Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 31. MAl 2002 PV_____________________ Útlönd Donald Rumsfeld til Indlands og Pakistans í næstu viku: Bush þrýstir á Musharraf að standa við gefin loforð Georg W. Bush Bandaríkjaforseti varaöi í gær pakistönsk stjómvöld viö því að láta liðsmenn skæruliðasam- taka aðskilnaðarsinna í Kasmír, sem aðsetur hafa innan landamæra Pakist- ans, komast óhindrað yflr hlutlausa beltið á landamærum Pakistans til árása innan indverska hluta Kasmírs. Hann sagði einnig að Bandaríkin tækju fullan þátt í sameiginlegu átaki þjóða heims um að beita deiluaðila þrýstingi um að koma tafarlaust á friði á svæðinu og beindi orðum sín- um sérstklega til Pervez Musharrafs, forseta Pakistans. „Hann verður að stöðva straum skæruliðanna yfir hlutlausa beltið. Hann lofaði að gera það og verður að standa við það,“ sagði Bush á blaða- mannafundi í Washington í gær, en þessi ummæli hans koma í kjölfar skotárásar tveggja aðskilnaðarsinna á aðalbækistöðvar lögreglunnar í Doda- héraði í indverska hluta Kasmírs í gær, þar sem þrír lögreglumenn létu lífið. Indverskir öryggisverðir náðu að umkringja tilræðismennina innan stöðvarinnar eftir árásina og voru þeir báðir skotnir til bana eftir skot- bardaga. Bush skýrði einnig frá því að stjómvöld væru að skoða hvaða leiðir væru færar til að vernda bandaríska borgara i Pakistan og Indlandi sem best eða þá hvort ástæða væri til að hvetja þá til að yfirgefa svæðið. Þá tilkynnti Bush að ákveðið hefði verið að senda Donald Rumsfeld, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, til landanna strax í næstu viku til að reyna sitt til að afstýra stríði og koma ráðamönnum að samningaborðinu. Stjómvöld í Rússlandi munu einnig Á verði Indverskur hermaöur kíkir í sigtiö á riffli sínum viö öllu viöbúinn. leggja sitt af mörkum til að koma á friði og mun Vladimir Pútín ræða við fulltrúa deiluaðila á fyrirhugaðri ráð- stefnu Asíulanda í Kasakstan í næstu viku. Þá hefur Hamid Karzai, leiðtogi bráðabirgðastjómarinnar í Afganist- an hvatt deiluaðila til friðsamlegrar lausnar og bent þeim á skelfilegar af- leiðingar stíðsreksturs i Afganistan. Á sama tíma hafa Pakistanar hafið mikla liðsflutninga frá landamæmm Afganistans til austurlandamæranna við Indland, en á móti hafa Indverjar sagt að þeir væm þegar tilbúnir til að- gerða ef til þess kæmi. Skotbardagar héldu áfram í nótt og morgun yfir hlutlausa beltið á landa- mæmm ríkjanna, þar sem sprengju- vörpum var beitt, auk þess sem her- menn skiptust á skotum. Engar fréttir höfðu borist um mannfall. Sjónvarpsmyndir náöust afþví þegar björgunarþyrla hrapaöi á Hettufjalli. Þyrla fórst við björgunarstörf Bandarísk herþyrla flaug á snæviþaktar hlíðar Hettufjalls í Or- egon í gær þegar áhöfn hennar var að reyna að bjarga sex slösuðum fjallgöngumönnum sem höfðu fallið ofan í sprungu. Þrír fjallgöngumenn fómst í því falli. Einn úr fimm manna áhöfn þyrl- unnar slasaðist alvarlega en hinir fjórir minna. Daginn áður höföu þrír fjall- göngumenn beðið bana á Rainier- fialli í Washingtonríki. Fjallgöngu- mennimir hröpuðu til bana þegar þeir voru að reyna að komast niður af fjallinu i aftakaveðri. REUTERSMYND Hreinsunarstarfinu lokið Hreinsunarstarfinu í rústum World Trade Center lauk formlega í gær meö hátíölegri athöfn. Þar lék þessi hafnarlög- reglumaður á sekkjapípur og bandaríski fáninn var borinn burt á sjúkrabörum, til minningar um þá rúmlega 2.800 manns sem fórust í hryöjuverkaárásunum 11. seþtember síöastliöinn. mælingavOrur .allt til mælinga! /-> I i I Málbönd t ÞRiFÆTUR STIKUR MÆLIHIÖL iM ip ..það sem fagmaðurinn notarl Slml: 533 1334 fax, 5GB 0499 Nýju brauöin og sósurnar hafa slegið í gegn ert þú búin(n) að smakka? *SUBWflV\ Esso-stöðinni Reykjavíkurvegi Hfj. • Kaupvangsstræti Akureyri • Hafnargötu Keflavík • Varnarstöðinni Keflavíkurflugvelli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.