Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Qupperneq 32
JJ] 11 i\ii£3JÍJ£Í 'JÚU'J £l JjJUjjJj J ja^ljJjJÍJ^JiJíJ FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Sígaunarnir farnir úr landi Sautján sígaunar af rúmenskum uppruna, sem reyndu að gerast póli- tískir flóttamenn hér á landi, fóru aftur utan með Norrænu nú í hádeg- inu. Með þeim fóru einnig tveir Rúm- enar til viðbótar, feðgar sem búsettir eru í Þýskalandi. Að sögn lögreglu á Seyðisfirði hafa ekki verið nein vandræði með fólkið eftir að það kom til Seyðisfjarðar í gær. Rúmenarnir fóru um borð fyrir hádegi með þá þrjá sendibíla sem þeir komu með til landsins fyrir skömmu. Hópurinn fór frá Reykjavík í fylgd íjögurra lögreglumanna ásamt túiki og fulltrúa Útlendingaeftirlitsins í fyrradag í lest fimm bíla. Var gist á Kirkjubæjarklaustri á leiðinni aust- ur. Að sögn lögreglu gekk ferðin vandræðalaust. -HKr. Ríkisendurskoðun: Alvarlegar at- hugasemdir - við Sólheima Þjónustu við íbúa á Sólheimum í Grímsnesi er ábótavant. Skortur er á sérhæfðu starfsfólki. Stjómarfyrir- komulag stofnunarinnar er ekki sem skyldi. Þetta er meðal þess sem kemur ffam í úttekt ríkisendurskoðunar á starfsemi Sólheima í Grímsnesi. Skýrslan verður gerð opinber í dag. Samkvæmt upplýsingum DV eru gerð- ar alvarlegar athugasemdir við mun fleiri atriði en upp em talin hér að ofan. Stjóm Sólheima hefur nýtt sér andmælarétt sinn i málinu. -JSS Bolungarvík: Enginn notaði farsíma Anton Helgason, formaður yfirkjör- stjómar í Bolungarvík, fékk í gær staðfestingu frá simafyrirtækjunum þess efnis að enginn talningarmanna hefði notað farsíma sinn milli kl. 21 og 22 á laugardagskvöldið. Þar með telur Anton að búið sé að hreinsa sjálfstæð- ismenn þar af ásökunum um smölun. Kjörstjómin hélt fund í gærkvöld þar sem málið var rætt. K-listamenn munu enn vera þeirrar skoðunar að einhver maðkur sé í mysunni en einn úr þeirra röðum sagði við DV að þeir vildu frekar halda friðinn en að kæra þessar kosningar. Málinu er því að öllum líkindum lokið. -HI FIMMTUDAGUR 30. MAI 2002 FRETTASKOTIÐ Sl'MINN sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV. greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhrlnginn. 550 5555 UTAN ÞJÓNUSTU- SWEÐIS . .. Hlutur lágvöruverðsverslana snareykst: Úr 15% í 25% af veltu - gjörbreytt neyslumynstur Hlutur lágvörðuverðsverslana í heildarveltu á matvörumarkaði hefur snaraukist undanfarna mánuði og miss- eri. Samkvæmt skýrslu Sam- keppnisstofnun- ar 2001 var hlut- deild hennar rétt ríflega 15% en samkvæmt nýj- um upplýsingum ffá Hagstofunni Guömundur Martelnsson. nálgast hún nú 25%. Sem kunnugt er hefur Hagstof- an að undanfomu aukið vægi lág- vöruverðsverslana við útreikning á vísitölu neysluverðs. Ástæðan er þær breyttu neysluvenjur sem endurspeglast í fyrrgreindum töl- um og talið er að séu bein afleiðing af aukinni verðbólgu, enda kom hún fram á sama tíma og verðbólga jókst. