Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 21
21 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 IDV Tilvera Keir Dullea 66 ára Leikarinn Keir Dullea, sem þekktastur er fyrir að hafa leikið aðalhlut- verkið í meistaraverkinu 2001: A Space Odyssey, á afinæli í dag. DuUea sem á sjöunda áratugnum þótti mjög efnilegur, lék aðalhlutverk- ið í nokkrum athyglisverðum kvik- myndum, en öfugt við það sem hefði átt að gerast fór stjama hans dvínandi eftir 2001... og hefur hann nánasta að- allega haldið sig við leikhúsið auk smáhlutverka í kvikmyndum. Dullea er fjórgiftur, lengst af var hann giftur leikkonunni Susie Fuller, sem lést 1998. Þau áttu tvö böm. Stjörnuspá Gildir fyrir fímmtudaginn 30. maí Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.): . Leiddu hugann að sjálfum þér í dag og sjáðu hvort ekki er eitthvað sem mætti betur fara . Happatölur þinar eru 8, 19 og 35. Fiskamlr (19. fehr.-?Q. marsl: Þú átt auðvelt með lað gera öðrum til geðs í dag og fólk kann vel að meta starf þitt. Happatölur þinar eru 3, 25 og 27. Hrútuflnn (21. mars-19. anríH: . Þér bjóðast óvenjulega r mörg tækifæri i dag í vinnunni en það krefst þess hins vegar að þú leggir töluvert á þig og vinnir mikið. Nautið (20. april-20. mail: ■ Þú ert of viðkvæmur Wh fyrir gagnrýni og ættir að reyna að taka henni betur. Ferðalag gæn vaidið vonbrigðum. Happatölur þínar eru 8, 35 og 38. Tvíburamlr (21. maí-21. iúníl: V Atburður sem gerðist fyrir nokkru gæti haft _ i i áhrif á daginn. Þú þarft að vera viðbúinn breyttri dagskrá. Happatölur þínar eru 2, 15 og 21. Krabbinn (22, iúní-22. iúin: Þú verður fyrir ein- I hverri truflun í dag og hún raskar deginum aðeins. Það er aðeins tímabundið og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. L)ónlð (23. iúlí- 22. áeústl: , Ef þú ert sjálfsöruggur í fasi áttu auðveldar með að fá aðra til að hjálpa þér við að fram- kvæma hugmyndir þínar. Happatölur þínar eru 7, 11 og 24. Mevlan (23. áeúst-22. seoU: ii* Fjármál fjölskyldunn- <\\\^ ar fara batnandi. þér finnst þú ^ f þurfa á hjálp að halda skaltu ekki hika við að biðja um hana. Vogin (23. sent.-23. okt.C Þú skalt gæta þín að sökkva þér ekki í of mikla vinnu. Taktu þér hlé og vinnan gengur betur á efdr. Happatölur þinar eru 12, 20 og 31. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.): j Þú gætir lent í vand- ræðum með að fá fólk (til að hjálpa þér við | verkefni sem þú vinnur af því að allir virðast vera uppteknir. Bogmaðurinn (22. nftv.-21. des.l: .Fyrri helmingur dags- 'ins verður rólegur en \ eitthvað óvænt bíður ____þin í kvöld, liklega í sambandivið félagslifið. Happatölur þínar eru 17, 23 og 29. Steingeitin (22. des.-i9. ian.): Þér gengur vel að ein- beita þér í vinnunni í dag og fá fólk á þitt band en einkalífið gengur ekki sem skyldi. Farðu varlega í viðskiptum. Söguþing í Odda fram á laugardag: Allt snerist um heiðurinn f - segir Sólborg Una sagnfræðingur jarðarhafið til viðmiðunar. Ekki vill hún meina að óblíð náttúra hafi haft mótandi áhrif hér í norðrinu. „Ég álít beggjaættarkerfið vera skýr- inguna," segir hún. Eggjuðu til dáða „íslensku konurn- ar virðast hafa verið útilokaðar frá hinu opinbera lífi og þess vegna áttu þær oft erfitt með að verja heiður sinn. Þær máttu ekki vera karlmannleg- ar og grípa til vopna. Það þótti ekki viðeigandi. Samt gekk heiðurinn út á blóðhefndir og konurnar urðu að fá sínu framgengt gegnum karlmenn i kringum sig. Þær eggjuðu þá, not- uðu orð og tákn- rænar athafnir sem þóttu leiða til heiðurs fyrir fjölskyldur þeirra," segir Sólborg Una. Hún tekur þó skýrt fram að staða íslensku konunnar á þess- um tíma hafi ekki verið góð í okkar merkingu og að almúga- konur á íslandi hafi verið í annarri stöðu en höfðingjakon- ur. En voru karlmenn á þessum tíma ánægðir með sterkar eigin- konur? „Þetta er góð spurning,“ segir Sólborg Una, enda sannur skörungur sem vill takast á við eitthvað krefjandi. „Hetjan var þannig að litið var upp til henn- ar en hún gat líka rekist illa, enda ávallt tilbúin að grípa til vopna. Eins var það með kven- skörunginn. Hún naut virðing- ar en gat verið erfið í sam- búð.