Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 32
Allianz (jfi) FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 - Lof orð er lof orð Símí: 533 5040 / www.allianz.is / Sígaunarnir farnir úr landi Sautján sígaunar aí rúmenskum uppruna, sem reyndu að gerast póli- "* tískir flóttámenn hér á landi, fóru aftur utan með Norrænu nú í hádeg- inu. Með þeim fóru einnig tveir Rúm- enar til viðbótar, feðgar sem búsettir eru í Þýskalandi. Að sögn lögreglu á Seyðisfirði hafa ekki verið nein vandræði með fólkið eftir að það kom til Seyðisfjarðar í gær. Rúmenarnir fóru um borð fyrir hádegi með þá þrjá sendibíla sem þeir komu með til landsins fyrir skömmu. Hópurinn fór frá Reykjavík í fylgd fjögurra lögreglumanna ásamt tulki og fulltrúa Útlendingaeftirlitsins í fyrradag í lest fimm bíla. Var gist á Kirkjubæjarklaustri á leiðinni aust- ur. Að sögn lögreglu gekk ferðin vandræðalaust. -HKr. ?9 -----;—;------------------------------- Ríkisendurskoðun: Alvarlegar at- hugasemdir - við Sólheima Þjónustu við íbúa á Sólheimum í Grímsnesi er ábótavant. Skortur er á sérhæfðu starfsfólki. Stjórnarfyrir- komulag stofnunarinnar er ekki sem skyldi. Þetta er meðal þess sem kemur 1 ** fram í úttekt ríkisendurskoðunar á starfsemi Sólheima í Grímsnesi. Skýrslan verður gerð opinber i dag. Samkvæmt upplýsingum DV eru gerð- ar alvarlegar athugasemdir við mun fleiri atriði en upp eru talin hér að ofan. Srjórn Sólheima hefur nýtt sér andmælarétt sinn í málinu. -JSS Bolungarvík: Enginn notaði farsíma Anton Helgason, formaður yfirkjör- stjórnar i Bolungarvík, fékk í gær staðfestingu frá símafyrirtækjunum þess efnis að enginn talningarmanna «. hefðinotaðfarsimasinnmmikl. 21og 22 á laugardagskvöldið. Þar með telur Anton að búið sé að hreinsa sjálfstæð- ismenn þar af ásökunum um smölun. Kjörstjórnin hélt fund í gærkvöld þar sem málið var rætt. K-listamenn munu enn vera þeirrar skoðunar að einhver maðkur sé í mysunni en einn úr þeirra röðum sagði við DV að þeir vildu frekar halda friðinn en að kæra þessar kosningar. Málinu er því að öllum líkindum lokið. -HI FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt. hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fulírar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan solarhrlnginn. 550 5555 UTAN KJÓNUSTU SWE0IS ... Hlutur lágvöruverðsverslana snareykst: Úr 15% í 25% af veltu - gjörbreytt neyslumynstur Hlutur lágvörðuverðsverslana i heildarveltu á matvörumarkaði hefur snaraukist undanfarna mánuði og miss- eri. Samkvæmt skýrslu Sam- keppnisstofnun- ar 2001 var hlut- deild hennar rétt ríflega 15% en samkvæmt nýj- um upplýsingum frá Hagstofunni *v ^w sg ^L «4 w • Guömundur Marteinsson. nálgast hún nú 25%. Sem kunnugt er hefur Hagstof- an að undanfórnu aukið vægi lág- vöruverðsverslana við útreikning á vísitólu neysluverðs. Ástæðan er þær breyttu neysluvenjur sem endurspeglast í fyrrgreindum töl- um og talið er að séu bein afleiðing af aukinni verðbólgu, enda kom hún fram á sama tíma og verðbólga jókst. