Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 6
6 Fréttir FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 DV Alvarlegar athugasemdir Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sólheima: Þjónustu mjög ábótavant laun „í lægri kantinum“ - ágreiningur um gildi samnings Sólheimar í Grímsnesi Mikil uppbygging hefur veriö á Sólheimum á undanförnum árum og hvert húsiö risiö þar af ööru. Um starfsemina hefur leikiö ákveöinn Ijómi sem nokkur skuggi fellur á við úttekt Ríkisendurskoöunar. - of há húsaleiga, Ríkisendurskoðun setur fram al- varlegar athugasemdir í skýrslu sinni um ýmsa þætti starfsemi Sól- heima í Grímsnesi. Skýrslan var kynnt í gær. Þar er bent á að engir iðjuþjálfar starfi á atvinnusviði Sól- heima. Engir þroskaþjálfar starfi á heimilissviöi þjónustumiðstöövar Sólheima. Þar af leiðandi njóti ekki fagþekkingar þeirrar stéttar. Húsa- leiga sem fotluðu heimilisfólki hafi verið gert að greiða á einu sambýli hafi verið of há undanfarin tvö ár og húsaleiga á öðru sambýli hafi verið í „hærri kantinum". Hins veg- ar séu launagreiðsla til fatlaðra ibúa „í lægri kantinum" miðað við aðra vemdaða vinnustaði. Hins vegar bendir Ríkisendur- skoðun á aö óvissa ríki um gildi þjónustusamnings miili félagsmála- ráðuneytisins og Sólheima frá 1996. Forsvarsmenn Sólheima hafa leitað álits lögfræðinga um þetta atriði. Niðurstaða lögfræðinganna er sú að samningurinn sé ekki í gildi. Eng- inn vafi leiki á því að öll opinber tjárframlög til Sólheima hafi verið nýtt í þágu reksturs staðarins. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að tugum milljóna hafi verið varið á skjön við forsendur samn- ingsins á sl. tveimur árum. Engin undirritun Á Sólheimum í Grímsnesi búa nú um 100 manns, þar af 40 fatlaðir ein- staklingar. Árið 1996 undirrituðu fé- lagsmálaráðuneytið og stjórn Sól- heima samning um þjónustu við hina totluðu íbúa staðarins og greiðslur rikisins fyrir hana. Á sama ári sagði framkvæmdastjórn staðar- ins samningnum upp á þeirri for- sendu að með gildistöku hans hefði Grímsnes- og Grafningshreppur neit- að að veita Sólheimum lengur ýmsa þjónustu sem hann hefði áður innt af hendi. Viðræður fóru fram milli Sól- heima og ráðuneytis vegna málsins og féllst stjóm Sólheima á að fram- lengja samninginn óbreyttan til eins árs. Aldrei var þó slíkur samningur undirritaður af hálfu beggja aðila. Ráðuneytiö hefur þó, til dagsins í dag, haldið áfram að greiða fyrir þjónustu Sólheima við hina fótluðu íbúa. Deilt er um hvort forsendur samningsins séu í gildi þar sem greiðslur eigi sér enn stað og hvort þjónusta við fatlaða íbúa staðarins hafi verið i samræmi við hann. Samkvæmt athugun Ríkisendur- skoðunar nam sú fjárhæð sem ekki var ráðstafað í samræmi við for- sendur samningsins alls um 67 milljónum króna á árimum 2000 og 2001. í ljósi þessa telur Rikisendur- skoðun bæði tímabært og eölilegt að félagsmálaráöuneytið beiti sér fyrir lögfræðilegri athugim á réttarstöðu sinni í málinu og um leið hvort rík- ið kunni að eiga einhver réttindi í skjóli framlaga sinna til Sólheima. Færri starfsmenn í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur enn fremur fram að fjöldi starfsmanna á Sólheimum sé aðeins 70 prósent af þeim fjölda sem ríkið hafi greitt fyrir samkvæmt forsend- um umrædds þjónustusamnings. Muni þar mestu um mun færri starfsmenn við umönnun og stuðn- ing við búsetu fatlaðra en þeir hafi verið 17 í stað 35. Hins vegar sé fjöldi starfsmanna sem sinni dag- vistunar- og atvinnumálum nokkru fleiri heldur en gert hafi verið ráð fyrir í þjónustusamningi. Launa- kostnaður þeirra hafi verið nokkru meiri, eða 21 prósent umfram fjár- veitingar, en launakostnaður fatl- aðra íbúa nokkru minni, eða um 79 prósent af þeim kostnaði