Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 Sport l^REAJAPAN Kasey Keller, markvöróur banda- riska landsliósins, meiddist á vinstri olnboga á æhngu í gær og gæti misst af fyrstu leiKjum liðsins á HM. Keller fór í læknisskoðun í gær en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. Þar með er nokkuð ljóst að það veröur Brad Friedel, markvöröur Blackburn, sem stendur á miHi stang- anna i fyrsta leik Bandaríkjamanna gegn Portúgal næstkomandi miðviku- dag. Tyrkneski varnarmaöurinn Alpay Ozalan, sem leikur með Aston Villa, segist ætla að taka Ronaldo í bakarí- ið þegar Tyrkland og Brasilía mætast í fyrsta leik C-riðils næstkomandi mánudag. ,$g skil ekki af hverju allir segja að ég þurfi að hafa svona miklar áhyggj- ur af Ronaldo. Ég spila gegn frábær- um framherjum eins og Jimmy Floyd Hasselbaink, Emíle Heskey, Dennis Bergkamp og Thierry Henry í ensku úrvalsdeÚdinni um hverja helgi og þarf því ekki að hræðast Ronaldo," sagði Alpay. Zlatko Zahovic, helsta stjarna Sló- vena, hefur varað félaga sína í sló- venska liðinu við hættunni sem stafar af spænska framherjanum Raul Gonzalez en Slóvenía og Spánn eru saman i B-riðli heimsmeistarakeppn- innar. ,Mérfinnst Raul vera besti leikmað- ur heims og hann getur farið illa með okkur ef við erum ekki á tánum," sagði Zahovic. -ósk NBA í nótt New Jersey Nets vann í nótt ellefu stiga heimasigur, 103-92, á Boston Celtics í fimmta leik úr- slitaeinvlgis liðanna í Austur- deUdinni og geta Nets þar með tryggt sér farseðilinn í úrsiitaleik NBA með einum sigri til viðbótar í stöðunni 3-2. Það var fyrst og fremst frábær leikkafli í fjórða leikhluta í stöð- unni 74-73 sem skóp þennan góða sigur Nets en þá gerði liðið sér lítið fyrir og skoraði tuttugu stig gegn einu stigi Celtics og breytti stöðunni í 94-74. Eins og oft áður var Jason Kidd bestur hjá Nets með 18 stig, 12 fráköst og 7 stoð- sendingar en Kittles var stiga- hæstur með 21 stig. Hjá Celtics skoraði Pierce mest, eða 24 stig, og tók 12 fráköst. -EK . Stjarna Brasilíumanna ætlar aö sanna sig á ný á HM: Eg verö bestur - segir framherjinn Ronaldo með sjálfstraustið í lagi Brasilíski framherjinn Ronaldo segist ætla að sanna það fyrir heim- inum á HM i sumar að hann sé besti knattspyrnumaður heims. „Ég hef verið lengi frá vegna meiðsla og það eru margir sem hafa ekki trú á mér. Ég ætla hins vegar að koma þeim á óvart og gleðja þá sem hafa haft trú á mér með frá- bærum leik í heimsmeistarakeppn- inni," sagði Ronaldo. Ronaldo hefur mikla trú á því að hann og félagar hans, Rivaldo og Ronaldinho, eða R-in þrjú eins og þeir eru stundum kallaðir, eigi eftir að valda andstæðingum Brasillu miklum erííðleikum í keppninni í sumar. „Þetta trió á eftir að valda mikl- xun usla á HM. Við erum allir frá- bærir knattspyrnumenn og eigum eftir að spila stórkostlega knatt- spyrnu," sagði Ronaldo og bætti við að hann heföi ekki miklar áhyggjur af varnarmönnum Kínverja sem Brasilíumenn mæta í C-riðli. „Ég hef alltaf skorað mörk gegn bestu varnarmönnum i heimi og fer varla að missa svefn yfir varnar- mönnum Kína," sagði þessi magn- aði knattspyrnumaður sem ætlar sér svo sannarlega, þegar heims- meistarakeppnin hefst, að bæta fyr- ir þau þrjú ár sem hann hefur misst úr með brasilíska landsliðinu. -ósk Ljungberg meiddur Ekki er víst að miðjumaður- inn snjalli, Fredrik Ljungberg, verði með Svíum á fyrsta leik þeirra á HM á sunnudaginn gegn Englending- um. Ljung- berg þurfti að hætta á æfingu í gær vegna meiðsla á FrednkLjungberg mjöðm og viðurkenndi síðan að hann hefði verið slæmur í rúma viku. Læknar sænska liðsins telja þó að Ljungberg verði klár fyrir leikinn gegn Englendingum. Ljungberg er sá leikmaður í sænska liðinu sem Englendingar hræðast mest enda lék hann frá- bærlega með Arsenal á nýafstað- inni leiktíð