Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 18
<< 18 FTMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 Tilvera I3V Bíómolnr Fær Harry Potter nýjan leikstjóra? Chris Columbus er á fullu við að leik- stýra Harry Potter mynd númer tvö. Þeg- ar er farið að undir- búa þriðju myndina, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban, og er áætlað hún verðí sýnd 2004. Sá sem leikur Harry Potter, Daniel Radcliffe, eldist eins og Harry Potter og er nú talið víst að Chris Columbus leikstýri ekki fleiri Potter-myndum. Líklegast er talið að mexíkóski leikstjórinn Al- fonso Cuarón (Y To Mamá También) fái það hlutverk að leiðbeina Harry Potter í gegnum unglingsárin, en hann þykir einkar laginn við að leik- stýra unglingum. Pacino hælir Williams Þrátt fyrir að eiga í höggi við risana, Spider Man og Star Wars ... þá gerði tryllirinn Insomnia það gott í Bandaríkj- unum um síðustu helgi. Myndin sem byggð er á norskri kvikmynd fékk af- brags dóma hjá gagnrýnendum og hef- ur það hjálpað til, auk þess sem aðal- leikararnir eru Al Pacino og Robin Williams. í tilefni frumsýningarinnar var viðtal við Pacino sem eyddi mikl- um tíma í að hæla Robin Williams: „Það er ekki hægt annað en dást að honum. Hann er vel upplýstur, skemmtilegur og mannlegur. Mér leið alltaf vel í návist hans og hvað varðar að vera fyndinn í eðli sínu þá er hann langt fyrir ofan alla aðra sem ég þekki." Prowse vill leika Darth Vader Það eru sjálfsagt aðeins Star Wars-að- dáendur sem dýrka leikarann David Prowse og vita hver hann er. Prowse lék í öllum þremur Star Wars-myndunum í fyrstu seríunni. Lék hann Darth Vat- er, sem enginn sá hvernig leit út. I þriðju myndinni i nýju Star Wars-ser- íunni og þeirri síðustu mun Darth Va- ter koma aftur fram á sjónarsviðið. Prowse, sem orðinn er 66 ára gamall, vill óður og uppvægur fá að leika hinn illa Vader aftur. „Ég held að það væri skynsamlegast fyrir George Lucas að fá mig í hlutverkið. Ég á fjöldann all- an af aðdáendum sem mundu verða fyrir miklum vonbrigðum ef ég fengi ekki hlutverkið," segir Prowse og hef- ur þar með sent boltann yfir til Lucas- ar. Atriði með Jennifer Lopez of djarft Mótleikari Jennifer Lopez í Enough, Billy Campbell, var ekkert ánægður með að vera kallaður í viðbótar- tökur á myndinni þegar hann frétti að í staðinn fyrir að gefast upp fyrir töfr- um Lopez átti hann að neita henni. Ástæðan fyrir þessu er sú að kvik- myndaeftirlitinu þótti sturtuatriði þeirra of djarft og til að fá réttan stimpil á myndina var ákveðið að klippa það burt: „Það er öfugsnúið að þuífa að neita Jennifer Lopez," segir Campbell. „Hún er ein fallegasta kona sem ég hef nokkru sinni hitt og ég stóð mig að því hvað eftir annað við upptökurnar að stara á hana." Frumsýningar í bíóum: Týndur lottómiöi, blóðsugur, framhaldslíf og fortíöarsakamál Nú eru vinsælustu kvikmyndir sumarsins hingað til, Spider Man og Star Wars, búnar að ganga lengi í aðalsölum kvikmyndahús- anna á höfuðborgarsvæðinu og kominn timi til að flagga nýjum kvikmyndum og á morgun verða frumsýndar fjórar nýjar kvik- myndir, sem allar eru bandarísk- ar. Þótt ólíkar séu má segja að dulúð og sakamál af einhverjum toga sameini þær. High Crimes High Crimes er sakamálamynd með Morgan Freeman og Ashley Judd í aðalhlutverkum og er þetta er í annað sinn sem þau leika saman - muna margir eftir þeim i hinni ágætu sakamála- mynd Kiss the Girls. Judd leikur lögfræðinginn Claire Kubik, sem verður fyrir meiri háttar áfalli þegar eiginmaður hennar er handtekinn og ákærður fyrir morð á óbreyttum borgurum í El Salvador. Ekki er nóg með að Claire vissi ekki um fortíð eigin- manns hennar, heldur hafði hún ekki grun um að hann hafði heit- ið öðru nafni. Hún ákveður að verja hann enda segist hann sak- laus. Claire fær þó vissar efa- semdir um atburðina og leitar á náðir kollega síns, Charlie Crimes (Freeman) sem hafði starfað sem lögfræðingur fyrir herinn og biður hann um aðstoð. Auk þeirra Judds og Freemans leika í High Crimes, Jim Caviezel og Amanda Peet. Leikstjóri er Carl Franklin sem á að baki tvær úrvals sakamálamyndir, One False Move og Devil in a Blue Dress. All About the Benjamins Það