“ Skírlífið ekki skilyrði - Svo er það skömmin. „Já, í öðrum fæðarsamfélögum er skömmin eiginlega kvengerð. Þar gengur allt út á að konan sé skírlíf fram að giftingu og haldi ekki fram hjá og þótt hennar persónulegi heiður sé enginn getur hún kallað skömm yfir ljölskylduna. Mér finnst hins vegar að á íslandi hafi ekki verið lagt eins mikið upp úr velsæmi kvenna og í hinum fæðarsamfélögunum," segir Sólborg Una sem með lestri íslendingasagnanna hef- ur fengið út þessa mynd. Fyr- irlestur hennar er í málstofu um kynjafræði sem stendur frá kl. 9-12.15 í fyrramálið í Odda, stofu 101. -Gun. MYND E.ÖL Sagnfræöingurinn Sólborg Una kom frá Bret- landi á Söguþingiö. Þar stundar hún mastersnám í notkun tölvu viö forn- leifarannsóknir. „Heiður á þjóðveldisöld var ekki eins og við þekkjum hann í dag. Hann var lífsstíll sem allt snerist um. Kenningar eru um að í svokölluðum fæðarsamfélög- um hafi hann byggst á hinum karlmannlegu gildum og konur hafi aðeins átt hlutdeild í heiðri eiginmannsins. Ég tel íslenska samfélagið skera sig nokkuð úr þar því við áttum kven- skörimga innan um sem ekki hugsuðu einungis um heiður og hagsmuni manns síns og heimilis heldur einnig uppruna fjölskyldu sinnar.“ Þetta mælir Sólborg Una Pálsdóttir sagn- fræðingur, einn fyrirles- ara á forvitnilegu Sögu- þingi sem hefst í Odda í fyrramálið og stendur í tvo daga. Erindi Unu nefnist Heiður og skömm. Hlutverk kvenna í íslensku fæðar- samfélagi. Það fjallar um stöðu íslensku kon- imnar á þjóðveldistim- anum (930-1262), sem hún telur hafa verið betri en í ýmsum öðrum fæðarsamfélögum og hefur smáríki . á Balkanskaga og við Mið- Málþing um dauða og sorg í lífi barna í Bústaðakirkju í dag: Gjald karlmennskunnar getur verið stórt „Það sem ég ætla að tala um er sorg, depurð og áhættuhegðun hjá bömum og unglingum. Hvað ber að varast og hvernig skal bregðast við,“ segir Baldur Gylfason sálfræð- ingur um erindi sitt á málþingi um dauða og sorg í lífi bama sem hald- ið er í Bústaðakirkju í dag. Þingið hefst kl. 16 og er ætlað almenningi. Heilbrigð sorg og hættuleg Baldur hefur unnið með hópum bama sem hafa misst foreldri og það starf hefur gefið góða raun. Hann segir sorgina hafa margar birtingarmyndir enda kalli söknuð- ur og missir fram flóð tilfinninga, bæði við dauða og skilnað. „Mér fmnst mikilvægt að greina á milli heilbrigðrar sorgar og hættulegrar. Eðlileg sorgarviðbrögð em grátur, depm-ð og vansæld. Þau þekkjum við flest sem höfum fundið tiL Það er líka eðlilegt að röskun verði á daglegu lifi. Fólk eigi erfitt með að einbeita sér í einhvem tíma eftir missi og sé slegið út af laginu. Sorg getur líka leitt ýmislegt gott af sér og þroskað fólk. Hún getur haft græðandi áhrif á samband við eftir- lifandi foreldri, systkini eða vini sem syrgja sarnan." „Reiði er eðlOeg viðbrögð við sorg,“ heldur Baldur áfram. „Þegar um skilnað er að ræða beinist hún gegn ákveðnum einstaklingi og er þá jafnvel viðurkennd. Ég má vera reiður út í fyrrverandi kærustu eða mömmu og pabba. Þess vegna er mun erfiðara að finna til reiði þeg- ar einhver deyr og tala um þá til- finningu. Reiðinni fylgir mikil sekt- arkennd og einangrun í framhaldi af henni. Hún situr oft eftir og getur þróast út í slæma hegðun." - Áhættuhegðun? „Já, sem birtist í almennu kæruleysi, mikilli DV-MYND E.ÓL. Sálfræöingurinn „Þaö er erfitt aö finna til reiöi þegar einhver deyr og tala um þá tilfinningu, “ segir Baldur meöal annars. drykkju, neyslu fíkniefna eða hraðakstri, einhverju sem sýnir að ungmenninu sé sama um allt. Það er flótti frá raunveruleikanum." Að þora að vera glaður - Hverju á fullorðna fólkið helst að fylgjast með ef bam eða ungling- ur verður fyrir sorg? „Það er einangrunin fyrst og fremst og hana er mikilvægt að rjúfa með því að tala opinskátt rnn líðanina. Oft hafa strákar meiri til- hneigingu til að byrgja með sér erf- iðu tilfinningamar en stelpur. Þeir vilja vera sterkir og hlífa öðrum en gjald karlmennskunnar getur verið stórt. Slysatíðni stráka 15-19 ára er helmingi hærri en hjá stelpum og þrisvar sinnum hærri hjá 20-24 ára. Það segir mikið. Það er líka mikilvægt að þora að vera glaður mitt í sorgarferlinu ef svo ber undir og skammast sín ekki fyrir þá tilfinningu. Hins vegar setja sumir upp grímur og þykjast sífellt vera glaðir. Það getur verið hættu- rnerki," segir Baldur og klykkir út með heilræði: „Númer eitt tvö og þrjú er að tala saman. Það hjálpar ^ öllum.“ -Gun. ~

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.