Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Síða 15
15 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002____________________________ DV________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silia Aðaisteinsdóttir silja@dv.is Spunnið um arfinn - klámvísur, sálmasöngur, spuni og dónaskapur RUV Þaö eru ef til vill liðin meira en þrjátíu ár síðan sænskir djassleikarar fóru að grufla í gömlum upptökum með sænsk- um dúllurum, sem sungu á skemmtunum í Dölunum sænsku og jafnvel fyrir dansi. Hér voru í forystu sænskir píanistar, að- allega þó meistari Jan Johanson, sem notaði sænsk þjóðlög sem grunn fyrir fal- lega mótaðar djasslínur. Johanson vakti heimsathygli fyrir þjóðlagaæfingar sínar og varð um leið fyrirmynd ungra djasspí- anista á Norðurlöndunum, Guðmund Ing- ólfsson á íslandi og Ole Koch Hansen í Danmörku, svo einhverjir séu nefndir á nafn. Ekki má heldur gleyma píanóleikaran- um og útsetjaranum Bengt Hallberg, sem á skólaárum sínum í Konunglegu tónlist- arakademíunni í Stokkhólmi byrjaði að grufla í gömlum sálmalögum og æva- gömlum upptökum með sveitasöngvur- um. Kennari hans, Lars-Erik Larson, hvatti Hallberg til að kanna slíkt efni bet- ur. Þetta varð síðan kveikjan að ýmisleg- um dúllarakvæðum sem Bengt Hallberg spann sína tónlist með og við. Ég bjóst fastlega við að Pétur Grétars- son slagverksleikari og Sigurður Flosa- son saxófónleikari færu svipaðar slóðir og Hallberg og Johanson, enda ekki leið- um að líkjast. Það kom því skemmtilega á óvart þegar ég hlýddi á brot af leik þeirra við opnun Listahátíðar í sjón- varpi. Ég segi „brot“ því að Sjónvarpið notaði tækifærið og var með viðtal við DV-MYND E.ÓL. Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson Eiga heiöur skilinn fyrir spennandi framlag til Listahátíöar. menntamálaráðherra meðan á leik þeirra stóð. Ekki virtist þörf á því að vera með viðtöl meðan dagskrá ann- arra listamanna stóð yflr. Sennilega varð þessi „dónaskapur" RÚV til þess að ég dreif mig á tón- leika Péturs og Sigurðar fimmtudags- kvöldið eftir sem báru heitið Raddir þjóðar. Hér var blandað saman gömlum upptökum og spunatónlist. Gamlar hljóð ritanir, fengnar aö láni frá Stofnun Áma Magnússonar og Þjóðminjasafni íslands, klám- vísur, sálmasöngur, vögguvisur og drykkjuvís- ur og Guð má vita hvað, byggðu upp tónlistar- legt umhverfi sem þeir félagar nýttu til spuna. Útkoman var vægast sagt forvitnileg og oftast mjög spennandi. Það var augljóst að Pétur og Sigurður höfðu lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag Radda þjóðar. Spuni Sigurðar var einstaklega vel unninn og vandvirknislega framkvæmdur. Leikur hans var á tíðum framúrskarandi, sér- staklega sópranleikurinn. Og sjaldan hefur slagverksleikur Péturs Grétarssonar verið betri - hann var ótrúlega slyngur í leik sinum með sampla, dyn og danstakt. Pétur hefur óneitanlega fina tilfinningu fyrir tónum jafnt sem töluðu máli. Sem sagt, afskaplega vel unnir og forvitni- legir tónleikar. Pétur Gétarsson og Sigurður Flosason eiga heiður skilinn fyrir spennandi framlag til Listahátíðar. Ólafur Stephensen Raddir þjóðar. Tónleikar Sigurðar Flosasonar, sax., flauta, klar., og Péturs Grétarssonar, slagverk, harmoníka. Listasafni Reykjavikur - Hafnarhúsi fim. 16.5. 