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að viðskiptavinum Bónuss hafi fjölg- að um rífiega 50% undanfarið eitt og hálft ár. Verslunum keðjunnar hefur fjölgað um sex, eða úr ellefu í sautján, á þessu tímabili. Fjölgun verslana er hins vegar ekki orsök þess að viðskiptavinum hefur fjölgað að sögn Guðmundar heldur afleiðing af því; neytendur stýri þessari þróun, enda til lítils að opna verslanir vítt og breitt ef eft- irspurn væri ekki fyrir hendi. Guðmundur segir að Bónus sé með um 50% af allri matvörusölu Baugs-samsteypunnar og verslan- irnar séu reknar réttum megin við núllið. Fram hefur komið hjá Baugi að afkoma matvörusviðs hafi verið óviðunandi í fyrra. Guð- mundur segist ekki geta tjáð sig um hvort, og þá að hve miklu leyti, aukin ásókn í verslanir Bðn- uss hafi komið niður á öðrum verslunum Baugs og hagnaði fyrir- tækisins í heild. Þess má geta að í nýju 14 mánaða uppgjöri Baugs kemur m.a. fram að sérstakar aðgerðir, sem miðað hafi að því að verja „rauða strikið", hafi valdið um 40 milljónum króna minni framlegð en ella. ÓTG DV-MYND SPGURÐUR HjAlMARSSON| Vorboöar í Vík Ungviöi vorsins er ægifagurt, svo sem þetta folald sem fæddist austur í Vík í Mýrdal í gærmorgun. Það var merin Molda, sem er tuttugu og fjögurra vetra, sem kastaöi þessu folaldi. Þetta er annaö merfolald hennar, hin hafa veriö hestfolöld. Bgandi Moldu er Björn V. Sæmundsson en unga stúlkan, sem er á myndinni og kom viö folaldiö fyrst allra, er Harpa Rún Jóhannsdóttir. Hótelframkvæmdir í Reykjavík vekja athygli: 120 herbergi á árinu - sem vitað er um með vissu. Margar hugmyndir í gerjun „Það munu bætast um 120 her- bergi við á hótelum í Reykjavik á þessu ári og síðan um 130 á því næsta. Þetta er það sem er í hendi en fjölgunin er um 10 prósent hvort ár. Síðan eru margar hugmyndir um hótelbyggingar sem ekki er vit- að hvenær hrint verður í fram- kvæmd," segir Þorleifur Þór Jóns- son, hagfræðingur hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, við DV. Framkvæmdir við Hótel Esju á Suðurlandsbraut vekja athygli margra sem leið eiga um næsta ná- grenni en verið er að tvöfalda bygg- inguna til austurs. Um 130 herbergi verða tekin þar í notkun á næsta ári. Á þessu ári verða hins vegar tekin i notkun um 120 herbergi í Reykjavík. Þar af eru 66 á Hótel Barón á horni Skúlagötu og Baróns- stígs, 41 á 101-hótel í gamla Alþýðu- húsinu og síðan 18 herbergja viðbót á Hótel Leifi Eiríkssyni á Skóla- vörðuholti. Af hugmyndum sem eru í gerjun má nefna stækkun Grand Hótels við Sigtún, en þar hefur fengist leyfi fyrir turnbyggingu, hótel í Lands- símahúsinu við Austurvöll, hótel á horni Aðalstrætis og Túngötu, í Kjörgarðshúsinu við Laugaveg og víðar. Þá eru hugmyndir um ráð- stefnu- og tónlistarhús við Reykja- víkurhöfn ekki komnar í fókus. Þorleifur Þór segir að um þrenns konar gistirými sé að ræða í borg- inni, hótel, gistiheimili og heimagistingu. Erfitt væri að henda reiöur á fjölgun herbergja því stundum tækju til starfa 10-15 her- bergja gistiheimili án þess vitað hafi verið um þær fyrirætlanir og fjöldi heimagistinga væri breytileg- ur. Tölur frá Hagstofunni segja að fjöldi herbergja á höfðborgarsvæð- inu sé tæplega 1400. Fjölgunin hefur verið lítil undan- farin ár. Fjölgun gistirýma