sem gert hafi veriö ráð fyrir. Skýring á aukn- um kostnaði miðað viö við samning- inn megi rekja til þess að atvinnu- starfsemi sé mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir í honum. Starfsemi eldri fyrirtækja hafi aukist og ný verið stofnuð. Jafnframt sé ljóst aö ríkið hafi greitt fyrir mun umfangsmeiri þjón- ustu á heimilissviði en þar hafi ver- ið veitt. Launakostnaður yfirstjómar sé um tvöfalt meiri heldur en fjárveiting í þjónustusamningi geri ráð fyrir. Ljóst sé að hluti fjárveitingar vegna launa hafi verið notaður til annarra verkefna heldur en hún hafi verið ætluð til. Meðallaun fatl- aðra íbúa hafi verið 5.300 krónur á mánuði árið 2000 og um 5.600 á mán- uði árið 2001. Laun fatlaðra þyrftu að hækka verulega til að örorku- bætur þeirra skertust eða féllu nið- ur. Geðfatlaðir Ríkisendurskoðun bendir enn fremur á að sumir hinna fotluðu sem búi á Sólheimum eigi við geð- raskanir að stríða. Þessum einstak- lingum standi ekki til boða sérstök meðferð, atferlismeðferö eða önnur sálfræðimeðferð. Þá njóti starfsfólk ekki handleiðslu fagfólks í um- gengni og þjónustu við geðfatlað fólk. Aðgengi íbúa að trúnaðar- manni sé ekki nægilegt. Félagsmálaráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar: Þetta er áfellisdómur Séfíar, REYKJAVIK AKUREYRI SólaHag í kvöld 23.27 23.13 Sólarupprás á morgun 03.23 03.08 Síödegisflóð 22.15 15.24 Árdegisflóö á morgun 10.41 02.48 Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og viða rigning eða súld. Skýjað með köflum og þurrt á Norðausturlandi en hlýjast á suðvesturhominu. Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun. Súld eða dálítil rigning en þurrt á NA-landi. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast austanlands. [ 'iéérijd. Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur £3 Hiti 5° hiti 6° Hítl 6° til 15“ til 16' tll 18" Vindun Vindur: 5-10 "V* Vtndlun 3-8 Fremur hæg Afram hæg breytileg átt og breytlleg átt, skýjaö meö víöa skýjaö og köflum og skúrir fitiis háttar þegar flöur á. úrkoma. Hæg breytileg átt eöa hafgola og bjartviöri. Sums staöar þokuloft viö ströndlna. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kui 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 - trúnaðarbrestur sem kallar á nýja stjóm Sólheima „Það er ekki hægt að neita þvi að þessi skýrsla er áfell- isdómur," sagði Páll Péturs- son félagsmálaráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sólheima í Grímsnesi. Ráðherra sagði að trúnað- arbrestur hefði orðið milli núverandi stjómar heimilis- ins og ráðuneytisins. For- senda nýs þjónustusamnings væri sú að ný stjóm kæmi að rekstri Sólheima og mundi ráðu- neytið gera kröfu til að eiga einn fulltrúa í henni. Ráðherra sagði að skýrsla Rikis- endurskoðunar staðfesti þann skiln- ing ráðuneytisins að fjárframlög til Sólheima heföu grundvallast á þeim forsendum sem lagðar voru í samn- ingi aðila frá 1996. Þennan skilning hefði ráðuneytið haft og hefði hann komið fram í bréfum ráðuneytisins til Sólheima. Ljóst væri af skýrslunni að Sól- heimar hefðu ráðstafað þeim fjár- munum sem heimilið fékk til þjón- ustu við fatlaða íbúa staðarins með öðrum hætti og til annarra verkefna sem ekki tengdust samningnum. Ríkisendurskoðun teldi þessa fjár- hæð vera 67 m.kr. á árunum 2000 og 2001. „í ljósi þessarar niður- stöðu Ríkisendurskoðunar telur ráðuneytið ástæðu til þess að skoða ráðstöfun fjárveitinga rikissjóðs til Sólheima allt til ársins 1997,“ sagði ráðherra. „í samningi ráðuneytisins og Sólheima frá árinu 1996 var skýrt tekið fram að ekki væri heimilt að ráðast í nýja atvinnustarfsemi sem kostuð væri af ráðuneytinu nema með sam- þykki þess.