2002. Særingar, varnargaldur og barnagælur Söguþingid Annað íslenska sögu- þingið hefst í dag kl. 14.30 með setningarathöfn í Ráðhúsi Reykja- víkur. í fyrra- málið hefst dagskráin kl. 9 1 Odda á háskóla- lóðinni og verða sex málstofur fyrir há- degi: Stjórn- arráðið: Fyr- irmyndir og erlend sam- skipti (Oddi stofa 106 kl. 9-10.30), Kynja- saga: Kvenleiki, karl- mennska og íslensk samfé- lagsþróun (Oddi 101 kl. 9-12.15), Hnignunarkenn- ingin í sögu íslendinga (Oddi 201 kl. 9-12.15), Is- lensk bóksaga: Fjölmiðlun menningar (Oddi 206 kl. 9-10.30), Heilbrigðissaga í 200 ár (Oddi 206 kl. 10.45-12.15) og Málstofa Knuts Kjeldstadlis (Oddi 106 kl. 10.45-12.15). Kl. 13.30-15 verða þrjár málstofur: Vísindi og tækni í sögu íslands um og eftir 1900 (Oddi 206), Tengslanet: Kenningar og aðferðir (Oddi 106) og Trúin leysir og bindur: Kristinn boð- skapur og líf kvenna (Oddi 201). Kl. 15.15 hefst svo Minn- ingarfyrirlestur Jóns Sig- urðssonar sem Júrgen Kocka, prófessor við Freie Universitat, flytur: „Hi- story of Work in the West: Approaches, findings and open questions. Hann talar í Hátíðasal Háskóla íslands. - nýtt greinasafn Jóns Samsonarsonar um foma þjóðlífshætti eins og þeir koma fram í kveðskap Þvœ eg mér í dögg og í daglaug og í brumbirtu þinni, drottinn minn. Þvœ ég frá mér allra Jjandmanm minna rán og reiöi ríkra, ríkra manm og allra þeirra sem illan hug til mín hafa ... Þetta gamla þvottavers er meðal ótal þjóðkvæða, særinga og fomeskjubæna sem Jón Samsonarson rannsakar í nýju greinasafni sínu, Ljóðmál - Fom- ir þjóðlífsþættir sem Stofriún Áma Magnússonar gefur út í tilefni sjötugsafmælis hans. Jón starfaði við stofnunina um langt árabil en hefur nú látið af störfum fyrir aldurs sakir. í ritgerðunum er fjallað um margvíslegt hlutverk kveðskapar í þjóðlífi fyrri tíma, þegar fólk kunni ógrynni af ljóðum. Fremst fer grein um söfnun þjóð- fræða á nítjándu öld. Þá kemur grein um særingar og fomeskjubænir, því næst grein um bamagælur og í fjórðu greininni er fjallað um alþýðukveðskap. Engin þessara ritgerða hefur birst áður og er þar dregið fram mikið efni úr fmmheimildum, sumt Tónlist hefur ekki verið prentað áður, annað er betur þekkt. Þá em þrjár ívið styttri ritgerðir sem áður hafa birst á bókum sem ekki hafa víða farið og ein raunar aðeins birst í enskri þýðingu. Þessar ritgerðir fjalla um vam- argaldur, íslensku hestavísuna og vöggukvæðið Bí bí og blaka. Síðast fer ritgerð þar sem hugað er að um- hverfi og aldarhætti á tíð Hallgríms Péturssonar, og hefur hún ekki áður birst á prenti. í bókarlok er rita- skrá höfimdar og skrár um upphöf og handrit sem til er vísað. Jón Samsonarson er fæddur á Bugðustöðum í Hörðudal í Dalasýslu 24. janúar 1931. Hann lauk meist- araprófi í íslenskum fræðum við Háskóla íslands 1960, en stundaði slðan rannsóknir og háskólakennslu við Ámastofhun í Kaupmannahöfn tO ársins 1968 er hann fluttist heim og gerðist starfsmaður Handritastofnunar íslands, sem fáum árum síðar fékk heitið Stofnun Árna Magnússonar. Auk starfa sinna við handritarannsókn- ir safnaði Jón fyrr á árum þjóðfræðaefni af vömm fólks í samvinnu við konu sína, Helgu Jóhannsdóttur, og er það efni varðveitt á böndum í Stofnun Áma Magnússonar. Slík bönd koma að margvíslegum notum um þessar mundir og má þar minna á tónleika Sigurð- ar Flosasonar og Péturs Grétarssonar sem fjallað er um hér á síðunni. Flugufrelsari og svefngenglar DVMYND HILMAR ÞÖR Kronos-kvartettinn Tæknilega paöfinnanlegur leikur og túlkunin markviss. Kronos-strengjakvartettinn er þekktastur fyrir að blanda saman á tónleikum sinum „akademískri" nútímatónlist og sérstaklega út- settri tónlist úr dægurlagaheiminum. Efhisskráin á tónleikum kvartettsins í Borgarleikhúsinu á þriðjudagskvöldið var hin fjölbreyttasta, og fram- úrstefnulegasta verkið sennOega Potassium eftir Michael Gordon. Þar var hrynjandin afar tauga- veikluð og mynduðu tónamir þéttan vef af skelfi- legum sírenuhljóðum þar sem hvað eftir annað var rennt sér upp og niður strengina (glissando). Var útkoman eins og tObrigði við sjúkrabOavæl og ekki beint upplífgandi. Flest annað var þægOegra áheymar og eitt skemmtOegasta