verður í slumpum eins og t.d. þegar Hótel Skjaldbreið og Klöpp voru tekin í notkun og þar áður Cabin Hótel í Borgartúni. Þorleifur Þór segir of snemmt að segja til um hvort fjölgun hótelrýma sé of mikil eða lítil. Þegar Hótel Borg hafi verið byggð á sínum tíma hafi menn sagt að þá væri komið nægjanlegt gistirýni í borginni næstu 40 árin. Sumir hugsuðu enn á svipuðum nótum, þætti gistirými of mörg. Hins vegar lægi fyrir að fjölg- un gistirýma og aukning í fjölda ferðamanna héldist ekki í hendur. Aukningin hefði að mestu verið utan háannatímans sem þýddi betri nýtingu á því gistirými sem þegar væri fyrir hendi. -hlh Ragnheiöur Ríkharosdóttir. Pínulítið kvíðin „Auðvitað er ég pínulítið kvíðin,' það gefur auga leið. Hins vegar geng ég að þessu verk- efni eins og öðrum sem ég tek að mér og vinn eins vel og ég get," sagði Ragnheiður Rík- harðsdóttir, odd- viti D-lista, í morg- un. Hún verður næsti bæjarsrjóri i Mosfellsbæ. Ragn- heiður hefur gegnt starfi skólastjóra í Hjallaskóla sem hún segir nú lausu. Hún kvaðst vera með breiðan hóp| fólks sér að baki þannig að hún stæði ekki ein í eldlínunni. Hún kvaðst ekki a geta neitað því að hún tæki við erfiðu| búi í Mosfellsbænum. Ákveðnar breytingar væru fyrir- hugaðar í stjórnsýslunni þannig aðl hún yrði opnari. Fyrsta skrefið væri' að kjörinn bæjarfulltrúi yrði bæjar- stjóri. Ragnheiður kvaðst ekki vera aðí gagnrýna Jóhann Sigurjónsson með' þessum orðum, hann hefði unnið sitt starf af stakri prýði. -JSS i Mikil óánægja meðal póstbera íslandspósts í Garðabæ: Hafna nýju fýrirkomulagi - segja dreifingarsvæði stækkuð en launin þau sömu Mikil óánægja ríkir meðal póst- bera í Garðabæ vegna endurskipu- lagningar á dreifingarsvæðum. Þeir hafa hafnað nýju fyrirkomu- lag sem átti að ganga í gildi þessa dagana. Þeir telja að tiltekin út- burðarsvæði séu stækkuð langt umfram það vinnuhlutfall sem þeim beri að vinna án þess að aukagreiðslur komi fyrir. Auk Garðabæjar verða slíkar breyting- ar einnig gerðar á öðrum svæðum íslandspósts, þar á meðal í Breið- holti og Kópavogi. Endurskipulagningun er í tengsl- um við tilkomu flokkunarvélar í póstmiöstöðinni sem ætlað er að taka hluta af þeim störfum sem bréfberarnir hafa unnið. Þuríöur Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags íslands, staðfesti að kvartanir hefðu borist frá bréf- berum til félagsins vegna þessara breytinga. Málið væri í endurskoð- un hjá íslandspósti og vonast væri til þess að lausn fyndist á því. 1 Breiðholti væri farið að vinna eftir nýja skipulaginu. Póstberar í Kópa- vogi hefðu sent Póstmannafélaginu undirskriftarlista þar sem nýja fyr- irkomulaginu væri mótmælt. „í sjálfu sér getur fólkið ekki neit- að þessu en það getur að sjálfsögðu mótmælt ef þvi þykja þetta óheyri- lega miklar stækkanir á dreifinga- svæðum sem ég er í sjálfu sér alveg sammála af lýsingum að dæma," sagði Þuríður. „En fyrirtækið er að fara yfir máliö og athuga hvort ein- hverjar villur séu í þeim forsendum sem endurskipulagningin er byggð CQRTIMIÐ Sérfræðingar í ffluguveiði Skiptiolt 5. s. 562 83K3. Mundu að kjósa rétt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.