“ Páll sagði að í skýrslunni væri bent á alvarlegan skort á fagmennt- uðum starfsmönnum og að heimilið hefði ekki bætt úr því með sam- starfi við til þess bæra aðila, t.d. svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Ráðuneytið liti þessa niðurstöðu Ríkisendurskoðunar al- varlegum augum í ljósi þess að verulegum fjármunum heföi á sl. tveimur árum verið ráöstafað til annars en beinnar þjónustu við fatl- aða á Sólheimum. „Sólheimar hafa oftekið húsa- leigu fatlaðra, sem nemur 2,7 m.kr. á sl. tveimur árum. Ráðuneytið gerir alvarlegar at- hugasemdir við það hvemig leigu- greiðslum íbúa hefur verið háttað. Heimilið hefur fengið framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra til bygg- ingar á húsnæði fyrir fatlaða sem hafa ekki skilað sér til lækkunar á leigugreiðslum þeirra. Er það mat ráðuneytisins að skoða þurfi þessar leigugreiðslur lengra aftur í tímann. Ástæöa er til að geta þess að fram- lög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra og forverum þess sjóðs til Sólheima nema 228 m.kr.“ Viðbrögð ráðuneytis Páll sagði að viðbrögð ráðuneyt- isins yrðu þau aö segja upp samn- ingi við Sólheima frá 1. mars 1996, sbr. ákvæði 10. gr. samningsins. Óskað yrði eftir viðræðum við fjár- laganefnd Alþingis um niðurstöður skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem ljóst er að Sólheimar hafi brugðist því trausti sem ráðuneytið og fjárlaganefnd hafi byggt á varð- andi fjárframlög til heimilisins. Þá yrði óskað eftir því að prestastefna hlutaðist til um breytingar á skipu- lagsskrá Sólheima þar sem presta- stefna skipi fulltrúaráð Sólheima. Enn fremur yrði óskað eftir því við Ríkisendurskoðun að hún tæki til skoðun þær fjárveitingar sem ráðstafað hefur verið til starfsemi Sólheima frá árinu 1996. Ráðuneytið myndi gera kröfu til þess að húsa- leiga yrði leiðrétt fotluðum til hags- bóta i samræmi við framlög Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra til Sólheima. Þá myndi ráðuneytiö setja þau skilyrði um framhald viðræðna við Sólheima um gerð nýs þjónustu- samnings, sem frestað var á meðan Ríkisendurskoðun vann að úttekt sinni, að stjómarfyrirkomulagi á Sólheimum verði breytt og að nýjar stjómir komi að rekstri heimilisins og Styrktarsjóði Sólheima. Ráðu- neytið muni gera kröfu til þess að eiga fulltrúa í stjóm heimilisins, a.m.k. á gildistíma ný þjónustu- samnings. Ráðuneytið telji þetta for- sendu nýs þjónustusamnings og þar með sáttar um starfsemi heimilis- ins, enda ljóst að þar hefúr orðið trúnaðarbrestur milli núverandi stjómar heimilisins og ráðuneytis- ins. Einnig er gerð sú krafa aö fjárveit- ingar til heimilisins verði í sam- ræmi við mat á þörf íbúanna fyrir þjónustu en að því mati er nú unnið, og að ný stjóm Sólheima leggi fram skýra áætlun um það hvernig staðið verði að ráðningum fagmenntaðra aðila til Sólheima og geri nauðsyn- lega samninga um sérfræðiþjónustu fyrir íbúa Sólheima. -JSS Páll Pétursson. AKUREYRI rigning 5 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK skýjað 7 EGILSSTADIR KIRKJUBÆJARKL skýjað 9 KEFLAVÍK skýjaö 8 RAUFARHÖFN rigning 4 REYKJAVÍK súld 8 STÓRHÖFÐI þoka 8 BERGEN skúr 10 HELSINKI léttskýjaö 18 KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ alskýjaö 13 STOKKHÓLMUR 13 ÞÓRSHÖFN skúr 9 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 11 ALGARVE skýjaö 19 AMSTERDAM skýjaö 14 BARCELONA mistur 16 BERLÍN léttskýjað 17 CHICAG0 heiðskírt 25 DUBUN léttskýjaö 9 HAUFAX þoka 11 FRANKFURT skýjaö 12 HAMBORG skýjað 12 JAN MAYEN þoka 1 LONDON léttskýjaö 11 LÚXEMBORG skýjað 11 MALLORCA hálfskýjaö 20 MONTREAL léttskýjaö 18 NARSSARSSUAQ alskýjaö 7 NEW YORK hálfskýjaö 19 ORLANDO heiöskírt 21- PARÍS léttskýjað 13 VÍN skýjaö 15 WASHINGTON heiöskírt 19 WINNIPEG heiöskírt 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.