endilega að ryðja urð og grjóti í sjó fram í meira magni en tölur fd skýrt til að byggja á. Það vantar ekki land. Það vant- ar stjórnarfar og skipulag. “ nemur þúsundum er fyrirsjáanleg á Álftanesi, og þar sem nú er Garða- bær. Gjáin í gegnum Kópavogsháls flytur ekki þá umferð inn á norð- vestursvæðið sem þá kemur til sög- unnar. Sú samgönguæð er þegar of- hlaðin. Höfuðborgarsvæðið er orðið að einu samfélagi sem hrópar á sam- hæft stjórnarfar. Þetta samfélag er í fjötrum lénsskipulags og fáránlegr- ar togstreitu. Lénsherramir í Kópa- vogi hafa nú fundið upp á því að koma upp stórskipahöfn úti á Kárs- nesi, við eldhúsgluggann hjá forset- anum. Gæti ekki einhverjum þótt þörf á að ræða þá ráðstöfun? Uppbygging hafnar í Hafnarfirði stendur nokkuð vel. Þar er líka hefð fyrir hafnarstarfsemi eins og nafn staðarins ber með sér. Valdsmenn í Hafnarfirði tóku sama kúrs og fengu landfyllingu undir íbúða- byggð á heilann, þar sem hugsan- lega færi vel á að hafa viðlegukant fyrir fragtskip. Og vitleysan er endalaus. I Garðabæ og Kópavogi era svona fyliingar í undirbúningi. íslendingar eiga meira land en nokkur önnur þjóð. Samt þurfa þeir endilega að ryðja urð og grjóti í sjó fram í meira magni en tölur fá skýrt til að byggja á. Það vantar ekki land. Þaö vantar stjórnarfar og skipulag. Reynum því að víkka hinn pólitíska sjóndeOdar- hring og hættum að reka alla þessa hreppa. Búum í einni borg. NATO og herþjónustan Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:____________________________ í útvarpsfréttum fýrir nokkrum dögum - rétt eftir NATO-fundinn títt- nefnda hér á landi, var greint frá kvörtunum sem hefðu borist frá borgarbúum um hávaða vegna eftir- litsflugvéla vegna þessa fundar. Það vekur aörar og hliðstæðar spurning- ar i mínum huga. Vegna vera NATO hér á landi um árabil hefur ekki einn einasti íslendingur þurft að gegna herþjónustu - ekki einu sinni þurft að sinna þegnskyldustörfum í tengsl- um við þessi samtök. - Enda var ís- land, og er enn, herlaust land. En nú vik ég aðeins aftur í timann. Á þeim áram sem NATO varð til „Vegna veru NATO hér á landi um árabil hefur ekki einn einasti íslendingur þurft að gegna herþjónustu - ekki einu sinni þurft að sinna þegnskyldustörfum í tengslum við þessi samtök. “ hefðu sérsveitir sovéska hersins auð- veldlega getað hernumið ísland. En að Þjóðveijar hefðu getað hemumið ísland, líkt og látið er liggja að í bók eftir einn þekktan sagnfræðing ís- lenskan, er mikil fjarstæða - raunar út í hött. Eða hvemig hefði það átt að geta gerst? Eftir að Bretar höfðu rofið hlutleysi Noregs þurftu Þjóðverjar að beita 200 þúsund manna herliði til þess að hemema bæði Noreg og Dan- mörku. Það hefði sömuleiðis þurft 200 þús- und manna herlið tii að taka ísland. Á því var enginn möguleiki. Bretar voru það sterkir á Norður- Atlantshafssvæðinu að slíkt hefði orðið sjálfsmorðstilraun Þjóðveija. Og ekki þetta eitt. Þýski herinn þurfti allan sinn tiltæka mannafla til að ráðast á Sovétríkin, enda tafðist sú aðgerð vegna þeirra 200 þúsund þýsku hermanna sem voru bundnir í Noregi og Danmörku. Álverksmiðja á Reyðarfirði Engin norsk afskipti, takk. Nóg af Norðmönnum Jakob Magnússon skrifar: Ég efast um að allir íslendingar skilji hvað þau þýða, skilaboðin sem nú berast hingað frá norskum um- hverfissinnum sem senda álrisanum Alcoa áskorun um að fyrirtækið skuli hætta við frekari álversframkvæmdir á íslandi. Norsk Hydro hafi hlaupið brott og nú skuli Alcoa líka hypja sig. Við erum búnir að fá nóg af Norð- mönnum í álversviðskiptum og eigum að senda þessum norsku náttúravemd- urum kveðju til baka með ósk um að þeir láti íslensk málefni kyrr liggja. - íslensk stjómvöld eiga að bregðast hart við svona afskiptasemi norskra óróaseggja. Stoppum þá af í tíma. Lög á verkalýðsforystu Þ.B. skrifar: Nauðsynlegt er að Alþingi setji lög á verkalýðsforystuna i landinu og sníði þar með talsvert af starfsaðferð- um hennar. Ber þá fýrst að nefna skylduáskrift til verkalýðshreyfingar- innar af launum verkafólks. Starfsað- ferðir og hundrað trúnaðarmanna á snærum hreyfingarinnar innan fyrir- tækja til að styrkja valdastrúktúrinn verður að endurmeta. Þetta er, að mlnu mati, ákaflega veikt lýðræði - í raun til þess eins að styrkja og styðja verkalýðsforingja. Lögin ætti fyrst og fremst að hugsa sem nauðsynlegt að- hald við verkalýðsforystuna í landinu en einnig tO að skylda stéttarfélög í landinu til að gera skattskýrslu til skattstjóra svo almenningur