og Ijóst að þeir myndu gráta fjarveru hans. -ósk Vieri verður markakóngur Hector Cuper, þjálfari Inter Milan, hefur mikla trú á því að framherji hans hjá Inter, ítalinn Christian Vieri, verði markakóng- ur heims- meistara- keppninnar í sumar. „Vieri er frábær framherji og hefur allt sem hægt er að biðja um i einum leikmanni. ítalska liðið er mjög sterkt og það á eftir að koma Vieri til góða. Hann á eftir að skora mörg mörk og ég hef trú á því að hann verði markakóngur keppninnar," sagði Cuper. -ósk Vill frekar spila illa og vinna Juan Sebastian Veron, miðju- maður argentínska liðsins, segir að það skipti engu máli hvernig hann spili í heimsmeistara- keppninni, svo lengi sem lið hans vinnur keppnina. „Ég vil frekar spila illa og vinna i stað þess að spila vel og detta fljótt út. Það besta væri að sjálfsögðu að bæði mér og liðinu gengi vel en liðið er það sem hef- ur forgang," sagði þessi snjalli leikmaður sem verður án efa lykilmaður í argentínska liðinu í sumar. -ósk Christian Vieri Elliðaárnar í Reykjavík: Formaðurinn sá ekkert „Hún styttist verulega biðin eftir að laxveiðin byrji fyrir alvöru en við opnum Norðurá í Borgarfirði á Bjarni Ómar Ragnarsson, formaöur SVFR, litast um í Fossinum í Elliöaánum í gær en enginn lax hefur sést. DV-mynd G.Bender laugardaginn og þar hafa sést laxar á nokkrum stöð- um," sagði Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, er DV-Sport hitti hann við Elliðaárnar í gær.. Ekki var neinn lax að sjá í fossinum þrátt fyrir að mikið væri horft. Það er kannski fullsnemmt að litast um eftir laxi í ánum en fiskar hafa þó oft verið gengnir í árnar á þessum tíma. „Maður veit ekki hvort laxinn er kominn hérna en að minnsta kosti sést hann ekki. Ein og ein bleikja var að skjótast í fossin- um. Það verður gaman að sjá hvernig veiðin byrjar í Norðurá. Laxinn er allavega kominn og við byrjum veiðiskapinn snemma á laug- ardagsmorgun í ánni. Veðurfarið hefur ver- ið gott og vatnið er fint, skilyrðin eru bara mjög góð. Þetta er allt að fara á fleygiferð og síðan verður hver laxveiðiáin opnuð af annarri. Veiðar hefjast í Elliðaánum 15. júní og það er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sem opnar þær og vonandi verður þá kominn lax hérna í fossinn," sagði Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður SVFR. -G.Bender Rofar til í herbúðum Englendinga: Beckham og Dyer - líklega klárir fyrir fyrsta leik Allt virðist vera að smella saman hjá Englendingum fjórum dögum fyrir fyrsta leikinn á HM gegn Sví- um. Kieron Dyer og David Beckham, sem báðir hafa átt við meiðsl að stríða, æfðu báðir með liðinu í gær og var það í fyrsta sinn sem allir 23 leikmenn liðsins æfðu saman síðan liðið kom til Suður-Kóreu til undirbúnings fyrir keppnina. Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort þessir tveir leikmenn yrðu klárir fyrir fyrsta leik en samkvæmt því sem Steve McClaren, aðstoðarmaður Svens Görans Erikssons, segir hafa þeir báðir tekið miklum framförum undanfarna daga. „Beckham er í frábæru formi frá náttúrunnar hendi og hann þarf David Beckham ekki aö æfa í marga daga til að vera klár í slaginn á sunnudaginn. Beck- ham hefur lagt mikið á sig undan- farnar vikur og á tímabili fannst honum eins og hann væri að ganga í gegnum nýrt undirbúningstímabil. Það getur verið erfitt en hann er sterkur karakter," sagði McClaren. „Það var skemmtilegt að sjá þá báða á æfingu og brosið á Kieron eftir æfing- una sagði allt sem segja þarf. Hann hefur verið und- ir miklu álagi að fá sig góð- an af meiðslunum en það lítur vel út hjá honum núna," sagði McClaren og bætti við að hraðinn og gæðin á æfingunni, þegar þeir tveir voru með, hefði verið mun meiri en á æfingunum á undan og gleðin í hópnum var mikil. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.