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að viðskiptavinum Bónuss hafi fjölg- að um ríflega 50% imdanfarið eitt og hálft ár. Verslunum keðjunnar hefur fjölgað um sex, eða úr ellefu í sautján, á þessu tímabili. Fjölgun verslana er hins vegar ekki orsök þess að viðskiptavinum hefur fjölgað að sögn Guðmundar heldur afleiðing af því; neytendur stýri þessari þróun, enda til lítils að opna verslanir vítt og breitt ef eft- irspum væri ekki fyrir hendi. Guðmundur segir að Bónus sé með um 50% af allri matvörusölu Baugs-samsteypunnar og verslan- imar séu reknar réttum megin við núllið. Fram hefur komið hjá Baugi að afkoma matvörusviðs hafi verið óviðunandi i fyrra. Guð- mundur segist ekki geta tjáð sig um hvort, og þá að hve miklu leyti, aukin ásókn í verslanir Bón- uss hafi komið niður á öðrum verslunum Baugs og hagnaði fyrir- tækisins í heild. Þess má geta að í nýju 14 mánaða uppgjöri Baugs kemur m.a. fram að sérstakar aðgerðir, sem miðað hafi að því að verja „rauða strikið", hafi valdið um 40 milljónum króna minni framlegð en ella. -ÓTG DV-MYND SIGURÐUR HJÁLMARSSOn| Vorboöar í Vík Ungviöi vorsins er ægifagurt, svo sem þetta folald sem fæddist austur í Vík í Mýrdal í gærmorgun. Það var merin Molda, sem er tuttugu og fjögurra vetra, é sem kastaöi þessu folaldi. Þetta er annaö merfolald hennar, hin hafa veriö * hestfolöld. Eigandi Moldu er Björn V. Sæmundsson en unga stúlkan, sem er á myndinni og kom við folaldiö fyrst allra, er Harpa Rún Jóhannsdóttir. á Hótelframkvæmdir í Reykjavík vekja athygli: 120 herbergi á árinu - sem vitað er um með vissu. Margar hugmyndir í gerjun „Það munu bætast um 120 her- bergi við á hótelum í Reykjavík á þessu ári og síðan um 130 á því næsta. Þetta er það sem er í hendi en fjölgunin er um 10 prósent hvort ár. Síðan eru margar hugmyndir um hótelbyggingar sem ekki er vit- að hvenær hrint verður í fram- kvæmd,“ segir Þorleifur Þór Jóns- son, hagfræðingur hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, við DV. Framkvæmdir við Hótel Esju á Suðurlandsbraut vekja athygli margra sem leið eiga um næsta ná- grenni en verið er aö tvöfalda bygg- inguna til austurs. Um 130 herbergi verða tekin þar í notkun á næsta ári. Á þessu ári verða hins vegar tekin í notkun um 120 herbergi í Reykjavík. Þar af eru 66 á Hótel Barón á homi Skúlagötu og Baróns- stigs, 41 á 101-hótel í gamla Alþýðu- húsinu og síöan 18 herbergja viðbót á Hótel Leifi Eirikssyni á Skóla- vörðuholti. Af hugmyndum sem era í gerjun má nefna stækkun Grand Hótels við Sigtún, en þar hefur fengist leyfl fyrir tumbyggingu, hótel í Lands- simahúsinu við Austurvöll, hótel á horni Aðalstrætis og Túngötu, í Kjörgarðshúsinu við Laugaveg og víðar. Þá eru hugmyndir um ráð- steöiu- og tónlistarhús við Reykja- víkurhöfn ekki komnar i fókus. Þorleifur Þór segir að um þrenns konar gistirými sé að ræða í borg- inni, hótel, gistiheimili og heimagistingu. Erfitt væri að henda reiður á fjölgun herbergja því stundum tækju til starfa 10-15 her- bergja gistiheimili án þess vitað hafi verið um þær fyrirætlanir og fjöldi heimagistinga væri breytileg- ur. Tölur frá Hagstofunni segja að fjöldi herbergja á höfðborgarsvæð- inu sé tæplega 1400. Fjölgunin hefur verið lítil undan- farin ár. Fiölgun gistirýma verður I slumpum eins og t.d. þegar Hótel