Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 DV 9 Fréttir landí Vlctoríu í Ástralíu afsvipaöri gerö og reistyröi á íslandi. Ástralía Fyrirtækjarekstur Alcoa í Ástralíu er af ýmsum toga, m.a. námuvinnsla. Er rekstur fyrir- tækisins þar í álfu á 7 stöðum. Afríka Alcoa er með námuvinnslu á einum stað í Gíneu. Þá eru fram- leiddir hlutir fyrir byggingariðn- aðinn á einum stað í Marokkó. Evrópa Þótt ísland sé enn ekki komið á blað Alcoa sem eitt af löndum á korti fyrirtækisins er það eigi að síður þegar með annan fótinn hérlendis í gegnum eignarhlut í norska fyrirtækinu Elkem. í Noregi er Alcoa þannig með starfsemi á tveim stöðum. Þá er MYND ALCOA fyrirtæki Alcoa starfrækt á ein- um stað í Tékklandi og á einum stað í Pólandi og líka á einum stað í Rússlandi. í Ungverjalandi er starfsemi á 8 stöðum. í Þýska- landi er rekstur á 15 stöðum og þá mikið í sambandi við bíla og rafeindaiðnað. í Belgíu er starf- semi á einum stað og einnig á einum stað á írlandi. Þá er Alcoa með starfsemi undir eigin nafni og tengdum fyrirtækjum á 7 stöð- um í Hollandi og einnig á 7 stöð- um í Frakklandi. Starfsemi tengd Alcoa er á 7 stöðum á ítal- íu, á 12 stöðum á Spáni og á ein- um stað í Portúgal. Þá er að lok- um starfsemi á vegum Alcoa og tengdra fyrirtækja á 6 stöðum i Bretlandi. Fundaö um álver 1 frá bandaríska álversrisanum Alco ræddimöguleika á aö fyrirtækiö kæmi inn í áætl- Mver í Reyöarfiröi. Var málið kynnt fjölmiðlum í síöustu viku. Náttúruverndarsamtök íslands: Reyna að fá Alcoa til að hætta við - erum á alröngu spori í orkuframleiðslu, segir Hjörleifur Guttormsson Ámi Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka íslands, segir það ljóst að Alcoa hafi mikinn áhuga á þessum máli enda hafi stjómvöld boðið þeim góð kjör. „Við munum hins vegar gera allt sem í okkar valdi stendur í samvinnu við Alþjóða náttúruvemdarsjóðinn (WWF) til að sannfæra Aicoa um að þátttaka fyrirtækisins í byggingu Kárahnjúkavirkjunar geti ekki samrýmst umhverfisstefnu þess.“ Ámi bendir á að niðurstööur bráðabirgðamats rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sýni að náttúraspjöll em mest af þessari virkjun í samanburði við 15 aðra virkjunarkosti. „Sömuleiöis er víst að hagkvæmnin verður ekki mikil. Þama er eitt stærsta ósnortna náttúrusvæðið í Evrópu og það hljótum við aö vilja vemda. Við munum benda Alcoa á þetta." Erum á alröngu spori Hjörleifi Guttormssyni, sem hef- ur barist hart gegn álveri og virkj- unarframkvæmdum á Austurlandi, list illa á þessa þróun mála. „Ég tel aö við séum á alröngu spori í nýtingu orkunnar. í stað þess að menn fóti sig aðeins og reyndi að mynda stefnu í þessum málum til langs tíma er farið af stað með flumbragangi og samið við Alcoa. Ég tel þessi vinnubrögð vera móðgum við al- menning og ég er viss um að það er mikil andstaða við svona að- ferðafræði. Ef svona heldur áfram eru menn búnir aö eyðileggja ímynd íslands." Hjörleifur bendir á sömu skýrslu og Ámi, þ.e. að þetta sé með verri virkjunarkostum samkvæmt rammaáætlun. „Þetta var faglegt mat hjá Skipulagsstofnun en það var saxað í spað með úrskurði um- hverfisráðherra. Það er furðulegt að sá ráðherra geti leyft sér það í stað þess að sýna varúð í umhverfismál- um.