verkið á efnisskránni var Aaj Ki Raat eftir Oidverska tónskáldið Rahul Dev Burman. Þar spOaði kvartettinn við undirleik Zakirs Hussain á tablatrommur, sem heyrðist af upptöku, og lék David Herrington fiðluleikari sér þar af mikOli list að kvarttónbOum, sem eru áber- andi í mdverskri tónlist. Þannig tónlist heyrist ekki oft hér á landi, nema á veitmgastöðum, og var þetta atriði tónleOíanna kærkomin tObreyting. Einnig var gaman að útsetningu Sy Johnsons á lagi djasstónlistarmannsins Charles Mingus, Myself when I Am Real, en þar var leOíur kvartettsins undurblíður og seiðandi. Þess má geta að aOar útsetningamar á tón- leikunum, eftir þá Osvaldo Golijov og Stephen Pmtsm- an, auk Johnsons, voru einstaklega gáfulegar og vel heppnaðar og ekki þetta yfirborðslega poppdrasl sem sinfóníuhljómsveitir í leit að fleiri áheyrendum leggj- ast stundum svo lágt að spOa. Upptökur vora mikilvægur þáttur tónlistarflutnings- ins og skipuðu stóran sess í lengsta verki efiiisskrár- innar, Triple Quartet eftir Steve Reich. Þar blandaðist leikur fjórmenninganna upptöku með tveimur strengjákvartettum, og náðist fram sannfærandi stíg- andi sem skOaði sér í miklum húrrahrópum í lokin. Tónlist Reichs einkennist af svokallaðri þrástefjun, sömu hendingamar eru leOmar aftur og aftur með tOtölulega einfaldri úrvinnslu, sem getur verið óskaplega þreytandi, og er það tO marks um fag- mennsku hljóðfæraleikaranna að manni leiddist ekki baun. Tvö lög eftir Sigur Rós vora siðust á efnis- skránni, fyrst Flugufrelsarinn og síðan Svefn-G- Englar, og kom hið fyrra einstaklega vel út í trans- kenndum leik kvartettsins. Hið síðara var ekki al- veg eins spennandi því hljóðfæraleikaramir náðu ekki fram hinni miklu styrkleikabreidd sem ein- kennir tónlist Sigur Rósar. Sprengingin rétt fyrir lokm var ekki sá hápunktur sem hann átti að vera, og þar fyrir utan var sami plokkaði tónninn aftur og aftur óþarflega áberandi og pnrandi er á leið. En hljóðfæraleikurinn á tónleikunum var í heOd frábær, tæknOega óaðfinnanlegur og túlkun- in markviss. Hið eina sem var óþægOegt var að strengimir vora magnaðir upp, en það verður aOtaf hálf gervOegt. Verst hljómaði fiðlan, háir sterkir tónar áttu tO að vera skerandi, en hið furðulega er að það vandist er á leið. Tóröeikamir minntu dálítið á rokktónleika að því leyti að mismunandi lituð ljós voru mikið notuð, en það var smekklega gert og varð eðlOegur hluti af tón- listinni. Gerði þetta að verkum að tónleikarnir voru ekki bara tónleikar heldur glæsOegt sjónarspO llka, enda voru áheyrendur yfir sig hrifnir og stóðu upp fyr- ir kvartettinum i lokin. Jónas Sen Fjólublátt húm Þórar- inn Guð- munds- son hef- ur gefið út sína sjöundu ljóðabók, Fjólu- blátt húm, en auk þess geymir Amtbóka- safnið á Akureyri eina ein- takið sem tO er af 366 dag- bókarljóðum fyrir árið 2000 eftir Þórarin. Nýja bókin skiptist í þrjá hluta, Strauma, Fylgd og Huganir. Ljóðin eru mettuð lífsnautn og mjúkum tO- finningum, einkum verður vináttan Þórarni drjúgt yrkisefni. Sterkir vináttu- þræðir „breiða afitaf hlýju yfir kuldann / og eiga ótal læknandi sögur / handa sálinni", eins og segir í „Þráðum" í fyrsta hluta, og í hinu langa Ijóði, „Sam- kennd“, í miðhlutanum veltir hann fyrir sér eðli vináttunnar og áhrifum hennar á einstaklingana. í lokahluta bókarinnar er ljóðið „Ljós í rökkurdrifu" sem tekur yrkisefnið svolít- ið öðrum tökum. Þar er orðfæri og myndmál líka hátíðlegra - eða ef tO vOl skáldlegra - en víðast hvar í bókinni: Eins og birti hiö bjarta er berst logi frá veröld Ijöss og kertalog aö lýsa upp rökkur. Svo eru vinir í heiómörk viö foklauf og húmdrífu. Þórarinn gefur bók sína út sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.