Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 1
 TILÞRIFAMIKILL SIGUR BLS. 27 DAGBLAÐIÐ VISIR 122. TBL. - 92. ARG. - FOSTUDAGUR 31. MAI 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK Eftirvænting Ungmenni 1 Japan og Suður-Kóreu gátu vart hamið sig í morgun við upphaf heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem stendur út júnímánuð. Átta milljarða afgangur á vöruskiptum fyrstu fjóra mánuði ársins: 13,7 milljarða \ króna viðsnúningur Vöruskiptajöfnuður fyrstu fjóra mánuði ársins var hagstæður um átta milljarða króna samkvæmt tölum um utanríkisverslun sem Hagstofan birti í morgun. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um rúma 5,6 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn það sem af er árinu er því tæpum 13,7 millj- örðum króna hagstæðari en á sama tima í fyrra. Innflutningur fyrstu fjóra mán- uði ársins var 7,7 milljörðum minni en á sama tíma í fyrra og dróst því saman um 11%. Sam- dráttinn má að stærstum hluta rekja til minni innflutnings á fjárfestingarvör- um, flutninga- tækjum og neysluvörum, öðrum en mat- og drykkjarvör- um. Útflutningur- inn var sex milljörðum meiri en á sama tíma í fyrra og jókst því um 9%. Verðmæti útfluttra sjávaraf- Edda Rós Karlsdóttlr. urða jókst um 12% en alls nema sjávarafurðir 63% útflutnings fyrstu fjóra mánuði ársins. Út- flutningur iðnaðarvöru hefur einnig aukist og er að stórrnn hluta um að ræða lyfjavörur og lækningatæki. Verðmæti álút- flutnings dróst hins vegar saman. Alls voru fluttar út vörur fyrir tæpa 74 milljarða króna fyrstu íjóra mánuði ársins en inn fyrir tæpa 66 milljarða. Mjög jákvætt Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Búnaðar- banka, segir þessar tölur sýna að innflutningur sé að dragast saman og það sé mjög jákvætt. „Afgang- urinn nemur 8 milljörðum króna en ef tekin eru með í reikninginn vöruskipti án flugvéla og skipa er afgangurinn 16 milljarðar.“ Hún segir jafnframt að það sé líklegt að krónan verði stöðugri. „Þetta ætti að skapa grundvöll fyrir því að krónan haldist stöðug og það er gott fyrir verðbólguna," segir Edda Rós. -ÓTG/Vig Flautað til leiks í dag klukkan 10.30 að ís- lenskum tíma verður flautað til leiks á HM-2002 sem fram fer í Japan og Suður-Kóreu og standa mun til loka júní. Fyrsti leikurinn milli heimsmeistara Frakka og Senegala fer fram í Seoul að aflokinni setningarat- höfn sem hefst klukkan 10.00. Þar með er lokið fjögurra ára eftirvæntingarfullri bið knatt- spymuflkla um allan heim eftir þessum mesta íþróttaviðburði heims. Að sögn mótshaldara er búist við mikilli aukningu áhorfenda, en í síðustu keppni, sem fram fór í Frakklandi árið 1998, mættu alls um 2,8 milljón- ir manna á völlinn. Þá er búist við því að vel á fjórða tug millj- arða manna um allan heim muni fylgjast með henni í sjón- Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er hald- in í Asíu og er það œtlan gestgjafanna að hún verði sú glœsileg- asta og eftirminnileg- asta til þessa. varpi, sem er svipaður fjöldi og fylgdist með útsendingum frá Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er haldin í Asíu og er það ætlan gestgjafanna að hún verði sú glæsilegasta og eftir- minnilegasta til þessa. Enda er ekkert til sparað og má segja að undirbúningur hafi staðið yfir allt frá því flautað var til leiksloka í París fyrir fjórum ár- um. Að venju taka 32 þjóðir þátt í keppninni og er keppt í átta fjögurra liða riðlum þar sem tvö efstu liðin komast áfram í milli- riðla, en alls verða leiknir 64 leikir í keppninni allri. Mikill öryggisviðbúnaður er í báðum löndunum í sambandi við keppnina og er ætlað að meira en 400 þúsund lögreglu- menn verði við gæslu í hvoru landanna. FOKUS I MIÐJU BLAÐSINS Drama, grín og nóg af blóði YFIRÞYRMANDI KRAFTUR: Risa-béin þrjú tekin með áhlaupi 15 Veiðistaður fjölskyldunnar Reynisvatn Opið alla daga Borgarvelðl ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.