Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 3.206 m.kr. Hlutabréf 1.425 m.kr. Húsbréf 981 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Kaupþing 367 m.kr. 0 Jarðboranir 278 m.kr. © Delta 110 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Síldarvinnslan 3,6% 0 Skeljungur 2,5% 0 ísl. hlutabr.sj. 1,6% MESTA LÆKKUN 0 SR-Mjöl 3,2% 0 islandssími 2,1% 0 Ker 1,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1.281 - Breyting 00,38% Kaup á erlendum verð- bréfum dragast saman í slðastliðnum aprílmánuði námu kaup á erlendum verðbréfum 3.765 milljónum króna en hins vegar nam sala á erlendum verðbréfum 5.413 milljónum. Sala erlendra verðbréfa umfram kaup námu þvi 1.648 millj- ónum króna, samanborið við nettó- kaup fyrir um 1.069 milljónir á sama tíma í fyrra. Mestur hluti viðskiptanna í mán- uðinum er sala á hlutdeildarskír- teinum í verðbréfasjóðum erlendis. 31. 05. 2002 kt. 9.15 KAUP SALA BBÍDoHar 91,430 91,900 SSPund 134,010 134,690 l*i Kan. dollar 59,560 59,930 SBPönskkr. 11,5280 11,5910 Norsk kr 11,4940 11,5570 ; CJBsænskkr. 9,4030 9,4540 3 Sviss. franki 58,5400 58,8600 | • | Jap. yen 0,7376 0,7421 i ECU 85,7078 86,2228 SDR 117,9200 118,6200 | Vanskil hætt aö aukast Heildarvanskil hjá innlánsstofn- unum eru nú talsvert meiri en fyrir ári og hækka þau í 3,2% af útistand- andi lánum, úr 2,5%, að því er fram kemur í samantekt Fjármálaeftir- litsins. Góðu fréttirnar eru hins veg- ar þær að aukning vanskila virðist svo gott sem stöðvuð eftir afar erfitt ár í fyrra, að því er best verður séð. Vanskilin sem tekin eru saman eru skilgreind sem brúttóvanskil sem staðið hafa lengur en einn mánuð, en þannig er ekki tekið tillit til fjár- hæða sem kunna að hafa verið lagð- ar til hliðar sem afskriftir til að mæta þessari þróun. Vanskil einstaklinga námu í lok mars á þessu ári 5,06% af útlánum, alls rúmlega 9 milljörðum króna, en það samsvarar því að hvert manns- bam á íslandi eigi útistandandi um 32.000 kr. í vanskilum hjá innláns- stofnunum. í upphafi árs 2001 nam þetta hlutfall 3,32% og hækkaði það mjög hratt á síðasta ári og náði há- marki á haustmánuðum, þegar það fór í 5,42%. Síðan virðist landinn hafa heldur tekið sig taki og er hlut- fall vanskila nú öllu lægra. Engu að síður era vanskil nú 17% meiri en fyrir ári. Ef litið er til fyrirtækja kemur í ljós að þau fóru mun verr út úr sið- asta ári, enda má segja að talsverður óstöðugleiki hafi ríkt bæði hvað gjaldmiðil og verðbólgu varðar. Auk- inheldur fór vaxtamunur í sögulegt hámark og íslensk fyrirtæki máttu búa við mun hærri vaxtakostnað en tiðkaðist í helstu viðskiptalöndun- um. I upphafi ársins 2001 nam hlut- fall vanskila fyrirtækja, sem staðið höfðu í meira en mánuð, 1,68% en í árslok hafði þetta hlutfall aukist um 48% og var komið í 2,49%. Ekki verð- ur annað ráðið af þessu en að skjót umskipti hafi orðið þar sem verulega harðnaði á dalnrnn. Svo virðist þó sem fyrirtækin hafi loks náð tökum á skuldastöðu sinni því hlutfall van- skila hefur haldist óbreytt undan- farna sex mánuði.Að baki er um- brotaár sem reynst hefur einstak- lingum, en sérstaklega fyrirtækjum, erfitt, samkvæmt gögnum Fjármála- eftirlitsins. Góð veiði síðustu daga Hluti íslenska uppsjávarflotans er nú að veiðum á síld úr norsk-íslenska sildarstofninum í lögsögu Jan Mayen. Veðrið hefur verið misjafnt og haml- aði veiðum um tíma. Síldin hefur staðið nokkuð djúpt, sem gerir veiðar í nót erfiðar, en þau skip sem eru einnig útbúin flottrolli ná betri ár- angri. Góð veiði hefur svo verið allra síðustu daga og voru flest íslensku skipin á landleið í gær með fullfermi. Vinnsluskipin hafa einnig gert það gott og eru Guðmundur Ólafur