Skjaldbreið og Klöpp voru tekin í notkun og þar áöur Cabin Hótel í Borgartúni. Þorleifur Þór segir of snemmt að segja til um hvort fjölgun hótelrýma sé of mikil eða lítil. Þegar Hótel Borg hafi verið byggð á sínum tíma hafi menn sagt að þá væri komið nægjanlegt gistirýni í borginni næstu 40 árin. Sumir hugsuðu enn á svipuðum nótum, þætti gistirými of mörg. Hins vegar lægi fyrir að fjölg- un gistirýma og aukning í fjölda ferðamanna héldist ekki í hendur. Aukningin hefði að mestu verið utan háannatímans sem þýddi betri nýtingu á því gistirými sem þegar væri fyrir hendi. -hlh Pínulítið kvíðin f „Auðvitað er ég pínulítið kvíðin," það gefur auga leið. Hins vegar geng ég aö þessu verk- efni eins og öðrum sem ég tek að mér og vinn eins vel og ég get,“ sagði Ragnheiður Rík- harðsdóttir, odd- viti D-lista, í morg- un. Hún verður næsti bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Ragn- heiður hefur gegnt starfl skólastjóra í hún segir nú lausu. i Hún kvaðst vera með breiðan hóp| fólks sér að baki þannig að hún stæði ekki ein í eldlínunni. Hún kvaðst ekkii geta neitað því að hún tæki við erfiðujj búi i MosfeUsbænum. Ákveðnar breytingar væru fyrir- hugaðar í stjómsýslunni þannig aðj hún yrði opnari. Fyrsta skrefið værr að kjörinn bæjarfulltrúi yrði bæjar- stjóri. Ragnheiður kvaðst ekki vera að j gagnrýna Jóhann Siguijónsson með" þessum orðum, hann hefði unnið sitt starf af stakri prýði. -JSS í Ragnheiöur , Ríkharösdóttir. [ Hjallaskóla sem Mikil óánægja meðal póstbera íslandspósts í Garðabæ: Hafna nýju fýrirkomulagi - segja dreifingarsvæði stækkuð en launin þau sömu Mikil óánægja ríkir meðal póst- bera í Garðabæ vegna endurskipu- lagningar á dreifingarsvæðum. Þeir hafa hafnað nýju fyrirkomu- lag sem átti að ganga í gildi þessa dagana. Þeir telja að tiltekin út- burðarsvæði séu stækkuð langt umfram það vinnuhlutfall sem þeim beri að vinna án þess að aukagreiðslur komi fyrir. Auk Garðabæjar verða slíkar breyting- ar einnig gerðar á öðrum svæðum íslandspósts, þar á meðal í Breið- holti og Kópavogi. Endurskipulagningun er í tengsl- um viö tilkomu flokkunarvélar í póstmiðstöðinni sem ætlað er að taka hluta af þeim störfum sem bréfberamir hafa unnið. Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags íslands, staðfesti að kvartanir hefðu borist frá bréf- berum til félagsins vegna þessara breytinga. Málið væri í endurskoð- un hjá íslandspósti og vonast væri til þess að lausn fyndist á því. í Breiöholti væri farið að vinna eftir nýja skipulaginu. Póstberar í Kópa- vogi hefðu sent Póstmannafélaginu undirskriftarlista þar sem nýja fyr- irkomulaginu væri mótmælt. „í sjálfu sér getur fólkið ekki neit- að þessu en það getur að sjálfsögðu mótmælt ef því þykja þetta óheyri- lega miklar stækkanir á dreifmga- svæðum sem ég er í sjálfu sér alveg sammála af lýsingum að dæma,“ sagði Þuríður. „En fyrirtækið er að fara yfir málið og athuga hvort ein- hverjar villur séu í þeim forsendum sem endurskipulagningin er byggð á.“ Sérfraeðingar í fluguveiði Sportvörugerðin hf.. Skipholt S. s. 562 »3K3.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.