Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 30. MAI 2002 Sigur gegn Grikkjum íslenska landsliðið í handknattleik bar sigurorð af Grikkjum, 28-25, í æf- ingaleik í Þessalóníku í gærkvöld. Stað- an í hálfleik var 15-10, íslendingum í vil. Ólafur Stefánsson átti frábæran leik með íslenska liðinu og skoraði 11 mörk, Einar Örn Jónsson skoraði 4 mörk, Patrekur Jóhannesson og Ragnar Ósk- arsson skoruðu 3 mörk hvor, Dagur Sig- urðsson, Sigurður Bjarnason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu 2 mörk hver og Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark -ósk 0 N ? * SÍMA DEILDJN Keflavík Grindavík Þór, Ak. Fylkir KR ÍBV FH KA Fram ÍA 0 6-3 0 6-4 0 h-i 1 5-4 1 5-4 1 2-3 1115-7 0 2 0 2-2 0 2 0 0 3-4 2-7 Markahæstir Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak.....3 Grétar Hjartarson, Grindavík .... 3 Sigurvin Ólafsson, KR...........3 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV . 3 Næstu leiklr KA-Þór Ak......Fira. 30. maí 20.00 ÍA-FH..........lau. 1. júní 14.00 Grindavík-ÍBV___lau. 1. júni 14.00 Þór Ak.-Keflavík .. sun. 2. júní 19.15 KR-KA.........sun. 2. júni 19.15 Fylkir-Fram ___mán. 3. Júní 19.15 Fyrsta mark leiks ÍA og Grindavíkur kom eftir aðeins 12 sekúndur: Aftur brenna - Grétars Hjartarsonar sem sá um Skagamenn - íslandsmeistararnir enn án stiga „Ég vaknaði snemma i morgun og horfði á leikinn frá síðasta sumri, bara rétt til að koma mér í rétta gír- inn," sagði markaskorarinn Grétar Hjartarson eftir að hafa endurtekið leikinn begar hann skoraði þrennu gegn Skagamönnum, þá í Grindavík. Þeim leik lauk með 3-0 sigri heima- manna og aftur nú skoraði Grétar öll mörk manna sinna en annar Grétar, sem er Steinsson, klóraði í bakkann fyrir Skagapilta. Fyrsta markið var ekki flókið. Gestirnir byrjuðu á miðju. Hár bolti barst til Sinisa Kekic sem fleytti bolt- aniun áfram inn fyrir varnarlínu IA og þar var Grétar mættur og vippaði yfir Ólaf. Næsta mark kom eftir góðan undir- búning Rays Jónssonar og aðeins 10 mínútum síðar. Við það færðist örlítil ró yfir leikinn og eftir rúman hálf- tímaleik fóru heimamenn að komast betur inn i leikinn með þremur fær- um sem Ellert Jón Björnsson skapaði. Fyrir og eftir hálfleikinn komst Scott Ramsay í góð færi en ekkert varð úr þeim. Þegar Ólafi Þórðarsyni, þjálfara IA, leist ekkert á blikuna í byrjun hálfleiksins skipti hann tveimur mönnum inn á og breytti leikkerfmu í 4-4-2. Þá kom enn eitt kjaftshöggið. Grétar skoraði þriðja markið en Skagamenn voru þó fljótir að svara fyrir sig með finu skalla- marki Grétars Rafns. Það sem eftir lifði leiks fengu bæði lið nokkur færi sem þau nýttu ekki. Sérstaklega fengu Grétar og Óli Stef- án úr Grindavik góð færi sem þeir hefðu aö öllu jófnu átt að hafa nýtt. Grindvíkingar komu greinilega ákveðnir til leiks og eru vel stemmd- ir þrátt fyrir að hafa aðeins uppskor- ið 2 stig úr fyrstu tveimur umferðun- um. Þeir léku firnavel og hættan sem þeim tekst að skapa með sóknartriói sínu er stórhættuleg. Skagamenn voru hins vegar varla skugginn af sjálfum sér og var áberandi hvað lyk- ilmenn hðsins voru slakir. Grétar Rafn og Ólafur í markinu voru lang- bestu menn Uðsins. „Leikurinn breyttist um leið og fyrsta markið kom svona snemma, því að þá þurftum við að fara að verja þrjú stig," sagði Ólafur Örn Bjarna- son. „En sem betur fer féllum við ekki i þá gryfju og héldum áfram að sækja. Skagamenn skorti hins vegar sjálfstraust og þótt þeir séu kannski ekki að spila verr en í fyrra þá vant- aði allan sigurglampa i augu þeirra. Og nú er það okkar að fylgja eftir þessum stigum sem við fengum i kvöld, annars var sigurinn í kvöld einskis virði," sagði Ólafur Örn. -esá Ólafur Þórðarson, ÍA: Skandall „Það er alveg ljóst að þetta var al- gjör skandall að tapa þessum leik svona illa. Menn voru steinsofandi i byrjun leiks og engan veginn tilbún- ir til að taka á móti þeim og þeir keyra einfaldlega yfir okkur á grimmdinni. Við erum svo aðeins að komast aftur inn í leikinn þegar mark núm- er tvö kemur og það setur okkur enn þá meira út af sporinu og við sáum aldrei til sólar í þessum leik. Við náðum reyndar að setja á þá mark en engu að síður verður að segjast eins og er að frammistaðan var fyrir neðan allar hellur. Slakur liösandi Mér sýnist að liðsandinn í dag sé ekki til fyrirmyndar en það er von- andi að það lagist. Við reiknuðum með að þetta yrði mjög erfitt tímabil og við erum búnir að missa sjö leik- menn frá síðasta ári en fáir virðast gera sér grein fyrir því. Fyrir þetta unga lið, sem vann titilinn i fyrra, er þetta mjög stórt skarð sem hoggið var og við verðum einfald- lega að gefa okkur tíma, vera þolin- móðir og líta björtum augum á framtíðina," sagði Ólafur Þórðar- son, þjálfari ÍA, eftir leik. -esá Olafur sa besti ;T annað árið í röð % Olafur Stefánsson er besti leikmaöur þýsku Bundesligunnar tvö síö- ustu tímabil, aö mati Handball Magazin. Hann f fékk 74 stig, 23 stigum fleiri en næsti maöur. Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Magdeburg, var annað árið í röð val- inn besti leikmaður þýsku deildarkeppn- innar af þjálfurum og fyrirliðum liða í deild- inni. Auk þjálfaranna og fyrirliðanna greiða landsliðsþjálfarar Þjóðverja í karla- og kvennaflokki atkvæði i valinu sem þýska tímaritið Handball Magazin stendur fyrir. Ólafur fékk 74 stig í kjörinu, 23 stigum fieiri en Svíinn Stefan Lövgren hjá Kiel sem hreppti annað sætið. Sænski landsliðsmark- vörðurinn og leikmað- ur Nordhorn, Perter Gentzel, varð þriðji með23stig. Fjórðivar Oleg Velykky hjá Essen með 16 stig og Glenn Solberg hjá Nordhorn fékk 11 stig. í fyrra fékk Ólafur 79 atkvæði og vann þá með 36 stiga mun. Ólafur var lykilmað- ur liðs Magdeburg sem varð meðal annars Evrópumeistari meist- araliða en hann varð fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar, gerði 217 mörk í 34 leikjum. Auk þess átti Ólafur 351 stoðsend- ingu í þess- um 34 leikj-' um og kom Ólafur því að V 16,7 mörkum | að meðaltali í leik í þýsku deild- inni í vetur. -ÓÓJ —, IA-Grindavík 1-3 (0-2) 0-1 Grétar Hjartarson (12 sek., skot utan teigs, skallasending Sinisa Kekic). 0-2 Grétar Hjartarson (11., skot úr teig, fyrirgjöf Rays A. Jónssonar). 0-3 Grétar Hjartarson (59., skot utan teigs, sending Vignis Helgasonar). 1-3 Grétar llafn Steinarsson (66., skalli innan teigs, aukaspyrna Sturlaugs H.) IA (4-3-3) Ólafur Þór Gunnarsson ... 4 Sturlaugur Haraldsson .... 2 Reynir Leósson .........2 Gunnlaugur Jónsson.....2 Sturla Guðlaugsson......1 (57., Hermann G. Þórsson . 3) Baldur Aðalsteinsson.....1 Grétar Rafn Steinsson .... 4 Guðjón Sveinsson .......2 (57., Garðar Gunnlaugsson . 2) Ellert Jón Björnsson.....3 (63., Jón Pétur Pétursson .. 2) Hjörtur Hjartarson ......1 Jóhannes Gíslason.......2 DómarU Bragi Bergmann (2). Áhorfendur: 1252. Gul spjöld: Gunnlaugur, Hermann (IA) - Vignir (Grindavík). Rauð spiöld: Engin Skot (á mark): 17 (5) - 11 (8) Horn: 4-5 Aukaspyrnur: 9-14 Rangstðður: 3-2 Varin skoL- Ólafur 5 - Atli 4. Grindavík (4-4-3) Atli Knútsson .........4 Ray A. Jónsson........3 Guðmundur A. Bjarnas. . 2 Ólafur Örn Bjarnason ... 5 Gestur Gylfason .......4 Óli Stefán Flóventsson ... 2 Paul McShane.........4 Vignir Helgason .......3 (85., Eysteinn Hauksson .. -) Grétar Ólafúr Hjartarson . 5 Sinisa Kekic ..........4 Scott Ramsay..........4 Maður leiksins hjá DV-Sport: Grétar Hjartarson, Grindavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.