eru tveir vinsælir svartir leikarar og söngvarar, Ice Cube og Mike Epps, sem leika aðalhlut- verkin i AU about the Benjamins, sem er gamansöm sakamála- mynd. Myndin fjallar um Bucum Jackson (Cube) sem vinnur við að elta uppi fólk, tryggingafyrirtæki og passar að verðandi tugthúslim- ir stingi ekki af frá trygginga- greiðslum sem halda þeim á göt- unni fyrir dómsúrskurð. Bucum á sér þann draum að opna sína eig- in einkaspæjaraskrifstofu. Þar sem hann vantar sárlega fé til að gera drauma sína að veruleika tekur hann að sér að elta uppi smáglæpamann- inn Reggie Wright (Mike Epps) sem er sjálfstraustið uppmálað og málglaður með eindæmum. Þetta eru ekki fyrstu kynni Bucums og Reggies enda hyggst Reggie ekki láta góma sig á ný og felur sig í sendiferöabíl í nágrenninu. Gallinn er sá að í sendi- bílnum eru demantaþjófar og ráns- fengur þeirra; eðalsteinar upp á 20 milljónir dollara. Hvorki Reggie né Bucum hafa mikinn áhuga á að verða á vegi Williamsons en þar sem Reggie gleymdi veski sínu í sendi- bilnum er málið annað. í veski hans er nefninlega lottómiði með 60 millj- óna dollara vinningi og slíkt er eitt- hvað sem maður bara skilur ekki eft- Blaðberar óskast í Kópavogi Hverfi: Kársnesbraut Queen of the Damned Blóðsugurnar Lestat (Stuart Townsend) og Akasha drottning (Aaliyah). All About Benjamlns Einkalöggan Bucum Jackson (lce Cube) og smákrimminn Reggie Wright (Mike Epps) snúa bókum saman gegn hættulegum glæpamönnum. Queen of the Damned Queen of the Damned er byggð á einni bók í skáldsöguflokki Anne Rice, Vampire Chronicles, um vampíruna Lestat, sem Tom Cruise lék í hinni eftirminnilegu kvikmynd Interview with a Vampire. Nú er Lestat orðin rokkstjarna, sem vekur upp drottningu allra vampíra, Sú er leikin af hinni nýlátnu söng- konu Aalyah. Tónlist Lestat er svo mögnuð að hún vekur Akasha upp frá dauðum og hún er svo máttug að allar aðrar vampírur verða að sameinast til að sigrast á henni. Á sama tíma sem tónlist Lestat heillar Akasha, þá verður Jesse ástfangin af Lestat og spillir þar með fyrir Akasha. Mynd þessi var gerð snemma á síðasta ári. Stuttu eftir að tökum lauk lést Aaliyah í flugslysi. Aaliyah var söngkona í grúppunni L&C og var á leið heim eftir upptökur á nýrri plötu þegar vél hrapaði með þessum afleiðingum. Lestat er að þessu sinni leikinn af Stu- art Townsend, sem er breskur leikari sem virðist á uppleið. Áður hefur hann leikið í Shoot- ing Fish, Wonderland, Resur- rection Man og About Adam. Næsta mynd hans er 24 Hours þar sem hann mun leika á móti Kevin Bacon, Charlize Theron og Courtney Love. Dragonfly Kevin Costner leikur aðalhlut- verkið í Dragonfly, sem segja má að fjalli um samskipti hinna lif- andi og dauðu. Læknirinn Joe Darrow (Kevin Costner) er þrúgaður af sorg vegna fráfalls eiginkonu sinnar Emily sem lést i rútuslysi í Suður-Ameriku þar sem hún starfaði sem bama- læknir í þróunarhjálp. Hann sökkvir sér í aukavinnu á spítal- anum til að dreifa huganum. Yf- irmaður hans neyðir hann til að taka sér frí frá störfum en Joe finnur sig knúinn til að líta eftir ungum sjúklingum konu sinnar líkt og hann hafði lofað henni. Þegar hann heimsækir deildina fer hann að gruna að kona hans sáluga nýti sér dauðvona sjúk- linga til að ná sambandi við sig, sér- staklega þegar börnin lýsa draum- imi sínum og táknum sem á óút- skýranlegan hátt þeim flnnst þau verða að teikna upp. Heima fyrir fer Joe líka að finna fyrir návist konu sinnar sem reynir að ná sambandi við hann að handan. Auk Kostners leika í Dragonfiy, Susanna Thompson, Joe Mortin, Ron Rifkin og Kathy Bates. Leik- stjóri er Tom Shadyac sem þekktast- ur er fyrir gamanmyndir á borð við Ace Ventura, The Nutty Professor og Liar Liar. Hann er þó enginn byrjandi í gerð dramatískra kvik- mynda. Hann leikstýrði til að mynda Patch Adams. -HK Upplýsingar í síma 550 5743 High Crimes Lögfræöingurinn Claire Kubik (Ashley Judd) leitar aöstoö- ar hjá kollega sínum Charlie Grimes (Morgan Freeman) pegar eiginmaöur hennar er ákæröur fyrir morö. Dragonfly Kevin Costner leikur yfirmann á sjúkrahúsi sem kemst í samband viö látna eiginkonu. .LÍ.L.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.