fái inn- sýn í hversu miklir fjármunir fara um hendur verkalýðsforystunnar í landinu, þ.m.t. laun verkalýðsforingj- anna sjálfra og helstu burðarása inn- an samtakanna. Veiðum hvalina Tryggvi Gunnarsson hringdi: Ég tel rétt að íslend- ingar láti verða af þvi að hefja hvalveiðar. Ég tek undir forystugrein í DV fyrir allnokkru undir yfirskriftinni Al- þjóðlegt óráð, þar sem sagt var að Alþjóða hvalveiðiráöið hefði breyst úr hagsmunasamtökum hvalfang- ara í fagurgræna furðusamkomu. Ætla ráðamenn hér ekki að skilja að fiskur á íslenskum fiskimiðum er í útrýmingarhættu vegna gifur- legrar ásóknar hvalanna í fiskinn sem fæðu? Getum við ekki verið sjálfstæðir í þessum efnum eða erum við kannske ekki nein fisk- veiðiþjóð lengur? Hvalirnir eltir - af feröamönnum. :"cj ' Halldór er mannasættir Það er á almannavitorði að löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins eru eins og púðurtunna. Þar drepa menn hver annan og limlesta og hafa gert lengi. ísraelsmenn era fyrir Palestínumönnum og Palestinumenn eru fyrir Israelsmönnum. Fjöldi þjóðarleiðtoga og friðelskandi manna um allan heim hefur lengi reynt að sætta stríðandi öfl en án árangurs. Bandaríkjaforsetar hafa hver af öðrum leigt utanrikisráðherra sína í verkefnið í lengri og skemmri tíma. Friðarsamkomulag hefur náðst að nafninu til, sem og vopnahlé, en allt hefur það verið svikið áður en blekið þorn- aði á friðarpappírunum. Sáttasemjarinn Arafat hefur lengi farið fyrir sínu liði í Palest- ínu og att kappi við marga ísraelska forsætis-, vamar- og utanríkisráðherra. Arafat gamli var herskár á yngri árum og er það sennilega enn þótt nokkuð sé af karli dregið. ísraelsku forsæt- isráðherramir era misjafnlega herskáir en Shar- on sem nú fer með völd, gamall eins og Arafat, gefur sig hvergi. Það er því stál í stál og lítil von um bót. Bjargráða er þó leitað víða um heim. Halldór okkar Ásgrímsson er einmitt staddur á þessum viðsjárverðu slóðum. Ýmsir hafa undr- ast það ferðalag. Þama er eim verið að drepa fólk upp á dag hvem og neyðarfundir því margir. Rétt tókst að koma á fundi Halldórs og Peresar, utan- ríkisráðherra ísraels, í gær, strax að loknum einum slíkum. Halldór verður þvi að fara gæti- lega svo að hann lendi ekki í skotlinunni. Engan bilbug er þó að finna á utanríkisráðherra okkar enda er fyrirhugað að hann hitti Arafat í dag. Eftirtektarvert afrek Spurt er, og það víðar en á íslandi, af hveiju ut- anríkisráðherra örríkis í norðurhöfum fari nú á milli deiluaðila i Palestínu. Ástæður þess era ekki kunnar nema í stjómarherbergjum æðstu alþjóð- legra valdastofnana. Það hefur sum sé vakið at- hygli að Halldór er betri sáttasemjari og þolinmóð- ari en ráðamenn í öðram ríkjum og skiptir þá engu hvort rikið er stórt eða smátt. Alkunna er að Davíð Oddsson hefur setið sem forsætisráðherra samfleytt í nær þijú kjörtímabil. Hann er því meðal þeirra þjóðarleiötoga sem lengst hafa setið. Davíð er með ráðríkustu mönn- um en hefur þó búið við það böl að sitja í sam- steypustjórnum. Vitað var að Jón Baldvin þoldi ekki sambúðina á fyrsta kjörtímabilinu og flúði land þótt stjóm hans og Davíðs héldi raunar meirihluta. Þá tók Halldór við og hefur haldið stjórnarheimili með Davíð átakalítið í nær tvö tímabil. Það er afrek svo eftirtektarvert að leitað hefúr verið til Halldórs sem hálmstrás í Palestínu- deilunni. Maður sem heldur út svo langa sambúð með Davíð ætti að ráða við þá Arafat og Sharon, þótt herskáir séu. Nú er að sjá hvernig reynslan nýtist. Friðarverðlaun Nóbels gætu verið innan seilingar. C\Affi Norræna eftirlitslaus? Kristinn Sigurðsson skrifar: Maður skyldi ætla að ekkert eftirlit væri um borð í ferjunni Norrænu sem siglir með farþega til íslands. Mörgum finnst það furðulegt að 17 manns skuli komast um borð í feijuna í Danmörku eða Noregi og komast tO Seyðisfjaröar. Þar getur þetta fólk gengið frá borði eins og ekkert sé og gerst „flótta- menn“. Hafa yfirmenn feijunnar Nor- rænu og á Seyðisfirði enga ábyrgð? Þetta fólk hefur verið á flakki á Norð- urlöndunum til þess að komast inn í tryggingakerfið en gengið illa. Ég tel að senda eigi þetta fólk út á land, þar sem vinnuafl vantar, til reynslu í svona 6 mánuði eða svo. Sýni það vilja til að standa sig og reynist góðir þegn- ar eigum við að taka við því en að öðr- um kosti senda það brott sömu leið og það kom. Svona einfalt er málið. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 ReyHiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.