ÓF, Bjarni Ólafsson AK, Hákon EA, og Guðrún Gísladóttir KE öll stödd á miðunum. Vilhelm Þorsteinsson EA er svo að landa 500 tonnum af frystum síldarflökum í Neskaupstað eftir níu daga veiðiferð og ætla má að aflaverð- mætið sé um 50 milljónir króna. Viðskipti Umsjón: Vi&skiptablaðið Sjóvá-Almennar með 166 millj- ónir í hagnað Sjóvá-Almennar birtu í gær upp- gjör fyrstu þriggja mánaða ársins en í fyrsta sinn var birt samstæðuuppgjör fyrir Sjóvá-Almennar og dótturfélagið Sameinaða líftryggingafélagið. Hagn- aður samstæðunnar var 221 milljón króna eftir skatta en áhrif dótturfé- lagsins voru neikvæð um 9 milljónir á tímabilinu. Hagnaður félagsins á síð- asta fjórðungi var 166 milljónir og hagnaður á sama tímabili síðasta árs var 208 milljónir. Tjónhlutfall (eigin tjón / eigin ið- gjöld) lækkar um 2% frá sama tima- bili í fyrra en um 27% milli fjórðunga. Þessi þróun er jákvætt merki en tjón- hlutfall hefur þó sveiflast nokkuð milli ársfjórðunga undanfarið og því erfltt að ráða í hvort um varanlega lækkun hlutfallsins er að ræða. Hagn- aður af skaðatryggingastarfsemi var 340 milljónir á tímabilinu og eykst um 14% frá sama tímabili í fyrra. Tap var á líftryggingastarfsemi sem nemur rúmri 21 milljón en í fyrsta sinn er líf- tryggingastarfsemi hluti uppgjörsins og skapar það því nokkurt ósamræmi í samanburði á heildarhagnaði af vá- tryggingastarfsemi. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að afkoman verði áþekk eða öllu betri en á síðasta ári og að afkoma fyrstu þriggja mánaða gefi ekki ástæðu til endurskoðunar áætlana. Hagnaður Sjóvár-Almennra var 590 milljónir á siðasta ári og tjónhlutfall 94%. Til hluthafa Skagstrendings Hf. Eimskipafélag íslands hefur eignast yfir 50% hlutafjár í Skagstrendingi hf. og gerir það félaginu skylt að gera yfirtökutiIboð í aðra hluti í Skagstrendingi. í kjölfarið gerir Eimskip öðrum hluthöfum Skagstrendings tilboð um að selja hluti sína í skiptum fyrir hluti í Eimskip. Tilboðið er gert með vísan til V. kafla laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, sem og reglugerð nr. 432/1999 um yfirtökutilboð. Fimmtudaginn 30. maí 2002 var öllum hluthöfum, skv. hlutaskrá Skagstrendings í lok miðvikudagsins 29. maí 2002, send tilboðsyfirlit og eyðublöð til samþykkis tilboðs. Frá sama degi liggja gögnin einnig frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum, þriðju hæð Hafnarstræti 5, Reykjavík, og útibúi Búnaðarbankans á Blönduósi og Skagaströnd, auk þess sem nálgast má eyðublöð á vefsíðu Búnaðarbankans www.bi.is. Skagstrendingur hf. kt. 580269-6649 • Túnbraut 1-3 • 545 Skagaströnd Tilboðsverð og greiðsluskilmálar Verð samkvæmt tilboði þessu miðast við gengið 7,2 fyrir hverja krónu nafnverðs hlutabréfa í Skagstrendingi. Bréfin verða greidd með afhendingu nýrra hlutabréfa í Eimskip á genginu 5,5. Skiptigengi bréfanna er því 1,30909091 kr. hlutafjár í Eimskip á móti 1 kr. hlutafjár í Skagstrendingi. Þetta samsvarar hæsta gengi sem Eimskip hefur greitt fyrir hlutabréf í félaginu síðustu sex mánuði. Gildistími tilboðsins Tilboðið gildir til kl. 16.00 fimmtudaginn 27. júní 2002. Samþykki tilboðs verður að hafa borist fyrir þann tíma á þar til gerðum eyðublöðum til Búnaðarbankans Verðbréfa, þriðju hæð Hafnarstræti 5 í Reykjavík eða útibús Búnaðarbankans, Húnabraut 5 á Blönduósi eða Túnbraut 1-3 á Skagaströnd. Umsjðnaraðili Búnaðarbanki íslands hf., kt. 490169-1219, Austurstræti 5, 155 Reykjavík. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF -byggir á trausti EIMSKIP_______________________________ Hf. Eimskipafélag Islands, kt. 510169-1829, Pósthússtræti 2,101 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.