“ Hjörleifur er á því að þessu verði ekki breytt nema með pólitískri breytingu. „Áliðnaðarfyrirtæki eru viðkvæm fyrir gagnrýni frá um- hverfissamtökum en ef þau hafa stóran hlífiskjöld í stjómvöldum eru þau að sjálf- sögðu fegin því. Ég held hins veg- ar að það skipti ekki stóru máli hvort það verður Alcoa eða Norsk Hydro sem bygg- ir þetta álver því að þessi álfýrir- tæki hafa gengið mikið kaupum og sölum. Þessi aðili er þó stærri og ekki ósennilegt að hann taki þá minna tillit til umhverfisþátta." Hjörleifur hefur einnig efasemdir um gagnsemina fyrir Austurland. „Ég tel að félagsleg áhrif verði nei- kvæð og þetta þurfi ekki að stöðva fólksflóttann frá fjórðungnum. Þetta getur t.d. þýtt að samkeppnisstaða annarra fyrirtækja um vinnuafl versni. Þá mun fasteignaverð hækka fyrst í stað sem gæti þýtt að menn muni jafnvel drifa sig i að selja eignir sínar og það er óvíst hvar þeir muni þá fjárfesta í næstu fasteign. Og ég hef litla trú á að fólk muni flykkjast til Austurlands til að vinna í álveri.“ -HI. Svona var fyrlrhugað að Reyðarálsverksmlðjan llti út Alcoa hefur á prjónunum aö reisa 320 þúsund tonna verksmiöju í Reyöarfiröi. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi: Þetta lítur aldeilis vel út - ef áætlanir um álver og fiskeldi ganga eftir Smári Geirs- son, formaður Sambands sveit- arfélaga á Austur- landi, segir Aust- firðinga binda miklar vonir við að viðræður við bandaríska álris- Smárl Gelrsson. ann Alcoa gangi upp. Búast megi við að í álveri við Reyðarfjörð skap- ist mörg hundruð ný störf. Reyðarál gerði ráð fyrir 455 störfum í sinum útreikningum vegna fyrri áfanga ál- versframkvæmda og var þá miðað við 260 þúsund tonna álver. Alcoa er hins vegar með á prjónunum að reisa í einum áfanga 320 þúsund tonna álver. „Ég held að mönnum hér lítist vel á að fá Alcoa inn í þetta dæmi. Þetta er alvörufyrirtæki, stórt og öflugt. Þeir aðilar sem hafa komið hingað tO lands og skoðað þetta eru mjög traustvekjandi og áhugasamir." - Hvað um undirbúningsvinnu við uppbyggingu eystra, eins og við íbúðabyggingar vegna væntanlegs álvers? „Það kom auðvitað ákveðin frest- un á öll slík mál þegar hikið kom fram hjá Norsk Hydro. Ég á þó ekki von á öðru en menn veröi fljótir að setja aUt undirbúningsstarf í fuUan gang á ný þegar breyting verður þar á. Það var farið að úthluta lóðum vegna ibúðabygginga í verulegum mæli og verktakafyrirtæki sýndu þessu mikinn áhuga. Ég á von á því að framkvæmdir fari af stað hér á fjörðunum mjög fljótlega ef niður- staða Alcoa verður jákvæð." Aldeilis gott útlit - Er ekki eitthvað annað en álver sem kemur tU greina? „Það er auðvitað miklu meira að gerast hér. Viö erum að byggja hér upp fiskeldi í fjörðum og aUt bendir til þess að önnur stóriðja verði á þessu svæði. Það er að komast mjög vel af stað og lítur vel út. Fyrsta lax- inum frá laxeldisstöð Sæsiifurs á Mjóafirði verður slátrað í Neskaup- stað í haust, og þá væntanlega í október. Við gemm ráð fyrir því að þegar kemur fram á árið 2005-2006 verði í kringum laxeldið eingöngu í kringum 120 störf i Fjarðabyggð. Framleiðslan verði þá orðin 14.000 tonn af laxi á ári. Áætlanimar eru stórar og ef þetta og álverið gengur aUt eftir þá lítur þetta aldeUis vel út.“ Auk þessa nefnir Smári uppbygg- ingu fiskeldis víðar um Austfirði og einnig eldi á fleiri tegundum, eins og hlýra og þorski, sem þegar er komið af stað. Náttúruverndarsamtök svífast einskis - Hvað um andstöðu náttúru- vemdarsinna við álvershugmyndir og jafnvel lika fiskeldi? „Menn eru búnir að eiga við þessi samtök alllengi. Við þekkjum þetta mjög vel varðandi álversumræðuna. Það sem mér þykir verst er það að þessi samtök svífast einskis og eru ekki vönd að virðingu sinni varð- andi baráttuaðferðir og málflutning. Það er fyrst og fremst áhyggjuefni. Sjálfsagt er að fara varlega og að menn kynni sér vel áhrif aUrar starfsemi á náttúruna. Menn verða þó auðvitað aö reka sín mál af sann- gimi og vera málefnalegir. Það vUl þó oft brenna við, sýnist mér, að slíku sé ekki að heUsa,“ segir Smári Geirsson. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.